Morgunblaðið - 11.08.2016, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2016
Selhella 13 | 221 Hafnarfjörður | Sími 564 1400 | kerfi@kerfi.is | kerfi.is
Fagleg & persónuleg þjónusta
Dæmi:
SAECO PHEDRA
Frábær kaffivél fyrir
meðalstór fyrirtæki
5.400,- án VSK
Þjónusta- & leigugjald á mán.
Drykkjarlausnir
fyrir þitt fyrirtæki
Hagkvæmara en þú heldur!
stórum farþegarútum og einni
minni rútu. Einnig hafa verið teknir
í notkun tveir lyftubílar til að ferja
fólk í hjólastólum út í flugvélar og
frá þeim.
Rúturnar eru skreyttar myndum
úr íslenskri náttúru, t.d. af mosa,
norðurljósum, Jökulsárlóni o.fl.
Vegna gífurlegrar fjölgunar flug-
véla sem koma til Keflavík-
urflugvallar kemst ekki nema hluti
þeirra upp að flugstöðinni sjálfri.
Þessum vanda hefur verið mætt
með því að fjölga fjarstæðum fyrir
flugvélar á flugvallarsvæðinu.
Í fyrra voru stæði fyrir 26 flug-
vélar og eftir viðbætur fyrr á þessu
ári eru nú stæði fyrir 28 flugvélar.
Síðan er áformað að fjölga þeim
smám saman og árið 2019 er áætlað
að fjarstæði verði komin fyrir 36
flugvélar.
Flugtök og lendingar 28 þús-
und það sem af er árinu 2016
Samkvæmt upplýsingum Guðna
Sigurðssonar voru svokallaðar flug-
hreyfingar í júlí 6.199 og er þá átt
við flugtök og lendingar. Fyrstu sjö
mánuði ársins voru flugtök og lend-
ingar samtals 28.013.
Tl samanburðar voru flughreyf-
ingar í júlí 2015 alls 4.885 og fyrstu
sjö mánuði þess árs samtals 22.133.
Rúturnar hafa skipt sköpum
Met slegið á Keflavíkurflugvelli í hverjum mánuði Óhemju vinna hjá starfsfólki að skipuleggja
afgreiðslu flugvéla Ný flugvélastæði og rútur bjarga miklu Milljón farþegar fluttir með rútum
Ljósmynd/Isavia
Litríkar Rúta við nýja stækkun suðurbyggingar til vesturs. Viðbyggingin sem er 5.000 fermetrar var tekin í fulla
notkun í byrjun sumars og í henni eru sex rútuhlið. Ákveðnir áfangar höfðu verið í notkun um nokkurt skeið.
Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll
Heimild: www.kefairport.is
2016 Brottfarir Komur Skiptifarþegar Fjöldi alls Mán.breyt.milli ára
Janúar 109.646 100.710 80.141 290.497 25,8%
Febrúar 132.067 136.002 56.311 324.380 40,8%
Mars 159.154 162.666 80.962 402.782 42,5%
Apríl 137.564 135.325 109.861 382.750 28,3%
Maí 170.868 184.854 181.295 537.017 34,4%
Júní 245.619 258.295 259.565 763.479 34,2%
Júlí 285.159 300.290 314.907 900.356 35,9%
Alls 1.240.077 1.278.142 1.083.042 3.604.261 34,7%
Þjónusta Tveir lyftubílar sjá um að
ferja farþega í hjólastólum.
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Hvert metið á fætur öðru hefur ver-
ið slegið á Keflavíkurflugvelli á
þessu ári. Alls fóru rúmlega 900
þúsund farþegar um völlinn í ný-
liðnum júlímánuði. Er þetta met-
mánuður á flugvellinum.
Fyrra metið var júnímánuður á
þessu ári en þá fóru rúmlega 763
þúsund farþegar um völlinn. Aukn-
ingin frá júlí í fyrra er um 36%, en
þá fóru tæplega 663 þúsund farþeg-
ar um Keflavíkurflugvöll.
3,6 milljónir farþega alls
Fyrstu sjö mánuði ársins fóru 3,6
milljónir farþega um Keflavík-
urflugvöll. Aukningin er 34,7%, sem
er langt umfram bjartsýnustu spár.
Þessi mikli fjöldi ferðamanna hef-
ur valdið gríðarlegu álagi á starfs-
menn flugvallarins og í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar.
„Það hefur kostað óhemju vinnu
að skipuleggja afgreiðslu flugvéla í
sumar, fjölgunin hefur verið svo
mikil,“ segir Guðni Sigurðsson upp-
lýsingafulltrúi Isavia.
Sem fyrr eru aðal-annatímarnir
snemma á morgnana og aftur síð-
degis. Yfir hásumarið hefur svo
miðnæturflugið bæst við sem ann-
atími.
„Það sem hefur bjargað okkur í
sumar er fjölgun flughlaða og far-
þegarúta,“ segir Guðni.
12 stórar farþegarútur keyptar
Fjöldi farþega sem fluttir hafa
verið milli flugstöðvar og flugvéla
með rútum er kominn yfir milljón
að sögn Guðna. Er Isavia með
stærri fyrirtækjum í strætórekstri
hér á landi. Til samanburðar flutti
Strætó bs. rúmlega 10 milljón far-
þega í fyrra.
Isavia hefur fest kaup á 12
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Áætlað er að reglugerð verði sett um
ómönnuð loftför, eða svonefnd flyg-
ildi, síðar á þessu ári.
Að sögn Gunnars Arnar Indriða-
sonar, lögfræðings hjá innanríkis-
ráðuneytinu, verða drög að reglu-
gerðinni kynnt til umsagnar í haust.
„Það voru kynnt drög til umsagnar
síðasta vor og við skoðuðum þetta
ásamt Samgöngustofu. Við vorum að
bíða eftir því að Flugöryggisstofnun
Evrópu kæmi með tillögur að reglum.
Þær lágu fyrir nú í byrjun ágúst og í
kjölfarið metum við hvaða breytingar
þarf að gera á drögunum sem voru
kynnt. Það er stefnt að því að það
verði sett reglugerð um ómönnuð
loftför á þessu ári,“ segir hann.
„Við reynum á þessu sviði, sem fell-
ur undir EES-samninginn, að taka
mið af þeim reglum sem verið er að
undirbúa þar,“ bætir hann við.
Gunnar Örn segir að einhver aðild-
arríkjanna hafi þegar sett sér reglur,
t.d. Finnland og Svíþjóð.
Heppilegra að bíða tilmæla
Nú er í gildi tilkynning frá Sam-
göngustofu um ómönnuð loftför þar
sem miðað er við að þau loftför sem
séu þyngri en tvö kíló þurfi að til-
kynna um sérstaklega.
„Mörg aðildarríki á EES-svæðinu
hafa sett sér sérstakar landsreglur
og það eru tilmæli frá Flugöryggis-
stofnuninni að ríkin setji sér sínar
eigin reglur á meðan það er unnið að
sameiginlegum reglum,“ segir hann.
Gunnar segir heppilegra að reglu-
gerðin sem nú er unnið að verði í sam-
ræmi við sameiginlegar evrópskar
reglur síðar meir og því hafi tilmæla
Flugöryggisstofnunarinnar verið
beðið.
Gunnar Örn segir að reglur aðild-
arríkjanna séu nú mjög mismunandi.
„Það er mjög ólíkt hvernig þetta
hefur verið gert. Svíar hafa til dæmis
sett mjög ítarlegar reglur og Finnar
sett einfaldar reglur. Það er ekki
mjög einsleit framkvæmd á þessu,“
segir hann.
Reglugerð um flygildi
væntanleg á árinu
Í samræmi við sameiginlegar reglur á Evrópuvettvangi
AFP
Vélfygli Flygildi eru til margs nytsamleg, meðal annars við kvikmyndatöku
og við leit að fólki. Von er á reglugerð um þessi nýstárlegu tæki á árinu.
Skóla- og frístundaráð Reykjavík-
urborgar samþykkti í gær tillögu
frá ungmennaráði Breiðholts þess
efnis að nemendur verði hluti af
stuðningsneti fyrir börn og ung-
linga af erlendum uppruna. Þannig
verði þeir hluti af móttökuteymi
skólanna.
Tillagan var upphaflega lögð
fram í borgarstjórn af fulltrúum
ungmennaráðs á vordögum. Bent
var á að margir erlendir nemendur
væru einangraðir alla skólagöngu
sína og að mikilvægt væri að tengja
nýja nemendur
inn í frístund-
astarf í hverju
hverfi.
Stefnt er að
því að unnin
verði handbók
með verklagi við
móttöku nýrra
nemenda af er-
lendum uppruna
sem innleitt verði í skólum og
frístunamiðstöðvum.
johannes@mbl.is
Skólakrakkar.
Erlendir nemendur oft einangraðir