Morgunblaðið - 19.08.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.08.2016, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 U m þessar mundir er skól- inn að hefja sitt sjöunda starfsár og þorsti nem- enda – fyrst og fremst í fróðleik, nema hvað – virðist hvergi í rénun. Téðir kenn- arar við skólann, þeir Stefán Pálsson og Sveinn Waage, láta alltént vel af aðsókninni. Auk þeirra Stefáns og Sveins kenna þeir Höskuldur Sæ- mundsson og Atli Þór Albertsson við Bjórskólann. „Fyrir nokkru var þetta tekið sam- an og þá kom í ljós að rösklega sex- tán þúsund manns hafa gengið í gegnum og útskrifast úr grunnnámi Bjórskólans,“ útskýrir Sveinn til að byrja með. „Svo erum við náttúrlega með endurmenntun og símenntun ef út í það er farið,“ bætir hann við og þeir kumpánar kíma við. „Fram- haldsnámið, sem við köllum Nám- skeið 203, fór af stað síðasta haust og hefur gengið mjög vel.“ Grunnnám fyrst, framhald svo Spurður hvort almennt sé gerð sú forkrafa í framhaldsnámið að nem- endur hafi lokið grunnnáminu áður en þeir takast framhaldsnámið á hendur segir Sveinn svo vera. Blaða- maður var hálft í hvoru að grínast en hér er ekkert spaug í spili. „Við reynum það, í alvöru, að beina fólki í þann farveg að taka grunn- námskeiðið fyrst, af sömu ástæðu og að þér mun væntanlega ganga hörmulega í stærðfræði 303 hafirðu ekki lagt grunninn með neinu námi þar á undan.“ Þetta segir sig jú sjálft! „Grunnnámið tekur fyrir þessi grundvallaratriði, sagnfræði bjórsins sem er stórskemmtileg, og svo þessi grunnþekking á bjór; hvað er hann, hvernig fúnkerar hann og úr hverju er hann, hverjar eru helstu týpur hans og hvernig njótum við hans með tilliti til glasa, hitastigs og fleira í þessum dúr. Þetta er kjarninn í grunnnáminu og þegar við erum að fara í gegnum framhaldið með nem- endum er óneitanlega betra að þær upplýsingar séu til staðar.“ Bylting á þekkingu landsmanna Þegar þeir félagar voru að hefja kennsluna fyrir sjö árum var tíð- arandinn talsvert annar hvað þekk- ingu landans á bjór áhrærði. „Þegar við vorum að byrja á þessu vissi eng- inn neitt. Ég óttaðist að fá grjótharða bjórnörda á námskeið sem myndu reka mig á gat að gamni sínu. Ég ró- aðist fljótt með það því að meðal al- Í Bjórskólanum er skemmtilegt að vera Enn eitt starfsár Bjórskólans er nú að hefjast og sem fyrr er námsskráin byggð upp í kringum bjór. Það kann að hljóma einfalt í eyrum sumra en sé að gáð eru meiri vís- indi og dýpri sagnfræði að baki bjórnum en búast mætti við, eins og tveir af fjórum stundakennurum – eða öllu heldur bjórprófessorum – við Bjórskólann útskýra. Morgunblaðið/Freyja Gylfa Bjórmenntun „Ég efast um að neinn hafi upplifað breytingarnar sem orðið hafa á bjórmenningunni hér á landi eins náið og við kennararnir. Við erum að hitta fólkið frá viku til viku og sjáum þróunina glögglega eiga sér stað. Aðgangur að upplýsingum er svo gríðarlegur í dag að við erum að sama skapi stöðugt að læra eitthvað nýtt af nemendum okkar. Margt af því er mjög gagnlegt og sumt notum við í kennslunni.“ Námsefni Í Ölgerðinni og fótturfyrirtækinu Bo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.