Morgunblaðið - 08.08.2016, Síða 21

Morgunblaðið - 08.08.2016, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 2016 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Félagsvist með vinningum kl. 13. Félagsheimili Gulsmára Postulínshópur kl. 9, ganga kl. 10, handa- vinna kl. 13, félagsvist kl. 20. Hárgreiðslustofa og fótaaðgerðastofa á staðnum. Allir velkomnir! Garðabær Heitt á könnunni í Jónshúsi frá kl. 9.30, meðlæti selt með síðdegiskaffinu frá kl. 14-15.50. Gjábakki Handavinna kl. 9, kanasta kl. 13.15. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl. 9.45, matur kl. 11.30. Spilað brids kl. 13, kaffi kl. 14.30. Miðvikudaginn 10. ágúst verður Frida Martins með örnámskeið í myndlist kl. 13, nánari upplýsingar og skráning í síma 535-2720. Hæðargarður 31 Við hringborðið kl. 8.50, púttvöllurinn er opinn, ganga kl. 10, handavinnuhornið kl. 13, félagsvist kl. 13.15, síðdegis- kaffi kl. 14.30, nánar í síma 411-2790. Íþróttafélagið Glóð Glóðargangan á þessu sumri 2016 verður frá Digranesi, Skálaheiði 2, á mánudögum kl. 10, þar til annað verður ákveðið. Upplýsingar í síma 564-1490 og á www.glod.is. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upp- lestur kl. 11, trésmiðja kl. 13-16, ganga með starfsmanni kl. 14, bíó á 2. hæð kl. 15.30. Upplýsingar í síma 411-2760. Selið, Sléttuvegi 11-13 Allir velkomnir á Sléttuveg óháð aldri og búsetu. Opið er kl. 10-14. Matur er afgreiddur kl. 11.30-12.30. Nánari upplýsingar og matarpantanir á opnunartíma í síma 568-2586. Vitatorg Sumarferð frá Vitatorgi 12. ágúst kl. 9. Ekið upp í Borgarnes og ekið um Brokey og farið í Landnámssetrið og fleira. Ekið að fossin- um Glanna og Hraunsnefi í Norðurárdal og snæddur hádegisverður. Þaðan ekið yfir á Hvítársíðu, Ferjukot um Andakíl að Hvanneyri og safnið skoðað. Síðan endum við á Akranesi og snæðum kvöldverð í gamla Kaupfélagshúsinu. Skráning og upplýsingar í afgreiðslunni og símum 411 9450 og 822 3028. Síðasti skráningardagur er 10. ágúst. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn Ýmislegt Sundbolir • Tankini Bikini • Strandfatnaður Undirföt • Náttföt Sloppar • Undirkjólar Inniskór • Aðhaldsföt Frú Sigurlaug Fylgstu með á facebook Mjódd s. 774-7377 10.9 00. - 10.9 00. - 10.9 00. - 11.9 00. - Mikið úrval af sundfatnaði Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, Húsviðhald atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á mbl.is alltaf - allstaðar ✝ Jóna Sig-urðardóttir fæddist á Urr- iðaá í Álftanes- hreppi hinn 9. apríl 1935. Hún lést 23. júlí 2016 á Heil- brigðisstofnun Vesturlands. Jóna var dóttir hjónanna Hólmfríðar Þór- dísar Guðmundsdóttur (Doddu), og Sigurðar Guð- jónssonar, bónda á Urriðaá. Jóna var elst þriggja systk- ina, hin eru: Erlendur (d. 2009) og Guðrún á Leirulæk. Jóna giftist Kjartani Magn- ússyni 28. mars 1970 og eignuðust þau eina dóttur, Hönnu Sigríði. Fyr- ir átti Jóna dótt- urina Svandísi Eddu og Kjartan synina Hauk og Eyþór. Kjartan lést árið 2010. Útför Jónu verður gerð frá Borgarneskirkju í dag, 8. ágúst 2016, og hefst athöfnin klukkan 14. „Mér finnst að núna ætti ég að mega fá allt sem mig langar í … en mig langar bara ekki í neitt.“ Þetta sagði mamma við okk- ur sem vorum hjá henni dag- inn áður en hún lést og þá vissi hún vel í hvað stefndi. Þessi orð lýsa henni og hennar hóg- værð vel. Þó að síðustu dagar og vikur sem mamma lifði hafi verið henni erfiðar gerði hún lítið af því að kvarta. Það var ekki hennar stíll. Mínar minningar um mömmu tengjast oft útreiðum og spilum. Mamma var mikil hestakona og að skreppa á bak var eitt hennar mesta áhuga- mál en því áhugamáli deildu hún og pabbi saman. Þau höfðu alltaf taugar til sveita- lífsins og þrátt fyrir að búa á mölinni stunduðu þau búskap til margra ára í Holti auk hefð- bundinnar vinnu. Í Holti voru þau bæði með kindur og hesta svo nóg var að gera, heyskap- ur á sumrin og svo gefa á garðann á veturna. Við vorum líka duglegar að taka í spil á veturna en það var bannað að spila yfir sumartím- ann, regla frá afa Sigga. Við spiluðum mikið Lomber bæði á Urriðaá og svo einnig í Borgarnesi og þá oft við spila- félaga mömmu og pabba. Þó að ekki hafi farið mikið fyrir mömmu var hún bæði ákveðin og vinnusöm. Hún vann í kaup- félaginu ásamt því að reka heimilið og sinna bústörfunum í Holti auk þess sem hún var mjög lagin við að prjónaskap og handavinnu ýmiss konar. Það er erfitt og skrýtið að mamma sé farin en ég óska henni góðrar ferðar. Ég ætla að kveðja mömmu með sömu bæn og ég kvaddi ömmu með. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Svandís. Í dag fylgjum við til grafar kærri vinkonu, henni Jónu frá Urriðaá. Við höfum verið saman í saumaklúbbi í næstum 60 ár og fékk hann það virðulega heiti „Saumaklúbbur vestur- landskjördæmis“. Jóna er sú þriðja úr þeim hópi, sem við kveðjum. Jóna fékk gott veganesti frá æskuheimili sínu. Urriðaár- heimilið var einstakt, þar var falleg umgengni úti sem inni, heimilisfólkið glatt, gestrisið og skemmtilegt. Jóna var miklum mannkost- um gædd, hrein og bein í fram- komu, sanngjörn, umtalsfróm og laus við fordóma. Hún var vel að sér, málefnaleg, víðlesin og fróð. Í samræðum bar ým- islegt á góma, sem við hinar í klúbbnum vissum ekki eða mundum kannski ekki til hlítar, þá var gjarnan sagt „Flettum upp í Jónu.“. Og oftar en ekki hafði hún svör á reiðum hönd- um. Jóna var höfðingi heim að sækja og höfum við notið góðra veitinga og viðmóts á heimili hennar og Kjartans og eins eft- ir að hann féll frá. Jóna naut virðingar og vin- áttu samstarfsmanna og ann- arra samferðamanna, sem kom ekki hvað síst í ljós í veikindum hennar og hafa nágrannar hennar sýnt ómælda umhyggju og velvild. Æðrulaus tókst hún á við sorgina eftir andlát Kjartans. Af sama æðruleysi brást hún við sínum veikindum, var róleg, yfirveguð sem fyrr og gerði að gamni sínu fram undir það síð- asta. Vinátta er guðsgjöf, það er aldrei sjálfgefið að eiga góða vini. Þótt hún hafi kvatt skilur hún eftir ótal góðar minningar, sem við munum njóta í ríkum mæli. Við kveðjum Jónu vinkonu okkar með virðingu og þökk. Dætrum hennar, stjúpsonum, systur, og fjölskyldunni allri, vottum við einlæga samúð. Guð blessi minningu Jónu Sigurðardóttur. Björk, Dóra, Helga og Ragnheiður. Við bræðurnir Halldór, Böðv- ar og Sigurður Valgeirssynir vorum allir í sumarvist á Urr- iðaá í æsku þar sem við kynnt- umst Jónu Sigurðardóttur og hennar ágætu fjölskyldu. Hall- dór er nú fallinn frá en okkur Böðvar og Sigurð langar til að minnast Jónu með nokkrum orðum. Böðvar fær sem eldri bróðir eðlilega fyrstur orðið. Fyrst þegar ég fór í sveitina að Urriðaá var ég ekki hár í loftinu enda ekki nema sex ára. Ég fór með Halldóri bróður sem var fimm árum eldri og mig minnir að Denni frændi og jafnaldri hafi komið um svipað leyti. Á þessum tíma tók heilan dag að komast á leiðarenda. Farið var með Laxfossi í Borg- arnes og þaðan með mjólkur- bílnum að afleggjara til Urr- iðaár þar sem við vorum sóttir á hestvagni. Ég man að mér fannst að ekki væri hægt að fara lengra í burtu að heiman. Svolítið ógnvekjandi í fyrstu. Árin mín í sveitinni urðu fimm eða sex og eru ljúf endurminn- ing. Búskapurinn var frum- stæður enda lítið um seinni tíma vinnuvélar. Og að sjálf- sögðu var þetta fyrir tíma raf- væðingar. Sómafólkið Dodda og Siggi réðu þarna ríkjum og hjá þeim var gott að vera. Auk þeirra var heimilisfólkið Guðrún móðir Doddu, Jón Sveinsson vinnu- maður og svo börnin tvö á þeim tíma, Jóna og Elli. Gunna fædd- ist svo undir lok míns tíma. Jóna er mér ofarlega í huga. Hún var foreldum sínum stoð og stytta og við aðkomugrísl- ingarnir leituðum mikið til hennar. Hún var alltaf fús að leysa hvers konar mál sem upp komu og gerði það af mikilli al- úð. Svo gekk hún í öll störf inni sem úti. Heimilið var á sumrin mjög fjölmennt og það þurfti að seðja marga munna. Ekkert var til sparað. Þau ár sem ég var á Urriðaá man ég ekki eftir að Jóna hafi nokkurn tímann skipt skapi þó að mikið hafi oft á henni mætt. Hún átti ekki marga frídagana en aldrei var kvartað eða kveinað. Ég minn- ist Jónu með mikilli hlýju. Ég hef sennilega byrjað í sveit á Urriðaá um það bil 15 árum á eftir Böðvari bróður, þegar ég var níu ára gamall og var þar álíka lengi. Jóna var talsvert eldri en ég og þegar ég kom á Urriðaá var hún flutt í Borgarnes og vann þar. Hún kom þó eðlilega oft að Urriðaá og tók virkan þátt í bústörf- unum. Hún átti flottan, grænan Land Rover jeppa sem maður fékk stundum að sitja í. Jóna var eins og aðrir meðlimir fjöl- skyldunnar dugleg, hæglát og rólynd kona. Hún var líka mjög hlý og um- hyggjusöm og átti sinn þátt í að búa til þá traustu umgjörð sem hún og fjölskylda hennar gáfu ungum kúasmölum og aðstoð- armönnum úr borginni. Við bræður vottum fjölskyldu Jónu okkar innilegustu samúð. Það er gott að hafa fengið að vera samtíða henni og hennar góða fólki. Böðvar og Sigurður. Jóna Sigurðardóttir og fá stórt knús frá honum. Ég veit að mamma þín kemur bros- andi og tekur á móti þér. Minningar um góðan dreng eiga eftir að ylja mér um hjarta- rætur um ókomin ár. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku fjölskylda ég votta ykk- ur mína dýpstu samúð. Anna Guðmundsdóttir. Jón frændi varð bráðkvaddur 26. júlí 2016. Ég á eftir að sakna hans mikið. Hann og afi Andrés hafa verið tíðir kaffigestir hjá mömmu og hefur mér alltaf fund- ist svo gaman að hitta á þá hjá henni. Einnig hefur alltaf verið gaman að hitta Jón þegar þeir afi voru heimsóttir. Jón var hugljúfur og góður maður sem var alltaf til í að hjálpa öllum. Hann reyndist mér vel í gegnum tíðina og hefur mér alltaf þótt vænt um það. Hann leyfði mér t.d. að gista hjá sér í Kaupmannahöfn meðan ég leitaði að íbúð og passaði Viggó kisa í flest þau skipti sem við hjónin fórum á flakk auk annarra skipta þar sem Jón var boðinn og búinn að rétta þá hjálparhönd sem hann gat. Þegar ég hugsa til baka um Jón þá koma upp ýmsar minning- ar eins og þegar ég var lítil og var í heimsókn hjá Jóni og fékk að fara í fyrsta sinn í tölvuleik eða var að eltast við kisurnar hans. Eða þegar Jón frændi kenndi mér að meta Billie Holiday. Þeg- ar ég sé Jón fyrir mér núna þá sé ég hann fyrir mér í hvítu jakka- fötunum sínum, hárið greitt aftur og með skakkt bros á vör. Jón var foreldrum sínum mjög góður en síðustu árin hugsaði hann um ömmu og afa af alúð og nærgætni. Fyrir það erum við öll mjög þakklát. Ég vil senda Andrési, afa mín- um og systkinum Jóns mínar innilegustu samúðarkveðjur. Elínborg Einarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.