Morgunblaðið - 11.08.2016, Side 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2016
✝ HalldórSigurðsson
fæddist að Val-
þjófsstöðum í
Núpasveit, 11. febr-
úar 1925. Hann lést
2. ágúst 2016.
Hann var sonur
hjónanna Sigurðar
Halldórssonar, f.
11.1. 1886, d. 15.10.
1972, og Ingunnar
Árnadóttur, f. 8.11.
1899, d. 22.3 .1983, bænda á
Valþjófsstöðum. Systkini Hall-
dórs eru Guðrún Hólmfríður, f.
20.5. 1921, Árni, f. 10.4. 1927,
d. 15.10. 2010, og Gunnlaugur,
f. 2.1. 1932.
Halldór kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni, Kristveigu
Björnsdóttur, 20. september
1950. Kristveig fæddist á Kópa-
skeri 2. janúar 1927, dóttir
hjónanna Rannveigar Gunn-
arsdóttur, húsfreyju, og Björns
Kristjánssonar, kaupfélags-
stjóra. Börn Halldórs og Krist-
veigar eru: 1) Sigurður, f.
1951, læknir. Eiginkona hans
er Ingunn Stefanía Svav-
arsdóttir. Þeirra börn eru:
Kristbjörg, f. 1974, Kristveig, f.
Tryggvason. Börn þeirra eru:
Ingunn Sif, f. 1986, Tryggvi, f.
1988, og Berglind, f. 1995. Þau
eiga tvö barnabörn. 6) Rann-
veig, f. 1964, hársnyrtir. Eigin-
maður hennar er Guðmundur
Magnússon. Börn þeirra eru:
Ágúst Örn, f. 1988, Kristveig
Halla, f. 1991, og Fanney
Svava, f. 1996. Þau eiga eitt
barnabarn.
Halldór ólst upp á Valþjófs-
stöðum og lauk sínu grunn-
námi í heimabyggð, nam einn
vetur að Héraðsskólanum á
Reykjum í Hrútafirði og að því
loknu einn vetur á Héraðsskól-
anum á Laugarvatni. Hann hóf
búskap á Valþjófsstöðum 1949
og hefur rekið þar sauðfjárbú
ásamt fjölskyldu sinni allar
götur síðan, í eigin nafni fram
á síðasta ár. Síðustu 37 árin
hefur búskapurinn verið í sam-
býli við Björn son hans og fjöl-
skyldu. Halldór sinnti auk bú-
skapar margvíslegum störfum í
þágu sveitar og samfélagsins.
Síðast en ekki síst var hann
mikill áhugamaður og unnandi
skógræktar og uppgræðslu
lands, sem hann vann ötullega
að allt til æviloka.
Útför Halldórs fer fram frá
Snartarstaðakirkju í Núpasveit
í dag, 11. ágúst 2016, klukkan
17.
1976, og Halldór
Svavar, f. 1982.
Þau eiga fimm
barnabörn. 2)
Björn, f. 1954,
bóndi. Eiginkona
hans er Elisabeth
Erichsen Hauge.
Þeirra synir eru:
Eiríkur, f. 1979,
Kristján, f. 1981,
Haraldur, f. 1987,
og Árni, f. 1990.
Þau eiga fjögur barnabörn. 3)
Halldór Gunnar, f. 1958, tann-
læknir. Eiginkona hans er
Anna Soffía Svavarsdóttir.
Börn: Hildur, f. 1983, hennar
móðir er Birna Halldóra Ein-
arsdóttir. Börn Halldórs og
Önnu Soffíu: Svavar Árni, f.
1985, Gunnar Þór, f. 1990,
Bjarki Viðar, f. 1992, og Unnur
Lára, f. 1994. Þau eiga þrjú
barnabörn. 4) Kristján Þórhall-
ur, f. 1961, verkfræðingur. Eig-
inkona hans er Sigríður Kjart-
ansdóttir. Þeirra börn eru:
Kjartan Bjarni, f. 1990, Guð-
rún, f. 1993, Auður, f. 1993, og
Ingunn Jóhanna, f. 1999. 5)
Guðrún, f. 1962, ljósmóðir.
Hennar maður er Höskuldur
Pabbi – æðruleysi, traust, um-
burðarlyndi, virðing, viska, vinnu-
gleði, bjartsýni og umfram allt
takmarkalaus ást og hlýja.
Stund er runnin upp, full af
trega og sárum söknuði en jafn-
framt sátt við það óumflýjanlega,
ásamt endalausu þakklæti fyrir
að hafa átt einstakan föður og afa
í öll þessi ár.
Minning um löngu liðna daga
lifir í huga mér.
Þótt heimurinn væri helmingi stærri,
skyldi hugur minn fylgja þér.
Ég finn þegar okkar fundum lýkur
verða fátækleg orðin mín.
Fólgin í nokkrum fallandi tárum
verður fegursta kveðjan til þín.
(Þorbjörn Kristinsson)
Guðrún og fjölskylda.
Pabbi, eða Halli eins og hann
var alltaf kallaður, var einstakur
maður.
Brosmildur, hlýr, rólegur,
hjálpsamur og öllum leið vel í ná-
vist hans.
Hann hafði líka einstakt lag á
að gera öll sveitastörfin áhuga-
verð og skemmtileg, við systkinin
tókum þátt í búskapnum af lífi og
sál frá því að við vorum börn og
fram á fullorðinsár. Sama gilti um
barnabörnin, þau vissu ekkert
betra en að fara í sveitina og
hjálpa til, þar öðluðust þau ómet-
anlega reynslu og nutu leiðsagnar
afa Halla.
Pabbi var líka „kletturinn“
okkar og fyrirmynd og hans verð-
ur sárt saknað.
Mér tregt er um orð til að þakka þér,
hvað þú hefur alla tíð verið mér.
Í munann fram myndir streyma.
Hver einasta minning er björt og blíð,
og bros þitt mun fylgja mér alla tíð,
unz hittumst við aftur heima.
Ó, elsku pabbi, ég enn þá er
aðeins barn, sem vill fylgja þér.
Þú heldur í höndina mína.
Til starfanna gekkstu með glaðri lund,
þú gleymdir ei skyldunum eina stund,
að annast um ástvini þína.
Þú farinn ert þangað á undan inn.
Á eftir komum við, pabbi minn.
Það huggar á harmastundum.
Þótt hjörtun titri af trega og þrá,
við trúum, að þig við hittum þá
í alsælu á grónum grundum.
Þú þreyttur varst orðinn og þrekið
smátt,
um þrautir og baráttu ræddir fátt
og kveiðst ekki komandi degi.
(Hugrún.)
Hafðu hjartans þökk fyrir allt,
þinn
Halldór Gunnar.
Þegar ég hugsa til Halla
tengdapabba færist ósjálfrátt
bros yfir andlitið. Þessi yndislegi,
brosmildi maður, sem hafði svo
jákvætt viðhorf til lífsins, kenndi
okkur svo margt: Að elska hvert
annað skilyrðislaust, að leysa
verkefni lífsins af alúð og auð-
mýkt, að lifa hvern dag til fulls, að
vera hamingjusöm. Það var sann-
arlega mín gæfa, að fá að vera
samferða þessum heiðursmanni
og tilheyra hópnum hans. Fyrir
það þakka ég af öllu hjarta.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Far þú í friði, elsku Halli.
Þín tengdadóttir,
Anna Soffía.
Elsku afi. Mikið erum við lán-
söm að hafa átt þig að allt okkar
líf. Það eru ómetanleg forréttindi
að hafa fengið að vera hjá ykkur
ömmu í sveitinni sem börn, valsa í
kringum þig í fjárhúsunum og
taka þátt í útistörfunum með þér.
Þú kenndir okkur svo margt og
gerðir það alltaf í rólegheitum og
af alúð. Þú ert besta fyrirmynd
sem nokkur gæti hugsað sér; allt-
af jákvæður, brosmildur, hjálp-
samur og hlýr. Við myndum öll
vilja vera eins og þú.
Það var óhemju sárt en við er-
um þakklát fyrir að hafa öll náð að
kveðja þig í hinsta sinn í sumar.
Yndislegt þótti okkur líka að litlu
gleðigjafarnir okkar, Einar og
Svavar, yngstu barnabarnabörn-
in þín sem búa erlendis, skyldu fá
að hitta þig.
Hvíldu í friði. Þín
Kristbjörg, Kristveig
og Halldór Svavar
Sigurðarbörn.
Elsku ljúfi og hlýi Halli afi.
Hann var flottur og reffilegur
karl – alveg einstök fyrirmynd.
Hann afi kenndi okkur svo ótal
margt; hann var dugnaðarforkur
og með einstakt viðhorf til lífsins.
Hann afi kaus að vera ham-
ingjusamur. Hann var einstak-
lega jákvæður, æðrulaus og um-
hyggjusamur.
Hann hugsaði vel um dýrin,
landið og fólkið sitt.
Við eigum eftir að sakna hans
sárt en yljum okkur við minning-
arnar.
Ég minnist sunnudagsmorgna
við eldhúsborðið í sveitinni. Afi
situr í horninu sínu með bros á
vör og við gæðum okkur á hafra-
graut með kornflexi og sykri og
hlustum á Rás eitt. Elsku afi,
takk fyrir alla gleðina.
Þegar ég hugsa til afa þá minn-
ist ég þess hversu spenntur ég
var að koma í sveitina þegar ég
var yngri. Alltaf gat maður geng-
ið að því vísu að afi væri úti í fjár-
húsi eitthvað að brasa og alltaf
fékk maður að vera með. Hann afi
var einstaklega rólegur og ljúfur
og allt það sem hann hefur kennt
mér mun ég búa að um alla fram-
tíð.
Afi gerði ekki úlfalda úr mý-
flugu, ekki einu sinni úlfalda úr
úlfalda. Frekar gekk hann í verk-
ið og leysti það sem leysa þurfti. Í
eitt af fyrstu skiptunum sem var
rúllað á Valþjófsstöðum og búið
að safna rúllunum saman í falleg-
an perlustakk, þá tókst mér og
Lappa karlinum að gera smá rifur
á þær allar, eða svo gott sem. En
það sem við hundurinn sáum var
þessi einstaki leikvöllur þar sem
hægt væri að stökkva á milli þess-
ara hvítu perla í gáskafullum elt-
ingarleik. Afi gekk rólega yfir
túnið, með límband í annarri og
hóaði í okkur. Hann spillti ekki
gleði okkar hundsins heldur út-
skýrði rólega að það væri ekki
gott að hafa göt á heyrúllum. Síð-
an löguðum við skaðann og eng-
inn fór leiður heim. Svona var afi.
Afi hafði svo góða nærveru.
Heill dagur í dráttarvélinni leið
hjá eins og í mesta lagi ein
klukkustund. Nærvera afa, malið
í vélinni og nesti frá ömmu var
nóg fyrir litla hnokka. Meira að
segja dýrin skynjuðu þessa góðu
nærveru afa. Ég minnist þess
hversu merkilegt mér þótti þegar
afi kallaði á ærnar, hrútana og
hestana, að ávallt lögðu dýrin af
stað í átt til afa, þrátt fyrir girni-
leg græn tún.
Afi skammaði okkur sjaldnast
en ég man þó eftir einu skipti þar
sem við strákarnir lékum í hlöð-
unni. Afi hafði bannað okkur að
klifra upp á baggastaflann en við
hlýddum ekki. Það endaði með því
að ég hrundi niður og fékk stórt
gat á hausinn og hann þurfti að
bera mig heim í hús. Hann, elsku
afi minn, hafði alltaf rétt fyrir sér.
Afi Halli var alltaf svo frábær
við allt og alla, hann kenndi mér
margt og var alltaf til staðar fyrir
okkur. Ég mun ávallt hugsa til
hans og sjá hann fyrir mér sitj-
andi með bros á vör og spenntar
greipar eins og hann var alltaf, að
hlusta á allt og alla.
Elsku afi, við þökkum þér allar
góðu stundirnar saman. Við þökk-
um vináttu, hlýja hönd og hand-
leiðslu í gegnum lífið. Við munum
alltaf sakna þín og faðmlagsins
góða, en bjartar minningar um
yndislegan afa lifa með okkur æv-
ina á enda. Þú ert fyrirmynd okk-
ar allra og við elskum þig. Þín
barnabörn,
Hildur, Svavar Árni, Gunnar
Þór, Bjarki Viðar og Unnur
Lára Halldórsbörn.
Halldór Sigurðsson
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar systur
okkar og frænku,
PÁLÍNU R. KJARTANSDÓTTUR
hússtjórnarkennara,
Kleppsvegi 4.
.
Guðríður Ólöf Kjartansdóttir,
Margrét Kjartansdóttir
og fjölskyldur.
Yndislegi bróðir okkar, mágur og frændi,
VALTÝR ÞÓRÐARSON,
Dilli,
lést þriðjudaginn 2. ágúst.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
mánudaginn 15. ágúst klukkan 11.
Sérstakar þakkir viljum við senda Sigurði Guðmundssyni lækni
og starfsfólki sem sinnt hefur Valtý í gegnum tíðina.
.
Bára Þórðardóttir, Hrafnkell Óskarsson,
Gunnar Þórðarson, Toby Sigrún Herman,
Guðbjörg Þórðardóttir, Benedikt Guðmundsson,
Særún Ólafsdóttir,
Guðbirna Kristín Þórðardóttir,
Þórdís Guðrún Þórðardóttir
og fjölskyldur.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐNÝ SIGURBJÖRG
RUNÓLFSDÓTTIR
húsfreyja,
Torfastöðum í Vopnafirði,
lést að hjúkrunarheimilinu Sundabúð 3.
ágúst.
.
Alfreð Pétursson,
Bára Aðalsteinsdóttir, Sigurður Pétur Alfreðsson,
Kristbjörg Erla Alfreðsdóttir og fjölskyldur þeirra.
• Skattaleg ráðgjöf
• Skattauppgjör dánarbús
og erfingja
• Erfðafjárskýrslugerð
• Önnur þjónusta
Spekt ehf. • S. 587 7600 • Borgartúni 3
jon@spekt.is • petur@spekt.is
Þjónusta við dánarbússkipti
Hjartkær eiginmaður minn,
EIÐUR REYKJALÍN STEFÁNSSON
frá Gauksstöðum á Skaga,
Lögbergsgötu 1, Akureyri,
andaðist 8. ágúst að Hjúkrunarheimilinu
Hlíð á Akureyri.
.
Helga Jónsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORSTEINN I. STEFÁNSSON,
Fróðengi 1,
áður til heimilis að Langagerði 46,
lést á hjúkrunarheimilinu Eiri
4. ágúst sl. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn
17. ágúst klukkan 13.
.
Lilja Gróa Kristjánsdóttir,
Kristján Þorsteinsson, Kristín Jónsdóttir Njarðvík,
Guðrún Þorsteinsdóttir,
Erla Þorsteinsdóttir, Kjartan Blöndahl,
Stefán Þorsteinsson, Sigríður St. Björgvinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Bróðir okkar, mágur og frændi,
EIÐUR RAGNARSSON,
bóndi,
Fossvöllum, Jökulsárhlíð,
lést sunnudaginn 31. júlí. Útför hans verður
gerð frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 13.
ágúst klukkan 13. Jarðsett verður í Sleðbrjótskirkjugarði.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Björgunarsveitina
Hérað.
.
Hermann Ragnarsson, Sjöfn Bergmann,
Guðný Ragnarsdóttir, Arnar Bjarnason,
Kristbjörg Ragnarsdóttir, Valgeir Magnússon,
Ragnheiður Ragnarsdóttir
og systkinabörn.
Hjartkær móðir okkar og tengdamóðir,
HÓLMFRÍÐUR ODDSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 5. ágúst.
Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
föstudaginn 12. ágúst klukkan 15.
.
Lovísa Guðmundsdóttir,
Oddur Guðmundsson,
Óskar Guðmundsson, Kristín Á. Ólafsdóttir,
Guðmundur Hólmar Guðmundsson,
Brynjar Guðmundsson, Sigríður Björnsdóttir,
Brynhildur Guðmundsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar