Morgunblaðið - 11.08.2016, Page 17

Morgunblaðið - 11.08.2016, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2016 Hvernig væri að bjóða fjölskyldunni út að borða? Um helgina fá börn 12 ára og yngri* frítt að borða með fjölskyldunni á veitingastaðnum HVER á Hótel Örk. Við nostrum við matinn og bjóðum fjölbreyttan barnamatseðil. Njótum Blómstrandi daga saman! Borðapantanir í síma 483 4700. *Miðast við eitt barn fyrir hvern fullorðinn. Frítt fyrir börn á Blómstrandi dögum 12.–14. ágúst H V E R A G E R Ð I Að minnsta kosti þrír menn hafa látið lífið í skógareldum á portú- gölsku eyjunni Madeira og einn á meginlandi Portúgals. Tveir til við- bótar eru á sjúkrahúsi á Madeira með alvarleg brunasár, að sögn fréttaveitunnar AFP. Um 1.000 ferðamenn og íbúar á eyjunni hafa þurft að flýja dvalar- staði sína. Um 30 heimili og eitt hót- el hafa eyðilagst í eldunum. Þeir sem létu lífið á eyjunni bjuggu í tveimur húsum sem urðu eldi að bráð nálægt elsta hluta höfuðstaðarins Funchal. Um 300 manns hafa fengið aðhlynningu vegna reykeitrunar og minni háttar brunasára, að sögn björgunar- manna á staðnum. Á meðal þeirra sem hafa þurft að flýja í Funchal eru um 140 gestir hótels nálægt skógareldi sem kviknaði á mánudag og færðist í aukana í fyrradag. Fólkið dvelur nú á íþróttaleikvangi í bænum, að því er fram kemur í frétt AFP. Skæðir eldar á Madeira  Þrír látnir og 1.000 hafa flúið AFP Skógareldar Slökkviliðsmaður að störfum á Madeira-eyju. Efri deild þingsins í Brasilíu sam- þykkti í gær með miklum meirihluta atkvæða að hefja réttarhöld vegna ákæru til embættismissis á hendur Dilmu Rousseff sem varð fyrst kvenna til að gegna embætti forseta landsins árið 2011. 59 þingmenn efri deildarinnar greiddu atkvæði með réttarhöldun- um en 21 á móti. Þau eiga að hefjast 25. ágúst, fjórum dögum eftir að Ól- ympíuleikunum í Río de Janeiro lýk- ur. Gert er ráð fyrir að réttarhöldin standi í fimm daga og þeim á að ljúka með atkvæðagreiðslu um hvort svipta eigi Rousseff embættinu. Efri deildin samþykkti 12. maí að leysa Rousseff frá störfum tíma- bundið vegna ásakana um að hún hefði hagrætt ríkisreikningum til að fela mikinn fjárlagahalla. Talið er að flestir þingmannanna sem studdu málshöfðunina hafi lagst gegn Rousseff vegna mikillar óánægju al- mennings með efnahagsóstjórn hennar og spillingu sem hefur gegn- sýrt stjórnkerfið. Rousseff er sökuð um að hafa reynt að hindra rannsókn á spillingunni, m.a. mútugreiðslum til stjórnmálamanna Verkamanna- flokksins og fleiri flokka. Forveri hennar í forsetaembættinu, Luiz Inacio Lula da Silva, hefur verið ákærður fyrir að hafa hindrað rann- sókn á spillingunni. Michel Temer varaforseti tók við forsetaembættinu til bráðabirgða og myndaði nýja ríkistjórn í maí en nýt- ur mjög lítil stuðnings. Réttarhöld samþykkt AFP Ólga Andstæðingar Dilmu Rousseff mótmæla við þinghúsið í Brasilíuborg.  Málshöfðun til embættismissis á hendur Rousseff Innanríkis- ráðherra Þýska- lands, Thomas de Maizière, vill að sett verði bann við búrkum, hefðbundnum klæðnaði músl- ímakvenna, sem hylja allan líkam- ann nema augun. Þá vill hann senda afbrotamenn hraðar úr landi en nú er gert og slaka á reglum um trúnað lækna ef þeir gruna sjúkling um að undirbúa hryðjuverk. Fáar reglur gilda um klæðaburð í Þýskalandi, en nefnd sem ræddi búrkubann komst að þeirri niður- stöðu árið 2012 að slíkt bann sam- ræmdist ekki stjórnarskránni. Tiltölulega fáar konur klæðast búrkum í Þýskalandi. Búrkur hafa verið bannaðar í öðrum Evrópu- löndum, t.a.m. í Frakklandi, Belgíu og nokkrum bæjum á Ítalíu, að sögn fréttavefjar BBC. Innanríkisráðherra vill bann við búrkum Thomas de Maizière ÞÝSKALAND

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.