Morgunblaðið - 19.08.2016, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 19.08.2016, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 MORGUNBLAÐIÐ 15 Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Nám og kennsla Danslistarskóli JSB er viðurkenndur af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem listdansskóli á grunn- og framhaldsskólastigi. Nánari upplýsingar um nám við skólann er að finna á www.jsb.is undir Danslistarskóli JSB. Kennslustaður: Danslistarskóli JSB í Reykjavík, Lágmúla 9 og Laugardalshöll. E FL IR al m an na te ng sl / H N O TS K Ó G U R gr af ís k hö nn un Viltu gerast vinur JSB? Danslistarskóli JSB er á facebook Danslistarskóli JSB er samstarfsaðili að Frístundakorti Reykjavíkurborgar Vertu með í vetur! Innritun fyrir haustönn stendur yfir á www.jsb.is Kennsla hefst 5. september Rafræn skráning er á jsb.is, nánari upplýsingar í síma 581 3730 FRAMHALDSNEMENDUR OG NÝNEMAR Jazzballett Skemmtilegt og fjölbreytt dansnám fyrir stelpur og stráka frá 6 ára aldri. Í boði eru byrjenda- og framhaldshópar á aldrinum 6-7 ára, 8-9 ára, 10-12 ára, 13-15 ára og 16 ára og eldri Uppbyggileg dansþjálfun sem veitir nemendum útrás fyrir dans- og sköpunargleði. Unnið er með fjölbreytta tónlist í tímum en dansþjálfunin eflir tónskynjun, samhæfingu, líkamsstyrk og liðleika. Frábært dansnám sem eflir og styrkir nemendur, bæði líkamlega og andlega. Forskóli fyrir 3-5 ára Skemmtilegt og þroskandi dansnám fyrir börn á aldrinum 3-5 ára. Dansgleði og hreyfifærni nemenda virkjuð í gegnum dans og leiki. Kennt er 1x í viku. vikulega. Ragna vill ekki gefa of mikið upp um hvað fer fram í tím- unum því þjálfunin felst meðal ann- ars í því að stíga út fyrir þæginda- hringinn, sem kann að fæla suma frá. „En krakkarnir njóta leiðsagnar vandaðra þjálfra sem kunna að hvetja þau áfram og fylgja þeim með réttum hætti í gegnum ferlið. Þátt- takendurnir eru oft stressaðir í fyrsta tímanum en reynslan sýnir okkur að þau eru strax orðin miklu oppnari í næsta tíma, og hægt að sjá mikinn mun í þriðja eða fjórða tíma.“ Feiminn og fúll táningur í Noregi Eflaust eru margir sem óska þess að þeir hefðu fengið svona þjálfun á unglingsárunum, enda tímabil sem vill einkennast af tilefnislausri óframfærni, bjagaðri sjálfsmynd og alls kyns kjánaskap sem smám sam- an víkur með auknu viti og þroska. Ragna nefnir dæmi úr eigin lífi, um það þegar hún flutti 13 ára gömul með fjölskyldu sinni til Noregs. „Hún mamma var búin að segja mér að þetta yrði þvílíkt ævintýri, ég myndi eignast fullt af nýjum vinum og dvölin í Noregi yrði ótrúlega skemmtileg. Ég trúði öllu sem hún sagði og fór mjög bjartsýn út í maí með allt sumarið framundan. Nema hvað, það gerðist ekki neitt. Ég þorði ekki að fara út, þorði ekki að nálgast neinn, sat bar heima með fjölskyldunni, saknaði vinanna á Ís- landi og lét mér leiðast,“ segir Ragna. „Mér verður stundum hugs- að til baka um hvað þetta sumar hefði getað verið öðruvísi ef ég hefði verið búin að taka Dale Carnegie- námskeið. Eflaust hefði ég þá drifið mig út og ekki látið feimnina standa í vegi fyrir því að kynnast nýju fólki. Í staðinn fóru fyrstu þrír mánuðirnir í Noregi í eintóma vorkunn og væl.“ Áskoranir unglingsáranna Ef eitthvað er þá er núna brýnna en nokkru sinni að unga fólkið fái leiðsögn og þjálfun af þessum toga. Heimurinn er krefjandi fyrir ung- linga, einkennist af pressu og freist- ingum. Hætturnar eru á hverju strái og margt sem getur beint efnilegum einstaklingum á ranga braut. „Það er t.d. áskorun fyrir krakkana að viðhalda jákvæðri sjálfsmynd í allri þeirri útlitsdýrkun sem þau upplifa allt í kringum sig, og auðvelt fyrir þau að upplifa umheiminn þannig að alltaf sé einhver að dæma þau.“ Eft- ir því sem ungmennin þroskast breytast vandamálin. „Í námskeið- inu sem stílar á fólk á háskólaaldri eru margir að glíma við það að vera óákveðnir um hvaða stefnu skal taka í námi og störfum. Þau eru líka kom- in á þann stað að vönduð og fagleg framkoma skiptir enn meira máli, hvort heldur flytja þarf fyrirlestur í háskólanum eða koma vel fyrir í at- vinnuviðtali. Sumt af þessu unga fólki kvíðir því alveg svakalega að fara í atvinnuviðtal, þurfa að sitja á móti manneskju sem það þekkir ekki neitt og eiga gott samtal um eigin getu og reynslu.“ Gera upp eigin hug Foreldrar sem eru að lesa þessa grein hugsa eflaust, þegar hér er komið sögu, að svona námskeið væri tilvalið fyrir þeirra barn. Hvernig á þá að vekja áhugann hjá ungmenn- inu? Ragna segir gott fyrsta skref að koma á kynningarfund. „Við höldum reglulega kynningarfundi þar sem foreldrar og ungmennin þeirra geta fræðst nánar um námskeiðin. Þessir fundir eru ókeypis og engin skuld- binding sem fylgir þátttökunni. Krakkarnir eru oft reiðubúnari að taka þátt ef þau hafa fengið tækifæri til að heyra sjálf og meta hvað þeim stendur til boða, og líklegra til ár- angurs en ef þau eru neydd til að taka þátt eða mútað til þess.“ ai@mbl.is ’Krakkarnir eru oftreiðubúnari að takaþátt ef þau hafa fengiðtækifæri til að heyra sjálfog meta hvað þeim stendur til boða Þroski Feimni og óframfærni heldur mörgum frá draumum sínum.Styrkur Unglingsárin geta verið ólgusjór og erfið viðfangs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.