Morgunblaðið - 19.08.2016, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 19.08.2016, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 Múlalundur Vinnustofa SÍBS Reykjalundur 270 Mosfellsbær Sími 562 8500 mulalundur@mulalundur.is www.mulalundur.is Láttu gott af þér leiða þegar þú verslar skólavörur Vörur frá Múlalundi skapa störf fyrir fólk með skerta starfsorku Takk fyrir að versla við Múlalund Vinnustofa SÍBS Skólavörur Fjölbreytt úrval í fallegri verslun í Mosfellsbæ og vefverslun Múlalundar Þ að mætti kalla Íslendinga Dale Carnegie-þjóð en frá upphafi hafa rúmlega 25.000 Íslendingar útskrif- ast af Dale Carnegie- námskeiðum. „Og þá teljum við ekki með þá sem hafa komið til okkar á styttri vinnustofur og kynning- arfundi, eða þá sem hafa komið á námskeið en ekki útskrifast,“ segir Ragna Klara Magnúsdóttir, verk- efnastjóri og Dale Carnegie-þjálfari. Lesendur ættu að þekkja Dale Carnegie-ræðunámskeiðin en starf- ið gengur þó út á margt fleira en bara að læra að fanga áheyrendur þegar komið er upp í ræðustól. „Það sem byrjaði sem ræðunámskeið hef- ur þróast meira út í sjálfsuppbygg- ingu og leiðtogahæfni, þar sem fólk lærir að vera leiðtoginn í eigin lífi, taka sínar eigin ákvarðanir og setja sér markmið og ná þeim.“ Sjálfstraust og jákvætt viðhorf Meðal þess sem Dale Carnegie mun leggja sérstaka áherslu á í vet- ur eru námskeið fyrir ungt fólk. Þar fá ungmennin gott veganesti til að takast á við lífið og þær áskoranir sem fylgja því að fullorðnast. Eru þessi námskeið aldursskipt, þar sem byrjað er á miðstigi grunnskólans, 5. til 7. bekk, svo unglingastigi eða 8. til 10. bekk, því næst framhalds- skólastigi og loks að ungt fólk á há- skólaaldri, 21 til 25 ára myndar sér hóp. „Námsefnið er þó allt það sama þótt þátttakendum sé skipt eftir aldri og þjálfunin löguð að þeim aldri sem um ræðir hverju sinni,“ bætir Ragna við. „Miðar námskeiðið að því að auka sjálfstraust, bæta sam- skiptahæfileikana, tileinka sér já- kvætt viðhorf og með þessu öllu ná meiri árangri í lífinu.“ Námskeiðið sem um ræðir spann- ar átta vikur og hittist hópurinn Gott veganesti fyrir næstu kynslóð Dale Carnegie heldur námskeið fyrir ungt fólk frá 5. bekk upp í háskóla. Þátttakendur eru byggðir upp og læra að vera leiðtoginn í eigin lífi og ná markmiðum sínum. Morgunblaðið/Golli Marghliða „Miðar námskeiðið að því að auka sjálfstraust, bæta samskiptahæfileikana, tileinka sér jákvætt viðhorf og með þessu öllu ná meiri árangri í líf- inu,“ segir Ragna. Hvatning Vanir þjálfarar leiða hópinn í gegnum efnið á jákvæðan hátt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.