Morgunblaðið - 19.08.2016, Page 22

Morgunblaðið - 19.08.2016, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 HAUST NÁM SKEIÐ 2016 SKRÁ NING HAFIN Nánar á www.mir.is og í síma 551 1990 milli kl. 13:00 og 17:00. K onur mæta ekkert síður en karlar til mín á nám- skeiðin og ég heyri oft frá þeim sem eru um eða yfir miðjan aldur að nú ætli þær loksins að bæta sér það upp að hafa ekki notið smíðakennslu í skóla í æsku,“ segir húsgagnasmiðurinn Guðmundur Jón Stefánsson, betur þekktur sem Muggi, sem býður upp á námskeið í húsgagnasmíði í Hand- verkshúsinu í Kópavogi í haust. „Það skemmtilegasta við nám- skeiðið Húsgagnasmíði er að engar vélar eru notaðar, heldur eingöngu unnið með handverkfærum. Við gerum þetta með gamla lag- inu, ef svo má segja. Námskeiðið er fyrir þá sem vilja læra að nota handverkfæri við fínsmíði á ýmsum hlutum, svo sem húsgögnum og nytjahlutum. Þátttakendur læra frá grunni að smíða skemil; kúnstin er að læra að mæla, saga og hefla með ýmsum verkfærum sem henta hverju sinni og setja saman hús- gagnið. Samsetning skemilsins byggist svo á geirneglingu því hvorki er notast við lím, skrúfur né nagla.“ Fura, linditré og ösp Muggi útskýrir að um sé að ræða fjögurra kvölda námskeið í grunn- tækni við húsgagnasmíði, og engrar þekkingar sé krafist af þátttak- endum. „Fjölda nemenda er stillt í hóf, allt efni er innifalið og verkfæri útveguð þar sem hver og einn hefur sína vinnuaðstöðu, sinn hefilbekk út af fyrir fyrir sig, allan tímann. Nem- endur kynnast mörgum hliðum smíðanna með fjölbreyttum, vönd- uðum handverkfærum og ég byrja á því að kenna þátttakendum hvernig á að nota verkfærin, hvernig best er að beita þeim. Lykilatriði er að öll verkfæri bíti vel og ég legg mikla áherslu á það við þátttakendur. Á námskeiðinu vinnum við með mjúkan við, að- allega furu en líka linditré og jafn- vel ösp. Svo fer ég yfir þetta skref fyrir skref, hvernig við byrjum, tök- um spýtu og þurfum að passa að hefla hana rétt. Spýtan þarf að vera alveg slétt, hvorki bogin né snúin, en nemendur læra að rétta hana af ef stefnir í óefni, og loks þarf að gæta þess að hefla spýtuna í rétta þykkt.“ Unnið með hönnuðum Muggi er menntaður húsgagna- smiður frá Iðnskólanum í Reykja- vík, tók sveinsprófið 1998 og lauk meistaraprófi 2003. „Ég hef unnið ýmiss konar smíðavinnu; starfað í húsgagnaverksmiðju, unnið við hús- gagnaviðgerðir, timburhúsasmíði, viðgerð gamalla húsa, sérsmíði og starfað með nokkrum íslenskum húsgagnahönnuðum og hugmynda- smiðum.“ Frá árinu 2008 hefur Muggi starf- að í verslun Handverkshússins og er því í nánum tengslum við við- skiptavini. „Hér býð ég reglulega upp á brýnslunámskeið og hef nokkrum sinnum haldið námskeið í yfirborðsmeðhöndlun á tré, eða notkun á lakki, olíu og bæsi. Ég hélt mitt fyrsta námskeið í húsgagna- smíði 2013 og það fékk strax góðar viðtökur. Það er greinilegt að marg- ir eru áhugasamir um að læra að smíða sín eigin húsgögn og húsmuni og fólki finnst það sérstaklega heillandi að notast eingöngu við handverkfæri. Á húsgagnasmíðanámskeiðunum fæ ég yfirleitt til mín fólk sem hefur Morgunblaðið/Ófeigur Upprunalegt „Það er greinilegt að margir eru áhugasamir um að læra að smíða sín eigin húsgögn og hús- muni og fólki finnst það sérstaklega heillandi að notast eingöngu við handverkfæri,“ segir Guðmundur Jón Stefánsson húsgagnasmiður. Geirneglt með gamla laginu Húsgagnasmiðurinn Guð- mundur Jón Stefánsson, oftast nefndur Muggi, heldur vinsæl námskeið í Handverkshúsinu í Kópa- vogi þar sem þátttakendur læra að smíða húsgögn með handverkfærum og án þess að notast við lím, skrúfur eða nagla. Morgunblaðið/Ófeigur Handverk „Það skemmtilegasta við námskeiðið Húsgagnasmíði er að engar vélar eru notaðar, heldur eingöngu unnið með handverkfærum. ’Fæstir hafa notaðhandhefil áður.prófað ýmislegt í höndunum, hefuráhuga á hvers kyns handverki oglangar að bæta við sig kunnáttu í húsgagnasmíðum. Fæstir hafa not- að handhefil áður. Þátttakendur eru á ýmsum aldri, karlar og konur, allt frá þrítugu og upp í ellilífeyrisþega. Það þarf ekki líkamlegan styrk til þess að smíða húsgögn, þetta er að- eins spurning um tækni og því eru húsgagnasmíðar á allra færi.“ Hefillinn í bílskúrnum Spurður út í framhaldið, að nám- skeiðinu loknu, segir Muggi þátt- takendur ekki þurfa að fjárfesta í miklum græjum til að geta nýtt sér kunnáttuna og smíðað heima. „Það sem þarf til að smíða húsgagn er handhefill, sporjárn, tvö til sex stykki, góð sög, vinkill, sniðmát, rissmát, blýantur, hamar og mæli- tæki, tommustokkur eða málband. Svo þarf að brýna verkfærin og því er nauðsynlegt að eiga þrjú brýni. Vinnuaðstaða þarf náttúrlega að vera fyrir hendi; upphitað herbergi, geymsla eða bílskúr, eftir því sem aðstæður leyfa. Auðvitað er ekki verra að eiga hefilbekk í bíl- skúrnum, það má líka breyta gömlu borði eða smíða sér aðstöðu, en bekkurinn þarf að vera stöðugur sem klettur. En eins og áður sagði, hefilbekkurinn er ekki nauðsyn, handhefill dugir fyllilega.“ www.handverkshusid.is beggo@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.