Morgunblaðið - 11.08.2016, Page 13
„Hveragerðisbær er blómum
skrýddur og listamenn hafa gjarnan
haft hér aðsetur. Þá sérstöðu undir-
strikum við á bæjarhátíðinni okkar.
Hún er ein sú elsta á landinu, er því
orðin býsna föst í sessi og ómiss-
andi hluti af menningu íbúa hér,“
segir Jóhanna Margrét Hjart-
ardóttir, menningar- og frístunda-
fulltrúi í Hveragerði.
Hver dagskrárliðurinn rekur
annan á Blómstrandi dögum í
Hveragerði sem hefjast í dag,
fimmtudag. Almenningshlaup er á
dagskrá síðdegis í dag og í kvöld
verður í Skyrgerðinni – áður Hótel
Hveragerði – kvöldskemmtunin Af
fingrum fram með tónlistarmönn-
unum Jóni Ólafssyni og Gunnari
Þórðarsyni. Þar munu þeir félagar
rifja upp nokkur lög Gunnars sem
hver maður kann. Er skemmtun
þessi í sama stíl og vinsælir sjón-
varpsþættir og seinna kvöld-
skemmtanir sem Jón hefur verið
með í Salnum í Kópavogi.
Tónlist og hreyfing
Með hlaupi og skemmtun í Skyr-
gerðinni má segja að tónninn sé að
nokkru leyti sleginn, tónlist og
hreyfing. Má í því sambandi nefna
að ágæt íþróttaaðstaða er í Hvera-
gerði, göngu- og hjólreiðastígar
liggja víða um bæinn og nágrenni
hans og er Sundlaugin í Lauga-
skarði þar miðpunktur. „Með því að
útbúa hér margvíslega aðstöðu til
hreyfingar og útiveru hafa bæjaryf-
irvöld sýnt í verki vilja sinn til þess
að fólk hér geti tileinkað sér heilsu-
samlegan lífsstíl, eins og svo margir
hafa gert,“ segir Jóhanna.
Annað kvöld kl. 20.30 verða í
Skyrgerðinni tónleikar þar sem
Bryndís Ásmundóttir og hljóðfæra-
leikarar flytja lög söngkonunnar
Amy Winehouse. Tónlistarviðburð-
irnir í þessum dúr eru reyndar
fleiri og ýmsar stefnur í gangi. Má
þar tiltaka að kl. 17 á sunnudaginn
verður Artic-strengjakvartettinn
með útgáfutónleika í Listasafni Ár-
nesinga þar sem flutt verða íslensk
þjóðlög og sönglög af nýútkomnum
geisladiski.
Hápunktur í bæjargarði
Hápunktur Blómstrandi daga er
sennilega skemmtun í bæjargarð-
inum við Varmá klukkan 21 á laug-
ardagskvöldið. Þar verður meðal
annars tekinn brekkusöngur við
brennu sem Ingó Veðurguð stjórn-
ar. Á eftir verður flugeldasýning
sem Hjálparsveit skáta sér um. Við
þetta tilefni mun Hljómlistarfélag
Hveragerðis svo færa bænum mjög
falleg lag í tilefni af 70 ára afmæl-
inu og eru flytjendur fjöldi tónlist-
armanna sem búa í bænum.
Þá verða verslanir og veitinga-
staðir í Hveragerði með ýmis tilboð
um helgina, haldnir verða markaðir
og svo mætti áfram telja. Allt helst
þetta í hendur við að löng hefð er
fyrir því að fólk í Hveragerði geri
sér dagamun þegar líða tekur á
ágúst. Á Blómaballið svonefnda sér
langa sögu, en það markaði í raun
ákveðin uppskerulok á sumrinu.
Sjötíu ára bær
„Við Hvergerðingar kennum okk-
ur við blóm í mörgu tilliti,“ segir
Jóhanna og nefnir bæjarhátíðina
Blómstrandi daga en einnig blóma-
og garðyrkjusýninguna Blóm í bæ
sem hefur verið haldin árlega í lok
júní í Hveragerði. Þrátt fyrir þess-
ar nafngiftir hefur þó sitthvað í
bænum breyst frá því sem var, því
gróðrarstöðvunum í bænum hefur
fækkað og starfsemi þeirra breyst.
„Hveragerðisbær, sem er 70 ára
um þessar mundir, er nú og í ríkari
mæli en áður orðinn ferða-
mannabær, hér eru iðnfyrirtæki,
heilsutengd starfsemi, blómarækt
og mikið menningarlíf. Margir lista-
menn hafa sest hér að en saman
skapa þessir þættir skemmtilegan
bæjarbrag eins og skýrt mun koma
fram á Blómstrandi dögum sem nú
eru að hefjast,“ segir Jóhanna Mar-
grét Hjartardóttir að síðustu. Sjá
nánar: hveragerdi.is og á fecebook
Blómstrandi dagar í Hveragerði.
sbs@mbl.is
Blómin skapa bæjarbraginn
Blómstrandi dagar hefjast í dag Hreyfing og listamenn Tónninn er sleginn Hveragerðislagið verður
frumflutt í bæjargarðinum á laugardagskvöld 70 ára byggðarlag og bæjarhátíðin er ein sú elsta á landinu
Litríkt Í Hveragerði vex allt og
dafnar og bókstaflega blómstrar.
Hvergerðingur Við kennum okkur við blóm, segir Jóhanna Margrét.
Söngur Í bæjargarði tekur fólk lagið undir bláhimni. Tónlistarmenn færa bænum fallegt lag í tilefni af 70 ára afmæli sveitarfélagsins sem nú er.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hopp Haukur Davíðsson flýgur af stökkbretti í Laugaskarði. Sundlaugin er á fallegum stað og nýtur vinsælda.
Gaman Líf og leikur við Hótel Örk á hátíðinni í Hveragerði á síðasta ári.
BÆJARHÁTÍÐIR
HVERAGERÐI