Morgunblaðið - 08.08.2016, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Grunnhyggnirskýrendurslá einatt
um sig með því að
vika sé langur tími
í pólitík, eins og
það eigi frekar við
um stjórnmál en annað. Jarð-
skjálftar, flóðbylgjur, hryðju-
verk eða hörmuleg slys þurfa
aðeins sekúndur til að snúa við
lífstafli einstaklinga, hundraða
þeirra eða hundraða þúsunda.
Og svo hitt: Eitt augnakast og
allt er breytt.
En það gæti verið að þeim
grunnhyggnu þætti þessi lúni
frasi hafi sannast í bandarísk-
um stjórnmálum síðustu dag-
ana.
Blóðþrýstingsmælar stjórn-
málanna, skoðanakannanir,
sýndu að fylgi Donalds
Trumps vænkaðist verulega
með flokksþingi repúblikana,
þótt þar gengi á ýmsu. Flokks-
þing demókrata, með frú Clin-
ton í broddi fylkingar, varð
heldur ekki eins friðvænlegt
og vonast var til á þeim bæ. En
fylgi hennar styrktist einnig
verulega, að sögn mælinga-
manna. Voru þeir nokkuð sam-
dóma um það, að þótt sú regla
væri ekki algild þá væru
flokksþingin til þess fallin að
styrkja viðkomandi frambjóð-
anda. Það þyrfti hins vegar að
bíða fram í september til að fá
kannanir sem væri mikið að
marka.
En nú hefur það gerst að
fylgið á milli nýkrýndra for-
setaframbjóðanda sveiflast
skyndilega. Munurinn er orð-
inn mikill á milli þeirra á
landsvísu og langt utan við
skekkjumörk. En repúblikön-
um þykir þyngst að í þeim ríkj-
um sem sérfræðingar telja víst
að endanleg úrslit muni ráðast
í hefur fjarað hratt undan
Trump, t.d. í Flórída, Penn-
silvaníu og Ohio. Við bætast
vísbendingar um að oddvita-
staða Trumps í flokknum skaði
einstaka frambjóðendur hans
til öldungadeildar og full-
trúaþings verulega. Ekki er
útilokað að slíkir frambjóð-
endur reyni að vinna það sér til
stjórnmálalegs lífs eða fram-
haldslífs að afneita Trump sem
forsetaefni.
Það er von að spurt sé hvað
ráði þessu. Þeir fyrstu til svars
munu benda á að vika sé lang-
ur tími í pólitík, því í vikunni
frá flokksþingi demókrata hafi
Trump náð að ganga fram af
fjölda Bandaríkjamanna. Hann
hafi skorað á Pútín forseta að
birta tölvupósta frú Clinton,
hafi hann þá undir höndum.
Hann hafi dregið lappirnar
með stuðning við Paul Ryan,
forseta Fulltrúadeildar þings-
ins, og McCain öldungadeild-
arþingmann og
fyrrverandi for-
setaframbjóðanda
í kosningabaráttu
þeirra. Trump
reyndi að skýra
fyrra atriðið og að
nokkru þau síðari með því að
hann hefði verið að gantast. Og
það má vera rétt. En honum er
ekki eins létt að fara með gam-
anmál og Ronald Reagan.
Fjórða atriðið, sem virðist
hafa skaðað Trump síðustu
dægrin, eru viðbrögð hans við
ræðu Khizr Khan, Bandaríkja-
manns af pakistönskum upp-
runa, á þingi demókrata. Khan
er fræðimaður á sviði lögfræði,
en sonur hans hvílir í Arling-
ton-kirkjugarðinum með öðr-
um föllnum hetjum Bandaríkj-
anna. Khan veittist að Trump
persónulega í ræðu með
áþekkum hætti og ættmenni
einstaklings sem féll í Beng-
hazi veittist að frú Clinton á
þingi repúblikana. Hillary lét
þetta yfir sig ganga en Trump
hjólaði í Kahn og raunar óbeint
einnig eiginkonu hans. Trump
skaðaði sig af tveimur ástæð-
um. Óviðeigandi þótti að hann
svaraði syrgjandi foreldrum
fallins hermanns með þeim
hætti sem hann gerði. En í
annan stað var því haldið fram
að það að Trump gleypti allar
flugur sem egnt var fyrir hann
sannaði enn að hann væri
óhæfur sem forseti Bandaríkj-
anna.
En þá er það þetta með vik-
una í pólitík og hversu stutt
hún sé. Bent hefur verið á að
það sé annað spakmæli sem
eigi betur við í þessu sam-
bandi, enda standist það að
teljast lögmál: „Það er síðasta
stráið sem brýtur bakið á úlf-
aldanum.“
Í rauninni hafi Trump hagað
sér með svipuðum hætti þessa
vikuna og síðustu 60 vikurnar.
En hann hafi farið létt með
það, að hlaupa með áfellin sem
á hann hafa hlaðist af þessum
ástæðum og raunar náð að
hlaupa alla andstæðingana af
sér. En nú sé samansöfnuð
byrðin farin að verða mjög
íþyngjandi. Því geti farið eins
og í tilviki úlfaldans öfluga, að
það sé farið að muna um sér-
hvert strá.
En er eitthvað sem fær
bjargað Trump næstu 90 dag-
ana? Hugsanlega annað
tveggja. Að hann geti hrist af
sér hluta byrðar sinnar, svo
hún brjóti hann ekki. Eða þá
að eitthvað óvænt hitti hinn
úlfaldann fyrir og verði honum
að falli.
Í augnablikinu virðist hvor-
ugt líklegt. En minnumst þess
þá að á 90 dögum eru augna-
blikin æði mörg.
Eru sviptingar síð-
ustu vikna talandi
tákn um væntanleg
úrslit?}
Atburðir verða á
örskotsstund
M
arga stjórnmálamenn dreymir
um töfralykilinn að hjörtum
ungra kjósenda. Nú síðast
kynnti þingmaður Pírata
hugmynd um að gera Poké-
stop á kjörstöðum landsins og að þannig væri
hægt að „lokka ungt fólk á kjörstað“. Gæti
ekki verið að allt tal um að „lokka“ þurfi ungt
fólk á kjörstað með japönskum tölvuleikjafíg-
úrum sé ein ástæða þess að ungt fólk kýs í æ
minni mæli? Ungt fólk þarf vettvang til að fá
að taka þátt í raunverulegri stjórnmála-
umræðu, umræðan þarf að vera um þau mál-
efni samfélagsins sem snúa beint að því og
flokkarnir verða að móta skýrar stefnur um
það hvernig best sé að leysa vandamálin.
Í könnun sem innanríkisráðuneytið lét
framkvæma vegna minnkandi kjörsóknar í
sveitarstjórnarkosningunum 2014 kemur fram að yngsti
kjósendahópurinn (18-29 ára) er sá aldurshópur sem
finnst hvað mestur skoðanamunur á stjórnmálaflokk-
unum sem í framboði voru. Ljóst er því að ungt fólk sér
að flokkarnir hafa mismunandi stefnur. Hins vegar er
þetta sami hópur og finnst flokkarnir höfða hvað síst til
sín. Það má því draga tvær ályktanir með talsverðri ein-
földun. Ungt fólk sér stefnumun á flokkunum en finnst
það ekki skila sér í stjórnun landsins. Ungt fólk ákveður
því að sitja heima. Í öðru lagi þá finnst ungu fólki að
flokkarnir höfði ekki til sín. Málefnin sem flokkarnir
deila um snúast ekki um hagsmuni þeirra, og því
ákveður unga fólkið að sitja heima.
Hvernig verður bætt úr þessu?
Skólakerfið ætti að vera góður staður til
þess að byrja á. Höfundar nýju aðal-
námskrárinnar virðast vera meðvitaðir um
það enda kemur orðið „lýðræði“ fyrir næst-
um 100 sinnum í rúmlega 200 bls. námskrá.
Það er hins vegar ekki nóg. Ungt fólk veit
hvað lýðræði er. Það ákveður hins vegar bara
að taka ekki þátt í kosningum. Heldur ein-
hver að lýðræðisörvunin í grunnskólum
landsins muni skila sér í stórkostlegri kosn-
ingaþátttöku þegar fram líða stundir? Ég hef
stórkostlegar efasemdir.
Flestir sjá að fleira þarf til. Ungt fólk verð-
ur að fá svigrúm til þess að tjá sig. Umræður
verður að leyfa í framhaldsskólum þar sem
fulltrúar flokkanna en ekki síst krakkarnir
sjálfir fá að tjá sig og rökræða. Ögra ríkjandi
skoðunum og fá að heyra sjónarmið sem þau hafa ekki
heyrt áður. Hvernig eigum við að búast við því að ungt
fólk taki mark á því sem fullorðið fólk segir við það, ef
fullorðið fólk í skólastjórnum er hrætt við að leyfa til
dæmis stjórnmálamönnum að ræða við unga nemendur?
Á tímum internetsins hljómar það farsakennt að vera
hræddur við að leyfa stjórnmálaumræðu innan veggja
skólans. Vill eldra fólk að algóryþmar samfélagsmiðla
móti skoðanir unga fólksins frekar en bein samskipti í
raunheiminum? Nú, þá skulum við bara fara alla leið og
gera Pokéstop á öllum kjörstöðum. Og gefa ókeypis
hjólabretti og derhúfur. „Noh, dúllukrakkar! Þið eruð
svo krúttleg með ykkar skoðanir og Pokémon Go.“
Björn Már
Ólafsson
Pistill
Að höfða til unga fólksins
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Nokkur sveitarfélög á Suð-urlandi hafa sett upp nýskilti sem sýna hvar ekkimá tjalda og jafnframt
frekari upplýsingar um tjaldsvæði í
sveitarfélaginu. Þetta hefur gefið
góða raun og náðst hefur að stýra bet-
ur umferð fólks. Skiltin eru í sam-
ræmi við reglur sem mörg sveitar-
félög hafa samþykkt á undanförnum
mánuðum.
Reglurnar eru flestar á þann veg að
ekki megi gista í tjöldum, húsbílum,
fellihýsum, hjólhýsum, tjaldvögnum
eða öðrum sambærilegum búnaði á
almannafæri innan marka sveitarfé-
lagsins, utan sérmerktra svæða. Skilti
sem sýna hvar megi ekki tjalda eða
leggja húsbíl yfir nótt hafa m.a. verið
sett upp í Skeiða- og Gnúpverja-
hreppi og Vík í Mýrdal. Í öðrum sveit-
arfélögum verða
sambærileg skilti
sett upp á næst-
unni, t.d. í Árborg.
Sveitarstjórn-
endur sem Morg-
unblaðið ræddi við
eru sammála um
að það þurfi að
fræða ferðamenn
betur um hvar megi gista því oft eru
þeir ekki með réttar upplýsingar.
Töluvert hefur borið á því að ferða-
menn gista í tjöldum eða í bílum á
bílastæðum, úti í kanti, á afleggjurum
og meðfram vegum þar sem salern-
isaðstaða er engin. Nauðsynlegt hefur
verið að grípa til þessara aðgerða.
Tjalda ekki við skiltin
„Ég hef hvorki séð né heyrt af því
að það sé tjaldað þar sem skiltin eru.
Við settum þau á staði þar sem oft var
tjaldað áður,“ segir Björgvin Skafti
Bjarnason, oddviti í Skeiða- og Gnúp-
verjahreppi, um skiltin sem sett voru
upp í sumarbyrjun. Hann tekur þó
fram að sveitarfélagið hafi ekki vald-
heimildir til að reka fólk í burtu held-
ur sé fólki vinsamlegast bent á tjald-
svæði í nágrenninu.
Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri
Víkur í Mýrdal, tekur í sama streng
og Björgvin Skapti. Á nokkrum stöð-
um eru skilti sem sýna að bannað er
að leggja húsbílum yfir nótt, m.a. á
bílastæði við kirkjuna í Vík. „Þetta
hefur borið nokkurn árangur en við
höfum ekki komið alveg í veg fyrir
þetta. Fyrst og fremst viljum við
beina fólki inn á tjaldsvæðin og að
nýta þjónustuna þar,“ segir Ásgeir.
Í Rangárþingi ytra verða sett upp
upplýsingaskilti innan skamms sem
sýnir að það sé bannað að tjalda og
með mynd af tjaldsvæðum. Einnig
verður gefinn út lítill bæklingur með
þessum sömu upplýsingum sem hægt
verður að setja undir rúðuþurrkur á
bílum sem er lagt út í kanti eða á bíla-
stæðum. Starfsmenn og einnig íbúar
sveitarfélagsins geta dreift bækling-
unum. Á fundi byggðaráðs Rang-
árþings ytra 17. júlí sl. var tillaga um
þessar ábendingar um tjaldsvæði
samþykkt.
„Þetta er svipað og í hinum sveit-
arfélögunum. Við viljum fara mildi-
lega í þetta án þess að vera mjög
ókurteis. Í haust tökum við svo stöð-
una en það eru margir að reyna eitt-
hvað til að koma í veg fyrir þetta,“
segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri
Rangárþings ytra.
Líta til nágranna
Þegar sveitarstjórn Bláskóga-
byggðar kemur fljótlega saman verð-
ur skoðað hvort settar verði sam-
bærilegar reglur um hvar megi tjalda
en málefnið var rætt fyrir sumarfrí.
„Ég tel mikilvægt að það verði sam-
ræmdar reglur um þetta. Það verður
líka gott að eiga samtal við nágranna-
sveitarfélög um hvernig best verður
að útfæra þetta,“ segir Valtýr Val-
týsson, sveitarstjóri Blá-
skógabyggðar.
Fjölga upplýsinga-
skiltum jafnt og þétt
Morgunblaðið/Kristján
Tjaldsvæði Sveitarfélög á Suðurlandi setja upp skilti til að koma í veg fyrir
að fólk komi sér fyrir yfir nótt utan tjaldsvæða en töluvert hefur borið á því.
„Við höfum stuggað við ferða-
fólki og bent því á tjaldsvæði
en ekki gert mikið af því. Flest
málin hafa verið austur á Höfn
í Hornafirði,“ segir Oddur
Árnason, yfirlögregluþjónn á
Selfossi, spurður hvort lög-
reglan hafi haft afskipti af
ferðafólki sem hefur komið sér
fyrir næturlangt á bílastæðum
eða tjaldað utan tjaldsvæðis.
Í sveitarfélaginu Árborg líkt
og annars staðar á landinu
hefur ferðamönnum fjölgað
mikið. Samkvæmt upplýsingum
frá starfsfólki á tjaldsvæðinu á
Selfossi er það þétt setið og
hefur meira borið á því í sum-
ar að ferðamenn sækja í þjón-
ustuna sem þar er, t.d. að þvo
þvott eða komast í
sturtu án þess að
dvelja yfir nótt á
tjaldsvæðinu. Þeir
greiða sérstaklega
fyrir þá þjón-
ustu.
Flest málin
á Höfn
UTAN TJALDSVÆÐA
Oddur Árnason