Morgunblaðið - 11.08.2016, Síða 1

Morgunblaðið - 11.08.2016, Síða 1
F I M M T U D A G U R 1 1. Á G Ú S T 2 0 1 6 Stofnað 1913  186. tölublað  104. árgangur  TENGSLIN VIÐ LISTASÖGUNA OG SAMFÉLAGIÐ SLÖK STAÐA Í GAGNA- TENGINGUM GLEÐJAST SAMAN OG FAGNA VITUND OG ÁRANGRI VIÐSKIPTAMOGGINN VEGAN-HÁTÍÐ 12SÝNING 31 Milljarðar í Borgarfirði  Mikil uppbygging í ferðaþjónustu  Byggt fyrir rúman milljarð í Reykholti  Búist við 40 þúsund manns á Langjökul  Fleiri verkefni eru á teikniborðinu stærstu ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Til marks um framkvæmdagleð- ina mun Fosshótel í Reykholti hefja framkvæmdir sem miða að því að á árinu 2018 muni hótelið státa af ríf- lega 80 hótelherbergjum ásamt heitum inni- og útilaugum, gufuböð- um og annarri lúxusþjónustu. Við breytingarnar fjölgar herbergjum hótelsins um 28 og öll eldri herbergi þess verða endurnýjuð ásamt ann- arri aðstöðu sem fyrir er á staðnum. Mun kostnaður við uppbygginguna hlaupa á rúmum milljarði króna. Ferðaþjónustuaðilar eru sam- mála um að aukin fjárfesting á svæðinu sé öllum til hagsbóta og að sífellt fjölgi þeim sem sæki svæðið heim. Nú í haust opnar Krauma starfsemi við Deildartungu en þar gefst gestum tækifæri til að baða sig upp úr vatni sem sótt er í vatns- mesta hver veraldar. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Rekstraraðilar í ferðaþjónustu greina aukinn áhuga ferðamanna á Vesturlandi. Á þessu ári og því síð- asta hefur fjárfesting í atvinnu- greininni vaxið gríðarlega og mörg stór verkefni komist á koppinn, ekki síst í Borgarfirði. Eru verk- efnin bæði drifin áfram af fjárfest- um úr héraði en einnig fagfjárfest- um á borð við lífeyrissjóði og Mörg verkefni » Fjárfest hefur verið í Húsa- felli fyrir ríflega milljarð á tveimur árum. » Nýtt hótel rís í Borgarnesi fyrir 1,6 milljarða króna. » Innviðir styrktir við hellinn Víðgelmi. MViðskiptaMogginn Regnboginn sem prýddi tröppur Menntaskólans í Reykjavík á hinsegin dögum var þrifinn af á síðustu dögum. Skiptar skoðanir eru á nauðsyn aðgerðarinnar en tekið var fram í samningi við MR að málningin yrði þrifin af 8. ágúst. Hafa þrifin staðið yfir síðustu þrjá daga. Morgunblaðið/Árni Sæberg Regnboginn kvaddur með háþrýstidælu  Guðni Sigurðs- son, upplýsinga- fulltrúi Isavia, segir fjölda far- þega sem fluttir hafa verið milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og flugvéla með rútum vera kom- inn yfir milljón. Isavia er því með stærri fyrirtækjum í strætó- rekstri hér á landi, en til sam- anburðar flutti Strætó bs. rúmlega 10 milljónir farþega í fyrra. Til að anna þessum flutningum hefur Isavia fest kaup á 12 stórum farþegarútum og einni minni rútu. einnig hafa verið teknir í notkun tveir lyftubílar til að ferja fólk í hjólastólum á milli. »6 Milljón farþegar með rútum Isavia Flug Margir sækja landið heim í ár. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Verkefnið felst í því að framleiða og leggja um 3.000 tonn af malbiki á götur Tasiilaq,“ segir Sigþór Sig- urðsson hjá Malbikunarstöðinni Hlaðbær-Colas en þeir hafa nú oft- ar en einu sinni komist í verkefni á Grænlandi við malbikun. Núna er um verkefni að ræða sem er í einum stærsta bæ austur- strandar Grænlands. Þar munu þeir malbika götur meðal annars framhjá sjúkrahúsinu og skólanum í bænum og eftir sumarið ættu um 4 kílómetrar að vera kláraðir. Flytja þarf allan búnað og tæki héðan frá Íslandi ásamt því að flytja þarf bikið sem blanda þarf í mal- bikið í sérstökum gámum sem hægt er að hita upp í 150 gráða hita. Afskekkt byggð á austur- ströndinni Þótt malbikunarfyrirtæki sé í Nuuk í höfuðstað Grænlands er vegalengdin til Tasiilaq svipuð frá Íslandi og Nuuk. Þannig að kostn- aðurinn af því að malbika í Tasiilaq er minni ef íslenskt fyrirtæki tekur þetta að sér, jafnvel þótt það þurfi nánast að flytja heila verksmiðju út. »4 Forvitnilegt Krakkarnir eru sérstaklega glaðir að sjá Íslendingana að verki við malbikun í Tasiilaq. Bæjarbúar eru allir ánægðir að sjá loksins malbik. Fara með bik í gámum til Grænlands  Íslendingar á fullu að malbika í bæn- um Tasiilaq á Grænlandi í sumar Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Í nýju nefndaráliti fjárlaganefndar Alþingis er viðruð sú skoðun að fá einkafjárfesta að frekari uppbygg- ingu innviða á Keflavíkurflugvelli. Er í álitinu bent á að þeim flug- völlum sem séu alfarið eða að hluta til í eigu einkaaðila fari mjög fjölg- andi í Evrópu og að um 80% flug- farþega sem leggja leið sín til og frá álfunni fari um fyrrnefnda velli. Guðlaugur Þór Þórðarson, vara- formaður fjárlaganefndar, segir að það felist mikil áhætta í því fyrir ís- lenska ríkið að fyrirtæki sem sé al- farið í þess eigu, Isavia, ráðist í inn- viðafjárfestingu á vellinum sem nemi um 70 til 90 milljörðum króna. „Þarna erum við að tala um fjár- festingu sem jafngildir tveimur há- tæknisjúkrahúsum, hvorki meira né minna. Og þetta eru sannarlega mjög mikilvægar framkvæmdir og lúta að einni mikilvægustu burð- arstoð íslensks efnahagslífs um þessar mundir, ferðaþjónustunni. En þegar þetta mikla fjármagn fer í þessa uppbyggingu þá er ekki hægt að ráðast af sama krafti í aðra mjög mikilvæga uppbyggingu sem er ekki síður nauðsynleg.“ Guðlaugur segir að nefndin geri ráð fyrir því að tillit verði tekið til þessara sjónarmiða við gerð fjárlaga í haust. »ViðskiptaMogginn Flug Leifsstöð stækkar og stækkar. Of mikil áhætta fyrir ríkið  Vilja fjárfesta að Keflavíkurflugvelli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.