Morgunblaðið - 08.08.2016, Síða 25

Morgunblaðið - 08.08.2016, Síða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 2016 Hjólavagnar Fást í verslun okkar að Bíldshöfða 10 Stilling hf. | Sími 520 8000 | www.stilling.is/hjolavagnar | stilling@stilling.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ástarsamband, rómantík, skemmtan eða frí er efst á óskalistanum núna. Gott hjá þér! Láttu eins og allar óskir þínar hafi þegar ræst. 20. apríl - 20. maí  Naut Þér finnst samstarfsfólk þitt ekki nægi- lega samvinnufúst í dag. Hafðu ekki sekt- arkennd heldur safnaðu kröftum og vertu heill í því sem þú gerir. Sýndu honum þó samt fyllstu kurteisi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það hefur ekkert upp á sig að setja markið lægra en þú veist að þú ræður við. En nú kemur það þér til góða. Vandamál eru til að leysa þau. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er þér léttir að komast að því að nú eru peningar og bjargir til staðar og því unnt að gera úrbætur á vinnustað. Frestaðu ónauðsynlegum innkaupum til morguns. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Láttu verða af fyrirætlunum þínum sem tengjast yfirvöldum eða stórum stofnunum. Nú er röðin komin að þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Reyndu að hemja fljótfærni þína í dag. Virðing þín fyrir hugmyndum og áliti annarra skapar fjölbreytileika og vinnur gegn ótta. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er yfir margan þröskuldinn að fara til að ná því takmarki sem þú hefur sett þér. Reyndu að njóta alls þess fallega og róm- antíska sem gæti orðið á vegi þínum í dag. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert upptekinn við að láta öð- um líða vel yfir framlagi þeirra. Hættu að greina og gefðu ímyndunaraflinu lausan tauminn. Þú ættir að sinna heilsunni betur en þú hefur gert. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er nauðsynlegt að kynna sér vel smáa letrið áður en skrifað er undir. Ein- beittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur óvart tengst upplýs- ingum sem eru mikils virði. Fyrst þarftu að gefa hinni manneskjunni pláss til að taka eig- in ákvörðun. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þetta er góður dagur til að breyta og bæta í vinnunni. Tilgangurinn helgar með- alið, en ekki er víst að allir séu þér sammála. 19. feb. - 20. mars Fiskar Láttu engan komast í þína hluti, nema þú hafir áður gengið úr skugga um að þú getir treyst viðkomandi. Notaðu gáfurnar þér til framdráttar. Fía á Sandi er góð myndlistar-kona, – og fellur vel að mála með orðum eins og í þessari ágúst- mynd! Gott að sjá sól skína á sæ og hauður. Sóli við sker sólgul er sjórinn rauður. Ólafur Stefánsson veltir „lífs- kúnstinni“ fyrir sér: Þó reynist oft varla heilt né hálft, hæpin vöðin, og lapið úr skel, er tilgangur lífsins lífið sjálft, og lykillinn gullni: að nýta vel. Hér er Ólafur í öðrum hugleið- ingum þar sem hann skrifar á Leir- inn að það sé „búið að bóka forset- ann á svo margar samkomur og hátíðir strax í fyrstu embættisvik- unni að það mætti æra óstöðugan að telja það allt upp. Vonandi tekur hann upp rétta ræðu á hverjum stað, svo að hann geti sagt amen eftir efninu. Ýmislegt munum við upplifa hér áður en lýkur nösum, þegar um landið forsetinn fer með fullt af ræðum í vösum.“ Svo að Vísnahorn haldi sig við Bessastaði enn um hríð þá sagði Sigurlín Hermannsdóttir „eigi skal gráta þótt Ólafur hafi ekki verið endurnýttur, nóg er eftir. Við vitum öll að heimur snýst í hring í heimturnar nú færist góður kraftur; Mundi fannst og Árni þarf á þing og því er best að herinn komi aftur.“ Davíð Hjálmar Haraldsson veltir hér fyrir sér almennum sannindum eða hvað? Situr lengi sorgum í, segir fátt af einum uns hann kemst á kreik á ný að kasta hellusteinum. Davíð Hjálmar á létt með að kasta fram limru: Á sumrin þá sólskin er mest um og sveittar þær fara úr vestum og pilsum og buxum er bannað að hugśum hvort brenni ekki tungan í flestum. Það er vissara að gæta sín! Hjálmar Freysteinsson orti: Þú gerir mistök of mörg! sagði Móna við bónda sinn örg. Þá ansaði hann: Kona, því ýkirðu svona? Svo álpaðist hann fyrir björg. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af forsetanum, góðum heimtum og hellusteinum Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir BÍLLINN MINN VARÐ BENSÍNLAUS Í DAG ERU TÖFRARNIR ÞEIR AÐ ÞÆR VERÐA AÐ RISA BAUNAGRASI? NEI. TÖFRARNIR ERU ÞEIR AÐ HANN SAGÐI AÐ MÉR MYNDI Í ALVÖRU ÞYKJA ÞÆR GÓÐAR ÉG KEYPTI TÖFRABAUNIR AF GALDRAKARLI ER ÞAÐ YFIR HÖFUÐ HÆGT?! VISSIR ÞÚ AÐ KETTIR SKILJA EKKI EFTIR SIG FINGRAFÖR? ÞRISVAR „ÉG VAR AÐ VONAST TIL AÐ ÞETTA YRÐI ÁKVEÐIN VAKNING, EN HANN DOTTAÐI ÁÐUR EN ÉG GAT SAGT HONUM NIÐURSTÖÐURNAR.“ „Í ÚTLITSLÝSINGUNNI SKAL ÉG BARA SEGJA AÐ ÞÚ SÉRT AÐ LEITA AÐ KONUM MEÐ GOTT SKOPSKYN.“ STEFNUMÓTAMIÐLUN AMORS …Að útbúa morgun- mat fyrir einhvern Ferðasögur má segja með ýmsumóti. Oft birtast slíkar í blöðum og á vefmiðlum og eru gjarnan frá- sagnir með myndum úr heimsóknum á hefðbundna túristastaði. Allir hafa lesið ferðapistla ungra Íslendinga frá Austurlöndum fjær og greinar um ís- lenska kóra sem syngja í Péturskirkj- unni í Róm. Bestu ferðalýsingarnar eru hins vegar þær þegar lesandinn verður ósjálfrátt förunautur höfund- arins. Þannig finnst Víkverja að hann hafi heimsótt Færeyjar liðins tíma eftir að hafa lesið bókina Eyjarnar átján eftir Hannes Pétursson. Bókin kom út fyrir bráðum hálfri öld og er gullmoli í flokki ferðabóka, svo vel stílaðar eru myndrænar lýsingarnar frá þessu fallega nágrannalandi okk- ar. x x x Það er skemmtilegur siður að skrifadagbók, punkta niður helstu tíð- indi hvers dags og skapa heimildir fyrir framtíðina. Þetta gerðu margir 15. október 1998 þegar Þjóðminja- safn Íslands og fleiri stóðu fyrir sér- stökum dagbókardegi. Fjöldi fólks sendi inn frásagnir og nokkrar þeirra eru birtar í Dagbók Íslendinga sem kom út 1999. Nú, tæplega tuttugu ár- um síðar, er þessi bók orðin stór- merkileg, því hún gefur innsýn í dag- legt líf fólks á þessum tíma. Almennt talað þá virðist lífið í landinu í kring- um aldamótin síðustu hafa verið í öllu hægari takti en nú er raunin. Flest sækjumst við eftir því að lífið sé stresslítið og á þessum tíma stjórn- uðu símar ekki lífi fólks jafn mikið og nú. Þá eru lýsingar á hinu nýstárlega fyrirbæri sem kallað er tölvupóstur svolítið skemmtilegar. Sennilega er kominn tími á nýjan dagbókardag, þannig að komandi kynslóðir geti fræðst um hvernig lífi Íslendinga var varið á því herrans ári 2016. x x x Að undanförnu hefur starfsfólkBorgarbókasafns Reykjavíkur verið að grisja í hillunum. Bækur sem lítið hafa hreyfst síðustu árin eru seldar á slikk og nánast gefnar. Vík- verji fór í Grafarvogssafnið og labb- aði út með fangið fullt af alls konar góðgæti. Fékk til dæmis gömlu útgáf- una af Íslenskri orðabók. Árni Bö. á 100 kall, hver býður betur? víkverji@mbl.is Víkverji Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. (Sálm. 121.2)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.