Morgunblaðið - 11.08.2016, Side 27

Morgunblaðið - 11.08.2016, Side 27
þegar hann var og hét. Eftir að ég flutti á Seltjarnarnesið 2006 er ég einnig orðin mikill stuðningsmaður Gróttu enda fer vel saman að halda með báðum félögum. Reynum við fjölskyldan að sækja sem flesta leiki hjá Gróttu, bæði í handbolta og fótbolta. Maðurinn minn er reyndar Víkingur en það passaði vel inn í fjölskylduna mína þar sem afi minn, Einar Baldvin, lék með fyrsta Íslandsmeistaraliði Víkings í knattspyrnu árið 1920 og pabbi minn var leikmaður og þjálfari Vík- ings í handbolta um margra ára skeið og lék m.a. með liðinu sem síðar var valið handboltalið ald- arinnar. Ég hef æft kraftlyftingar frá 2010 og tók þátt í stofnun kraftlyftingadeildar Gróttu árið 2011. Ég var varaformaður deildar- innar 2011-2012 og formaður frá 2012-2016. Það hefur verið ótrúlega gaman að fá að taka þátt í þeim mikla uppgangi sem verið hefur í kraftlyftingum á síðustu árum, sér- staklega hjá konum, en við vorum ekki margar sem vorum að keppa þegar ég byrjaði. Ég hef nú dregið úr keppni en þjálfarinn minn segir að ég eigi að fagna þessum tíma- mótum þar sem ég sé nú orðin lög- giltur öldungur í greininni og eigi framtíðina fyrir mér.“ Fjölskylda Eiginmaður Erlu er Birgir Tjörvi Pétursson, f. 11.5. 1972, hér- aðsdómslögmaður og meðeigandi hjá Lögmönnum Lækjargötu. For- eldrar: Pétur R. Guðmundsson, f . 22.2. 1948, bókari í Reykjavík, og k.h. Sólveig Ólöf Jónsdóttir, f. 19.2. 1949, verslunarkona í Reykjavík Börn Erlu Kristínar og Birgis Tjörva eru Kristín Klara Birg- isdóttir, f. 21.2. 2000, og Árni Pétur Birgisson, f. 11.3. 2006. Systkini Erlu Kristínar eru Hjalti Árnason (hálfbróðir sam- feðra), f. 1.8. 1970, forstöðumaður lögfræðisviðs Byggðastofnunar; Einar Baldvin Árnason, f. 6.12. 1974, héraðsdómslögmaður og með- eigandi hjá BBA legal, og Hildur Árnadóttir, f. 21.3.1981, kennari í MR. Foreldrar Erlu Kristínar eru Árni Indriðason, f. 3.5. 1950, kenn- ari í MR, og Kristín Klara Einars- dóttir, f. 4.7. 1952, deildarstjóri í viðskiptafræði- og hagfræðideild HÍ. Úr frændgarði Erlu Kristínar Árnadóttur Erla Kristín Árnadóttir Jóhanna Jósafatsdóttir húsfreyja í Reykjavík, frá Holtastöðum í Langadal, A-Hún. Ingvar Pálsson kaupmaður í Reykjavík Kristín Ingvarsdóttir húsfreyja í Reykjavík Einar Baldvin Guðmundsson hrl. í Reykjavík Kristín Klara Einarsdóttir deildarstjóri í HÍ Jóhanna Stefánsdóttir húsfreyja, f. á Reynistað í Staðarhr., Skag. Guðmundur Einarsson verslunarmaður í Skagafirði Anna Sigríður Indriðadóttir hjúkrunarfr., bús. á Seltjarnarnesi Sigríður Hafstað húsfreyja á Tjörn í Svarfaðardal Halldór Hafstað bóndi í Útvík, Staðarh. Kári Indriðason sérfræðingur í Landsbankanum Sigurður Indriðason starfsmaður hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð, fyrrv. knattspyrnum. Indriði Sigurðsson knattspyrnumaður, bús. í Rvík Jóhanna J. Einarsdóttir Thors húsfr. í Rvík Axel Einarsson hrl. í Rvík Hilmar Thors framkvæmdastjóri, bús. á Seltjarnarnesi Óskar Þór Axelsson kvikmyndagerðarm., bús. í Rvík Kristín Ingveldur Guðmundsdóttir húsfr. í Rvík Ingibjörg Sigurðardóttir húsfreyja, f. í Valadal á Skörðum, Skag. Árni Hafstað bóndi í Vík í Skagafirði Erla Árnadóttir Hafstað húsfreyja á Seltjarnarnesi Indriði Sigurðsson sjómaður á Seltjarnarnesi Árni Indriðason kennari í MR Anna S. Einarsdóttir húsfreyja, f. í Tumabrekku, Hofssókn, Skag. Sigurður Stefánsson verkamaður á Sauðárkróki Þorsteinn Ólafsson tannlæknir í RvíkÓlafur Þorsteinsson viðskiptafræðingur, bús. í Rvík Kristín Þorsteinsdóttir ritstjóri, bús. í Rvík Í bekkpressumóti Erla Kristín nýbúin að taka góða lyftu. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2016 Hallfríður Eyjólfsdóttir, eðaHalla á Laugabóli, fæddist11. ágúst 1866 í Múla við Gilsfjörð, A-Barð. Foreldrar hennar voru Eyjólfur Bjarnason, bóndi þar, f. 7.6. 1837, d. 22.5. 1916, og k.h. Jóhanna Halldórsdóttir húsfreyja, f. 15.6. 1843, d. 29.12. 1883. Halla ólst hún upp í Múla í stórum systkinahópi. Afar hennar voru báðir prestar í grenndinni, föðurafinn Bjarni í Tröllatungu, sonur Eggerts prests í Stafholti, Bjarnasonar land- læknis Pálssonar, og móðurafinn Hall- dór Jónsson í Garpsdal, en Halldór var 4. maður frá Lárusi lögmanni Gottrup. Vorið 1886 kvaddi Halla æskustöðv- arnar við Gilsfjörðinn tæplega tvítug og hélt norður yfir heiði þar sem hún réðst sem vinnukona að Laugabóli við Ísafjörð innst í Ísafjarðardjúpi. Fáum árum síðar giftist hún Þórði Jónssyni, f. 5.4. 1858, d. 18.10. 1914, syni hjónanna þar Jóns Halldórssonar og Guðrúnar Þórðardóttur. Halla og Þórður eignuðust fjórtán börn en þrjú þeirra misstu þau úr barnaveiki sum- arið 1904. Þórður og Halla reistu sér fyrst bú á Kirkjubóli í Laugardal 1892 en fimm árum seinna tóku þau við búi foreldra hans. Eftir lát Þórðar sá Halla um búið en árið 1921 giftist hún Gunnari Steini Gunnarssyni frá Hvítanesi í Ögursveit við Djúp. Þau héldu áfram búskap á Laugabóli til 1935 þegar Sigurður, sonur hennar, tók við. Eftir Höllu liggja tvær ljóðabækur, Ljóðmæli sem komu út árið 1919, og Kvæði sem komu út árið 1940, þremur árum eftir andlát hennar. Bækurnar eru miklar að vöxtum og ljóðin marg- vísleg að allri gerð. Úrval kvæða henn- ar sem Guðfinna Hreiðarsdóttir gaf út ásamt æviágripi kom út árið 2008 og nefnist bókin Svanurinn minn syngur. Sigvaldi Kaldalóns var nágranni Höllu og tóku þau upp samstarf sem fólst oftast nær í því að Halla færði honum kvæðin og hann samdi lög við þau. Má þar nefna Ég lít í anda liðna tíð og Svanur minn syngur. Halla lést í Reykjavík 6.2. 1937. Merkir Íslendingar Halla Eyjólfsdóttir Ljósmynd/Ljósmyndasafnið Ísafirði 95 ára María Valsteinsdóttir 90 ára Þóranna Brynjólfsdóttir 85 ára Ágústína Eggertsdóttir 80 ára Alda Þorgrímsdóttir Einar Magnússon Erling Markús Andersen Grímur Vilhjálmsson Guðlaug Jóna Ingólfsdóttir Guðmundur Magnússon Sigurjón Ólafsson 75 ára Hjördís Bára Þorvaldsdóttir Ingólfur Hansen 70 ára Haukur J. Kjerúlf Höskuldur Marinósson Ólína Björnsdóttir Sigríður Eiríksdóttir Sigríður Magnúsdóttir Þorsteinn Valtýr Friðriksson 60 ára Auður Matthea Matthíasd. Ásdís Gunnarsdóttir Birna Kristjánsdóttir Björg Helga Atladóttir Gísli Jón Árnason Hrefna Egilsdóttir Ingunn S. Sigurpálsdóttir Ísak Hörður Harðarson Jón Haukur Hauksson Karen Janine Sturlaugsson Kristjana Halldórsdóttir Ragnhildur Rós Indriðad. Sigurjón Leifsson Símon Reynir Unndórsson Tómas Gíslason 50 ára Berglind Garðarsdóttir Björk Filipsdóttir Bryndís Fjóla Sigmundsd. Brynja Guðmundsdóttir Fjóla Jónsdóttir Hanna Símonardóttir Haukur Hauksson Hermann A. Kristjánsson Logi Jóhannesson Margrét Sólveig Hrafnsd. Ragnar Scheving Ragnhildur Eiríksdóttir Rósa Linda Thorarensen Sigrún Birna Norðfjörð Svava Brynja Bjarnadóttir Sveinfríður O. Veturliðad. Þórður Ámundason Þórunn Arnardóttir 40 ára Astrid María Dahl Reynisd. Bjarki Friðriksson Edward Örn Hoblyn Elín Bergmundsdóttir Haraldur Freyr Helgason Jökull Bergmann Þórarinss. Kristrún Bragadóttir Ragnar Páll Rafnarsson Rut Ingólfsdóttir Sigurður Björgv. Magnúss. Þóra Hlynsdóttir 30 ára Adam Steinn Guðmundss. Anna Guðrún Jónsdóttir Anna Ýr Gísladóttir Brynjar Þór Magnússon Droplaug Benediktsdóttir Halldór Örn Halldórsson Hulda Ósk Guðbjörnsdóttir Kristinn Darri Arinbjargars. Sindri Hlífar Guðmundsson Sæmundur Ómar Dúason Þorgils Óttarr Erlingsson Þór Reynir Jóhannsson Ægir Freyr Birgisson Til hamingju með daginn 40 ára Berglind er Reyk- víkingur og ferðamála- fræðingur. Maki: Haraldur Már Gunnarsson, f. 1976, tölvunarfræðingur hjá Metrica. Börn: Andri Már, f. 2006, og Ísabella Anna, f. 2012. Foreldrar: Beinteinn Ás- geirsson, f. 1932, vegg- fóðrarameistari, og Svava Jóna Markúsdóttir, f. 1933, d. 2007, húsmóðir í Reykjavík. Berglind G. Beinteinsdóttir 30 ára Silja býr í Hafnar- firði og er yfirgjaldkeri hjá Íslandspósti. Maki: Elvar Örn Arons- son, f. 1983, smiður hjá JE Skjanni ehf. Börn: Ronja Bergrós, f. 2014, og Móey Dalrós, f. 2015. Foreldrar: Guðmundur Einarsson, f. 1954, leir- kerasmiður og varðstjóri, bús. í Rvík, og Signý Jör- undsdóttir, f. 1956, lista- kona, bús. í Hafnarfirði. Silja Hanna Guðmundsdóttir 30 ára Sindri er Reykvík- ingur og vinnur við stand- setningu hjá bílaumboð- inu Bernhard. Systkini: Ingibjörg Vala Arnarsdóttir, f. 2001, og Viktoría Ýr Arnarsdóttir, f. 2004. Foreldrar: Ragnar Hjálm- ar Ragnarsson, f. 1959, d. 1994, og Sigurbjörg Helga Birgisdóttir, f. 1964, heimavinnandi. Fóstur- faðir: Arnar Tryggvason, f. 1969, sölumaður hjá N1. Sindri Rafn Ragnarsson TE N G IT A U G A R Fallvarnarbúnaður Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Fjölbreytt og gott úrval til á lager Námskeið um fallvarnir fyrir viðskiptavini Skoðanir og eftirlit á fallvarnarbúnaði FA LLB LA K K IR BELTI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.