Morgunblaðið - 11.08.2016, Page 24

Morgunblaðið - 11.08.2016, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2016 ✝ Elín Ellerts-dóttir fæddist 27. febrúar 1927 að Meðalfelli í Kjós. Hún lést á Heil- brigðisstofnuninni á Blönduósi 3. ágúst 2016. Foreldrar henn- ar voru Jóhannes Ellert Eggertsson, bóndi á Meðalfelli, f. 31.12. 1893, d. 8.9. 1983, og Karítas Sigurlína Björg Einarsdóttir, húsfreyja frá Hjarðarnesi á Kjalarnesi, f. 14.10. 1901, d. 22.11. 1949. Bræð- ur Elínar eru Eggert, f. 1928, d. 1991, Eiríkur, f. 1931, óskírður drengur, f. 1933, d. sama ár, Gísli, f. 1935, Finnur, f. 1937, Jó- hannes, f. 1938, og Einar, f. 1944, d. 2006. Þann 14. desember 1957 giftist Elín Hauki Magnússyni frá Brekku í Þingi, Austur- Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Bjarni Jóns- son og Sigrún Sigurðardóttir í Brekku. Afkomendur Elínar og Hauks eru: 1) Magnús, f. 1959. Sambýlis- kona hans er Irene Ruth Kupf- erschmied. 2) Sigurlína Björg, f. 1960. Maður hennar er Ögmund- ur Þór Jóhannesson og synir þeirra a) Bjarni Egill, sambýlis- kona hans er Guðrún Elín Gunn- arsdóttir, börn þeirra eru Snæ- þór Elí og Sara Dís, og b) Skúli Rafn. 3) Sigrún, f. 1962. Maður hennar er Sigfús Óli Sigurðsson og synir þeirra a) Karl Sigurður, sambýliskona hans er Hrefna Rós Matthíasdóttir og eiga þau soninn Sigfús Óla, og b) Haukur Elís, sam- býliskona hans er Kristrún Krist- insdóttir. 4) Guðrún, f. 1964. Maður henn- ar er Lárus Franz Hallfreðsson og börn þeirra a) Elín Inga og b) Einar Jó- hann. 5) Guðmundur Ellert, f. 1969. Sambýliskona hans er Guðrún Friðriksdóttir. Börn Guðmundar Ellerts frá fyrra hjónabandi með Alexöndru Mahlmann eru a) Bergþór Phillip (stjúpsonur) og b) Líney Inga. Elín stundaði nám við Hús- mæðraskólann í Reykjavík 1946- 47. Hún vann á búinu á Meðalfelli á unglings- og framan af fullorð- insárum og eftir fráfall móður hennar stóð hún fyrir heimili þar með föður sínum til 1957. Hún var handavinnukennari við barnaskólann í Ásgarði, Kjós, 1948-52. 1957-62 voru Elín og Haukur búsett í Reykjavík en ár- ið 1962 tóku þau við búskap í Brekku og þar bjuggu þau til 2010. Síðustu árin átti Elín heim- ili á Blönduósi. Elín hafði yndi af handavinnu. Hún unni tónlist, söng mörg ár í kirkjukór Þingeyrakirkju og tók einnig um tíma þátt í starfi sam- kórsins Glóðar. Sömuleiðis var hún félagi í kvenfélagi Sveins- staðahrepps. Útför Elínar verður gerð frá Þingeyrakirkju í dag, 11. ágúst 2016, klukkan 14. Eitt sinn skrifaði ég ritgerð sem bar titilinn „Amma mín í Brekku“. Ritgerðin var verkefni í íslenskuá- fanga í menntaskóla og átti að fjalla um nákominn ættingja. Ömmu leist illa á þetta í fyrstu enda ekkert um að skrifa að henn- ar mati. Hún lét þó tilleiðast og hringdumst við á og unnum verk- efnið saman. Á stuttum tíma varð amma annað en bara kona með snjóhvítar krullur, sívinnandi inni í brúna eldhúsinu sínu. Dugleg og vinnusöm eru vissulega fyrstu orð- in sem koma upp í huga minn en ekki síður hugulsemi og kátína. Hver nennti að hlusta á litla stelpu spila A,B,C,D endalaust á píanó í gegnum síma? Amma mín í Brekku. Hver bjó alltaf til pönnu- kökur þegar bróðir minn kom í heimsókn því það er uppáhaldið hans? Amma mín í Brekku. Hver gaf manni eitt stykki ullarpeysu því manni var svolítið kalt eina kvöld- stund heima hjá henni? Amma mín í Brekku. Ég kveð ömmu mína í Brekku með söknuði og veit að sá heiður að fá að bera hennar nafn er mikill. Elín Inga Lárusdóttir. Elín Ellertsdóttir ✝ Garðar Stef-ánsson fæddist að Mýrum í Skrið- dal 9. ágúst 1923. Hann andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 25. júlí 2016. Foreldrar hans voru hjónin Ingi- finna Jónsdóttir, f. 7.10. 1895, d. 10.10. 1929, og Stefán Þórarinsson, f. 6.9. 1871, d. 17.1. 1951. Garðar var næst- elstur fimm alsystkina en eldri hálfsystkini hans, sem upp komust, voru níu. Það tíunda dó fáum dögum eftir fæðingu. Eftirlifandi eiginkona Garð- ars er Erna Krist- ín Elíasdóttir, f. 21.3. 1926. Þau eignuðust dótt- urina Ernu Grétu, f. 24.12. 1957. Hennar börn eru Erna Kristín, f. 10.8. 1976, og Garðar Axel, f. 11.6. 1981. Sam- býlismaður Ernu Kristínar er Björn Bragi Bragason, f. 7.12. 1978, og saman eiga þau þrjá drengi, Ágúst Má, Hilmar Björn og Elí- as Orra. Útför Garðars fór fram 5. ágúst 2016 í kyrrþey að hans ósk. Elsku pabbi og afi, kveðju- stundin er komin og við kveðj- um þig með sorg í hjarta en einnig með þakklæti, þakklæti fyrir allar stundirnar sem við fengum með ykkur ömmu. Skil- yrðislaus stuðningur og ást eru það fyrsta sem okkur dettur í hug þegar við lítum yfir farinn veg. Langvarandi veikindi koma líka upp í hugann, fyrst einn stafur, svo hækja og svo tvær hækjur, síðustu árin var það hjólastóllinn sem gerði þér kleift að komast leiðar þinnar. Þessi hjálpartæki og að sjálf- sögðu þrjóskan sem var svo stór hluti af þér, þú þrjóskaðist við að láta aldrei neinn sjá ef þér leið illa og að láta slysið ekki stjórna þér eða því sem þú ákvaðst að gera. Og það tókst þér, þrjóskan skilaði ótrúlega miklu og aðeins þeir sem næst þér stóðu gátu lesið í hvernig þér leið hverju sinni. Okkur fannst þú ganga í gegnum nógu mikið að takast á við allar þær líkamlegu hindranir sem fylgdu slysinu en svo var persónan tekin frá okkur líka, hægt og bítandi. Því höfum við verið að kveðja þig síðustu árin, því af- inn og pabbinn sem ól okkur upp og var kletturinn í lífi okk- ar til margra ára fjaraði smám saman út. Þrátt fyrir allt þetta varstu sterkasti maðurinn sem við höfum kynnst og við getum ekki orðað hversu stóran þátt þú átt í því að koma okkur til manns og vits. Á sama tíma og sorgin yfir kveðjustundinni hellist yfir okkur er ákveðinn léttir að vita að nú loksins fékkstu hvíldina og ert laus við allan þann sárs- auka sem hefur verið þinn fylgifiskur síðustu árin. Sú vissa gerir kveðjustund- ina aðeins auðveldari og við huggum okkur við minningarn- ar um Hátún, ferðirnar austur og allt sem þú gerðir með okk- ur. Við kveðjum þig með tárin í augunum og þökkum fyrir allt, við elskum við þig ætíð Hin langa þraut er liðin, nú loks er orðið hljótt: því dauðinn gaf þér griðinn, og græddi á þeirri nótt. Þú lést ei böl þig buga, þín bæn var hjartans mál. Við kveðjum klökkum huga, kærleiksríka sál. (Þ.E.S.) Erna Gréta, Erna Kristín og Garðar. Elsku frændi minn, Garðar Stefánsson, lést 25. júlí sl. 92 ára eftir langvarandi og erfið veikindi. Garðar fæddist á Mýr- um í Skriðdal og þar sleit hann barnsskónum. Garðar tók þátt í búskapnum með föður sínum og síðar bróður af fullum krafti. Hann þótti glöggur, at- hugull og snar í snúningum. Allt sem hann tók sér fyrir hendur þurfti að ganga í einum hvelli. Ef hann var beðinn um viðvik var það leyst af hendi umsvifalaust. Aldrei gleymdi hann að inna af hendi það sem hann var beðinn um. Þegar ég fæddist var Garðar fluttur að heiman og búinn að búa sér heimili á Egilsstöðum ásamt konu sinni, Ernu Elíasdóttur. Oft kom hann í heimsókn í sveitina, alltaf hress og kátur. Hann var mikið fyrir veiðiskap og vildi helst vera uppi um fjöll og firnindi að veiða fisk, rjúpu eða hreindýr eða bara njóta náttúrunnar. Hann gat aldrei verið iðju- laus. Alltaf átti búskapurinn ítök í honum og fékk hann sér kindur sem hann hafði í skúr sem hann byggði bak við hús sitt á Egilsstöðum. Hann flutti síðar með kindurnar á eyðibýlið Hátún. Þar bjó hann með kindur sín- ar og heyjaði handa þeim með hjálp skyldmenna. Til að þurfa ekki að koma uppeftir á hverj- um degi bjó hann til skammt- ara með tímastilli sem gaf kind- unum fóðurbætinn á fyrirfram ákveðnum tímum. Heybaggana festi hann fyrir ofan garðann með leðurólum þannig að það dugði til vikunnar. Hann bjó þó áfram á Egilsstöðum en á sauð- burði og slætti var hann að mestu inni á Hátúnum. Alltaf var gott að koma til þeirra Ernu og Garðars. Heimili þeirra var hlýlegt og notalegt og þar var góður andi. Má segja að ég hafi verið þar daglegur gestur meðan þau bjuggu á Egilsstöðum. Eftir að þau fluttust til Reykjavíkur var þetta fyrsti staðurinn sem ég heimsótti þegar ég kom í höfuðborgina. Það var svo notalegt að setjast í sófann, segja fréttir að aust- an, því þar var hugur þeirra beggja og njóta samvistanna við þau. Garðar og Erna komu austur á hverju sumri eftir að þau fluttust suður eða meðan heilsan leyfði. Það var mikil til- hlökkun hjá mér og minni fjöl- skyldu að fá þau og eins sökn- uður þegar þau fóru. Þá var oftast stutt í haustið og tómlegt á eftir. Við fórum í margar ferðir og eigum við fjölskyldan margar ánægjulegar minningar frá þeim. Farið var með nesti og stansað í fallegri laut. Það hefur verið mér ómetanlegt að eiga þau að. Við fjölskyldan bjuggum hjá þeim í nokkra mánuði meðan verið var að byggja okkar hús. Aldrei bar skugga á samskiptin þó að við værum þar með tvö ung börn sem nokkur hávaði fylgdi. Garðar varð fyrir því óláni tæp- lega fimmtugur að lamast og var eftir það lítt fær til gangs. Hann komst þó með hörkunni á fætur aftur og gekk við staf eftir það. Alltaf hélt Garðar ró- semi sinni, æðraðist aldrei þó að oft væri hann kvalinn. Erna hefur staðið eins og klettur við hlið Garðars í veikindum hans og eftir að hann fór á hjúkr- unarheimili hefur varla liðið sá dagur að hún hafi ekki setið hjá honum bróðurpart dagsins. Eins hefur Erna Gréta, dóttir hans, heimsótt hann daglega og síðustu sólarhringana í lífi hans má segja að hún hafi ekki vikið frá honum. Þær mæðgur hafa sannarlega staðið sig eins og hetjur.Við Sveinn kveðjum þig, frændi minn, með miklum söknuði. Við þökkum þér fyrir allar ógleymanlegu stundirnar sem við áttum saman. Við vottum Ernu og fjöl- skyldu okkar dýpstu samúð vegna fráfalls Garðars. Ólöf Zophóníasdóttir. „Við Garðar.“ „Garðar og ég.“ Þannig byrjuðu flestar sögur móður minnar þegar hún var að segja okkur systkinun- um frá æsku sinni. Það var að- eins tveggja ára munur á þeim systkinum. Hún fæddist 1921 og hann 1923. Af sögunum að dæma var Garðar djarfur, kjarkmikill, jafnvel uppátækja- samur. Mín tilfinning er að mamma hafi verið látin halda í skottið á honum svo hann færi sér ekki að voða. Hún var eldri og eflaust ábyrgari sem því nemur. Sögurnar voru margar hverjar ótrúlegar. Þau voru að- eins sex og fjögurra ára gömul þegar þau voru látin fara með hesta á milli, af engjum og heim í hlöðu. Garðar vildi ekki ganga alla leið og klifraði upp á hestinn og sat á milli bagganna. Hún rölti með og passaði að allt færi vel. Einhverju sinni hnaut hesturinn og Garðar rúll- aði fram af en hesturinn snar stansaði án þess að stíga ofan á hann. Þannig var þetta nú þá. Mér finnst ég heyri mömmu segja: „Nei, Garðar, ekki fara upp á hestinn.“ Eftir að ég fór að hafa minni, voru þau Garðar, Erna og Gréta tíðir gestir í Haugum. Alltaf fylgdi gleði og glaumur, eftirhermur og hlátur. Ég man að við systkinin stálumst stund- um til að opna bílinn hans, þefa inn í hann og finna „bílalykt- ina“. Eitt var það sem féll í misjafnan jarðveg hjá okkur krökkunum. Það var að hann heilsaði alltaf með kossi. Sum okkar forðuðu sér fyrir hús- horn og komu svo þegar öllu var óhætt. Það er að segja þeg- ar Garðar var búinn að kyssa alla hina. Bróðir minn einn var eitt sinn að hjálpa mömmu að gera hreint fyrir jólin þegar Garðar kom í heimsókn, eflaust á leið á rjúpnaveiðar. Honum var mjög í mun að Garðar yrði ekki vitni að því að hann, karlmaðurinn 13 ára, væri að gera hreint. Flýtirinn var svo mikill að hann steig ofan í vatnsfötuna. Já, ekki mátti missa virðingu Garð- ars. Garðar var mikið náttúru- barn, veiðimaður á fisk og fugl. Ótal fleiri hluti væri hægt að segja um hann svo efni væri í heila bók. Garðar slasaðist illa þegar hann var fimmtugur og var talið gott ef hann kæmist í hjólastól. Með stálvilja, krafti og sumir segja þrjósku tókst honum að komast á fætur aftur og að vinna nokkur ár eftir það. Eftir að hann fluttist í Kópa- voginn stundaði hann meðal annars golf. Einn af þeim sem þar var með honum sagði við mig eitt sinn: „Ég þekki engan sem er meiri hetja en Garðar frændi þinn.“ Þó að Garðar hafi alltaf verið einhvers staðar nálægt mér í öllu mínu lífi þá þykir mér vænst um stundirnar okkar á Sunnuhlíð. Hann var að vísu orðinn mjög veikur af alzheim- ers og ýmsu öðru – við Erna spjölluðum og hann hlustaði. Elsku Garðar, hafðu þökk fyrir öll árin og allt sem þú hef- ur gefið okkur fjölskyldunni. Erna, Gréta og fjölskylda, samúðarkveðjur til ykkar allra. Jóna Björg Jónsdóttir. Garðar frændi var okkur meira en afabróðir. Þegar við gátum ekki leikið við krakkana í hverfinu vegna þess að Garð- ar og Erna voru í heimsókn þá útskýrðum við oft fyrir þeim að þau væru eins og þriðja settið okkar af afa og ömmu. Við höfðum alla tíð mikil samskipti við þau. Þær eru ófáar dags- ferðirnar sem við fjölskyldan fórum í með þeim hjónum, við systurnar með mömmu og pabba í bíl og Garðar og Erna á undan. Garðar stoppaði reglulega til að bíða eftir okk- ur, því ferðalagið gekk ein- hverra hluta vegna mun greiðara í þeirra bíl. Svo átti bíllinn hans Garðars nammi, brjóstsykur, sem var laumað að litlum farþegum. Það var alltaf mikil eftir- vænting þegar þau komu í heimsókn enda fylgdi þeim mikil gleði. Garðar var ávallt brosandi. Foreldrar okkar og Garðar og Erna höfðu þróað með sér sérstakan húmor og það var alltaf mikill hlátur þar sem þau voru samankomin. Fjölskyldan var Garðari mik- ilvægari en allt annað en hann átti einstakt samband við barnabörn sín, Ernu Kristínu og Garðar „litla“. Hann kom á heimahagana í Mýrar á hverju ári svo lengi sem heilsan leyfði. Þegar von var á þeim hjónum austur, pössuðum við krakkarn- ir okkur á að leika okkur ekki langt í burtu frá bænum. Við fylgdumst óþreyjufull með öll- um rykstrókum sem liðuðust eftir sveitaveginum í von um að þeir kæmu frá jeppanum hans Gassa. Við vorum farin að þekkja rykstrókinn úr fjarlægð og gátum því alltaf verið kom- inn á bæinn í tæka tíð til að taka á móti þeim. Eftir að við systur fluttumst í bæinn fórum við reglulega í heimsókn til þeirra en það var svo sannarlega ekki af skyldu- rækni. Það var þá sem Garðar hringdi í dóttursoninn til að ræða mikilvægt málefni. Það var svo mikilvægt að ekki mátti ræða það í síma. Garðar yngri þurfti sem sagt að lofa afa sín- um að passa vel upp á okkur systurnar sem höfðum nýlega flust til borgarinnar og vorum „aleinar“ þar. Þetta þykir okk- ur sýna vel hvað hann var traustur maður og passaði vel upp á sitt fólk og hvað fjöl- skyldan var honum mikilvæg. Garðar átti erfitt með gang og gekk við staf en aldrei litum við á hann sem fatlaðan. Eitt skipti þegar við vorum litlar og vorum með honum í bíl lagði hann í „fatlaða stæðið“. Við hundskömmuðum hann fyrir það því þetta stæði var ætlað fötluðu fólki. Garðar lét stafinn ekki stoppa sig og átti sér alltaf nokkur áhugamál. Hann skipti þeim út eftir því sem heilsan leyfði. Garðar var einn af þeim sem þurfti alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni. Hann lifði lífinu svo sannarlega lifandi og með bros á vor og spaugyrði á vörum. Það var alltaf gaman þar sem Garðar var. Garðar var duglegur við fiskveiðar þegar við vorum litlar. Hann var aflakló mikil og oft sá eini við vatnið eða ána sem bitið var á hjá. Ekki amaðist hann þó við krökkunum sem hlupu skrækj- andi um á bakkanum og fældu í burtu fiskana, hann lét börnin taka í stöngina og hjálpa til við veiðarnar. Þegar heilsan bauð ekki lengur upp á veiðimennsk- una sneri hann sér að golfinu af jafnmikilli ástríðu og annað sem hann tók sér fyrir hendur. Takk fyrir allar góðu stund- irnar, elsku Garðar okkar. Þú varst alltaf stór hluti af okkar lífi og við erum þér óendanlega þakklátar fyrir allt sem þú gafst okkur. Við sendum inni- legar samúðarkveðjur til Ernu, Grétu, barnabarna hans og fjöl- skyldu. Margrét Ólöf Sveinsdóttir, Soffía Björg Sveinsdóttir. Garðar Stefánsson Genginn er Gísli Ben. eins og hann var ávallt kallaður í Bankanum, einn af mínum góðu yfirmönnum og fyrir- myndum. Ég hafði starfað í Bank- anum í um tvö ár þegar mér bauðst að hefja störf hjá Iðnlánasjóði sem þá var fóstraður innan Iðnaðar- bankans og þar stýrði Gísli. Ég bar gæfu til að þiggja starfið þrátt fyr- ir að afi minn hefði ekki talið þenn- an kost ráðlegan og jafnvel aftur- för í starfsframa enda var virðingarmesta staðan innan banka á hans tíma að vera gjald- keri. Gísli var töffari, hár, grannur og glæsilegur en á sama tíma líka hlýr og hvetjandi. Hann veitti það frelsi sem hverjum starfsmanni er nauð- syn, var samt ávallt til staðar þeg- ar eftir var leitað. Hann hafði lúmskt gaman af því hvernig ég fór kerfisbundið yfir lánsumsóknir og undirbjó þær fyrir stjórn Sjóðsins. Eitt sinn spurði hann mig að því hvernig ég gæti verið svona fljót að undirbúa umsóknirnar og svar- ið kom snaggaralegt: „Þetta er ekki svo skemmtilegt og þá dríf ég þetta bara af.“ Gísla var skemmt Gísli Benediktsson ✝ Gísli Bene-diktsson fædd- ist 16. apríl 1947. Hann lést 12. júlí 2016. Gísli var jarð- sunginn 22. júlí 2016. og hann gekk hlæj- andi frá hamagang- inum. Á háskólaárum mínum studdi Gísli mig dyggilega sem fyrr og fékk ég að vinna með námi nán- ast að vild og við lok náms skrifaði ég lokaritgerðina mína byggða á gögnum frá Iðnlánasjóði. Þó Gísli hafi ekki verið yfirmað- ur minn í mörg ár þá vorum við ávallt í návígi enda deildu Iðnlána- sjóður og VÍB húsnæði í Ármúla 7 og síðar 13a. Gísli fylgdist ávallt vel með og var umhyggjusamur. Ég gleymi seint símtalinu þegar hann hringdi í mig til að taka stöð- una hjá mér og óska mér til ham- ingju þegar ég var nýlega komin heim með nýfædda fyrirburatvíb- ura, þetta símtal þakka ég nú. Ég hitti Gísla síðast þegar Lækjargata 12 var kvödd og eins og ávallt var Gísli hrókur alls fagn- aðar, hlæjandi og rifjaði upp góðar minningar. Það er hverjum manni gæfa að fá atlæti eins og Gísli veitti mér, fyrir það er ég þakklát. Að leið- arlokum þakka ég Gísla samferð- ina og sendi þeim Benedikt föður Gísla, lífsförunautnum Evu Maríu og börnunum Davíð og Maríu og fjölskyldum þeirra mínar dýpstu samúðarkveðjur og óska þeim Guðs blessunar. Selma Filippusdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.