Morgunblaðið - 11.08.2016, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2016
Loftkæling
Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666
og varmadælur
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is
Láttu drauminn rætast.
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Donald Trump, forsetaefni repúblik-
ana, sætti í gær gagnrýni vegna
mjög óskýrra ummæla sem hann
viðhafði um Hillary Clinton, forseta-
efni demókrata. Auðkýfingurinn var
sakaður um að hafa hvatt byssueig-
endur til ofbeldis en hann neitaði
því.
Í ummælunum sem deilt er um
skírskotar Trump til annars viðauka
stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem
tryggir íbúunum rétt til að eiga og
bera byssu, og hann bendir á að lík-
legt sé að næsti forseti Bandaríkj-
anna velji tvo til þrjá dómara í
hæstarétt landsins. Túlka má orð
hans á fleiri en einn veg.
„Hillary vill afnema – í meginat-
riðum afnema annan viðaukann,“
sagði Trump á kosningafundi í borg-
inni Wilmington í Norður-Karólínu í
fyrradag. „Meðal annarra orða, ef
hún fær að velja dómarana getið þið
ekkert gert, fólk. Þó að fólkið sem
styður annan viðaukann geti það ef
til vill, ég veit það ekki.“
Robert Mook, kosningastjóri
Hillary Clinton, sagði í stuttri yfir-
lýsingu að ummælin væru hættuleg.
„Maður sem sækist eftir því að verða
forseti Bandaríkjanna ætti ekki að
leggja til ofbeldi á nokkurn hátt.“
Öldungadeildarþingmaðurinn
Chris Murphy, sem vill breytingar á
lögum um byssueign, sagði að í orð-
um Trumps fælist „hótun um bana-
tilræði“. „Trump er annað hvort að
hvetja til vopnaðrar uppreisnar eða
morðs á andstæðingi sínum,“ sagði
demókratinn David Cicilline, sem á
sæti í fulltrúadeild þingsins.
Michael Hayden, fyrrverandi for-
stjóri leyniþjónustunnar CIA, gagn-
rýndi einnig ummælin. „Í þessu felst
annað hvort mjög ósmekkleg skír-
skotun til pólitísks morðs og tilraun
til að vera fyndinn, eða ótrúlegt
kaldlyndi,“ sagði Hayden í viðtali við
CNN-sjónvarpið. Hann er á meðal
50 fyrrverandi embættismanna úr
röðum repúblikana sem gagnrýndu
Trump í opnu bréfi á mánudag,
sögðu að hann gæti ógnað öryggi
landsins og yrði „glæfralegasti for-
setinn í sögu Bandaríkjanna“ færi
hann með sigur af hólmi í kosning-
unum 8. nóvember.
Leyniþjónusta heimavarnaráðu-
neytis Bandaríkjanna, sem hefur það
hlutverk að vernda forsetaefnin,
kvaðst „vita af ummælunum“ en
sagði ekkert um hvort ástæða væri
til að rannsaka hvort Trump hefði
hvatt til ofbeldis.
Sakar fjölmiðla um „samsæri“
Trump sagði að ekkert væri hæft í
þessum ásökunum og hann hefði að-
eins skorað á stuðningsmenn sína að
neyta atkvæðisréttar síns til að koma
í veg fyrir að Hillary Clinton yrði
forseti. „Þetta er öflug pólitísk
hreyfing,“ sagði hann um stuðn-
ingsmenn óskerts réttar til
byssueignar.
Rudy Giuliani, fyrrver-
andi borgarstjóri New
York, varði ummælin þeg-
ar hann tók
þátt í kosn-
ingafundi
með
Trump í Norður--
Karólínu. Hann sak-
aði bandaríska fjöl-
miðla um að hafa rangtúlkað orð
forsetaefnisins og tekið þátt í „sam-
særi um að kjósa Hillary Clinton“.
Hvatt til aftöku
Á kosningafundum sínum hefur
Trump kallað Clinton „glæpamann“
og stuðningsmenn hans hafa hrópað
vígorð um að hneppa ætti hana í
fangelsi. Einn ráðgjafa Trumps, Al
Baldasaro, sagði í útvarpsviðtali að
draga ætti Hillary Clinton fyrir af-
tökusveit og „skjóta hana fyrir land-
ráð“ vegna þess að hún bæri ábyrgð
á dauða fjögurra Bandaríkjamanna í
Benghazi í Líbíu árið 2012 þegar hún
var utanríkisráðherra.
Ekkert bendir til þess að Clinton
vilji afnema annan viðauka stjórnar-
skrárinnar eða ákvæðið um réttinn
til byssueignar, enda væri slík breyt-
ing háð samþykki tveggja þriðju
hluta þingsins í Washington eða
sérstaks stjórnarskrárþings og
síðan þriggja af hverjum fjórum
þingum sambandsríkjanna.
Hillary Clinton er á hinn
bóginn hlynnt breyting-
um á byssulöggjöfinni
og hertu eftirliti með
sölu á byssum
til að fækka
manndráp-
um í Banda-
ríkjunum.
Neitar því að hann
hafi hvatt til morðs
Donald Trump sakaður um að hafa hvatt til ofbeldis
Félagar í mannréttindasamtökum komu saman í kirkju í Manila í gær til að
mótmæla aftökum án dóms og laga á Filippseyjum. Fjölmiðlar í landinu
segja að 852 meintir fíkniefnasalar hafi verið teknir af lífi án dóms og laga
frá því að Rodrigo Duterte varð forseti Filippseyja í lok júní.
Aftökum án dóms og laga mótmælt á Filippseyjum
Hundruð manna líflátin
AFP
Listamaðurinn Scott LoBaido hefur sett upp nýtt verk til stuðnings Donald
Trump í garði vinar síns í New York í stað annars sem brennuvargar
kveiktu í á dögunum. Verkið er stórt T, skreytt með stjörnum og hvítum og
rauðum röndum eins og bandaríski fáninn. Fyrra verkið var um 3,6 metra
hátt en það nýja er enn hærra, eða um 4,8 metrar. Listamaðurinn neitar
því ekki að hann styðji Trump og T-ið sé honum til heiðurs, en segir að það
geti einnig merkt „tolerance“ (umburðarlyndi).
AFP
Listaverk til stuðnings Trump
Donald Trump
Nýjustu fylgiskannanir í Bandaríkj-
unum benda til þess að Hillary
Clinton hafi verulegt forskot á
Donald Trump, meðal annars í
Ohio og Pennsylvaníu, sem eru á
meðal þeirra ríkja sem talin eru
geta ráðið úrslitum í forsetakosn-
ingunum 8. nóvember. Þau standa
hins vegar jöfn að vígi í Flórída
sem gæti einnig haft mikið vægi í
kosningunum.
Ný könnun The New York Times
bendir til þess að stuðningurinn
við Trump meðal kvenna, sem
styðja repúblikana, hafi minnkað
um þrettán prósentustig í 72% frá
landsþingum flokkanna í síðasta
mánuði. Trump er með mun minna
fylgi í þessum
kjósendahópi
en síðustu þrjú
forsetaefni
repúblikana.
Um 93%
kvenna úr röð-
um stuðnings-
manna repú-
blikana studdu
Mitt Romney
árið 2012, 89% studdu John
McCain fjórum árum áður og 93%
George W. Bush árið 2004.
Trump er með mjög lítið fylgi
meðal kvenna, eða aðeins 27%, en
um 58% þeirra segjast ætla að
kjósa Hillary Clinton.
Trump missir fylgi meðal
kvenna sem styðja repúblikana
AÐEINS 27% KVENNA STYÐJA FORSETAEFNI REPÚBLIKANA
Hillary Clinton