Morgunblaðið - 11.08.2016, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 11.08.2016, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Vinstristjórn-in á síðastakjörtímabili hækkaði flesta skatta og færði Ís- land úr því að vera með hagfellt skattaumhverfi sem studdi við athafnasemi og verðmæta- sköpun yfir í umhverfi sem er íþyngjandi atvinnulífinu. Allir áttuðu sig á þessu, líka ráð- herrar vinstristjórnarinnar, einkum þegar þeirra eigin kjör- dæmi voru undir. Þess vegna var gripið til margvíslegra sér- tækra aðgerða til að hygla ein- stökum fyrirtækjum, svo sem rakið er í grein Óla Björns Kárasonar varaþingmanns hér í blaðinu í gær. Í stað þess að laga almennt skattaumhverfi eftir skemmd- arverk vinstristjórnarinnar hefur verið haldið áfram á þeirri braut að semja sér- staklega við einstök fyrirtæki um umtalsverðar ívilnanir. Óli Björn rekur samninginn við sólarkísilverksmiðju á Grund- artanga, sem fái að greiða 15% tekjuskatt í stað þeirra 20% sem önnur fyrirtæki standa frammi fyrir. Þá fái þetta fyrir- tæki helmings afslátt bæði af tryggingagjaldi og fast- eignagjöldum. Og Óli Björn bætir við að á undanförnum ár- um hafi „verið gerðir fleiri ívilnunarsamningar s.s. um ál- þynnuverksmiðju, fiskvinnslu, gagnaver, stálendurvinnslu, fiskeldi og kísilver.“ Vissulega er jákvætt að fá þessa starfsemi til landsins og sjálf- sagt að stjórnvöld hafi rekstr- arumhverfi þess- ara fyrirtækja þannig að þau sjái sér hag í að reka starfsemi hér á landi. En hið sama á við um önnur fyrirtæki í landinu, þau þurfa líka að búa við hagfellt rekstrarumhverfi. Það umhverfi sem fyrir- tækjum er búið hefur ekki að- eins áhrif á stórar verksmiðjur, þó að þær séu meira áberandi en eitthvert eitt þeirra þúsunda fyrirtækja sem starfandi eru í landinu. Umhverfi sem styður almennt við athafnasemi stuðl- ar að auknum vexti og verð- mætasköpun í atvinnulífinu, og umhverfi sem er fjandsamlegt atvinnulífinu dregur úr vexti. Þetta sást vel á síðasta kjör- tímabili þegar skattar voru hækkaðir og uppbygging at- vinnu- og efnahagslífs gekk mun hægar en svartsýnustu spár höfðu gert ráð fyrir. Eitt af þeim málum sem ætti að vera í forgangi hjá núver- andi ríkisstjórn að ljúka á kjör- tímabilinu er að vinda ofan af þeim skattahækkunum á at- vinnulíf og almenning sem vinstristjórnin stóð fyrir. Með þessu yrði ýtt undir heil- brigðan vöxt í atvinnulífinu í stað þess að byggja á sérsamn- ingum við útvalda til að komast framhjá því óhagfellda rekstr- arumhverfi sem þorri fyr- irtækja býr við. Skattar eiga að vera lágir og almennir þannig að sérsamn- ingar séu óþarfir} Heilbrigðara rekstrar- umhverfi atvinnulífsins Brasilía er gest-gjafi Ólymp- íuleikana að þessu sinni. Samgleðjast má brasilísku þjóðinni yfir því að hafa verið treyst fyrir þessari miklu íþróttahá- tíð. En ekki verður komist hjá því að hafa um leið ríka samúð með henni. Gestgjafinn vonaði að mikil athygli umheimsins myndi auka velgengni og virðingu þjóðarinnar. En umræða í að- draganda leikanna hefur verið neikvæð, enda allt önnur staða í Brasilíu en var þegar ákvörð- un um leikana var tekin. Öll áhersla er á dapurlega um- gjörð leikanna og erfiðleika við að standa við gæðakröfur. En fleira óþægilegt er rætt. Brasilía er í kreppu. Fleiri en einni. Stjórnmálakreppan er áberandi. Forseti landsins var settur af til bráðabirgða á meðan opinber rannsókn á embættisfærslu hans fer fram. Fréttamenn kjamsa á spillingu í landinu og segja hana eina af ástæðum efna- hagskreppunnar sem þjóðin er í. Fyrir fáeinum árum var Brasilía talin meðal uppgangs- ríkja veraldar. Ofan á efna- hagskreppu og spillingu er bætt mengun, glæpatíðni, mis- skiptingu og sárri örbyrgð fjölda fólks. Ofan á allt bætist svo síkaveiran. Brasilía átti allan kost á því að verða í fremstu röð ríkja. Vandi þjóðarinnar verður ekki skrifaður á landið og gæði þess. Hann er heimatilbúinn rétt eins og í fleiri ríkjum í álf- unni og má nefna Venesúela sem annað ömurlegt dæmi. Þar hafa gamaldags sósíalistar leitt þjóð sína fram á brún hengiflugs og verður ekki séð að margt sé til bjargar. Það varð hefndar- gjöf fyrir Brasilíu að verða gestgjafi Ólympíuleikanna} Bágur bakgrunnur leikja Þ að er ekki annað hægt en að fyllast virðingu, mér liggur við að segja lotningu, yfir íþróttamönnum okk- ar á Ólympíuleikunum í Ríó um þessar mundir. Að öðrum ólöst- uðum, er ég þá ekki síst að vísa til hinnar ein- staklega töfrandi Hrafnhildar Lúthersdóttur og ekki síður heillandi Eyglóar Óskar Gúst- afsdóttur. Sættið ykkur við það strákar, þið hafið svo oft einokað íþróttasviðsljósið, en nú hefur ljós stelpnanna skinið, og skinið skært. Þessar tvær sunddrottningar Íslands hafa sett sundíþróttina á nýtt og æðra plan hér á landi og í mér býr ekki nokkur vafi á því að þær, með sinni frammistöðu, hafa orðið mörg- hundruð, vonandi mörgþúsund, ungum sund- prinsessum sú fyrirmynd, að prinsessurnar vilji feta í fótsporin þeirra, eða öllu heldur, sundtökin þeirra. Ég er og hef alltaf verið boltabulla, aðallega fótbolta- bulla, en þó líka handbolta-, þótt eitthvað hafi þar á skort undanfarin ár. Ég hef því glaðst óumræðilega með EM-liðunum okkar, yfir frábærum árangri og gleðilegri stöðu landsliðanna í kvenna- og karlafótbolta. Ég hélt reyndar að ekkert yrði gaman að því að fylgjast með Pepsídeildinni hér heima eftir EM-veisluna í Frakk- landi, en það reyndist auðvitað rangt. Það er bara svo lif- andi og góð skemmtun að fara á völlinn, hvetja sitt lið og hitta um leið vini og kunningja. Er og verð Víkingur, og leiddist alls ekki í Víkinni á mánudagskvöld, þegar við Víkingar lögðum Breiðablik 3-1, þar sem hinn kornungi, ekki bráðefnilegi, heldur stórgóði Óttar Magn- ús Karlsson, skoraði stórglæsilega þrennu með vinstri, með hægri og með skalla. Segi og skrifa þrennu. Þvílík frammistaða! En aftur að sunddrottningunum okkar. Þær hafa yfir sér einhverja áru af persónutöfrum og sjálfstrausti, þannig að það er mjög skemmtilegt að lesa hvað þær segja í blaða- viðtölum eða á netinu, hlusta á þær og horfa á viðtöl við þær í ljósvakanum, því þær kunna báðar að láta gleðina og vonina um enn betri árangur ráða för, án þess nokkurn tíma að verða hrokafullar eða sjálfumglaðar. Þær bara elska að synda, og sérstaklega að synda hratt. Það virðist ríkja gifturíkt vor í íslensku íþróttalífi um þessar mundir, sem er gleðiefni. Gengið var frá samningi í lok síðasta mánaðar á milli mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Íþrótta- og Ólympíusam- bands Íslands, sem alveg er óhætt að kalla tímamótasamn- ing, því fjárframlag ríkisins til afreksíþrótta á Íslandi, verður á næstu þremur árum stóraukið í áföngum. Fram- lagið mun hækka úr 100 milljónum á fjárlögum síðasta árs í 400 milljónir á næstu þremur árum og er því um fjórföld- un að ræða. Þessi samningur er vonandi vísbending um að íþróttavorið á Íslandi verði langt og gott, og auknar fjár- veitingar komi afreksfólki okkar í íþróttum til góða. agnes@mbl.is Agnes Bragadóttir Pistill Íslensku sunddrottningarnar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Þessi niðurstaða er mjögóvænt og spennandi enkallar um leið á frekarirannsóknir. Kenningin var sú að þetta stökkbreytta gen, sem gerir hestum m.a. kleift að skeiða, hafi fyrst komið fram í Asíu t.d. Mongólíu og dreifst þaðan til Evr- ópu. Einnig var talið að stökkbreyt- ingin væri eldri en þessar nið- urstöður gefa til kynna,“ segir Albína Hulda Pálsdóttir, fornleifa- fræðingur við Landbúnaðarháskóla Íslands, um niðurstöðu rannsóknar á stökkbreytingu í geninu, DMRT3 svokölluðu skeiðgeni sem gerir hest- um kleift að tölta og skeiða. Þessi stökkbreyting, sem er m.a. algeng í íslenska hrossastofninum, hefur nú fundist í fornum hrossabeinum á tveimur stöðum, annars vegar í York á Englandi á og hins vegar Íslandi. Niðurstöður þessarar alþjóðlegu rannsóknar voru kynntar nýverið í tímaritinu Current Biology og hafa vakið mikla athygli á íslenska hest- inum. Albína og Jón Hallsteinn Halls- son, dósent við Landbúnaðarskóla Íslands, tóku þátt í rannsókninni ásamt fjölda annarra erlendra fræði- manna. Leitað að uppruna skeiðgens Í rannsókninni var leitast við að finna uppruna þekktrar stökkbreyt- ingar í skeiðgeninu svokallaða, DMRT3, sem auðveldar hrossum að tölta og skeiða. Rannsóknin byggist á mörg þúsund ára gömlum hesta- beinum frá Evrópu og Asíu. Notuð var forn-DNA-greining á beinunum. Skeiðgenið hefur áhrif á framleiðslu prótíns í mænu hestsins sem hefur áhrif á getu hans til að hreyfa sig með hliðstæðum hreyfingum. Niðurstöður rannsóknarinnar byggjast á 90 sýnum frá árunum 5300 fyrir Krist fram til 1300 eftir Krist. Íslensku sýnin eru með þeim yngstu sem greind voru en þau eru tekin úr hrossbeinum úr kumlum frá víkingaöld milli 900 og 1000 e. Kr. Stökkbreytingin sem fannst í tveim- ur sýnum frá York voru frá þekktum verslunarstað frá víkingatímanum. Talið er að stökkbreytingin hafi komið fyrst fram í York og borist þaðan til Íslands, en þar fannst hún í tíu af þrettán sýnum, og dreifðist áfram til Evrópu og Asíu, þar sem hún fannst nú í mörgum nútíma hrossakynjum. Sýnin frá York eru tímasett frá árunum 850 til 900 en þau íslensku frá árunum 900 til 1000. Sýnin frá York eru því eldri og þar af leiðandi er talið að uppruni um- ræddrar stökkbreytingar sé í York. Albína bendir á að þegar hlutir eru aldursgreindir verður óhjá- kvæmilega alltaf skekkja og því er erfitt að festa nákvæmlega niður ár- töl. Ekki er loku fyrir það skotið að stökkbreytingin gæti hafa komið fyrst fram á Íslandi, eða annars stað- ar á Norðurlöndunum, og borist það- an til York með ferðum víkinganna. Til að kanna það þyrfti að leggjast í frekari rannsóknir og skoða fleiri bein frá Bretlandseyjum, Norður- Evrópu og Norðurlöndunum, en af þeim 90 sýnum sem voru rannsökuð voru ekki mörg frá Norður Evrópu og t.d. ekkert frá Noregi. „Ef rannsakendur hefðu búist við þessari niðurstöðu hefði verið lögð meiri áhersla á að safna sýnum frá Norður-Evrópu sem sýnir að nið- urstaðan kom mjög á óvart,“ segir Albína. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um að hross hafi verið flutt víða um heim. „Það er mjög líklegt að fólk hafi verslað miklu meira með hesta en við höfum gert okkur grein fyrir og að hross hafi verið flutt víða um heim.“ Skeiðgenið í hrossum yngra en talið var Morgunblaðið/Árni Sæberg Hestar Töltið í íslenska hestinum er eftirsóttur eiginleiki. „Ég vona að eftir ár get- um við komið fram með ná- kvæmari gögn sem geta skýrt þetta betur og hvaðan ís- lenski hest- urinn er upp- runinn,“ segir Albína Hulda Pálsdóttir, fornleifafræðingur við Landbúnaðarháskóla Ís- lands. Hún vinnur að rannsókn ásamt Jóni Hallsteini Halls- syni, Sanne Boessenkool við Háskólann í Osló og Juha Kantanen við Natural Resour- ces Institute Finland og fleir- um þar sem uppruni íslenska hestsins og kindarinnar er skoðaður. Rannsóknin er viða- mikil og nær til Íslands, Græn- lands, Færeyja, Noregs og Norður-Evrópu. Norðurlöndin í samstarfi RANNSÓKN Á UPPRUNA ÍSLENSKA HESTSINS Albína Hulda Pálsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.