Morgunblaðið - 11.08.2016, Side 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2016
SMYRJA
SÍMJÚK Á BRAUÐIÐ
IB ehf • Fossnes 14 • 800 Selfoss • ib.is
Sími 4 80 80 80
• Varahlutir • Sérpantanir
• Aukahlutir • Bílasala
• Verkstæði
Nánari uppl á Facebook síðu IB ehf
Ford F-350 Lariat Super Cab
Chevrolet Suburban LTZ 4WD
GMC Sierra með All Terrain pakka
Allt frá því að
Mýrdalshreppur
varð til árið 1984
með sameiningu
Hvamms- og Dyr-
hólahrepps, hefur
framsýnt fólk unnið
að því að fá láglend-
isveg um Mýrdalinn
með göngum í gegn
um Reynisfjall. Þetta
sjálfsagða nauð-
synjamál hefur samt
verið torsóttara en okkur grunaði
af ýmsum ástæðum sem ekki
verða raktar hér. Á þeim tíma
var aðallega verið að hugsa um
hagræðinguna af samgöngum inn-
an héraðs. Mönnum var þá í
fersku minni snjóaveturnir á átt-
unda áratugnum, þegar „Víkin“,
en svo nefnist fjallaskarðið inn af
þorpinu í Vík, nú alltaf ranglega
kallað Reynisfjall, lokaðist oft svo
dögum skipti. Svona snjóavetur
geta hæglega komið aftur. Síðan
hefur mikið vatn runnið til sjáv-
ar. Allir þunga- og vöruflutningar
hafa flust á vegina og sprenging
orðið í umferð, mest vegna er-
lendra ferðamanna. Grunn- og
leikskólakennsla fer nú öll fram í
Vík og skólabílar þurfa að fara
með nemendur um þennan veg
tvisvar á dag. Þörfin fyrir þessar
samgöngubætur vex því ár frá
ári. Yrði þessi nýi vegur að veru-
leika þyrftu vegfarendur ekki
lengur að fara um
Gatnabrún, eina ill-
ræmdustu brekkuna á
hringveginum og er
þá skemmst að minn-
ast banaslyss sem
varð þar í vor. Einnig
er Víkin, fjallaskarðið
þar sem fleiri og
færri bílar fjúka út af
veginum á hverjum
einasta vetri, afleitur
kafli að ekki sé talað
um að hafa þjóðveg-
inn í gegnum íbúða-
hverfi í þorpinu
sjálfu, með tilheyrandi slysa-
hættu og ónæði. Þá myndu veg-
farendur líka losna við Skarphól,
sem er brött brekka, auk hinna
stórhættulegu vegamóta við Dyr-
hólaeyjarveg, sem eru líklega ein
hin verstu á Suðurlandsvegi. Með
þessari framkvæmd yrði útrýmt
síðustu brekkum og fjallvegum
frá Kömbum austur á Reyð-
arfjörð. Aftur á móti eru engin
haldbær rök sem mæla gegn
þessari framkvæmd önnur en
spurningin um hvernig á að for-
gangsraða fjármunum sem lögð
eru til vegamála. Sveitarstjórn og
íbúar hér hafa fyrir löngu unnið
sína heimavinnu og komið þessari
nýju veglínu inn á aðalskipulag
Mýrdalshrepps. Nú er því komið
að þingmönnum okkar Sunnlend-
inga og yfirvöldum vegamála að
hrinda þessu þjóðþrifamáli af
stað. Samkvæmt umferðartaln-
ingu Vegagerðarinnar fóru um
veginn að meðaltali 3.300 bílar á
sólarhring í nýliðnum júlímánuði.
Stytting miðað við nýja veglínu
eru 3 km. Þar sem einnig sparast
að klifra upp í 120 m hæð miða
ég við 3,5 km styttingu og tel það
varlega áætlað, ef litið er til elds-
neytiseyðslu og útblásturs. Út frá
þessu er svo hægt að leika sér
með tölur um það, hvað vegfar-
endur og þjóðfélagið í heild
myndu spara í krónum við þessa
framkvæmd.
Dæmið lítur svona út:
3.300 bílar x 3,5 km x 31 dagur
= 358.050 km.
Umreiknað í krónur á almennu
kílómetragjaldi ríkisstarfsmanna
sem er í ár kr. 110 pr. km. Þarna
er þó ekki tekið tillit til umferðar
stærri bíla þannig að enn er gætt
mikillar hófsemi.
358.050 km x 110 = kr.
39.385.500 á aðeins einum mán-
uði! Sennilega er ekki hægt að
benda á margar fyrirhugaðar
vegaframkvæmdir á landinu sem
tækju þessari fram í arðsemi og
minnkaðri slysahættu.
Vegamál í Mýrdal
Eftir Þóri N.
Kjartansson »Með þessari fram-kvæmd yrði útrýmt
síðustu brekkum og
fjallvegum frá Kömbum
austur á Reyðarfjörð.
Þórir N.
Kjartansson
Höfundur er fv. framkvæmdastjóri
Víkurprjóns í Vík.
Móttaka
aðsendra
greina
Morgunblaðið er vettvangur lif-
andi umræðu í landinu og birtir
aðsendar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk-
un og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morg-
unblaðsins og höfunda.
Morgunblaðið birtir ekki greinar
sem einnig eru sendar á aðra
miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar
smellt er á lógóið birtist felli-
gluggi þar sem liðurinn „Senda
inn grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf notand-
inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít-
arlegar leiðbeiningar fylgja hverju
þrepi í skráningarferlinu.