Morgunblaðið - 11.08.2016, Síða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2016
Rammi Bakgrunnurinn getur skipt máli og sjálfsmynd með Reynisdranga í baksýn er ekki slæm hugmynd.
Ómar
Mörgum rennur kalt
vatn milli skinns og hör-
unds vegna ástandsins í
Tyrklandi og er ekki að
undra. Tyrkland er eitt
af 28 aðildarþjóðum Atl-
antshafsbandalagsins
og eftir að misheppnuð
valdaránstilraun var
gerð þar á dögunum
herðir Erdogan forseti
landsins tök sín til
muna. Ný neyðarlög
sem hafa verið sett gefa honum gríð-
arleg völd sem gera hann nánast ein-
ráðan. Í landinu fara fram miklar
hreinsanir í stjórnkerfinu og í skóla-
kerfinu þar sem meintir andstæð-
ingar forsetans eru reknir og aðrir
honum hiðhollir settir í staðinn.
Enginn veit hvaða áhrif ástandið í
Tyrklandi mun hafa á varnar- og ör-
yggismál í Evrópu og samvinnuna
innan NATO.
Hvaða mann hefur
Erdogan að geyma?
Hver eru helstu persónueinkenni
hins 62 ára Tayyip Erdogan? Sumir
sérfræðingar lýsa honum sem árás-
argjörnum manni sem þrífst á stöð-
ugum pólitískum árekstrum sem
sýni keppinautum sínum enga mis-
kunn.
Aðrir sjá hann sem leiðtoga með
mikla persónutöfra og raunhæf
markmið; leiðtoga sem getur blásið
stuðningsmönnum sínum bar-
áttuanda í brjóst. Loks eru þeir sem
segja að Erdogan sé úlfur í sauða-
gæru sem bíði eftir næsta tækifæri
til að hrinda í fram-
kvæmd áætlunum sín-
um um að koma á ein-
ræði.
Hvað sem má um
persónuleika Erdog-
ans segja þá veit það
ekki á gott þegar
stjórnmálamaður í
æðstu stöðu er eins
hégómlegur og við-
kvæmur fyrir eigin
persónu og raun ber
vitni með Erdogan.
Samkvæmt tyrkneskum lögum frá
1926 er nefnilega ólöglegt að móðga
forseta landsins, en mjög sjaldgæft
var að á lagabókstafinn væri látið
reyna fyrr en Erdogan tók við völd-
um.
Ólöglegt að móðga forsetann
Tyrkland er afar mikilvægt ríki
innan NATO og því gríðarlegir
hagsmunir fyrir Ísland sem og önn-
ur ríki sem eiga aðild að Atlantshafs-
bandalaginu að þar sé stjórnarfar að
hætti lýðræðisríkja, en margt horfir
því miður í aðra átt.
Eftir Elínu Hirst
»Enginn veit hvaða
áhrif ástandið í
Tyrklandi muni hafa á
varnar- og öryggismál í
Evrópu og samvinnuna
innan NATO.
Elín Hirst
Höfundur er alþingismaður og á sæti
í utanríkismálanefnd Alþingis.
Ógnvænleg þróun
í Tyrklandi
Tilraun færeyskra
stjórnvalda með uppboð
á takmörkuðum hluta
aflaheimilda Færeyinga
hefur vakið nokkra um-
ræðu hér á landi. Eðli-
lega er nú tekist á um
það í Færeyjum hvort
uppboð almennt og
aðferðafræðin sé skyn-
samleg leið við gjaldtöku
af færeyskum sjávar-
útvegi og þá hvort það þjóni þjóð-
arhagsmunum Færeyinga. Þegar
gerð er tilraun til að yfirfæra reynslu
af þessum uppboðum Færeyinga yfir
á íslenskan veruleika er eðlilegt að
horfa til samhengis hlutanna.
Efnahagur og ástand
fiskistofna
Færeyingar hafa um langt skeið
átt í nokkrum efnahagsvanda sem er
helst til kominn vegna þess hversu
einhæfir útflutningsatvinnuvegir
þeirra eru, en sjávarútvegur er meg-
instoð efnahagskerfis þeirra (fisk-
veiðar og fiskvinnsla, fóðurfram-
leiðsla og fiskeldi). Hefðbundnar
botnfiskveiðar á heimamiðum Fær-
eyinga hafa því miður litlu skilað
undanfarin mörg ár (sjá mynd 1).
Færeyingum hefur ekki auðnast að
ná utan um stjórn botnfiskveiða á
heimamiðum og efla fiskistofna sína
(sjá mynd 2), enda ekki heppilegir
hvatar til þess í fiskidagakerfi því
sem Færeyingar nota við stjórn veið-
anna. Þá standa eftir veiðar á upp-
sjávarfiski – makríl, norsk-íslenskri
síld, kolmunna og loðnu – en í þeim
veiðum hefur gengið vel nokkur
undanfarin ár, auk botnfiskveiða í
Barentshafi (mest þorskur). Þessar
fiskveiðar eru tæknivæddar og fjár-
magnsfrekar og í höndum mun færri
aðila en hefðbundnar botnfiskveiðar
á heimamiðum. Þetta er því á vissan
hátt sitt hvor kúltúrinn, annars vegar
hefðbundnar botnfiskveiðar Fær-
eyinga á heimamiðum, sem stjórnað
er með sóknarmarki í fiskidagakerf-
inu, og hins vegar tæknivæddar upp-
sjávarveiðar auk botnfiskveiða í
Barentshafi.
Rótin er uppsjávarfiskur
Umræðan í Færeyjum núna og
uppboð aflaheimilda snýst ekki um
hefðbundnar botnfiskveiðar á
heimamiðum, enda ekkert til að
bjóða upp þar vegna bágborinnar
stöðu helstu fiskistofna, heldur snýst
hún um hlut ríkissjóðs í því sem gef-
ur meira af sér hjá þeim, þ.e.a.s.
veiðum á uppsjávarfiski og botnfisk-
veiðum í Barentshafi. Uppboðin ná
aðeins til lítils hluta þessara afla-
heimilda eða sem nemur um 8-9% af
heildaraflaheimildum Færeyja í kol-
munna, síld og makríl. Þá eru um
11% af botnfiskheimildum Fær-
eyinga í Barentshafi einnig boðin
upp.
Uppruni aflaheimildanna sem
boðnar eru upp er að stofni til úr
sameiginlegum fiskistofnum strand-
ríkja í Norðaustur-Atlantshafi.
Hlutur Færeyinga
Fyrir liggur að Færeyingar hafa
sagt sig frá milliríkjasamningum um
stjórn veiða úr sameiginlegum stofn-
um kolmunna og síldar. Í kjölfarið
hafa þeir sett sér einhliða kvóta í
þessum tegundum langt umfram
þann hlut sem þeir áttu skv. samn-
ingum og höfðu áður samið um.
Þannig hafa þeir sett sér einhliða
kvóta í norsk-íslenskri síld í ár sem
nemur rúmlega 56 þúsund tonnum
eða um 17,7% af veiðiráðgjöf
Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES),
en hlutdeild þeirra samkvæmt síldar-
samningi var 5,16% og er því um
rúmlega þreföldun að ræða miðað við
fyrri hlut. Í kolmunna hafa Fær-
eyingar sett sér tæplega 276 þúsund
tonna heildarafla í ár, eða sem nemur
um 35,5% af ráðgjöf ICES en hlutur
þeirra skv. kolmunnasamningi var
tæplega 25%. Auk þess færðu þeir
liðlega 71 þúsund tonn á milli ára af
óveiddum heimildum en á síðasta ári
gáfu þeir út rúmlega 100 þúsund
tonna viðbótarkvóta í kolmunna sem
engin leið var að þeir næðu að veiða.
Á sama tíma hefur Ísland ákvarðað
heildarafla sinn í þessum tegundum
síðustu ár á grundvelli fyrri samn-
inga í síld og kolmunna.
Í skiptum fyrir
uppsjávarfisk
Botnfiskinn í Barentshafi, bæði í
norskri og rússneskri lögsögu, fá
Færeyingar á grundvelli tvíhliða
samninga þar sem þeir greiða fyrir
veiðiréttinn fyrst og fremst með
framsali á veiðiheimildum í uppsjáv-
arfiski (kolmunna, síld og makríl) og í
skiptum fyrir aðgang erlendra skipa
til veiða á uppsjávarfiski í lögsögu
Færeyja. Þannig fá Færeyingar til
að mynda í ár um 20.000 tonn af
botnfiski frá Rússum og láta í staðinn
81.000 tonn af kolmunna, 14.500 tonn
af makríl og 10.000 tonn af norsk-
íslenskri síld.
Þessar umræddu aflaheimildir úr
sameiginlegum stofnum uppsjáv-
arfiska nota þeir nú að hluta til
beinnar sölu á uppboði og að hluta
sem skiptimynt fyrir veiðiheimildir í
Barentshafi sem líka eru að hluta
seldar á uppboði. Aflaheimildirnar
sem þeir bjóða upp eiga því rót sína
a.m.k. að hluta til í því sem þeir taka
sér einhliða úr sameiginlegum fiski-
stofnum þar sem ekki hafa náðst
samningar um heildstæða veiði-
stjórnun. Þá eru Færeyingar aðilar
að þríhliða samningi um stjórn mak-
rílveiða og voru þannig þátttakendur
í því að skilja Ísland eftir utan samn-
ings um makrílveiðar.
Eftir Kristján Þór-
arinsson og Steinar
Inga Matthíasson
» Þegar gerð er tilraun
til að yfirfæra
reynslu af þessum upp-
boðum Færeyinga yfir
á íslenskan veruleika
er eðlilegt að horfa til
samhengis hlutanna.
Kristján er stofnvistfræðingur SFS.
Steinar Ingi er sérfræðingur í alþjóða-
málum hjá SFS.
Samhengi hlutanna – af uppboðstilraunum Færeyinga
Kristján
Þórarinsson
Steinar Ingi
Matthíasson
Hrygningarstofn þorsks við Færeyjar
140.000
120.000
100.000
80.000
60.000
40.000
20.000
0
Tonn
Hrygningarstofn Varúðarmörk
19
57
19
60
19
63
19
69
19
66
19
72
19
75
19
78
19
8
1
19
84
19
87
19
90
19
93
19
9
6
19
99
20
02
20
05
20
0
8
20
11
20
14
Heimild: Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES)Mynd 2
Ársafli þorsks og ýsu við Færeyjar
70
Þúsundir tonna
60
50
Þorskur Ýsa
40
30
20
10
19
87
19
88
19
89
19
9
1
19
90
19
92
19
93
19
94
19
9
5
19
96
19
97
19
98
19
99
20
00
20
0
1
20
02
20
03
20
04
20
05
20
06
20
07
20
08
20
09
20
10
20
11
20
12
20
13
20
14
20
15
20
16
0
Heimild: Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES)Mynd 1