Morgunblaðið - 11.08.2016, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2016
Að vanda mun Kjörís bjóða öllum
til ísveislu á Blómstrandi dögum
næstkomandi laugardag. „Þetta er í
tíunda sinn sem Ísdagur Kjörís er
haldinn og eins og undanfarin ár
verður eitthvað fyrir alla og enda-
laus ís í boði frá kl. 13-16. Rétt er
að minna á að frystikistur verða út
um allan bæ eins og undanfarin ár
og hvetjum við gesti til að koma við
á planinu hjá okkur en fá sér síðan
göngutúr um bæinn okkar og gæða
sér á ís á hinum ýmsu stöðum,“
segir Guðrún Hafsteinsdóttir,
markaðsstjóri Kjöríss.
Starfsmenn Kjöríss hafa verið að
undirbúa sig síðustu mánuði og nú
verða spennandi tegundir í boði.
„Þar sem þetta er ár mikilla for-
setakosninga höfum við ákveðið að
vera með forsetaþema. Við munum
bjóða upp á Guðna forseta og svo
Hillaryís og Trumpís og þar vísum
við til forsetakosninganna í Banda-
ríkjunum. Auk þess verðum við
með ís úr geitamjólk, reyktan ís og
Flensuís, sem er svona fyrirbyggj-
andi fullur af hollustu,“ segir Guð-
rún. Nefnir einnig ís blandaðan
kleinuhringjum sem vöruþróun-
arfólk fyrirtæksins hefur unnið
með að undanförnu og útkoman
virðist ætla að verða alveg ljómandi
góð.
Tilhlökkunardagur
Á sviði verður fjölbreytt dagskrá
sem Felix Bergsson stýrir. Meðal
listafólks sem þar kemur fram má
nefna Ingó Veðurguð, Einar Mikael
töframann, Lína Langsokk og
hljómsveitina Sæluna.
„Ísdagurinn er orðinn að miklum
hátíðisdegi hjá okkur í Kjörís. Það
er tilhlökkunarefni að taka á móti
gestum og fagna góðu sumri. Í
Hveragerði verður mikil dagskrá
alla helgina og tilvalið að skella sér
austur fyrir fjall og njóta þess sem
bærinn hefur upp á að bjóða og þar
er af nægu af taka,“ segir Guðrún.
sbs@mbl.is
Gómsætur Guðni
forseti á ísdegi
Ísdís Iris Eyþórsdóttir sinnir fram-
leiðslu á mjúkís sem fer í öskju.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Smakk Systkinin Valdimar og Guðrún Hafsteinsdóttir, eigendur og stjórn-
endur Kjöríss, taka út gæði framleiðslunnar. Íspinnar eru afbragðsgóðir.
Veisla Ísdagurinn nýtur vinsælda og oft er handagangur í öskjunni þegar þetta ljúfmetið í öllum sínum útgáfum er
borið fram. Framleiðslan hjá Kjörís er fjölbreytt eins og gestir á hátíðinni um helgina fá væntanlega að kynnast.
Ísveisla á Blómstrandi dögum Fyrir
alla Ýmsar spennandi tegundir
Í tilefni af Blómstrandi dögum
verður boðið upp á söguleiðangra
um Hveragerðisbæ á laugardaginn.
Ferðir verða kl. 12, 13, 14 og 15 á
laugardag og verður lagt upp frá
íþróttahúsinu. Fararskjótinn að
þessu sinni verður Dodge Weapon,
árgerð 1952, frá Guðmundi Tyrf-
ingssyni ehf. Ekið verður um
Hveragerði og þar mun Njörður
Sigurðsson sagnfræðingur, sem er
Hvergerðingur í húð og hár, segja
frá því sem fyrir augu ber.
Skáldaslóðir og tívolíið
Í ferð Njarðar verður meðal ann-
ars greint frá skáldunum sem
bjuggu í Hveragerði um miðja 20.
öldina og bjuggu við götuna Frum-
skóga. Voru þetta höfundar á borð
við Kristján frá Djúpalæk, Krist-
mann Guðmundsson, Gunnar Bene-
diktsson og Jóhannes úr Kötlum
svo nokkrir séu nefndir. Einnig
verður tæpt á sögu Mjólkurbús Ölf-
usinga og sagt frá Kvennaskólanum
á Hverabökkum, götunöfnum, fjór-
um kynslóðum af þjóðvegum sem
liggja í gegnum bæinn, Eden,
mannlífinu við hverina og mörgu
fleiru. Einnig tívolíinu sem starf-
rækt var í Hveragerði fyrir um
þrjátíu árum.
Klufu sig úr Ölfusinu
„Ég held að einn af hápunkt-
unum í sögu Hveragerðis hljóti að
vera þegar ákvörðun var tekin um
að kljúfa byggðina úr Ölfushreppi
árið 1946 og stofna sérstakt sveitar-
félag, Hveragerðishrepp,“ segir
Njörður Sigurðsson. „Það var félag
sem nefndi sig Hreyfinguna sem
hélt fund með íbúum sem kom mál-
inu af stað. Í fundagerðarbók Ölf-
ushrepps má sjá að hreppsnefnd-
armönnum þar leist ekki vel á og
töluðu um æsingafund nokkurra
manna og barnalegt tiltæki. Þó varð
úr að hreppurinn var stofnaður og
nú er 70 ára afmæli sveitarfélagsins
fagnað.“ sbs@mbl.is
Fjórar kynslóðir þjóðvega
Fara á Dodge
Weapon um sögu-
slóðirnar í bænum
Ljósmynd/Sigursteinn Ólafsson
Hver Forðum var oft stoppað við Grýlu í Reykjadal
við Hveragerði. Nú er allur dampur úr hvernum.
Ljósmynd/Sigursteinn Ólafsson
Útsýni Horft af gömlu Kambabrúninni niður að Hvera-
gerði. Gamli þjóðvegurinn í hlykkjum, Mynd frá 1967.
Sögumaður Njörður Sigurðsson mun fylgja fólki um áhugaverðar slóðir.
Ýmsar sýningar og vinnustofur
listamanna verða opnar á Blómstr-
andi dögum, laugardag og sunnu-
dag. Þar má nefna sýninguna
Tímalög, í Listasafni Árnesinga en
þar sýna Erla Þórarinsdóttur og
Karl Kvaran. Á sýningunni er teflt
saman verkum eftir listmálarann
Karl Kvaran frá tímabilinu 1968-
1978, og málverkum og skúlptúr-
um eftir Erlu sem hún hefur gert
á síðasta áratug eða svo.
„Hinn huglægi þáttur er eitt af
því sem sameinar verk listamann-
anna þar sem litur, form, lína,
áferð og tækni skapa óhlutbundna
myndheima. Í málverkum Erlu á
sér stað ákveðið íhugunarferli þar
sem andleg gildi leiða áhorfandann
um innri hugarheima. Í list sinni
leitaði Karl sífellt inn á við og leit-
in að hinu klára og tæra var drif-
krafturinn í list hans,“ segir í
pistli á vef listasafnsins. Í bóka-
safni Hveragerðis er ljós-
myndasýning Sigurbjörns Bjarna-
sonar, í garðyrkjustöð Ingibjargar
sýnir Jakob Veigar myndlist í
gróðurhúsi og svo mætti áfram
telja.
Einnig má sjá myndskreytingar
á uppistandandi rústum gróðr-
arskálans Eden, og eru þær eftir
listamanninn Örvar Árdal.
Listabær Gufustrókur yfir Hveragerði. Kirkjan er áberandi í bæjarmynd.
Formin, línurnar,
áferð og Eden
Listviðburðir um allan bæinn
Karl
Kvaran
Erla
Þórarinsdóttir
BÆJARHÁTÍÐIR HVERAGERÐI