Morgunblaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2016 ÁBYRGÐAR- OG ÞJÓNUSTUAÐILAR: Optical Studio Smáralind Optical Studio Keflavík OPTICAL STUDIO FRÍHÖFN LEIFSSTÖÐ ERTU Á LE IÐ T I L ÚTLANDA? KAUPAUKI Með öllum margskiptum glerjum** fylgir með í sama styrkleika. Tilvalið sem sólgleraugu eða varagleraugu. ** Margskipt gler á við Varilux, Multifocal, Progressive og tvískipt gler. Módel: Hrönn Johannsen Gleraugu: Lindberg Sigurgeir B. Krist- geirsson, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum (VSV), telur að ég hafi farið með ranga „sagnfræði“ í grein minni, Er ekki mál að linni?, sem birtist í Morgunblaðinu laug- ardaginn 30. júlí sl. Í svargrein, sem birtist laugardaginn 6. ágúst, leiðréttir hann dagsetningu mína á flutningi kvóta Meitilsins frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja í kjölfar þess að VSV keypti Meitilinn. Þakka ég honum fyrir þá leiðréttingu. Hún breytir þó engu um þá staðreynd að kvóti Meitilsins hvarf til Vest- mannaeyja þrátt fyrir fyrirheit um annað, þegar kaupin áttu sér stað. Sigurgeir rifjar síðan upp nokk- ur helstu atriði í rekstri VSV síð- ustu tuttugu árin og er sú upp- rifjun öll hin fróðlegasta. Samkvæmt lýsingu Sigurgeirs mætti kalla sögu VSV frá 1999 nokkurs konar ferðasögu frá ör- birgð til allsnægta (e. rags to rich- es), enda segir hún frá fyrirtæki, sem stefndi í gjaldþrot en tókst m.a. með flutningi kvóta frá Þor- lákshöfn til Eyja að snúa við blaðinu og er nú orðið eitt stönd- ugasta fyrirtæki landsins, að sögn Sigurgeirs, sem vitnar í Creditinfo máli sínu til stuðnings. Þetta er hin hliðin á peningnum. Fiskveiðistjórnunarkerfið vinnur einmitt með stærri útgerðarfyrirtækjum, sem ráða yfir ríku- legum aflaheimildum í bolfiski og þó sér- staklega uppsjáv- arveiðum. Með að- stoð bankanna nýta þessi fyrirtæki arð- inn af uppsjáv- arveiðum til að kaupa upp kvótann af smærri fyrirtækjum, sem bankarnir neyða til að láta kvótann af hendi í skuldaskilum. Grein mín snerist ekki um „sagnfræði“, enda er ég ekki sagnfræðingur. Þó vikið sé að því að sú samþjöppun kvóta, sem nú á sér stað í íslenskum sjávarútvegi, hafi verið í gangi um árabil þýðir það ekki að um „sagnfræðirit- gerð“ sé að ræða. Það getur verið erfitt að breyta því sem orðið er en við getum brugðist við þeim vanda sem við blasir í dag. Það skiptir máli að horfa fram á veg- inn og forðast að endurtaka mis- tök sem gerð hafa verið eða festa rangar ákvarðanir í sessi. Þjóðhagslega óhagkvæmt Þó að viss hagræðing geti falist í stærð er engin þjóðhagsleg hag- kvæmni í því fólgin að koma öllum aflaheimildum á Íslandsmiðum í hendur örfárra risafyrirtækja. Ef- laust er það gott fyrir eigendur þessara fyrirtækja en ekki fyrir önnur fyrirtæki í geiranum og byggðarlög, sem ekki eru heima- stöðvar stórútgerðarinnar. Nú getur verið að einhverjum sé alveg sama um þá byggð- aröskun sem núverandi fisk- veiðistjórnunarkerfi og framferði bankanna í skuldaskilum smærri fyrirtækja og lánveitinga til sam- þjöppunar kvóta leiðir af sér. Það er sennilega bara mannlegt að styðja kerfi, sem býr til mikla vel- sæld í manns eigin ranni þó að slíkt sé á kostnað annarra. Út frá þjóðarhagsmunum er hins vegar óskynsamlegt að byggja upp kerfi sem úthlutar takmarkaðri auðlind í hendur fárra án þess að búa svo um hnútana að tryggt sé á gegn- sæjan hátt að markaðurinn ákveði endurgjald til eigandans fyrir af- not af auðlindinni. Það er einmitt þessi markaðs- lausn við verðlagningu á aðgangi að fiskinum í sjónum, sem vantar algerlega í íslenska fiskveiði- stjórnunarkerfið. Kvótanum er út- hlutað til æ færri sjávarútvegsfyr- irtækja og hann niðurgreiddur um tugi milljarða á ári hverju með því að kvótahafarnir greiða einungis brotabrot af þeim verðmætum sem þeir fá afhent. Hagnaðurinn til bankanna og stórútgerðarinnar Af þessum sökum lendir hagn- aðurinn af hinni takmörkuðu auð- lind í vasa bankamanna og stór- útgerðarmanna – ekki í höndum þjóðarinnar. Talsmenn kerfisins beita fyrir sig brauðmolahagfræði, sem fyrir löngu hefur verið sýnt fram á að ekki stenst, til að reyna að réttlæta þessa gjafaúthlutun til stórútgerðarinnar. Af því stór- útgerðin greiðir skatta af hagnaði sínum og ræður fólk í vinnu eigum við hin bara að vera ánægð, þegja og þakka fyrir að íslenska þjóðin skuli vera svo heppin að eiga svona góða útgerðarmenn. En það er hins vegar ekkert sérlega þjóðhagslega hagkvæmt þegar stórútgerð, sem fær nið- urgreiddan kvóta og getur látið aflann ganga áfram til eigin vinnslu á 40-50 prósent lægra verði en kvótalausar vinnslur þurfa að greiða fyrir hráefni sitt á fiskmörkuðum, nýtir sér kostn- aðarhagkvæmni sína í samkeppni við önnur íslensk fyrirtæki á er- lendum mörkuðum með því að bjóða lægra verð til erlendra kaupenda en kvótalausu vinnsl- urnar geta boðið. Þetta beinlínis lækkar útflutningstekjur þjóð- arbúsins og skaðar því þjóð- arhagsmuni. Þetta er ekki „sagnfræði“ held- ur veruleiki úr samtímanum. Ekki er nóg með að íslenska fisk- veiðistjórnunarkerfið sogi kvótann úr hverju byggðarlaginu á fætur öðru heldur skerðir það beinlínis útflutningstekjur þjóðarinnar. Þetta er alvöru vandamál. Já, er ekki mál að linni? Ekki „sagnfræði“ heldur veruleiki! Eftir Ólaf Arnarson » Íslenska fiskveiði- stjórnunarkerfið sogar kvótann úr hverju byggðarlaginu á fætur öðru og skerðir útflutn- ingstekjur þjóðarinnar. Er ekki mál að linni? Ólafur Arnarson Höfundur er hagfræðingur og hefur starfað að verkefnum fyrir Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda. Eftir vel hepnaða Þjóðhátíð viljum við starfsmenn hjá Viking Tours Vestmannaeyjum þakka Þjóðhátíð- argestum fyrir frábæra helgi. Allir þeir gestir sem við fluttum til og frá Vestmannaeyjum voru til einstakrar fyrirmyndar. Gegnum árin hafa ung- ir sem eldri Íslendingar flykkst á Þjóðhátíð og framkoma þeirra hefur sífellt farið batnandi. Kurteisi og til- litsemi gæti hafa verið yfirskrift þessarar hátíðar. Enn og aftur, þökkum ykkur fyrir komuna til Eyja og sjáumst að ári. Starfsfólk Viking Tours, Vestmannaeyjum Þakklæti til Þjóðhátíðargesta Þjóðhátíð Margt var um manninn í Vestmannaeyjum. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/GSH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.