Morgunblaðið - 08.08.2016, Qupperneq 18
18 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 2016
✝ Ragna Hall-dórsdóttir frá
Arngerðareyri á
Langadalsströnd í
Djúpi, fæddist
14.12. 1919. Hún
lést í Reykjavík
29.7. 2016.
Foreldrar Rögnu
voru Steinunn Guð-
rún Jónsdóttir hús-
freyja, f. 5.3. 1890 á
Auðshaugi á
Barðaströnd, d. 7.9. 1962, og
Halldór Jónsson, bóndi, f. 28.2.
1889 á Grasi við Þingeyri, d.
24.7. 1968 og varð þeim 11
barna auðið. Systkini Rögnu eru
Guðrún húsmóðir, f. 4.7. 1915, d.
16.12. 2009, Hólmfríður Theo-
dóra húsmóðir, f. 11.7. 1916, d.
22.8. 1994, Jón húsasmíðameist-
ari, f. 28.10. 1917, d. 8.12. 2008,
Þórhallur verkstjóri, f. 21.10.
1918, d. 4.5. 2015, Inga Lára, f.
9.2. 1921, d. 19.6. 1938, Theódór
garðyrkjumaður, f. 17.1. 1925,
Erlingur Ebenezer rithöfundur,
f. 26.3. 1930, d. 10.10. 2011, og
Hjördís hjúkrunarfræðingur, f.
4.4. 1931, d. 1.10. 2015.
Ragna giftist 27.10. 1945
Kristni Ragnari Sigurjónssyni
húsasmíðameistara, f. 4.8. 1920,
d. 5.10. 2007. Foreldrar hans
voru Sigurjón Jóhannesson
bóndi, f. 12.4. 1880, d. 24.2.
1965, og Kristín Jónsdóttir hús-
móðir, f. 20.9. 1875, d. 14.2.
1953. Börn Rögnu og Kristins
eru: 1) Steinunn Lára heilbrigð-
isritari, f. 9.12. 1945, m. Jón Kal-
dal byggingartæknifræðingur,
f. 14.3. 1942, d. 11.2. 2003. Börn
þeirra eru: a) Jón, f. 24.6. 1968,
m. Ragna Sæmundsdóttir, þau
eiga tvö börn. b) Guðrún, f. 16.7.
1970, m. Jóhann G. Jóhannsson,
þau eiga tvo syni. c) Steinar, f.
24.5. 1979, m. Soffía Erla Ein-
arsdóttir, þau eiga tvo syni. d)
Sóley, f. 21.1. 1983, m. Jakob
Þór Jakobsson, þau eiga tvö
börn. Samb.m. Steinunnar er
Reidar Kolsöe, flugstjóri. 2)
Fríða Svandís, textílhönnuður
og kennari, f. 5.2. 1950. Synir
hennar og f.m. Vilhjálms H. Vil-
hjálmssonar hæstaréttarlög-
manns, f. 24.6. 1950, eru: a) Vil-
hjálmur Hans, f. 20.10. 1971,
hann á einn son með f. samb.k.
Önnu Lilju Johansen, b) Finnur
Þór, f. 12.5. 1979, samb.k. Jó-
hanna Katrín
Magnúsdóttir, þau
eiga tvö börn, og c)
Ingi Freyr, f. 27.9.
1980, m. Sigrún
Hallgrímsdóttir,
þau eiga þrjú börn.
3) Halldór, athafna-
maður, f. 5.2. 1950.
Börn hans og, f. k.
Hrafnhildar Ein-
arsdóttur, f. 22.9.
1951, eru: a) Ragn-
ar, f. 25.1. 1968, hann á eina
dóttur, og b) Jóna Björg, f. 27.9.
1975, m. Sindri Snæsson, þau
eiga fjögur börn. Synir Halldórs
og samb.k. hans Eyrúnar
Antonsdóttur, f. 24.3. 1954, eru:
c) Rúnar, f. 18.10. 1980, m. Malin
Schaedel, þau eiga eina dóttur,
og d) Arnar, f. 25.2. 1982, m.
Agnes Agnarsdóttir, þau eiga
þrjú börn. 4) Guðbjörg Kristín
bankamaður, f. 30.12. 1955, m.
Ingólfur R. Ingólfsson húsa-
smiður, f. 6.8. 1949. Börn þeirra
eru a) Ingólfur Ragnar, f. 14.5.
1980, samb.k. Sigrún Ein-
arsdóttir. Sigrún á eina dóttur
og Ingólfur einn son. b) Ragna
Björg, 22.2. 1983, samb.m.
Steinn Baugur Gunnarsson, þau
eiga tvö börn. 5) Fóstursonur og
dóttursonur Rögnu er Kristinn
Ragnar kennari, f. 1.2. 1963, m.
Helga Guðrún Jónasdóttir og
eru börn þeirra c) Hulda Hvönn,
d) Jökull Jónas og e) Kolfinna.
Kristinn á að auki dæturnar a)
Tinnu og b) Láru. Kristinn er
sonur Steinunnar og Sigurbergs
Braga Bergsteinssonar. Þá
eignaðist Ragna tvö langalang-
ömmubörn.
Ragna fæddist á Skálmarnes-
múla í Múlasveit, Austur-
Barðastrandarsýslu. Vorið 1920
fluttist fjölskyldan á Arngerð-
areyri á Langadalsströnd og þar
ólst hún upp. Ragna fór í hús-
mæðraskólann Ósk á Ísafirði og
lauk gagnfræðaprófi frá Ingi-
marsskóla (síðar Lind-
argötuskóli) áður en hún giftist
og hóf búskap með eiginmanni
sínum. Ragna og Kristinn
bjuggu lengst af í Álfheimum 5,
Reykjavík. Síðustu ár sín dvaldi
Ragna á hjúkrunarheimilinu
Sóltúni.
Útför Rögnu verður gerð frá
Kópavogskirkju í dag, 8. ágúst
2016, klukkan 13.
Rögnu Halldórsdóttur, sem
síðar varð tengdamóðir mín, hitti
ég fyrst í júní 1968. Hún tók strax
vel á móti þessum unga manni og
naut ég hlýju hennar og vináttu
alla tíð.
Ragna ólst upp á Arngerðar-
eyri við Ísafjarðardjúp ásamt
mörgum systkinum sínum, þar
sem foreldrar hennar bjuggu
myndarbúi í 40 ár. Staðurinn var
henni mjög kær og áttum við oft
skemmtilegar samræður sein-
ustu ár hennar um æskuár henn-
ar við Djúp. Hún stundaði nám í
Húsmæðraskólanum á Ísafirði og
fluttist svo til Reykjavíkur þar
sem þau Kristinn Sigurjónsson
gengu í hjónaband og stofnuðu
sitt heimili. Á nokkrum árum
fæddust þeim fjögur börn. Ragna
stýrði þessu stóra heimili af
dugnaði og hlýju. Hún var glað-
vær, gestrisin og tók á móti fjöl-
skyldu og öðrum gestum af
ánægju og með rausn.
Þegar barnabörnin fóru að
koma í heiminn var hún ævinlega
tilbúin að taka á móti þeim í
stutta eða langa heimsókn, einnig
þegar foreldrarnir brugðu sér frá
í ferðalög. Ragna hafði góða nær-
veru og veitti þessum litlu mann-
eskjum, sem henni þótti svo vænt
um, mjög margt. Hlýju, sögur og
samræður og alltaf eitthvað gott
að borða fyrir utan hvatningu og
heilræði sem hún var óspör á.
Það var gott að koma til hennar
ömmu Rögnu. Hún tók ekki síður
vel á móti öðrum og átti ég marg-
ar skemmtilegar samverustundir
við eldhúsborðið í Álfheimum 5
með henni, Kristni og fleirum.
Ragna var ákveðin í skoðunum
um menn og málefni eins og
Arngerðareyrarsystkinin gjarn-
an voru. Alltaf lauk þó umræðun-
um með því að allir stóðu glaðir
upp frá kaffinu. Ragna var
heilsuhraust fram undir það síð-
asta og bar aldurinn vel. Síðustu
æviárin átti hún gott skjól í Sól-
túni. Þar naut hún fyrirmyndar
umönnunar. Ég þakka Rögnu
fyrir þá góðvild og umhyggju
sem hún sýndi mér alla tíð. Fyrir
allar góðu stundirnar og samræð-
urnar sem framan af snerust um
allt mögulegt, einkum börnin, en
undir það seinasta um mannlífið,
einkum við Djúp. Blessuð sé
minning Rögnu Halldórsdóttur.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson.
Mig langar að minnast í fáum
orðum Rögnu Halldórsdóttur,
elskulegrar tengdamóður minn-
ar. Ragna var örlát kona, gestris-
in og greiðvikin. Reiðubúin hvar
og hvenær sem var, að rétta fram
hlýja hjálparhönd; styrkja sína
og styðja. Ég minnist hæglátrar
konu, mikils dugnaðarforks sem
fátt óx í augum og lét verkin tala.
Miklar orðlengingar áttu ekki við
hana. Ekki var hún heldur fyrir
tildur eða prjál. Vissi, sem sú
góða og heilsteypta kona sem
Ragna
Halldórsdóttir
Stjórnendur
bankanna og þá
ekki síst Lands-
bankans, sem er í
eigu ríkisins og
þar með þjóð-
arinnar, hafa sýnt
af sér ámælis-
verða áhættu-
hegðun í lánveit-
ingum til
sjávarútvegs á
undanförnum
misserum.
Landsbankinn hefur beitt
afli sínu til að tryggja fullar
endurheimtur á lánum sem
minni fyrirtæki í sjávar-
útvegi hafa á undanförnum
árum tekið til kaupa á kvóta
á uppsprengdu verði. Ýmsar
ástæður liggja að baki him-
inháu verði kvótans. Ein er
sú að stjórnvöld innheimta
ekki raunvirði af útgerðinni
fyrir afnot af sameiginlegri
auðlind þjóðarinnar, fisk-
inum í sjónum. Fyrir vikið
hafa kvótasterk útgerðarfyr-
irtæki bolmagn til að borga
yfirverð fyrir kvótann. Önn-
ur er sú að Landsbankinn
og aðrir bankar hafa lánað á
færibandi til kvótakaupa og í
raun þrýst verðinu upp með
óábyrgum lánveitingum.
Þau fyrirtæki, sem ekki
hafa yfir að ráða uppsjáv-
arveiðiheimildum jafnframt
bolfiskkvóta, ráða hins vegar
ekki við að greiða af lánum
vegna kvótakaupa. Kemur
þar til verð kvótans og að
vextir á Íslandi eru hæstu
vextir á byggðu bóli vegna
alvarlegrar fákeppni á fjár-
málamarkaði inni á lokuðu
myntsvæði íslensku krón-
unnar.
Af hverju heyrist
ekkert frá SFS?
Það er alvarlegur brestur
í samkeppnisumhverfi í ís-
lenskum sjávarútvegi. Að-
gangurinn að fiskinum í
sjónum er niðurgreiddur af
hálfu rík-
isins með
því að gjald-
taka fyrir
afnot af
hinni tak-
mörkuðu
auðlind
nemur ein-
ungis brota-
broti af
þeim raun-
verulegu
verðmætum
sem ríkið af-
hendir
kvótahöfum.
Hagnaðurinn verður eftir í
höndum kvótahafanna, og
þá einkum þeirra sem ráða
yfir bæði bolfisk- og upp-
sjávarkvóta. Í raun er um
fullkomnar aðgangshömlur
að ræða í sjávarútvegi okk-
ar Íslendinga fyrir til-
stuðlan bankanna. Nýliðun
er því sem næst engin,
enda þýðir ekkert að keppa
við þá sem fyrir eru á fleti
og njóta niðurgreidds að-
gangs að hráefni auk óskor-
aðs stuðnings bankakerf-
isins.
Þetta er sorgarsagan á
bak við kvótann sem hvarf
frá Þorlákshöfn og kvótann
sem á undanförnum árum
hefur horfið úr hverju sjáv-
arplássinu á fætur öðru
hringinn í kringum landið.
Það er athyglisvert að Sam-
tök fyrirtækja í sjávar-
útvegi (SFS), sem kynna
sig sem heildarsamtök fyr-
irtækja í sjávarútvegi, skuli
ekki sjá ástæðu til að mót-
mæla því þegar bankar
neyða hvert sjávarútvegs-
fyrirtækið á fætur öðru til
að selja frá sér kvótann til
hinna stóru í greininni.
Þess í stað lofsama SFS
fiskveiðistjórnunarkerfið,
sem markvisst stuðlar að
samþjöppun kvóta og auðn í
fyrrverandi blómlegum út-
gerðarplássum víða um
land. Eru SFS aðeins að
gæta hagsmuna hinna
stóru?
Óhófleg
áhætta bankanna
Þá vekur framferði bank-
anna í þessari kvóta-
samþjöppun ekki síður at-
hygli. Bankarnir eru stærstu
kvótaeigendur á Íslandi.
Þeir eiga veð í mestöllum
kvóta á Íslandsmiðum. Und-
anfarin misseri hafa bank-
arnir neytt smærri útgerð-
arfyrirtæki til að láta af
hendi kvótann í skulda-
skilum og selt hann til
stórra samþættra útgerð-
arfyrirtækja, sem hafa yfir
að ráða ríkulegum aflaheim-
ildum fyrir, bæði í bolfiski
og uppsjávartegundum.
Heimamönnum hefur verið
meinað að stíga inn til að
halda kvótanum í byggð-
arlaginu.
Ekki aðeins hafa bank-
arnir lánað stóru fyrirtækj-
unum fyrir kvótakaupum,
sem jafnan eru afgreidd á
bak við luktar dyr, rétt eins
og þegar hlutur Landsbank-
ans í Borgun var seldur til
handvalins hóps kaupenda á
verði sem kaupendurnir
sjálfir ákváðu. HB Grandi,
sem keypti kvótann af Hafn-
arnesi VER í Þorlákshöfn á
fjóra milljarða, ætlar að
byggja nýja bolfiskvinnslu á
Vopnafirði, sem kostar millj-
arða. Varla gerist það án
lántöku, ekki hjá fyrirtæki,
sem á síðustu þremur árum
hefur greitt hluthöfum sín-
um 8,5 milljarða í arð á
sama tíma og pantaðir eru
fimm nýir togarar að verð-
mæti hátt í tuttugu millj-
arðar. Jafnvel þó að aðgang-
urinn að fiskinum í sjónum
sé niðurgreiddur er víst að
gríðarlegar lántökur fylgja
allri þessari fjárfestingu og
arðgreiðslum.
Umboðslausir
bankamenn?
Í núverandi fisk-
veiðistjórnunarkerfi er kvót-
anum úthlutað til eins árs í
senn og enginn eignarréttur
fylgir þeirri úthlutun um-
fram eins árs afnotarétt.
Samt sem áður lánar Lands-
bankinn stórum útgerðarfyr-
irtækjum til kvótakaupa og
annarra fjárfestinga með
veði í kvótanum rétt eins og
kvótinn og aflaheimildir séu
óvefengjanleg og varanleg
eign þessara fyrirtækja.
Í ljósi skýrrar kröfu al-
mennings og fylgis flokka í
könnunum er eins líklegt að
eftir næstu kosningar verði
gerðar breytingar á fisk-
veiðistjórnun hér við land til
að tryggja þjóðinni sjálfri
eðlilegt endurgjald fyrir af-
not auðlindarinnar. Þar með
geta veðin í kvótanum orðið
verðlaus á einni nóttu. Ut-
anaðkomandi áföll geta einn-
ig laskað þessi veð.
Lánveitingarnar eru þann-
ig ekki einungis hömlulausar
heldur líka fullkomlega óá-
byrgar og til þess fallnar að
skaða eigendur bankanna,
sem eru reyndar íslenska
þjóðin. Er þessi áhættu-
hegðun stjórnenda Lands-
bankans í samræmi við eig-
endastefnu ríkisins í
bankanum? Er fjár-
málaráðherra samþykkur
þessari samþjöppun kvóta
og lánaáhættu Landsbank-
ans? Hefur bankastjóri
Landsbankans umboð frá
fulltrúum eigenda bankans
til að stunda svona áhættu-
hegðun?
Hömlulaus áhættu-
hegðun bankastjórnenda
Eftir Ólaf
Arnarson »Er þessi
áhættuhegðun
stjórnenda Lands-
bankans í samræmi
við eigendastefnu
ríkisins í bank-
anum?
Ólafur
Arnarson
Höfundur er hagfræðingur og
hefur unnið að verkefnum fyr-
ir Samtök fiskframleiðenda og
útflytjenda (SFÚ).
Í ársreikningi
Hörpu fyrir árið
2015 kemur fram
að tap ársins er
tæpar 443 millj-
ónir króna. Er
þá tekið tillit til
lækkunar fast-
eignagjalda árs-
ins 2015 upp á
242 milljónir
vegna dóms
Hæstaréttar frá febrúar
2015. Hefði ekki komið til
lækkunar fast-
eignagjalda
hefði tap
Hörpu orðið
rúmar 684
milljónir sem
er verri nið-
urstaða en
vegna 2014.
Rekstur Hörpu
er því ekki að
færast nær því
að vera sjálf-
bær.
Margar út-
gáfur virðast vera á kreiki
varðandi byggingarkostnað
Hörpu. Samkvæmt ársreikn-
ingi Hörpu fyrir árið 2015 er
hann sagður 17,9 milljarðar
án áhalda, tækja og innrétt-
inga. Sé tekið tillit til áhalda,
tækja og innréttinga er
byggingarkostnaður rúmir
21,4 milljarðar króna. Í ný-
legri fyrirspurn frá alþing-
ismanni til fjármála- og efna-
hagsráðherra um
byggingarkostnað Hörpu,
svaraði ráðherra að frá því
ríkið og Reykjavíkurborg
hefðu tekið yfir framkvæmd-
ina væri byggingarkostnaður
samtals 20,9 milljarðar miðað
við verðlag í mars 2015. Ef
tekið væri tillit til afskrifaðs
byggingarkostnaðar fyrri
framkvæmdaraðila upp á 10
milljarða, væri heildarbygg-
ingarkostnaður alls 30,9
milljarðar.
Fróðlegt er að skoða frétt
í Morgunblaðinu 1.7. 2010
um Hörpu. Þar sagði einn
aðalforsvarsmaður Hörpu
um byggingarkostnað henn-
ar: „Heildarbyggingarkostn-
aður nemur um 28 millj-
örðum en ekki 17,7
milljörðum.“
Vert er að minna á að enn
er fyrirspurn Péturs H.
Blöndal, heitins, ósvöruð á
Alþingi. Þ.e.a.s. hver er
óupplýstur kostnaður vegna
Hörpu og upplýsingar sem
vantar um rekstur og rekstr-
aráætlanir frá A-Ö?!
Enn fremur skal minnt á
ofurviðhaldið á húsinu, alls
um 161 milljón á aðeins fimm
árum (sjá fjárlög og svör til
fjárlaganefndar). Hvar eru
allar stórráðstefnurnar (5-6
þúsund manns) sem virðast
allar hafa brugðist, en þær
áttu að gera Hörpu sjálfbæra
í síðasta lagi 2014?
Tap á Hörpu þrátt fyrir
lækkun fasteignagjalda
Eftir Örnólf
Hall »Hvar eru allar
stórráðstefn-
urnar ... en þær
áttu að gera Hörpu
sjálfbæra í síðasta
lagi 2014?
Örnólfur Hall
Höfundur er arkitekt.
Þannig var að frystikistan mín, sem var enn í ábyrgð, bilaði um
daginn. Ég hafði samband við Rafha á Suðurlandsbraut 16 þar sem
hún var keypt á sínum tíma. Það skipti engum togum að daginn
eftir voru þeir komnir með nýja frystikistu heim til mín. Þeir tóku
hana úr umbúðunum, settu hana í samband og tóku umbúðirnar
með sér. Þvílík þjónusta!
Ég vil hvetja alla, sem þurfa að kaupa heimilistæki að versla við
Rafha. Bestu kveðjur til Rafha,
Hulda í Engihjalla.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Þakkir til Rafha