Morgunblaðið - 11.08.2016, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2016
Atvinnuauglýsingar
Starfskraftur óskast
Starfskraftur óskast til innflutningsfyrirtækis,
þarf að hafa góða tölvukunnáttu og geta séð
um heimasíðu, ennfremur að geta gengið í öll
störf, svo sem sölumennsku, taka á móti
vörum og afgreiða vörur á lager. Vinnutími frá
9.00-13.00. Umsóknir sendar á box@mbl.is
merktar S-26105.
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Sólhlíð 3, Vestmannaeyjar, 50% ehl. gþ., fnr. 218-4681 , þingl. eig.
Þorbjörg Rósa Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Vestmannaeyjabær og
Tryggingamiðstöðin hf. og Landsbankinn hf., miðvikudaginn 17. ágúst
nk. kl. 14:00.
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
10 ágúst 2016.
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 MS fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16.
Félagsheimili Gullsmára Handavinna kl. 9, ganga kl. 10, handa-
vinna kl. 13. Hárgreiðslustofa og fótaaðgerðastofa á staðnum, Allir
velkomnir.
Garðabær Handavinnuhorn kl. 13, Jónshús er opið frá kl. 9.30-16,
meðlæti selt með síðdegiskaffinu frá kl. 14.
Gjábakki Handavinna kl. 9.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, molasopi og
spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl.
9.45, spilað Botsía kl. 10. Matur kl. 11.30, félagsvist kl. 13.15, kaffisala í
hléi. Félagsmiðstöðin er opin öllum, óháð aldri og búsetu og allir vel-
komnir. Sími 535 2720.
Hæðargarður 31 Við hringborðið kl.8.50, púttvöllurinn er opin,
síðdegiskaffi kl. 14.30. Ferð á Reykjanesið 31. ágúst, allir velkomnir
með óháð aldri og búsetu. Nánar í síma 411 2790.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja með leiðbeinanda kl.
9-12, morgunleikfimi í borðsal kl .9.45, bókabíllinn kl. 10-10.30, upp-
lestur kl. 11, ganga með starfsmanni kl. 14, tölvu- og snjalltækja-
kennsla kl. 15.30. Uppl. í s. 411 2760.
Selið, Sléttuvegi 11-13 Allir velkomnir á Sléttuveg óháð aldri og
búsetu. Opið er kl. 10-14. Matur er afgreiddur kl. 11.30-12.30. Nánari
upplýsingar og matarpantanir á opnunartíma í síma 568 2586.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Iðnaðarmenn
Bókhald
NP Þjónusta
Tek að mér bókhald, endurútreikning
og vsk.
Hafið samband í síma: 861-6164.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
TIL SÖLU
Mótabitar / dokabitar:
1400m lítið notaðir 20x4,90 dokabitar
Guðmundur sími 893-0003
Ýmislegt
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
Húsviðhald
Atvinnublað
alla laugardaga
Sendu pöntun á
augl@mbl.is eða hafðu
samband í síma 569-1100
Þjónustuauglýsingar
Fáðu Tilboð hjá söluráðgjafa
í síma 569 1390
eða á augl@mbl.is
Við afi vorum góðir vinir.
Einhvern veginn þurftum við
ekkert endilega að tala mikið
saman.
Hann bara skildi mig. Afi var
góður við alla í kringum sig og
mér fannst alltaf jafngaman að
koma til afa og ömmu í Kefla-
vík.
Þá gátum við afi hlegið og
skemmt okkur tímunum saman.
Okkur barnabörnunum fannst
einstaklega gaman þegar hann
leyfði okkur fyrir nokkrum ár-
um í sveitinni að fara á hestbak
og prufa fjórhjólið. Afi minn
var elskaður af mörgum, bæði
vinum og fjölskyldu.
Afi minn var minn helsti
stuðningsmaður í lífinu, hann
studdi mig í öllu því sem ég tók
mér fyrir hendur.
Ragnar Gerald
Ragnarsson
✝ Ragnar GeraldRagnarsson
fæddist 6. apríl
1948. Hann lést 20.
júlí 2016. Útför
Ragnars Geralds
fór fram 3. ágúst
2016.
Vegna misgán-
ings fyrirfórst í
fyrra æviágripi að
geta langafastelp-
unnar Arisar Evu
Ingunnardóttur. Hún er dóttir
Ragnars Geralds Albertssonar.
Elsku afi minn,
takk fyrir allt, ég
veit að þú ert
hvíldinni feginn, ég
mun passa upp á
fólkið okkar.
Hvíldu í friði, elsku
afi minn.
Þín
Árný Eik.
Mikill meistari,
Ragnar Gerald
Ragnarsson frændi minn, er
fallinn frá. Raggi var mér svo
miklu meira en bara hefðbund-
inn frændi – hann var einn
minn allra nánasti vinur und-
anfarin ár og betri vin en
Ragga var ekki hægt að eiga.
Augun voru ósvikin og hjartað
hreint.
Ég gat rætt alla hluti við
Ragga. Vinátta okkar var ung
að árum og það tekur mig sárt
að þurfa að kveðja hann svo
snemma.
Við áttum eftir að ræða svo
ótal margt til viðbótar og hlæja
saman að lífinu og tilverunni –
stundir okkar voru einstakar
og ég sakna þeirra strax.
Raggi var afar farsæll skip-
stjóri og útgerðarmaður. Hann
var hugrakkur og kom til dyr-
anna eins og hann var klæddur
en var jafnframt einstaklega
blíður og einlægur maður.
Raggi var því stórbrotinn kar-
akter sem skilur eftir sig stórt
skarð sem erfitt verður að upp-
fylla.
Raggi barðist við illvígan
sjúkdóm síðustu árin og gerði
það af einstakri auðmýkt. Hann
tókst á við það risavaxna verk-
efni með kærleikann og gleðina
að leiðarljósi – allt til síðasta
dags – og mun hann því ávallt
lifa í minningu minni sem hinn
mikli sigurvegari úr þeirri
glímu. Það verkefni er ekki
hægt að leysa betur en þú
gerðir Raggi minn – það vitum
við öll.
Besti vitnisburðurinn um
farsæla ævi Ragga er fjölskyld-
an hans sem eru Guðrún konan
hans, krakkarnir og barnabörn-
in sem er einstaklega heil-
steypt og samhent fjölskylda
og þannig mun minning Ragga
lifa um ókomin ár.
Ég bið algóðan guð að
styrkja ykkur og afa í sorginni.
Afi og Raggi voru svo góðir
vinir og afi var alltaf gríðarlega
stoltur af Ragga, stráknum sín-
um.
Elsku Raggi, ég kveð þig
með miklum söknuði. Hvíldu í
friði og takk fyrir allar frábæru
stundirnar sem við áttum sam-
an undanfarin ár, elsku besti
vinur og frændi.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Heiðar Lár Halldórsson.
Nú hafa hjónin
úr Hamri, þau Auð-
ur og Birgir, kvatt
okkur með stuttu
millibili. Voru þau
foreldrar æskuvinkonu minnar,
Önnu Möggu. Minningabrot
fylla hjarta mitt og huga.
Dvaldi ég í Hamri löngum
stundum á heimili þeirra með
vinkonu minni, var ávallt vel-
komin hvenær á sólarhringnum
sem var. Mætti einu sinni þar
eldsnemma á hvítasunnumorgni
um kl. 6 ásamt systur minni,
Önnu Björk. Okkur lá svo á að
sýna þeim í Hamri nýju kjólana
sem við fengum kvöldið áður.
Þrátt fyrir loforð við mömmu að
við færum ekkert í önnur hús,
því klukkan væri bara sex og
allir sofandi enn, þá fórum við
samt. Enda Hamar mitt annað
heimili því ekki var um „önnur
hús að ræða“ í huga okkar.
Undarlegt fannst okkur að úti-
dyrnar í Hamri væru læstar,
þær voru það aldrei. Við systur
þurftum að banka talsvert lengi
og fast áður en Birgir kom til
dyra. Svolítið úfinn og ekki al-
Auður Stefánsdóttir
✝ Auður Stef-ánsdóttir fædd-
ist 27. október
1925. Hún andaðist
7. júlí 2016.
Útför Auðar fór
fram 30. júlí 2016.
veg eins og venju-
lega. Heilsaði okk-
ur með virktum,
dáðist að nýju fínu
kjólunum, bauð
okkur svo í bæinn
og sagðist ætla að
vekja hana Önnu
Möggu. Hún væri
nú meiri svefn-
purkan. Eftir smá
stund voru þær
báðar komnar fram
í eldhús, Anna Magga og Auður.
Voru okkar bornar veitingar og
áttum við að venju yndislega
stund hjá þeim. Fórum svo heim
og lögðum okkur aftur, í fínu
kjólunum. Er ekki viss um að
allir myndu taka svona vel á
móti stelpuskottum kl. 6 að
morgni. Sýnir góðmennsku
þeirra hjóna.
Oft fékk maður að njóta þess
hvað Auður var myndarleg hús-
móðir. Alltaf til heimabakað
brauð. Standa þar hæst í mínum
huga brúna randalínan og loft-
kökurnar. Fékk uppskrift hjá
Auði eftir að ég fór að búa. Al-
veg sama hvað ég reyndi, mínar
kökur urðu aldrei eins og hjá
henni.
Ótal ferðir fór ég með þeim
inn í Fagradal þar sem ég
dvaldi oft marga daga í senn.
Einnig fór ég í lengri ferðir með
þeim.
Eitt sinn er ég átti að fara á
sundnámskeið upp í Eiða þá
lagðist ég í hlaupabólu og komst
ekki með hópnum. Var ég mjög
sorgmædd yfir þessu. Birgir
keyrði mig þangað um leið og ég
mátti fara í sund út af bólunum.
Sat ég eins og drottning í fram-
sætinu, fékk að opna öll hliðin
inn Breiðdalinn. Mjög ábyrgð-
armikið.
Fyrir utan allar góðar stundir
með þeim í daglegu lífi, þá
kenndi Birgir mér, hann deildi
fjárhúsum með pabba á tímabili.
Samverustundirnar voru því
margar og dýrmætar þegar ég
lít til baka. Rifjuðum upp þenn-
an gamla tíma þegar ég skaust
yfir til þeirra er ég var á ferð-
inni fyrir austan. Þá heyrðist oft
„þetta voru góðir tímar, Hansa
mín“. Yndislegar minningar sem
ylja manni um hjartaræturnar.
Dýrmætt var að fara austur
um daginn þegar Birgir var
jarðsunginn. Met það enn meira
núna þegar hún Auður kvaddi
svo skömmu síðar. Að fá að hitta
hana og kannski að kveðja hana
þá, án þess þó að gera sér grein
fyrir því á þeim tíma. Er mjög
þakklát að ég skyldi hlusta á
mína innri rödd sem sagði mér
að austur ætti ég að fara.
Bestu þakkir sendi ég yfir til
þeirra hjóna fyrir alla góð-
mennsku við mig og mína.
Elsku Anna Magga, Búi,
Ninna og fjölskylda, ég sendi
ykkur öllum mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Ykkar
Hanna Bára (Hansa).
Mig langar að
kveðja þig, kæri
vinur. Þá er að
rifja upp gamla
tímann.
Það var alltaf gott og gaman
að koma heim í Fagurhól og
heimsækja ykkur Önnu og síð-
ar á Illugagötu þegar þið höfð-
Pétur Pétursson
✝ Pétur Pét-ursson fæddist
13. september 1924.
Hann lést 9. júlí
2016.
Útför hans fór
fram 15. júlí 2016.
uð byggt og flutt
þangað. Oft var
setið lengi yfir
kaffi og alls kyns
góðgæti og mikið
spjallað. Eitt
kvöldið sló öll met,
það var farið að
tefla. Við Anna
sátum í eldhúsinu
og þið Hilmir í
stofunni.
Þegar ég talaði
um að fara heim var komin
mikil spenna og þið sögðuð að
skákin færi alveg að klárast.
En tíminn leið og ekki veit ég
hvor ykkar vann en klukkan
var orðin fjögur að nóttu þegar
skákinni lauk.
Við áttum margar svona góð-
ar stundir saman.
Á sjómannadaginn létum við
okkur ekki muna um að fara á
böllin bæði kvöldin og þá var
mikið dansað. Þið Anna voruð
okkar bestu vinir. Seinna þegar
þú varst orðinn einn þá komst
þú oft til okkar til Vestmanna-
eyja og hringdir líka til að
spjalla. Mikið þótti okkur vænt
um það.
Nú veit ég að þú ert kominn
til Önnu þinnar. Takk fyrir allt
og Guð geymi ykkur. Ykkar
vinkona,
Alda Björnsdóttir,
Vestmannaeyjum.