Morgunblaðið - 11.08.2016, Síða 26

Morgunblaðið - 11.08.2016, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2016 Höskuldur Gunnarsson er bústjóri á tilraunabúinu Stóra-Ármóti í Árnessýslu ásamt konu sinni, Hildu Pálmadótturbúfræðikandidat. Sjálfur er Höskuldur menntaður vélvirkja- meistari, rennismiður og búfræðingur. Börn Höskulds og Hildu eru Helga Margrét 18 ára, tvíburarnir Hannes og Hólmar 16 ára, Hall- gerður 11 ára og Hanna Dóra 9 ára. Stóra-Ármót er ofarlega í Flóanum við ármót Hvítár og Sogs en Búnaðarsamband Suðurlands á og rekur búið. Tilraunir eru í faglegu samstarfi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. „Á veturna eru gerðar fóðrunartilraunir á mjólkurkúm og tilfallandi tilraunir í sam- bandi við sauðfé þótt það sé minna umleikis, en á búinu eru 45-50 mjólkurkýr og 140 kindur. Heyskap er að megni til lokið þetta sumarið og kornþresking og sláturtíð eru framundan.“ Áhugamál Höskulds fyrir utan búskapinn hafa í gegnum tíðina ver- ið bridds og hestamennska. „Við erum með hross til skemmtunar og yndisauka en köllum okkur ekki hrossaræktendur. Ég mæti á bridds- kvöld hjá briddsfélaginu á Selfossi og reyni svo að fara á mót, mæti t.d. alltaf á Briddshátíð Flugleiða. Ég varð Vesturlandsmeistari í tví- menningi árið 2000, en þá bjó ég á Vesturlandi,“ segir Höskuldur, spurður um helstu sigra við spilaborðið. Höskuldur ætlar að halda afmælisveislu með vinum og fjölskyldu á morgun. Fjölskyldan Við útskrift Helgu Margrétar, elstu dótturinnar, frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ síðastliðið vor. Hestamennska og bridds áhugamálin Höskuldur Gunnarsson er fimmtugur í dag E rla Kristín Árnadóttir æddist 11. ágúst 1976 og ólst upp í Vestur- bæ Reykjavíkur. Hún stundaði nám í Melaskóla, Hagaskóla, Mennta- skólanum í Reykjavík og varð stúd- ent frá fornmáladeild árið 1996 og lagadeild Háskóla Íslands og varð cand. jur 2002. Erla Kristín var lögfræðingur hjá Sýslumanninum í Reykjavík 2002-2003 og hefur verið lögfræð- ingur hjá Fangelsismálastofnun ríkisins frá 2003, hefur verið sviðs- stjóri fullnustusviðs þar frá 2014 og staðgengill forstjóra. Erla Kristín starfaði einnig sem fimleikaþjálfari með námi hjá KR og Gróttu. Æfir kraftlyftingar Helstu áhugamál Erlu Kristínar eru íþróttir og samvera með fjöl- skyldunni. „Ég er mikill KR-ingur og ólst nánast upp í fimleikasal KR Erla Kristín Árnadóttir, sviðsstj. hjá Fangelsismálast. – 40 ára Vinkonurnar Æskuvinkonur Erlu Kristínar úr Melaskóla samankomnar síðasta haust, frá vinstri: Sandra, Barbara, Erla Hrund, Nína Björk Erla Kristín og Berglind. „Við reynum alltaf að hittast þegar við erum saman á landinu.“ Vesturbæingur á Nesinu Stórfjölskyldan Erla Kristín ásamt manni sínum, foreldrum, systkinum, fyrir utan Hjalta, og börnum um síðustu jól. Hafnarfjörður Móey Dalrós fæddist 5. ágúst kl. 04.30. Hún vó 16 merkur og var 51 cm að lengd. Foreldrar hennar eru Elvar Örn Aronsson og Silja Hanna Guðmundsdóttir. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.