Morgunblaðið - 11.08.2016, Síða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2016
• Konica Minolta fjölnotatækin (MFP) eru
margverðlaunuð fyrir hönnun, myndgæði, notagildi,
umhverfisvernd og áreiðanleika.
• Bjóðum þjónustusamninga, rekstrarleigusamninga og
alhliða prentumsjón.
• Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki,
stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt
að gera kröfur um gæði og góða þjónustu.
• Kjaran er viðurkenndur söluaðili á
prentlausnum af Ríkiskaupum.
Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is
BLI A3 MFP Line of the Year:
2011, 2012, 2013, 2014
bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki
BLI Pro Award:
2013, 2014
á fallegum, notalegum stað á
5. hæð Perlunnar.
ERFIDRYKKJA
Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is
Pantanir
í síma
562 0200
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
„Það er alltaf áhugavert fyrir mig að
sjá hvernig fólk bregst við og upp-
lifir verkin en þau eru í mismunandi
tengslum við samfélagið og listasög-
una og því munu ýmsar hugsanir
myndast. Áhorfandinn er svo al-
gjörlega frjáls í því hvernig hann vill
túlka það,“ segir Karin Sander
myndlistarkona sem opnar sýningu í
i8 gallerí við Tryggvagötu í dag en
sýningin stendur til 24. september
næstkomandi.
Verk hennar á sýningunni virðast
gjörólík við fyrstu sýn en þar koma
saman verk sem segja má órafjarri
hvert öðru eins og grænmeti sem
neglt hefur verið upp á vegg eða
ljósmynd tekin á farsíma. Hins veg-
ar þegar betur er að gáð sést að þau
snúast öll um það hvernig smávægi-
leg ástandsbreyting opnar fyrir
möguleikann að búa til eitthvað ann-
að og nýtt. Þetta segir í tilkynn-
inguna um sýningu Karin en þetta
er þriðja einkasýning hennar í i8
galleríi.
Ísland hefur áhrif
Aðspurð hvort vera hennar á Ís-
landi hafi áhrif á verkin sem hún
setur upp á sýningunni segir hún
svo vera. „Það er hvernig maður
hugsar um ákveðnar ástæður, hvað
passar og hvað mig langar að sýna
hér á Íslandi – það tengist því til
dæmis hvað vex hér,“ segir hún en
grænmetið sem hún hengir upp á
vegg er til að mynda fengið hér á
landi og var Karin á leið í það verk-
efni þegar blaðamaður náði af henni
tali.
Karin hefur gefið grænmetisverk-
unum heitið Eldhúsverk og eru þau
31 talsins. Þau mætti túlka sem
popplistaverk sem spíra út úr
veggnum en hún lætur hversdags-
lega hluti virðast gervilega svo hug-
arflug áhorfandans fari af stað.
Myndir teknar á farsímann
Þá hefur Karin einnig gert ljós-
myndir sem teknar voru á farsíma
hennar í hvert skipti sem einhver
hringdi í hana. „Þetta eru skyndileg
skot og myndefnið veltur á því
hvernig þú heldur á símanum akk-
úrat á þeirri stundu og getur verið
nærmynd af borðfæti, gólfteppi eða
landslagi,“ segir hún en með því búi
hún til eitthvað sem ekki sé hægt að
eiga við eftir á. „Það er alltaf ein-
hver annar sem er með þér í verkinu
– einhver sem hringir,“ bætir hún
við en þannig komið utanaðkomandi
aðili inn í persónulega stund og sé
vísun í það hvernig fólk notið tækið
og sú hugmynd tekin lengra.
Karin hefur með þessu búið til
verklag eða leikreglur, sem segja til
um hvernig verkin verða til og færa
afraksturinn úr hennar höndum.
Ljósmyndirnar sýna því ýmis smá-
atriði sem geta bæði sagt mikið og
lítið um örskotsstund, tiltekinn stað
og landfræðileg hnit hans, segir í til-
kynningunni.
Glerlyfta upp úr þakinu
Karin býr og starfar í Berlín og
Zürich en hún hefur verið prófessor
í myndlist og arkitektúr við ETH í
Zürich frá 2007. Verk eftir hana er
að finna víða um heim en nú vinnur
hún að innsetningarverki í listahá-
skóla í Austurríki þar sem glerlyfta
ferðast í gegnum húsið og upp fyrir
þak hússins þannig að farþegi lyft-
unnar geti virt fyrir sér fallegt út-
sýni og umhverfi.
Verkin gjörólík við fyrstu sýn
Karin Sander myndlistarkona opnar
sýningu í i8 galleríi við Tryggvagötu
Morgunblaðið/Golli
Ísland Karin Sander myndlistarkona opnar sýningu í i8 galleríi í dag en það verður hennar þriðja einkasýning í
galleríinu. Hún segir Ísland hafa áhrif á verk sýningarinnar en hún notar m.a. íslenskt grænmeti í Eldhúsverk.
Annað og nýtt Karin sýnir verk sem eru ólík við fyrstu sýn en snúast öll um
að smávægileg ástandsbreyting opnar fyrir það að búa til eitthvað nýtt.