Morgunblaðið - 19.08.2016, Page 19

Morgunblaðið - 19.08.2016, Page 19
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 MORGUNBLAÐIÐ 19 Síðumúli 20, 108 Reykjavík • Sími 551 8258 • storkurinn.is Opið: Mán.-F ös. 11-18 Lau. 11 -15 Fjölbreytt námskeið í prjóni og hekli Ný verslun á nýjum stað Sjá nánar á www.storkurinn.is S kema hefur getið sér gott orð fyrir að kenna börnum og unglingum forritun. Nú hefur fyrirtækið gengið skrefinu lengra og býður upp á námskeið fyrir fullorðna þar sem viðfangsefnið er nálgast með svipaðri aðferð og á barnanámskeið- unum og forritunin gerð bæði skemmtileg og aðgengileg. Rakel Sölvadóttir er stofnandi og framkvæmdastjóri Skema. „Fyr- irtækið var stofnað með það fyrir augum að mæta þörfum einstaklinga sem passa ekki alveg inn í mennta- kassann, og um leið að finna nýjar leiðir til að nýta tæknina í þágu menntunar. Bjóðum við upp á nám í grunnforritun, vefsíðugerð, leikja- forritun og iPad-forritun. Einnig er- um við með námskeið sem hugsað er sem undirbúningur fyrir tölv- unarfræðinám við Háskólann í Reykjavík,“ útskýrir Rakel. Skema hefur áður tekið við full- orðnum nemendum í kenn- araþjálfun. „Þar er kennurum kennt hvernig á að kenna börnum að for- rita, og að nýta þau stuðningstæki sem standa til boða við kennsluna,“ segir Rakel. Lykill að framtíðinni Lesendur gera sér eflaust flestir grein fyrir hversu mikils virði það er að kunna skil á forritun. „Forritun er í raun eins og hvert annað tungumál, nema hvað að þetta mál nær yfir samskipti manns og tölvu. Tölvu- tæknin mun varða leiðina inn í fram- tíðina og mun þróunin öll byggja á forritunarkunnáttu,“ segir Rakel. „Við viljum undirbúa börnin fyrir framtíðina svo þau hafi í það minnsta grunnskilning á forritun og hafi tækifærið til að vera skaparar frekar en bara neytendur í þessu nýja um- hverfi.“ Fyrir óinnvígða getur forritun virst mjög flókin og torskilin og flest- ir vita ekki hvað snýr upp og hvað snýr niður þegar þeir lesa tölvukóða. Rakel segir að með réttum kennslu- aðferðum sé hægt að gera þetta flókna viðfangsefni skiljanlegra og skemmtilegra. „Gamla aðferðin til að læra forritun var að krafsa sig í gegnum þurra og leiðinlega doðr- anta. Við förum allt aðra leið, not- umst við myndræna framsetningu á námsefninu og beitum jákvæðri sál- fræði til að halda nemendunum við efnið. Kennsluaðferðirnar hjálpa krökkunum ekki aðeins að læra for- ritun heldur öðlast þeir líka verð- mæta hæfni á borð við athyglisstýr- ingu og verkefnastjórnun.“ Góður staður til að byrja Eftir því sem barna- og unglinga- námskeiðin hafa orðið vinsælli hefur orðið vart við aukna eftirspurn hjá fullorðnum að læra forritun með sama hætti. Rakel segir hægt að beita sömu aðferðum við kennslu fullorðinna, og úr varð að bjóða upp á fullorðinsnámskeið. „Er þetta kjör- inn valkostur fyrir þá sem hafa áhuga en treysta sér ekki í að læra forritun með hefðbundnu leiðinni.“ Meðal námskeiða sem verða í boði er C++ forritun, leikjaforritun með Unity 3D, vefsíðugerð og grafík. „Þá er ótalin foreldrafræðslan, og eflaust eigum við eftir að bæta við fleiri námsmöguleikum eftir því sem líður á veturinn,“ segir Rakel. Enginn verður samt fullmennt- aður forritari á einu námskeiði og þeir bestu í faginu hafa bæði langt nám og mikla reynslu að baki. Rakel segir þó að stuttu námskeiðin eigi að geta komið fólki vel af stað og nýst vel við ýmis verkefni. „Sá sem vill t.d. setja upp einfaldan tölvuleik eða vef- síðu ætti ekki að eiga í nokkrum vanda með það eftir að hafa setið við- eigandi námskeið hjá okkur. Þá gagnast þekkingin mjög vel í öllum samskiptum við forritara og nytsam- legt fyrir stjórnanda eða verkkaupa að geta talað við forritarana á máli sem þeir skilja.“ Allir geta lært að forrita Fullorðinsnámskeið Skema eru á kvöldin og um helgar og spanna allt frá einni helgi upp í 20 til 30 kennslu- stundir. Má oft leita til stéttarfélaga eða vinnustaðar til að taka þátt í námskostnaðinum og leggur Rakel á það mikla áherslu að námið eigi að vera aðgengilegt öllum og engar for- kröfur gerðar um tölvukunnáttu nemenda. „Það er t.d. lífseig mýta að allir forritarar verði að vera miklir stærðfræðisnillingar eða hafa fram- úrskarandi rökhugsun. Vissulega kemur stærðfræðiþekkingin í góðar þarfir þegar er t.d. verið að gera flókna forritun eins og bestun gagna- grunna, en það á ekki við um grunn- verkefni eins og við erum að fást við í okkar námsefni. Svo vill það oft ger- ast að eftir því sem fólk lærir meira í forritun, þeim mun betra verður það í stærðfræði og rökhugsun.“ Rakel minnist eins af uppáhalds- nemendum sínum, sem margir hefðu eflaust talið fyrir fram að ætti lítið erindi í forritunarnám. „Hún var orðin 67 ára þegar hún kom á nám- skeið hjá okkur, starfaði sem kenn- ari, og fann sig svona rosalega vel í náminu að hún hafði á orði: „Það er ekki séns að ég fari á eftirlaun núna. Þetta er allt of skemmtilegt!“ ai@mbl.is Nú getur fullorðna fólkið líka lært hjá Skema Nota svipaðar aðferðir og hafa gefist svo vel við að kenna börnum og ungling- um að forrita. Morgunblaðið/Árni Sæberg Aðgengilegt „Það er lífseig mýta að allir forritarar verði að vera miklir stærðfræðisnillingar eða hafa framúrskar- andi rökhugsun,“ segir Rakel Sölvadóttir. Hún segir ekki gerðar neinar forkröfur í fullorðinsnáminu hjá Skema.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.