Morgunblaðið - 08.08.2016, Page 19

Morgunblaðið - 08.08.2016, Page 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 2016 ✝ Anna Guð-ríður Halls- dóttir fæddist í Reykjavík 14. des- ember 1934. Hún andaðist á Hjúkr- unarheimilinu Eir 30. júlí 2016. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Ágústdóttir, f. 22. nóvember 1897, d. 17. janúar 1983, og Hallur Þorleifsson, f. 15. apríl 1893, d. 7. janúar 1974. Anna var yngst systkina en bræður hennar eru nú allir látnir. Þeir voru Ágúst Hallsson, f. 28. apríl 1924, d. 10. janúar 1986, Krist- inn Þorleifur Hallsson, f. 4. júní 1926, d. 28. júlí 2007, og Ásgeir Hallsson, f. 8. nóvember 1927, d. 21. mars 2010. Anna var tvígift. Fyrrver- andi eiginmaður hennar var Er- lingur Reyndal húsasmíða- meistari, f. 22. apríl 1931, d. 19. nóvember 2010. Þau skildu. Anna og Erlingur eignuðust tvo syni, þeir eru: 1) Erlingur Jó- hann Erlingsson, maki Álfheið- ur Sigfúsdóttir. Þau eiga tvö börn: Hákon Viðar Erlingsson og Karen Önnu Erlingsdóttur. 2) Hallur Gunnar Erlingsson, maki Viktoría Valdís Guð- björnsdóttir. Þau eiga þrjú börn: Ív- ar Kristin Halls- son, Ragnheiði Önnu Hallsdóttur og Alexander Fannar Hallsson. Seinni eig- inmaður Önnu var Halldór Bjarna- son bifreið- arstjóri, f. 6. júlí 1918, d. 28. sept- ember 2010. Anna Guðríður lauk hjúkrunarfræðinámi frá Hjúkrunarkvennaskóla Íslands 21. júní 1957. Hún var hjúkr- unarfræðingur meðal annars á Landspítala Íslands, Modum Bad Nervasantorium Noregi, Slysavarðstofu Reykjavíkur, Blóðbankanum, Landakoti, Kleppsspítalanum, Hrafnistu og Droplaugarstöðum. Anna hafði mikinn áhuga á kristinni trú frá unga aldri og byrjaði snemma að starfa innan KFUM og KFUK. Hún var leiðbein- andi yngri stúlkna í Vindáshlíð og starfaði þar á sínum yngri árum á sumrin. Anna verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju í dag, 8. ágúst 2016, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku amma Anna, nú kveð ég þig og vil þakka fyrir öll árin sem við áttum saman. Takk fyrir alla dagana sem þú passaðir mig og allar minning- arnar með því. Takk fyrir öll jólin sem við eyddum saman með þér og Dóra afa. Elskulega amma, njóttu eilíflega Guði hjá, umbunar þess, er við hlutum, ávallt þinni hendi frá; þú varst okkar ungu hjörtum, eins og þegar sólin hlý, vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. Hjartakær amma, far í friði, föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver; inn á landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Höf. ók.) Við sjáumst seinna, ég elska þig. Þinn, Ívar Kristinn. Elsku besta amma mín, takk fyrir allar skemmtilegu minning- arnar sem við áttum saman. Ég man þegar ég kom í heimsókn til þín eftir skóla og þú varst alltaf með kók og dósaávexti tilbúna handa mér og við sátum í eldhús- inu og spjölluðum um hvernig dagurinn minn hefði verið. Þegar þú passaðir mig söngstu alltaf fyrir mig lagið „Sofðu unga ástin mín“ og enn þann dag í dag kann ég þetta lag utan að. Þú varst alltaf svo glöð að sjá mig, tókst um hendurnar á mér til að hlýja þeim. Sofðu unga ástin mín, úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar næt- ur. Það er margt, sem myrkrið veit, minn er hugur þungur. Oft ég svarta sandinn leit svíða grænan engireit. Í jöklinum hljóða dauðadjúpar sprung- ur. Sofðu lengi, sofðu rótt, seint mun best að vakna. Mæðan kenna mun þér fljótt, meðan hallar degi skjótt, að mennirnir elska, missa, gráta og sakna. (Jóhann Sigurjónsson.) Guð geymi þig og varðveiti. Þín, Ragnheiður Anna. Elsku amma mín, ég þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Mér fannst svo gaman að hjóla til þín í heimsókn á Eir. Þú varst alltaf svo glöð þegar ég kom til þín. Ég kveð þig nú, amma mín, með miklum söknuði. Ég bið Guð að gæta mín, góða anda að hugga mig. Sama ósk er eins til þín: Almættið það sjái um þig. (Leifur Eiríksson.) Guð geymi þig. Þinn, Alexander Fannar. Anna Guðríður Hallsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSDÍSAR Ó. SKARPHÉÐINSDÓTTUR, Gunnólfsgötu 6, Ólafsfirði. . Valgerður Gunnarsdóttir, Sigríður Aðalbjörnsdóttir, Frímann Ingólfsson, Skarphéðinn Aðalbjörnsson, Helga Ólafsdóttir, Pálmi Aðalbjörnsson, Halldóra Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. hún var, að það er innihaldið sem skiptir máli, ekki umbúðirnar. Ég minnist skemmtilegrar konu með ríkt skap og lifandi áhuga á mál- efnum líðandi stundar. Auðvelt var að týna tímanum í eldhúsinu hjá Rögnu; rjúkandi kaffispjall, ylvolg jólakökusneið. Einnig minnist ég skapandi konu sem hafði yndi af söng, saumum og prjónaskap. Alltaf hafði Ragna eitthvað á prjónunum, smáan vettling eða fíngerða hosu. Sælla er að gefa en þiggja var rauði þráðurinn í lífi hennar. Sterkust er þó minningin um yndislega ömmu, sem veitti öllum barna- börnunum og barnabarnabörn- unum óendanlega ást og um- hyggju. Ömmu sem börnin hlökkuðu alltaf til að heimsækja og vildu allra helst fá að gista hjá, spjalla við, lesa sögu. Stígur hún við stokkinn, stuttan ber hún sokkinn … Elsku Ragna. Mig langar að þakka þér fyrir þá miklu velvild sem þú sýndir mér, stuðning þinn og frábæra vináttu. Þakka þér fyrir börnin okkar Ninna, sem elskuðu þig og dáðu og áttu alltaf rúm í stóru hjarta þínu. Takk, elsku amma Ragna. Blessuð sé minning þín. Helga Guðrún Jónasdóttir. Elsku amma Ragna var amma „par excellence“. Betri ömmu var ekki hægt að hugsa sér. Í Álf- heimana til ömmu Rögnu og afa Kidda var ég alltaf velkomin. Þangað fór ég ung að venja kom- ur mínar. Þar fann ég ró og frið sem ég ekki fann á öðrum stöð- um. Andrúmsloftið alltaf rólegt og kósý fyrir litla stúlku. Gufan mallaði undir, amma sat í stól í stofunni og prjónaði og ég á gólf- inu hjá henni og saman þögðum við. Hjá ömmu var alltaf glimr- andi fínt og snyrtilegt en aldrei sá ég ömmu samt taka til. Hún var alltaf með hugann allan við mig þegar ég var hjá henni. Amma Ragna kenndi mér svo margt sem hefur gagnast mér vel í lífinu, bæði verklegt og hug- lægt. Hún kenndi mér að prjóna, að leggja kapal og að baka jóla- köku. Amma gerði bestu jóla- köku í heimi og hún var vel með- vituð um hversu góð mér fannst hún. Oft sendi hún afa Kidda með heita nýbakaða köku til Gunnu sinnar, vafða inn í viskustykki. Þá hafði hún verið að hugsa til mín og ákvað að skella í eina til að senda mér. Ömmu fannst ég stundum helst til grönn og sagði að ég hefði gott af því að fá senda köku til að gleðja bæði líkama og sál. Og þar þekkti hún mig vel. Amma Ragna var mikil hann- yrðakona, smekkleg og með gott auga fyrir tísku. Hún prjónaði á mig bæði sokka, peysur og húfur og setti sig inn í norskar upp- skriftir þegar mig langaði í norska útprjónaða peysu og húfu í stíl. Þegar ég var unglingur, að- stoðaði hún mig við að sauma margs konar tískuföt sem ég fann ekki í búðum. Amma hafði sérstakan áhuga á þjóðmálum og fylgist vel með og hafði sterkar skoðanir á hlutum ef þannig var rællinn á henni. Þegar ég varð eldri fóru umræð- ur okkar á milli meira að snúast um pólitík og íþróttir og það var sérlega gaman að ræða við ömmu því rökföst var hún. Sögurnar frá Arngerðareyri heilluðu og allt fram á síðasta ár hafði hún frá svo mörgu skemmtilegu þaðan að segja. Hún var stolt af sínum uppruna. Þegar ég flutti að heiman og stofnaði fjölskyldu voru amma og afi mjög dugleg að koma í heim- sókn til okkar fjölskyldunnar. Alltaf kom amma með heimabak- að með sér, uppádressuð í hvítum sportbuxum, blússu og blazer, með bæði hálsfesti og slæðu. Smart og tignarleg kona. Dásam- lega góð við barnabarnabörnin og alltaf svo stolt af okkur öllum. Elsku amma, við Jói, Jói og Krummi þökkum þér fyrir allt sem þú gafst okkur og kenndir. Við munum minnst þín með hlý- hug og þakklæti. Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer. En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín og leiði mig á endanum aftur til þín. (Megas) Þín, Guðrún Kaldal. Í dag kveðjum við elsku ömmu Rögnu. Amma var sterk kona og sérstaklega stolt af því að vera frá Arngerðareyri við Ísafjarðar- djúp. Hún var útskrifuð með láði úr húsmæðraskóla en einnig með gagnfræðapróf sem þótti nokkuð sérstætt fyrir stúlku á þessum tíma. Þegar við hugsum til ömmu vakna margar ljúfar minningar hjá okkur öllum. Það er auðvelt að sjá hana ljóslifandi fyrir sér með nýlagt hárið og varalit að raula eitthvert íslenskt kvæði á meðan spilað var á spil, eða að stússast inni í eldhúsi við að sjóða kjötbollur með bernaisesósu. Svo var það auðvitað mikið sport að fá að hjálpa til við uppvaskið og þurrka af diskunum. Það fór eng- inn svangur eða illa haldinn að öðru leyti frá ömmu, hún var manna best í að baka pönnukök- ur og jólaköku og átti alltaf eitt- hvað gott í skúffunum, eins og „eitt eftir átta“. Alltaf var gott að skríða upp í ömmufang og hlusta á sögu eða skoða myndaalbúm. Amma passaði líka að manni liði alltaf vel. Þegar maður fékk að gista í afaholu henni við hlið í ný- þvegnum og ilmandi sængurföt- um þá söng hún og bíaði manni. Svona mætti lengi telja, en við munum alltaf minnast ömmu með hlýju. Ég þakka þér Guð fyrir hið eilífa líf, frá þjáningum mínum burtu ég svíf því drottinn þú tekur deginum við og dúnmjúkur andinn gefur mér frið, (Hulda.) Við munum sakna þín, elsku amma. Tinna, Lára, Hulda, Jökull og Kolfinna Kristinsbörn. Nú er hún farin, elsku amma, Ragna Halldórsdóttir frá Arn- gerðareyri. Eina amman sem ég nokkru sinni átti og mikið var ég heppin með hana. Amma var svo hlý og mjúk og brosmild, sann- kölluð fjölskyldukona sem naut þess að sinna afkomendum sín- um. Oftast var hún í eldhúsinu og söng með útvarpinu gömul ís- lensk dægurlög og það vantaði ekki innlifunina og víbratóið í sönginn. Við börnin lékum okkur í stofunni en runnum á lyktina þegar ilmurinn úr eldhúsinu varð ómótstæðilegur. Amma var fag- lærð húsmóðir og það var greini- legt á öllum hennar verkum. Meinhollur og þjóðlegur matur var alltaf eldaður í hádeginu og heimsins bestu pönnukökur runnu ljúflega niður með síðdeg- ishressingunni. Ég hef í seinni tíð gert margar atlögur að jólakök- unni hennar ömmu en ekki tekist að komast með tærnar þar sem amma hafði hælana. Ég held áfram að æfa mig. Amma var stolt kona og ekkert gerði hana stoltari en að fylgjast með sínu fólki vegna vel í lífinu. Barnalán fjölskyldunnar var henni einnig hugðarefni og þuldi hún upp hversu mörg börn, barnabörn og barnabarnabörn hún ætti í hvert sinn sem við hitt- umst. Ég á óteljandi góðar minning- ar úr Álfheimunum því amma og afi voru svo örlát, hvort sem það var á mat, drykk, gjafir eða ást og umhyggju. Þau voru harðduglegt fólk, heiðarleg og trúrækin. Sannkallaðir heiðursborgarar. Síðustu daga hef ég rifjað þær upp með sjálfri mér og ég er þeim svo þakklát fyrir allt sem þau gáfu. Guð geymi þig, elsku amma mín. Þín, Sóley. Elsku amma, mikið er ég þakklátur fyrir að hafa átt þig að. Líkt og öðrum afkomendum sýndir þú mér og mínum alltaf svo mikla hlýju og væntumþykju. Ég var svo lánsamur að fá að alast upp hjá ykkur afa, þar sem þú varst heimavinnandi húsmóðir og alltaf til staðar þegar á þurfti að halda. Aðstæður voru hér áður fyrr þannig að konur áttu síður val og ég veit að þig langaði í frekara nám þegar þú varst ung. Þú vildir t.d. gjarnan hafa orðið kennari en áttir þess ekki kost. Þess í stað gafstu þig alla í að vera móðir og amma og mikill klettur fyrir okkur. Þegar ég hugsa um uppeldis- heimili mitt, Álfheima 5, kemur matur fljótt upp í hugann. Þið afi voruð einstaklega gestrisin, gáf- uð öllum sem inn á heimilið komu gaum og sýnduð þeim áhuga og fóruð ekki í manngreinarálit. Það var ekki ónýtt að geta alltaf boðið leikfélögunum heim á „drekku- tímum“. Þangað voru allir vel- komnir í nýbakað hjá ömmu og annað góðgæti. Það leið varla sá dagur að ekki var eitthvað bakað, jólakaka, marmarakaka, kleinur eða pönnukökur, dásamlegt dek- ur. Þið afi virtust líka hafa enda- laust umburðarlyndi gagnvart börnum. Við fengum t.d. að djöfl- ast í alls kyns boltaleikjum innan- dyra og spila borðtennis á borð- stofuborðinu. Ég man varla eftir að þið hafið hækkað róminn, þó að ýmislegt gengi stundum á. Ég er þér líka þakklátur fyrir að hafa gefið mér margt gott í veganesti. Auk þess að vera dug- leg að ræða við mig, hlusta og leiðbeina, varstu hvetjandi og lagðir mikla áherslu á að maður menntaði sig. Það eru líka margar notalegar stundir með þér sem koma upp í hugann. Þú varst svo dugleg að syngja og lesa fyrir okkur öll. Það leið aldrei sú kvöldstund að mað- ur sofnaði án þess, auk bæna og svo var manni bíað í svefn. Þú varst líka sérlega góður upplesari þannig að maður var alltaf ein eyru, jafnvel þegar Selurinn Snorri var lesinn í sjötugasta skipti. Ég hafði líka ánægju af því að spila og ófár stundirnar entist þú í að spila við mig veiðimann eða tveggja manna vist. Þá kenndir þú mér að sauma krosssaum og prjóna garðaprjón, þannig að á tímabili sátum við stundum sam- an við þá iðju. Svo fannst mér líka alltaf jafn gaman að horfa með þér á sjónvarpið. Þá horfði ég nú stundum meira á þig en sjónvarp- ið. Þú varst dásamlegur sjón- varpsáhorfandi, þar sem þú lifðir þig svo inn í viðfangsefnin. Hvort sem það voru spjallþættir um pólitísk málefni, þar sem þú reifst og skammaðist við þingmenn og ráðherra og varðir þínar hug- sjónir af hörku eða framhalds- þættirnir um Derrick eða Co- lombo þar sem þú sast á stólbrúninni, hallaðir þér fram og leiðbeindir þeim við rannsóknir á flóknum morðmálum. Svo léstu líka vondu karlana heyra það með fussi og jesúsaðir þig yfir þeim. Þegar þú varst loks búin að ala okkur börnin þín upp, tóku næstu kynslóðir við að streyma til ykkar afa. Þið tókuð þeim alltaf opnum örmum. Þú varst svo mikil ekta amma fyrir þau, góð og gefandi. Börnin elskuðu líka að koma í heimsókn til ykkar, í hlýjuna sem þau fundu hjá ykkur. Elsku amma, þú varst frábær. Guð geymi þig, þinn Kristinn (Ninni). Ragna amma mín er látin í hárri elli. Milli heimilis hennar og afa Kristins í Álfheimum 5 og æskuheimilis míns á Brúnavegi varð göngufært fyrir mig þegar fæturnir höfðu lengst nægilega og oft togaði tilhugsunin um hlýj- ar viðtökur ömmu og afa mig í labbitúra til þeirra. Ekki brást að amma reiddi þá fram ljúffengar veitingar, gjarnan ristað brauð með hunangi og heitt kakómalt eða jafnvel pönnsur, jólakökur og ámóta kruðerí. Auk þess áttu heima í hillunum þeirra dáða- drengir á borð við Tinna, Tarzan, Bob Moran, Benna flugmann og fleiri nafntogaðar hetjur. Um þá mátti lesa liggjandi á gólfteppinu eða í sófa undir lágu útvarps- muldri og nálægu prjónatikki eða eldhúsvafstri frá ömmu í algerri ró og næði sem aðeins var rofið, og það undur mjúklega, af reglu- legum bjölluslögum veggklukk- unnar. Þetta voru yndislegar og dýrmætar stundir sem ég átti með ömmu enda þótt fátt væri sagt. Amma var ákveðin kona í skoðunum og óspör að láta þær í ljós. Hún var bjargföst sjálfstæð- iskona og hafði rétt mátulega þol- inmæði fyrir því að hallað væri orði á þann flokk í hennar húsum eða forystufólk hans. Hún hafði einnig þá sannfæringu að Vest- firðingar væru alveg sérstaklega vel gerðar mannverur, einkum þá fólk úr Djúpinu – enda fædd og uppalin í þeim landsfjórðungi auk þess sem hún dvaldi síðustu ævi- árin að miklu leyti þar í hugan- um, grunar mig, yljandi sér við endurminningar af liðnu fólki og atburðum. Aldrei man ég ömmu öðruvísi en með vandlega uppsett hár og varalit sem kinnar okkar barna- barnanna fengu iðulega smá sýn- ishorn af. Eftir því sem minni mitt rekur til stýrði hún heimili þeirra afa af röggsemi og rausn meðan hún hafði heilsu og þrek til, sem var ansi lengi. Við okkur barnabörnin var hún ávallt hlý og góð og hæfilega eftirlát eins og allar ömmur á öllum tímum hafa auðvitað óskorað umboð til í krafti þeirrar stöðu sinnar. Í eld- hússkúffum hennar var hægt, með þöglu samþykki hennar, að stunda umfangsmiklar saman- burðarrannsóknir á bragðgæðum og bráðnunarstigi mismunandi tegunda bökunarsúkkulaðis. Einnig umbar hún jafnan góðfús- lega að leifar af kökukremi og -deigi í skálum, á sleifum og sleikjum væru ekki látnar fara til spillis með uppvaskinu. Frá ömmu þáði ég ansi margt, bæði áþreifanlegt og óáþreifan- legt, og fyrir það allt er ég henni þakklátur. Hún var í stuttu máli sagt fyrirmyndaramma mér og öðrum barnabörnum sínum. Ég veit hún fann sig líka vel í því hlutverki því ef amma hreykti sér af nokkrum sköpuðum hlut þá var það stund- um – og bara obbolítið! – af því hvað hún væri nú lánsöm að eiga svona mörg og góð barnabörn. Með þessum fáu línum vildi ég þakka henni innilega fyrir sam- fylgdina og ástúð hennar og um- hyggju alla tíð. Finnur Þór Vilhjálmsson. HINSTA KVEÐJA Hlýtt faðmlag og kær- leiksrík orð. Svo var boðið upp á bakkelsi þar sem fyr- irfundust pönnukökur sem eiga sér engar líkar. Síðan fylgdu í kjölfarið sögur frá æskuslóðum við Ísafjarðar- djúpið. Skemmtilegar sög- ur um yndislega foreldra, Halldór og Steinunni, og öll níu systkinin sem henni þótti svo vænt um. Sögurn- ar urðu svo enn líflegri þeg- ar glaðlegur og smitandi hlátur ömmu blandaðist inn í frásögnina. Svona man ég eftir elsku ömmu og svona mun ég minnast hennar. Guð blessi þig, amma mín. Steinar Kaldal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.