Morgunblaðið - 11.08.2016, Qupperneq 30
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
„Við erum búin að æfa mjög vel og
erum með alveg dásamlega tónlist.
Uppistaðan er verk eftir Bach og
Händel, þar á meðal einhver feg-
ursta aría að mínu mati sem Händ-
el skrifaði,“ segir orgelleikarinn
Hörður Áskelsson en hann spilar á
Klais-orgel Hallgrímskirkju í há-
deginu í dag en Sigríður Ósk Krist-
jánsdóttir sér um söng.
Einkar ánægjulegt samstarf
Tónleikarnir eru hluti af Al-
þjóðlega orgelsumrinu en á dag-
skrá er meðal annars umrædd aría
eftir Händel, Salómon, þar sem
Sigríður Ósk syngur hlutverk
drottningarinnar af Saba. Á efnis-
skránni eru einnig arían Buss und
Reu úr Matteusarpassíu Bachs,
sönglag eftir Jón Leifs og íslenskt
þjóðlag ásamt tveimur sálm-
forleikjum eftir Bach.
„Sigríður Ósk söng drottning-
arverkið með okkur á Kirkju-
listahátíð fyrir ári síðan ásamt
hljómsveit og kór en ég og orgelið
förum í hlutverk hljómsveitarinnar
að þessu sinni. Ég reyni að herma
eftir flautum hljómsveitarinnar með
orgelinu. Síðan verða þarna einnig
tvö íslensk lög með textum Hall-
gríms Péturssonar,“ segir Hörður.
Tvímenningarnir hafa unnið mikið
saman í gegnum tíðina og segir
Hörður samstarfið einkar ánægju-
legt. Hörður gegnir þar að auki
starfi listræns stjórnanda listalífs-
ins í Hallgrímskirkju í sumar og
segir hann það hafa gengið mjög
vel.
„Við erum búin að vera með
þessa hádegistónleikaröð í nokkuð
mörg ár núna. Ferðaþjónustan er
meðal annars farin að benda fólki
á að kíkja á tónleikana hjá okkur
og það hefur orðið mikil fjölgun á
gestum okkar samhliða fjölgun
ferðamanna hér á landi,“ segir
hann og bætir því kíminn við að
margir þeirra þrammi inn í kirkj-
una í gönguskóm og með bakpok-
ana á bakinu og verði síðan dol-
fallnir yfir fegurð kirkjunnar og
hljómleikanna. Hörður segir það
jafnframt gamla kirkjuhefð að láta
orgelið leika eftir heilli hljómsveit.
„Orgelið í Hallgrímskirkju hef-
ur mjög fjölbreytta möguleika en
það verður að fara varlega því
hversu góð, sterk og falleg sem
röddin er þá er mjög auðvelt að
kæfa hana með orgelinu því það
er svo öflugt. Það er kannski
mesta áskorunin,“ segir hann en
þess má geta að hádegistón-
leikaröðin lýkur göngu sinni um
menningarnæturhelgina.
„Þó að þetta sé kannski að-
allega hugsað fyrir útlendingana
er svo sannarlega full ástæða fyrir
heimafólk að koma og hlusta á
Sigríði Ósk og þá tónlist sem við
erum að bjóða upp á,“ segir Hörð-
ur að lokum.
Samtal raddar og orgels
Morgunblaðið/Ófeigur
Tvímenningar Hörður og Sigríður Ósk við orgelið í kirkjunni en uppistaðan í dag er verk eftir Bach og Händel.
Sigríður Ósk syngur með Herði á Alþjóðlegu orgelsumri
Meðal annars verður boðið upp á drottningararíu Händels
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2016
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár
Söngkonan og lagahöfundurinn
Keren Ann heldur órafmagnaða
tónleika í Bjórgarðinum á Foss-
hótel Reykjavík 23 ágúst nk. Eru
þetta fyrstu einkatónleikar hennar
á Íslandi, en síðast kom hún fram
hérlendis með Barða Jóhannssyni
undir heitinu Lady & Bird ásamt
Sinfóníuhljómsveit Íslands í Há-
skólabíói. Tónleikarnir nú verða
eingöngu fyrir boðsgesti en aðeins
verður hægt að nálgast boðsmiða
með því að hlusta á Poppland á Rás
2 og taka þátt í leik á Facebook síðu
Bjórgarðsins. „Þar sem Bjórgarð-
urinn rúmar innan við hundrað
manns er ljóst er
að færri munu
komast að en
vilja,“ segir m.a.
í tilkynningu frá
tónleikahaldara.
Keren Ann gaf
út sína sjöundu
sólóplötu fyrr á
árinu hjá útgáf-
unni EMI/
Capitol við góðar viðtökur. Nokkrir
af þekktustu tónlistarmönnum
heims hafa leikið lög Keren Ann s.s.
Iggy Pop, David Burns, Jane Birkin
og Francoise Hardy.
Fyrstu einkatónleikar Ann á Íslandi
Keren Ann
„Við fengum Pál Óskar til að spila
á hátíðinni í fyrra og hann end-
urtekur leikinn í ár. Jón Jónsson
kemur síðan til með að slútta fyrsta
kvöldinu. Síðan verða þarna bönd
eins og Nykur, Rythmatic og Lily
of the Valley. Hátíðin er þekkt fyrir
að gefa ungu og upprennandi tón-
listarfólki séns í bland við þekktari
nöfn,“ segir Adam Smári Her-
mannsson en hann er fram-
kvæmdastjóri hátíðarinnar Gær-
unnar ásamt Ásdísi Þórhallsdóttur.
Hátíðin, sem fer fram á Sauð-
árkróki, hefst í kvöld og stendur til
sunnudags.
Sextíu sóttu um
„Hátíðin í ár verður nokkurn
veginn með sama sniði og í fyrra.
Við fækkuðum aðeins böndunum og
gefum þeim sem koma fram þannig
aðeins meiri spilatíma í staðinn.
Þarna verða tuttugu og tvö atriði
sem dreifast jafnt og þétt yfir
þessa þrjá daga, fimmtudag, föstu-
dag og laugardag. Í kvöld verðum
við með svokallað sólóistakvöld sem
haldið verður á skemmtistaðnum
Mælifelli en næstu tvö kvöldin
verðum við á stóra sviðinu í
geymsluhúsnæði fyrirtækisins Loð-
skinn,“ segir Adam Smári en auk
þess verður boðið upp á barna-
skemmtun á laugardeginum.
„Við stóðum fyrir samskonar
barnaskemmtun á Mælifelli með
Páli Óskari í fyrra og það gekk ein-
staklega vel. Ég vann sjálfur í
nokkur ár sem dyravörður á Mæli-
felli og ég hef aldrei nokkurn tíma
séð fólk koma jafn sveitt út af balli
og á þessari ákveðnu skemmtun.
Staðurinn var stappaður og þvílík
hamingja í gangi. Við ætlum því að
endurtaka viðburðinn í ár og það er
alveg æðislegt að hafa mann eins
og Pál Óskar með okkur í því,“ seg-
ir hann.
„Það eru margir sem halda að
hátíðin sé bara fyrir ungmenni en
það er mikill misskilningur. Á aðal-
tónleikum Páls Óskars í fyrra var
náttúrlega átján ára aldurstakmark
en börn mega koma í fylgd með
fullorðnum. Ég held að yngsti gest-
urinn hafi verið sex ára og sá elsti
um áttrætt. Fólk á öllum aldurs-
hópi var þarna komið til að
skemmta sér. Þó svo að fólk þekki
ekki endilega öll nöfnin sem koma
fram þá er þetta allt sérvalið lið.
Það sóttu sextíu atriði um að fá að
koma fram á hátíðinni í ár og það
komust aðeins tuttugu og tvö að.
Þetta var gríðarlega erfitt val en
við erum mjög sátt við það,“ segir
Adam Smári.
Áfram þrátt fyrir gjaldþrot
Babb kom í bátinn hjá skipu-
leggjendum tónlistarhátíðarinnar
þegar fyrirtækið Loðskinn á Sauð-
árkróki fór í gjaldþrot fyrr í sumar
en hátíðin hefur verið haldin í
geymsluhúsnæði fyrirtækisins und-
anfarin ár. Það var því tvísýnt á
tímabili hvort hátíðin yrði haldin í
ár enda skyndilega orðin húsnæð-
islaus. Það náðist samt sem áður að
semja við kröfuhafa Loðskinns og
Gæran fær því að halda sínu striki
á sama stað og hún hefur verið
undanfarin ár.
„Við erum ævinlega þakklát
Gunnsteini Björnssyni og Sigríði
Káradóttur sem eru með Loðskinn.
Þau lögðust í það sjálf að hátíðin
fengi að vera þarna inni þrátt fyrir
allt sem á undan hafði gengið. Há-
tíðin var í mikilli óvissu í mánuð en
það reddaðist allt og ég hef fulla
trú á því að hátíðin fái að vera
þarna á næstu árum. Kröfuhafar og
eigendur eru bara í endurfjármögn-
unarferli núna. Menn hafa trú á því
að Loðskinn hafi ekki lagt end-
anlega upp laupana,“ segir Adam
Smári en hann bætir við að hátíðin
hafi ætíð farið friðsamlega fram.
„Ég tók við hátíðinni sem eigandi
og framkvæmdastjóri í fyrra. Ég
hef þó unnið við hátíðina frá upp-
hafi í gæslu og öðru og það hafa
aldrei komið upp árekstrar á milli
fólks. Það hafa heldur aldrei komið
upp nein fíkniefnamál eða þess
háttar, þetta hefur alltaf farið mjög
friðsamlega fram,“ segir hann að
lokum.
Hátíð Páll Óskar verður aðalnúmerið á Gærunni í ár en meðal annarra sem
koma fram eru Jón Jónsson, Nykur, Rythmatic og Lily of the Valley.
Valið á milli
sextíu atriða
Gæran á Sauðárkróki nú um helgina