Morgunblaðið - 19.08.2016, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016
Nemum í alþjóðlegum fagháskólum gefst einstakt tækifæri til
að kynnast suðupotti hugmynda, stefnum og straumum víða
að úr heiminum. Nám erlendis opnar einnig möguleika á að
hitta „rétta“ fólkið og komast áfram á alþjóðlegum markaði.
Háskólanám erlendis
á sviði skapandi greina
International
Education
& Know How
KRINGLUNNI ISTORE.ISSérverslun með Apple vörur
MacBook Air 13"
Þunn og létt með rafhlöðu
sem dugar daginn
MacBook Pro Retina 13"
Alvöru hraði í nettri og léttri hönnun
Ótrúleg skjáskerpa
Frá 242.990 kr.
Mac skólabækurnar
fást í iStore Kringlunni
Við gerum betur í þjónustu
með skjótum og sveigjanlegum
vinnubrögðum. Ef MacBook
keypt hjá okkur bilar lánum við
MacBook tölvu á meðan
viðgerð stendur.
N
ámskeiðaúrvalið hjá
Opna háskólanum í HR
verður fjölbreyttara
með hverju árinu. Dag-
skrá vetrarins er farin
að taka á sig nokkuð góða mynd og
að þessu sinni verða í boði meira en
20 námskeið sem spanna tvær ann-
ir. Þá er ótalinn fjöldi stuttra nám-
skeiða. „Við erum alltaf með putt-
ann á púlsinum og hugmynd að
nýju námskeiði sem verður til að
morgni getur verið orðin að veru-
leika í sömu viku,“ segir Guðmunda
Smáradóttir, forstöðumaður Opna
háskólans.
Á svissneska vísu
Námið er sniðið að óskum og
þörfum atvinnulífsins og margt í
námskránni sem vert er að vekja
sérstaka athygli á. „Við erum til að
mynda að bjóða aftur upp á nám í
hótelstjórnun. Þetta nám hóf göngu
sína síðasta vetur og hefur gengið
gríðarlega vel. Námið er skipulagt í
samstarfi við virtan svissneskan
hótelskóla, César Ritz Colleges,
kennt á ensku og lýkur fyrsta vetr-
inum með diplómagráðu. Í fram-
haldi eiga nemendur þess kost að
ljúka námi sínu í Sviss og hljóta
BIB-gráðu (e. Bachelor of Int-
ernational Business). Mikil þörf er
á menntun í hótelstjórnun og veit-
ingahúsarekstri í ljósi aukins
straums erlendra gesta til landsins
og hafa viðtökur verið mjög góðar,“
segir Guðmunda.
Þá bætist við nýtt nám fyrir
stjórnendur í verslun og þjónustu.
„Um er að ræða námskeið sem
spannar eina önn og tæpir á fjölda
atriða sem reynir á í starfi stjórn-
andans. Nemendur læra t.d. þjón-
ustustjórnun og sölutækni, mann-
auðsstjórnun og vinnurétt,
leiðtogahæfni, rekstur, fjármál og
uppstillingu og framsetningu á
vöru,“ útskýrir Guðmunda en nám-
ið var þróað í samstarfi við Samtök
verslunar og þjónustu og fyrirtæki
í verslun og þjónustu. „Eins og með
annað nám Opna háskólans miðar
kennslan að því að færa nemendum
í hendur hagnýta þekkingu sem
þeir geta byrjað að nota strax í
störfum sínum.“
Liprari mannauðsstjórar
Guðmunda nefnir einnig nýtt
námskeið í mannauðsstjórnun og
leiðtogafærni. „Úti í atvinnulífinu
eru margir sem sinna mannauðs-
stjórnun án þess endilega að hafa
menntað sig sérstaklega til starfs-
ins. Svo eru líka margir sem standa
mögulega á krossgötum og langar
að fást við ný verkefni og áskor-
anir. Námskeiðið ætti að höfða til
þessa hóps og hafa skráningar farið
mjög vel af stað.“
Annað langt námskeið sem verð-
ur í boði í vetur fjallar um vinnslu
og greiningu gagna. „Öll fyrirtæki
eru í dag stútfull af gögnum sem
hægt er að vinna og greina til að
búa til dýrmætar upplýsingar.
Námið fer í greiningarferlið frá a
til ö, og læra nemendur á alls kyns
verkfæri og verkferla til að aðstoða
þá við úrvinnsluna. Spannar námið
tvær annir, samtals 130 klukku-
tíma, og skiptist í tíu námskeiðs-
hluta.“
Aragrúi styttri námskeiða er á
dagskrá í vetur. Segir Guðmunda
t.d. góða aðsókn í verkefnastjórnun
og áætlanagerð, stafræna markaðs-
setningu og þá eru Excel-
námskeiðin sívinsæl „Sama hvað
framboðið á Excel-námi eykst þá
eykst eftirspurnin samhliða. Enda
er Excel svo fjölhæft og öflugt tæki
hvort heldur til að afkasta meiru í
starfi eða einfaldlega halda utan
um mataruppskriftirnar.“
Með á nótunum
Fólk á vinnumarkaði virðist í dag
gera sér mjög góða grein fyrir mik-
ilvægi símenntunar. Guðmunda
bendir á að framfarirnar séu svo
miklar á öllum sviðum að þekking
fólks og menntun úreldist hratt ef
símenntuninni er ekki sinnt. „En
gildi símenntunar felst líka í því að
fá að umgangast kollegana og
styrkja tengslanetið. Vinnuveit-
endur eru líka meðvitaðir um að
það að fjárfesting í sí- og endur-
menntun starfsmanna býr ekki að-
eins til öflugri vinnustað heldur
eykur jafnframt starfsánægju.“
ai@mbl.is
Sniðið að þörfum atvinnulífsins
Hótelstjórnunarnámið hef-
ur farið vel af stað hjá
Opna háskólanum. Í vetur
verður meðal annars í boði
nýtt nám í mannauðs-
stjórnun.
Morgunblaðið/Ófeigur
Fjárfesting „Vinnuveitendur eru líka meðvitaðir um að það að fjárfesting í sí- og endurmenntun starfsmanna
býr ekki aðeins til öflugri vinnustað heldur eykur jafnframt starfsánægju,“ segir Guðmunda Smáradóttir.
’Sama hvað fram-boðið á Excel-námieykst þá eykst eft-irspurnin samhliða.
Eitt námskeið vetrarins er hugsað sérstaklega fyrir
reynslumikla erlenda stjórnendur. Er um að ræða leið-
togaþjálfun sem gerð er eftir erlendri forskrift og fær
Opni háskólinn til liðs við sig tvo franska kennara sem
hafa sérhæft sig í nýstárlegri kennsluaðferð. „Nám-
skeiðið spannar eina helgi og heitir True North VUCA
Leadership Training, en VUCA stendur fyrir „Volatility,
Uncertainty, Complexity and Ambiguity“,“ segir Guð-
munda. „Það sem þátttakendur eiga að fá út úr nám-
skeiðinu er að læra að vinna undir miklu álagi í óáreið-
anlegu umhverfi, læra nýjar leiðir til að fást við
vandamál og vinna saman þvert á menningarheima.“
Námskeiðið minnir helst á Survivor-þátt. „Farið er
með fólkið út á land þar sem það þarf að spreyta sig í al-
veg nýju umhverfi. Þetta getur verið staður eins og
Fimmvörðuháls eða Sólheimasandur og verða þátttak-
endur að redda sér. Má vænta þess að þurfa að eyða
nóttinni í tjaldi, borða þurrmat og fara út fyrir þæg-
indarammann,“ segir Guðmunda og bætir við að vonir
standi til að íslensk náttúra laði að þátttakendur. „Sam-
bærileg námskeið hafa verið haldin í Frakklandi með
góðum árangri en vitaskuld við allt aðrar aðstæður.“
Stjórnendur reyna á getuna í íslenskri náttúru