Morgunblaðið - 08.08.2016, Qupperneq 32
Vegir ástarinnar í
Listasafni Sigurjóns
MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 221. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
1. Börnin sem foreldrarnir myrtu
2. Gerðu sér að leik að fara í ána
3. Pistorius fluttur á sjúkrahús
4. Rosalega leiðinlegt mál
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Tankurinn nefnist rými fyrir list-
sköpun sem opnað verður formlega á
Djúpavogi í kvöld kl. 20. Tankurinn er
gamall lýsistankur sem hreinsaður
var að innan í sumar, en íbúar stað-
arins gáfu vinnu sína. Umbreyting
rýmisins naut styrks frá Uppbygging-
arsjóði Austurlands. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Erlu Dóru Vogler, ferða-
og menningarmálafulltrúa Djúpa-
vogshrepps, er afar góður hljóm-
burður inni í tankinum. Bendir hún á
að það hve hrár tankurinn er geri
hann að afburða viðburða- og sýning-
arrými. Tankurinn er eign íbúa Djúpa-
vogshrepps, en hver sem er getur
nýtt sér hann fyrir viðburði og sýn-
ingar. Ferða- og menningarmála-
fulltrúi sveitarfélagsins sér um að
taka við bókunum.
Tankurinn vígður á
Djúpavogi í kvöld
Á þriðjudag Hæg breytileg átt eða hafgola. Skýjað með köflum og
stöku skúrir sunnanlands, en annars víða bjart veður. Hiti 11 til 18
stig, hlýjast um landið vestanvert.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan og norðvestan 2-9 m/s. Skýjað með
köflum og stöku síðdegisskúrir sunnan- og vestanlands, annars úr-
komulítið. Hiti víða 9 til 14 stig.
VEÐUR
Íslendingar hófu keppni á Ól-
ympíuleikunum um helgina.
Einn Íslendingur keppti á
fyrsta keppnisdegi og þar
var á ferðinni Anton Sveinn
McKee úr Ægi. Keppti hann í
100 metra bringusundi en
var talsvert frá sínu besta en
Anton keppti einnig fyrstur
Íslendinga í London fyrir
fjórum árum. Eygló Ósk
og Hrafnhildur eru einn-
ig komnar af stað í sund-
inu. »2
Aftur reið Anton
á vaðið á ÓL
FH-ingar urðu bikarmeistarar í frjáls-
um íþróttum á Laug-
ardalsvelli á laug-
ardaginn. FH hefur
oft notið velgengni í
bikarkeppninni en í
þetta skiptið rauf lið-
ið sex ára sigur-
göngu ÍR eftir
harða en
skemmtilega
keppni með
breyttu
fyrirkomu-
lagi. »4
FH bikarmeistari í
frjálsum íþróttum
Fjölnir er í 2. sæti Pepsi-deildar karla í
knattspyrnu eftir sannfærandi stór-
sigur á ÍA í Grafarvoginum í gærkvöldi.
Þrír leikir fóru þá fram í 14. umferð og
lýkur umferðinni í kvöld með öðrum
þremur. Eyjamenn fengu mikilvæg stig
í Ólafsvík og fjarlægðust aftur fall-
svæðið. Fylkismönnum gengur hins
vegar erfiðlega að safna stigum og eru
í erfiðum málum. »6,7,8
Fjölnir í 2. sæti eftir
stórsigur á ÍA
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Vegir ástarinnar eða Les chemins
de l’amour er yfirskrift loka-
tónleikanna í sumartónleikaröð
Listasafns Sigurjóns Ólafssonar sem
fram fara annað kvöld, þriðjudag, kl.
20.30. Þar flytja Hrafnhildur Árna-
dóttir Hafstað sópran og Ingileif
Bryndís Þórsdóttir píanó ástríðufull,
einlæg og seiðandi sönglög eftir
Richard Strauss, Francis Poulenc, Er-
ik Satie, Gabriel Fauré og Reynaldo
Hahn. Að vanda verður kaffistofan
opin þar sem boðið er
upp á
heima-
bakað
bakk-
elsi.
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Tvíburasysturnar Tanja Dóra og
Tinna Dröfn Benjamínsdætur eru á
sautjánda ári. Þær starfa báðar í
Reiðskóla Reykjavíkur sem leiðbein-
endur og kenna yngstu kynslóðinni
tökin á hestamennskunni en þær stigu
sín fyrstu skref í hestamennskunni á
reiðnámskeiði í Reiðskóla Reykjavík-
ur sex ára gamlar. Eftir fyrsta nám-
skeiðið varð ekki aftur snúið og hafa
þær verið í hestamennsku upp frá því.
„Við höfum elskað hesta frá því við
vorum litlar. Foreldrar okkar ákváðu
að senda okkur hingað á reiðnámskeið
og fórum við á hverju ári eftir það,“
segir Tanja en enginn í fjölskyldu
systranna stundar hestamennsku fyr-
ir utan þær. „Jafnvægisæfingarnar,“
svarar Tanja spurð hvað henni fannst
skemmtilegast á reiðnámskeiðunum
þegar hún lítur til baka. Í slíkum æf-
ingum er riðið berbakt og m.a. hönd-
um sleppt og snúið öfugt.
„Allir reiðtúrarnir, útiveran og fé-
lagsskapurinn. Maður eignaðist svo
marga vini,“ segir Tinna spurð hvað
standi upp úr eftir árin í reiðskól-
anum. Vinskapurinn hefur haldið sér í
gegnum árin og hafa til að mynda
margir sem starfa í reiðskólanum í
sumar verið saman á námskeiðum á
yngri árum.
Á hverju sumri hafa systurnar ver-
ið í kringum reiðskólann með einum
eða öðrum hætti. Þær hafa verið að-
stoðarmenn í reiðskólanum frá því
þær höfðu aldur til og eru sammála
um að þetta sé skemmtilegasta sum-
arstarf sem hægt sé að hugsa sér.
„Við erum allavega ekki að fara að
hætta að vinna hér á sumrin,“ segir
Tinna og brosir. Þær þekkja starfið
inn og út og hestana vel en nokkrir
þeirra voru einnig í reiðskólanum þeg-
ar þær byrjuðu. Þeim þykir ein-
staklega gaman að miðla til krakk-
anna og eiga auðvelt með að setja sig í
þeirra spor.
„Í fyrra varð sprenging en þetta er
stærsta sumarið okkar hingað til. Það
er biðlisti á öll námskeið hjá okkur,“
segir Edda Rún Ragnarsdóttir, eig-
andi Reiðskóla Reykjavíkur í Víðidal,
en yfir 500 nemendur hafa verið í
reiðskólanum í sumar. Reið-
námskeiðin byrja um leið og skól-
anum lýkur og síðustu námskeiðin
eru 19. ágúst. Í sumar var gert hlé á
námskeiðunum vikuna sem Lands-
mót hestamanna fór fram á Hólum í
Hjaltadal, því Edda Rún og eig-
inmaður hennar Sigurður Vignir
Matthíasson sýndu þar hross og
kepptu.
Í reiðskólanum er boðið er upp á
fjölbreytt námskeið, jafnt fyrir byrj-
endur sem lengra komna. Svokallað
ævintýranámskeið sem er fyrir
lengra komna var vel heppnað, að
sögn Eddu Rúnar, enda hefur veðrið í
sumar ekki spillt fyrir góðum
tengslum barnanna við hesta og nátt-
úru. Á ævintýranámskeiðinu var m.a.
riðið upp í Heiðmörk og sundriðið í
Hólmsánni. Það vakti mikla gleði
nemenda sem stukku sjálfir út í ána
og busluðu í sólinni.
Í ár er 15. starfsár reiðskólans og
hafa margir nemendur farið af fullum
krafti í hestamennskuna eftir sitt
fyrsta námskeið í reiðskólanum. „Það
gleður hjartað alltaf jafn mikið að
rekast á gamla nemendur í reiðtúr
sem hafa jafnvel dregið alla fjölskyld-
una í hestamennskuna. Þá er toppn-
um náð, að framleiða nýja hesta-
menn,“ segir Edda Rún.
Ekki hætt eftir fyrsta námskeið
Aldrei meira að
gera í Reiðskóla
Reykjavíkur
Tvíburar Tanja Dóra og Tinna Dröfn Benjamínsdætur segja hestamennsk-
una frábært áhugamál, útiveran og félagsskapurinn sé toppurinn.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Reiðskóli Allir hestar og knapar í röð og ekki annað að sjá en knöpum framtíðarinnar líki vel.