Morgunblaðið - 19.08.2016, Síða 6

Morgunblaðið - 19.08.2016, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 Á hugi minn á mynda- sögugerð kviknaði þegar ég var barn og las Andr- és Önd og allar mynda- sögubækurnar sem Fjölvi og Iðunn gáfu út, þar á meðal Viggó, Sval & Val og Strumpana,“ segir Lóa Hjálmtýsdóttir, teiknari, myndasöguhöfundur og tónlist- arkona, sem stýrir námskeiðinu Myndasögur í Myndlistaskólanum í Reykjavík í haust. „Pabbi átti Heavy Metal-blöðin, MAD og Fa- bulous Furry Freak Brothers, og ég gleypti þetta í mig, án þess að skilja orð í ensku. Amma las líka fyrir mig myndasögur úr dönskum blöðum, sem mig minnir að hafi heitið Bamse og Dukkelise, og þýddi jafnóðum. Á þessum tíma voru alltaf heilar myndasögusíður í Mogganum og DV og myndasögur í Vikunni og barnablöðum eins og Æskunni, og ég las þetta af trúarlegum eldmóði. Þegar ég var átta ára fór ég á myndlistarnámskeið í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og þar gerði ég mína fyrstu myndasögu; söguþráðurinn var sá sami og í kvikmyndinni Night at the Mu- seum. Ég þarf eiginlega að hafa samband við Ben Stiller og rukka hann.“ Sigga Vigga Lóa lauk BA-prófi í myndlist frá Listaháskóla Íslands og stundaði teikni- og myndasögunám við Par- sons í New York. Síðastliðið vor út- skrifaðist hún með meistaragráðu í ritlist frá Háskóla Íslands. Hún er spurð út í myndasöguhefðina, hvað- an hún sé sprottin. „Ég hef ekki skýra mynd í kollinum um hefðina, en elstu myndasögurnar er auðvitað að finna í hellamálverkum og á gömlum reflum. Þetta hlýtur að hafa eitthvað að gera með almennt læsi; fólk getur skilið myndasögur, án þess að kunna að lesa. Bayeux-refillinn er stundum nefndur fyrsta myndasagan. Á Ís- landi man ég helst eftir Siggu Viggu-bókunum eftir Gísla J. Ást- þórsson. Þær las ég heima hjá frænku minni og lifði mig inn í líf verkakvenna í frystihúsum. Svo má ekki gleyma að nefna Gisp!-bræður, en þeir hafa haldið heiðri íslensku myndasögunnar á lofti síðustu ára- tugi.“ Talið berst að yngri myndasögu- höfundum, umfjöllunarefni þeirra og myndrænum stíl. „Hugleikur er meðal annars að gera heimsend- asögur, Halldór fæst við pólitík og hversdaginn, Lilja Björg teiknar hversdagsleikann og Lilja Hlín og Sigmundur fjalla um allt milli him- ins og jarðar,“ segir Lóa. „Þorri ger- ir framtíðarsögur, Bjarni túlkar hversdaginn, Jóhann Lúðvík fjallar um kúk og fleira, Gombri hennar El- ínar Eddu gerist í dystópískri lo-fi hliðarvídd, Kjarnó gerir ofurhetjur og klám, Birtu sögur eru ljóðrænar og Sirrý og Smári teikna vampírur og allskonar. Sjálf geri ég oftast sögur um passíft/aggressíft fólk í fyrsta heiminum, eða alkóhólista og brjálaðar konur. Þetta er svona stiklað á stóru-upptalning.“ Allt leyfilegt En hverjir skyldu vera helstu kostir þess að notast við þetta frá- sagnarform, myndasöguna? „Að- alkostirnir við frásagnarformið eru þeir að það er opið og frjálst,“ út- skýrir Lóa. „Fólk má í raun og veru gera hvað sem er og umfjöllunar- efnið getur verið allt milli himins og jarðar, út fyrir alheiminn, líf og dauða. Samfélagsrýnin á að sjálf- sögðu heima í myndasögunni, eins og allt annað umfjöllunarefni. Stundum er hægt að koma hlutum hraðar til skila með myndasögu en með öðrum leiðum.“ Myndasögur höfða jafnt til barna og fullorðinna – er myndmál málið sem allir skilja, að hennar mati? „Já, ég tel að myndmál sé málið sem allir skilja, en aftur á móti eru ekki allir jafnhrifnir af því.“ Lóa er innt eftir því hver sé galdurinn á bak við góða myndasögu. „Galdurinn er að segja satt og vera einlægur í verkum sín- um. Ef ég myndi til dæmis reyna að vera mjög töff, þá myndu sögurnar mínar ekki virka“. Hvaða myndasögum íslenskum mælir hún helst með og hvaða höf- undar, íslenskir og/eða erlendir, eru í sérstöku uppáhaldi hjá henni? „Ég mæli með því að fólk lesi Myndasag- an: Hetjur, skrýmsl og skattborg- arar eftir Úlfhildi Dagsdóttur. Froskur útgáfan er að gera góða hluti og gefur út nýjar þýðingar á Sval og Val og Ástríki og öllu þessu liði. Forlagið gefur svo út mynda- sögur eftir Hugleik og mig. Sjálf held ég sérstaklega mikið upp á Elínu Eddu og René French, Julie Doucet, Lynda Barry, Daniel Clowes, Lewis Trondheim og Mar- jane Satrapi. Ég er pottþétt að gleyma einhverjum. En ég hangi sem sagt með Indie-liðinu. Ofur- hetjurnar eru allt annar kapítuli og ég er nýbyrjuð að kynna mér þær því fjögurra ára sonur minn talar ekki um annað.“ Saga á bók En aftur að námskeiði hennar Myndasögur, sem hefst 12. sept- ember og stendur fram í miðjan des- ember. „Námskeiðið er ætlað fólki frá 16 ára aldri og ekki er krafist góðrar teiknikunnáttu,“ segir Lóa. „Myndasögunámskeið hafa verið haldin í Myndlistaskólanum í Reykjavík í mörg ár, en þau eru aldrei eins. Mitt námskeið fjallar meira um að virkja hugmyndaflugið og læra aðferðir til að búa til mynda- sögur úr því sem þú veist nú þegar. Námskeiðið er sambland af skap- andi skrifum og fjölbreyttum teikni- og myndasöguæfingum. Mikil áhersla verður lögð á hugmynda- vinnu og hvernig hægt er að nýta hversdagslega atburði og minningar sem grunn fyrir myndasögugerð. Á námskeiðinu verður einnig farið í einfalda bókagerð og nemendur gera sínar eigin myndasögubækur.“ www.myndlistaskolinn.is beggo@mbl.is Málið sem allir skilja Lóa Hjálmtýsdóttir teiknari leggur áherslu á að virkja hugmyndaflugið og leita fanga í hversdagslegum at- burðum á námskeiðinu Myndasögur, sem Mynd- listaskólinn í Reykjavík býður upp á í haust, en sjálf fjallar hún í sínum sögum aðallega um pas- síft/agressíft fólk í fyrsta heiminum, eða alkóhólista og brjálaðar konur. Morgunblaðið/Þórður Frumraunin „Þegar ég var átta ára fór ég á myndlistarnámskeið og þar gerði ég mína fyrstu myndasögu; söguþráðurinn var sá sami og í kvikmyndinni Night at the Museum. Ég þarf eiginlega að hafa samband við Ben Stiller og rukka hann,“ segir Lóa Hjálmtýsdóttir. Lífið Myndasögur Lóu njóta mikilla vinsælda. ’Galdurinn er aðsegja satt og veraeinlægur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.