Morgunblaðið - 11.08.2016, Síða 12

Morgunblaðið - 11.08.2016, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2016 Framundan er 100. listmunauppboð Gallerís Foldar sem verður með hátíðarbrag. Viltu selja listaverk? Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Við leitum að úrvalsverkum á þetta tveggja daga uppboð. Nánari upplýsingar í síma 551-0400 og hjá fold@myndlist.is Við óskum meðal annars eftir verkum eftir Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Kristínu Jónsdóttur, Louisu Matthíasdóttur, Þórarinn B. Þorláksson,Svavar Guðnason, Nínu Tryggvadóttur, Georg Guðna, Kristján Davíðsson, Gunnlaug Blöndal og Gunnlaug Scheving. Ennfremur er eftirspurn eftir verkum eftir Eggert Pétursson, Karólínu Lárusdóttur og Erró. Kvartett Önnu Grétu Sigurðardóttur heldur tónleika kl. 20 í kvöld, fimmtu- dag 11. ágúst, í Bryggjusal í Edinborg- arhúsinu á Ísafirði. Auk Önnu, sem spilar á píanó, samanstendur kvart- ettinn af Håkan Broström er leikur á saxófón, Sebastian Ågren á trommur og Eirik Lund á kontrabassa. Kvartettinn flytur frumsamda tón- list eftir þau Önnu Grétu og Håkan Broström, en þau kynntust fyrir ári og hafa spilað saman í mörgum mis- munandi verkefnum, m.a. með stór- sveitunum Norrbotten big band og New Places Orchestra. Kvartettinn spilar einnig á Jazzhátíð Reykjavíkur, kl. 22.20 laugardaginn 13. ágúst, í Norðurljósasal Hörpu. Edinborg menningarmiðstöð Kvartett með frumsamda tónlist Djass Anna Gréta var valin bjartasta vonin í djass- og blúsflokki á Íslensku tónlistarverðlaununum 2015. Listasafn Reykja- víkur sýnir kl. 20 í kvöld, fimmtudag 11. ágúst, tvær kvikmyndir sem báðar fjalla um heimskautasvæð- in. Annars vegar End of Summer eftir Jóhann Jóhannsson og hins vegar Sögur og sækýr eftir Etienne de France. Sú fyrrnefnda sýnir berang- urslegt landslag eyjunnar Suður- Georgíu og Suðurskautslandsins í lok sumars. Í þeirri síðarnefndu renna raunveruleiki og skáldskapur saman í kvikmynd í heimildamyndastíl um rannsóknarteymi á norðurslóðum. Aðgöngumiði á safnið gildir og frítt fyrir handhafa Menningarkorts Reykjavíkur. Listasafn Reykjavíkur Heimskautin í brennidepli Með aðferðum náttúrunnar nefnist skapandi myndlistarnámskeið fyrir 10-13 ára sem efnt verður til í Gerð- arsafni kl. 13-16 dagana 15.-19. ágúst. Á námskeiðinu verða gerðar spenn- andi tilraunir með náttúrutengda myndlist. Farið verður í rannsókn- arleiðangra um Gerðarsafn, Nátt- úrufræðistofu og Bókasafn Kópavogs og þátttakendur leita sér innblásturs í náttúrunni þar um kring. Þátttakendur búa til saltkristalla með salti og litum og gera tilraunir með geómetrísk form úr sápukúlum. Þeir rannsaka einnig náttúruna með smásjá, skoða hvernig sólúr virka og steypa steingervinga. Tilraunirnar verða form af landlist, þar sem nátt- úrufyrirbrigði og listsköpun renna saman í eitt. Kennarar á námskeiðinu eru mynd- listarmennirnir Guðrún Benónýs- dóttir og Guðný Rúnarsdóttir. Þátttakendur þurfa að hafa með sér nesti og vera klæddir eftir veðri og þannig búnir að þeir geti legið í grasi og unnið í mold og með máln- ingu og gifs. Skapandi sumarnámskeið fyrir 10-14 ára í Gerðarsafni Saltkristallar og tilraunir með geómetrísk form úr sápukúlum Gerðarsafn Á myndlistarnámskeiðinu Með aðferðum náttúrunnar gera þátttakendur spennandi tilraunir með náttúrutengda myndlist. Skráning: gerdarsafn@kopavogur.is Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is V ið vorum búin að vera reglulega með pálínuboð þar sem fólk mætti í sal innandyra með veitingar á sameiginlegt hlaðborð. Svo var fólk farið að tala um að það væri gaman að halda grillveislu þar sem allir kæmu með eitthvað á grill- ið,“ segir Sæunn Ingibjörg Mar- inósdóttir, upplýsingafulltrúi Sam- taka grænmetisæta á Íslandi. Við undirbúning kom aftur á móti í ljós að hentugara væri að bjóða upp á svip- aðan mat fyrir alla. „Þannig þetta breyttist í grill festival þar sem við grilluðum vegan-pylsur og seldum gegn vægu gjaldi. Festivalið fékk frá- bærar viðtökur, það komu um 300 manns, sem var mun meira en við átt- um von á þar sem við ákváðum þetta með nokkurra daga fyrirvara og kynntum þetta lítið.“ Árlegur viðburður „Við ákváðum að gera þetta aftur í ár, með svipuðu sniði, en við finnum að áhuginn er margfaldur á við í fyrra þannig við verðum á stærra svæði og bjóðum upp á fleiri tegundir af mat, bæði pylsur og oumph-skálar með kí- nóa og alls konar gott gos,“ segir Sæ- unn. Á hátíðinni gefst fólki því kjörið tækifæri til að kynna sér ýmsan veg- an-mat. Oumph þekkja til dæmis ekki allir, en það er nýtt sojakjöt, framleitt í Svíþjóð og kom á markað í fyrra. Kynnir hátíðarinnar verður bandaríska vegan-dragdrottningin og grallarinn Honey LaBronx. Aðrir skemmtikraftar eru meðal annars tónlistarkonan Sóley og rapparinn Bróðir Big. „Honey er vegan-aktívisti sem notar drag-ið til að koma sínum boðskap á framfæri. Hún er alveg of- boðslega skemmtileg og á eftir að vera með jákvæða fræðslu og fróð- leiksmola fyrir þá sem vilja kynna sér vegan-lífsstílinn. Festivalið hefur því bæði skemmtana- og fræðslugildi,“ segir Sæunn. Sunnudaginn 14. ágúst mun Honey fylgja viðburðinum eftir með fyrirlestri um veganisma og rétt- indabaráttu minnihlutahópa í húsa- kynnum Gló í Fákafeni. „Hún hefur verið að skoða tengingu á milli rétt- indabaráttu fyrir dýr og réttindabar- áttu fyrir fólk. Hún færir rök fyrir því að við getum ekki ætlast til þess að aðrir sýni okkar mannréttindum virð- ingu ef við sýnum dýrunum ekki sömu virðingu. Hún tengir það saman hvernig þetta er í raun allt ein og sama hugmyndin,“ segir Sæunn, sem hvetur áhugasama til að mæta á fyr- irlesturinn á sunnudag. Aðgangur er ókeypis og hefst hann klukkan 14. Aukið umburðarlyndi Sæunn segir Samtök grænmetis- æta á Íslandi hafa verið að finna fyrir auknum áhuga fólks og fyrirtækja síðastliðið ár sem hún tekur fagnandi. „Þetta er þróun sem er að eiga sér stað út um allan heim. Fólk er mikið að horfast í augu við uppruna vara sem það neytir, hvort sem það er mat- ur eða aðrar vörur. Fólk er orðið tilbúið til að axla meiri ábyrgð og velja vörur út frá framleiðsluferlinu til að styðja ekki við óréttlæti og þján- ingu.“ Þá segir Sæunn að vitundin sé að springa út hjá mismunandi hópum grænmetisæta á sama tíma. „Það er mikil fjölgun hjá mismunandi hópum grænmetisæta og við finnum einnig fyrir meira umburðarlyndi og skiln- ingi. Fólk er farið að vita hvað þetta þýðir. Fyrir tveimur til þremur árum skildi enginn hvað við vorum að tala um þegar við sögðum vegan, en nú er þetta orðið þekkt. Það er einhver stór bylting handan við hornið og gaman hvað allir eru jákvæðir, við finnum eiginlega ekki fyrir neinu mótlæti.“ Vegan festivalið hefst klukkan 14 á laugardag og stendur skipulögð dagskrá yfir í um tvo klukkutíma. Að- gangur er ókeypis og opinn öllum áhugasömum en veitingar verða seld- ar á hóflegu verði, 500 krónur fyrir vegan-pylsu með öllu eða grillað oumph og gos. Hægt er að fylgjast með undirbúningi hátíðarinnar á snapchat-aðgangi samtakanna þar sem hitað er upp fyrir festivalið þessa vikuna. Notandanafnið er veganuar. Fagna aukinni vitund og góðum árangri á vegan-hátíð Samtök grænmetisæta á Íslandi standa fyrir Vegan festivali á laugardag. Markmiðið er að gleðjast saman og fagna aukinni vitund og miklum árangri vegan-hreyfingarinnar. Morgunblaðið/Ófeigur Undirbúningur Samtök grænmetisæta á Íslandi standa fyrir Vegan festivali á laugardag. Morgunblaðið/Þórður Kynnir Honey LaBronx, vegan aktí- visti og dragdrottning.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.