Morgunblaðið - 25.08.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.08.2016, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Finnar erulangt komn-ir með að reka smiðshöggið á samning um sam- starf í varnarmál- um við Bandaríkin. Sagði Jussi Niinistö, varnarmálaráðherra Finnlands, í viðtali við frétta- veituna Reuters í vikunni að hann vonaðist til þess að sam- komulagið, sem lýtur að sameiginlegum heræfingum, skiptum á upplýsingum og sam- starfi í rannsóknum, yrði undir- ritað áður en Bandaríkjamenn gengju að kjörborðinu í nóv- ember. Svíar gengu frá sams konar samkomulagi við Bandaríkja- menn í júní. Yfirgangur Rússa undanfarin misseri hefur vakið ugg og ótta granna þeirra. Innlimun Krím- skaga í Rússland og íhlutun Rússa í austurhluta Úkraínu ber því órækt vitni hversu langt ráðamenn í Kreml eru tilbúnir að ganga til að tryggja áhrif sín. Rússum finnst þeir vera að- þrengdir en þeir sem þekkja til þess að búa undir oki þeirra vilja allt til vinna til að tryggja öryggi sitt. Finnar og Svíar hafa löngum sett hlutleysi á oddinn, í það minnsta í orði, þótt ekki hafi verið á borði. Í kalda stríðinu sáu Finnar sig vegna nálægð- arinnar tilneydda til að frið- þægja Rússa og til varð hugtak- ið Finnlandisering. Andrei Illarjonov, fyrrver- andi ráðgjafi Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, sagði í viðtali við Svenska Dagbladet fyrir tveimur árum að Finnland væri á ratsjá Pútíns: „Pútín hefur oft sagt að bolsévikarnir og komm- únistarnir hafi gert stór mistök. Hann gæti alveg sagt að bolsé- vikarnir hafi 1917 framið land- ráð gegn rússneskum þjóð- arhag með því að veita Finnlandi sjálf- stæði.“ Þegar slík um- mæli eru látin falla verður ástæða til að líta rússneskar her- æfingar steinsnar frá finnsku landamærunum öðrum augum en ella. Í Svíþjóð sjá menn einnig ástæðu til að vera á varðbergi gagnvart Rússum. Wilhelm Unge, yfirgreinandi gagnnjósna hjá sænsku leyniþjónustunni Säpo, segir að Rússar séu langatkvæðamestir í njósnum í Svíþjóð. „Þeir hafa áhuga á öllu, pólitískum, efnahagslegum, tæknilegum og hernaðarlegum upplýsingum,“ sagði hann í hittifyrra. Hann benti einnig á að rússneski flugherinn hefði verið með æfingar skammt frá sænsku landamærunum, sem virtust ætlaðar til að minna á að Rússar gætu ráðist á nágranna sína, þótt viljinn væri kannski ekki fyrir hendi. Flestir eru sammála um að Rússar muni ekki ráðast inn í Finnland og Svíþjóð, en þeir láta finna fyrir sér með ýmsum hætti. Finnar og Svíar virðast nú til- búnir að ganga lengra í því að undirstrika hvar þeir standa en áður, þótt ekki sé almennur vilji fyrir því að ganga í Atlantshafsbandalagið. Samkomulagi Svía við Banda- ríkjamenn fylgja engar skuld- bindingar á borð við þær sem fylgja aðild að NATO, og það sama mun væntanlega eiga við um samkomulag Finna við þá. Pútín hefur varað Finna og Svía við því að gripið verði til aðgerða gangi þeir í NATO. Með því að ganga til samstarfs við Bandaríkjamenn taka Finn- ar hins vegar af allan vafa um að þeir ætla sér ekki að vera í sömu stöðu gagnvart Rússum og í kalda stríðinu. Semja um samstarf í öryggismálum við Bandaríkin} Finnar taka sér stöðu Það telst vartfréttnæmt lengur þegar Norð- ur-Kóreumenn skjóta eldflaugum á loft í trássi við samþykktir Ör- yggisráðs SÞ. Eitt slíkt til- raunaskot átti sér stað um dag- inn og kallaði fram kunnugleg viðbrögð þar sem þjóðir heims kepptust við að fordæma gjörð- ir Pyongyang-stjórnarinnar. Þar á meðal voru Kínverjar, helstu bandamenn Norður- Kóreumanna. Að þessu sinni var tilefnið þó öllu brýnna en áður. Eldflaugin átti nefnilega upptök sín í kaf- báti, en ekki á norðurkóreskri grund, og náði hún að ferðast um 480 kílómetra áður en hún féll í Japanshaf, innan jap- anskrar lofthelgi. Því miður sýnir þetta framfarir hjá Norður-Kóreu í eldflaugagerð. Þessi þróun er áhyggjuefni fyrir heimsbyggðina. Stjórn- völd í Pyongyang gætu með þessari tækni tekið upp á því að efna síendurteknar hótanir sín- ar gagnvart öðrum ríkjum, einkum Suður-Kóreu, Japan og Bandaríkjunum. Ljóst er að Kínverjum mis- líkar mjög gjörðir Kims Jong- un, einræðisherra Norður- Kóreu, en vilja þó ekki að stjórn hans falli eða að Kóreuríkin sameinist. Á meðan Kim skynj- ar þessa afstöðu Kínastjórnar er hætt við að hann haldi upp- teknum hætti. Kim Jong-un verður æ hættulegri}Varhugaverð þróun Um daginn átti ég leið framhjágamla KR-vellinum í Vestur-bænum. Mér til undrunar sá égað hann var búinn að fá nýttnafn. Nú heitir hann Alvogen-völlurinn. Er það væntanlega að kröfu lyfja- fyrirtækisins sem látið hefur félagið fá peninga til íþróttastarfs. Engar umræður eða fréttir hef ég heyrt af þessari nafnbreytingu. Það er út af fyrir sig gleðilegt að atvinnufyrirtæki skuli vilja styðja íþróttir. En er ekki hægt að gera það á hógværari hátt og smekkvísari? Rifjast nú upp að á „gróðæristímanum“ fyr- ir hrun voru fyrirtæki og auðmenn sífellt meira áberandi á þeim sviðum þjóðlífsins sem eru í eðli sínu ótengd kaupsýslu. Skilin á milli markaðarins, þar sem menn stunda viðskipti, og samfélagsins, sem er veröld almannavalds, menningar og verðmæta, urðu ógleggri með hverju árinu sem leið. Orðfæri daglegs lífs fór að draga dám af þessari markaðsvæðingu; „ímynd“ kom í stað orðstírs og virð- ingar, menn féllust á sjónarmið með því að „kaupa“ þau og „fjárfestu“ í menntun. Fyrirtækin sölsuðu undir sig orð og merkingu þeirra, „já“ varð símaskráin á netinu, „frelsi“ varð símkort. Um tíma var „sumarið í boði Tals“, símafyrirtækisins, í veðurfréttum Stöðvar 2, og leituðu menn eftir atvinnu á vef ráðningarstofu Capacent blasti við fyrirsögnin: „Markaðssettu þig!“ Í bók minni Nýja Ís- landi (2008) fjallaði ég um þetta fyrirbæri og taldi að það hefði átt upptök sín í íþróttunum á níunda áratugnum þegar farið var að nefna fyrstudeildarmót knattspyrnunnar í höfuðið á ákveðnum fyr- irtækjum í þakklætisskyni fyrir fjárstuðning. Sumir fjölmiðlar þráuðust til að byrja með við að taka þátt í þessu en gáfust svo upp. Þá var haldið lengra í þessa átt. Um árabil hét Vals- völlurinn í Reykjavík Vodafonevöllurinn og nýja íþróttahúsið Vodafonehöllin. Valsmenn hafa nú endurheimt sitt gamla nafn. En Egils- höll í Grafarvogi heitir eftir ölgerðarfyrirtæki, reiðhöll Hestamannafélagsins Spretts í Kópa- vogi er nú kennd við Samskip, Maraþonhlaup- ið í Reykjavík er kennt við Íslandsbanka og þannig mætti áfram telja. Kannski taka íþróttafélögin næst upp nöfn fyrirtækja sem styrkja þau? Auglýsingar eru mikilvægur þáttur í nú- tímaþjóðfélagi. En fyrirferð þeirra og átroðn- ingur í daglegu lífi er hvimleiður fylgifiskur neyslumenn- ingarinnar. Sífellt eru auglýsingamenn að reyna að nema ný lönd fyrir viðskiptavini sína. Stuðningur fyrirtækja og efnamanna við íþróttir, listir, velferðarmál, umhverfis- vernd og önnur slík málefni er fagnaðarefni. Það er hins vegar endurgjaldið, hvað styrktarmenn fá fyrir snúð sinn, og áhrifin á þátttakendur og njótendur, sem þarfnast stöðugrar, gagnrýninnar umræðu. Fyrir slíkri umræðu hefur ekki farið mikið hér á landi. Væri þó ekki vanþörf á henni, sérstaklega nú þegar þjóðlífið er að taka á sig áþekka mynd á svo mörgum sviðum og á árunum fyrir hrun. gudmundur@mbl.is. Guðmundur Magnússon Pistill Að ganga skrefi of langt STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Við erum að rannsakahvort skógur sé góð leiðtil að binda losun koltví-sýrings frá framræstu landi eða hvort það eigi að moka ofan í skurðina til að endurheimta votlendið,“ segir Brynhildur Bjarnadóttir, lektor hjá Háskól- anum á Akureyri, sem rannsakar áhrif þess að planta trjám í fram- ræst land. Rannsóknin fer fram í aspar- skógi í Sandlækjarmýri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og nefnist verkefnið Mýrviður. Skógurinn sem þar stendur er stærsti sam- felldi asparskógur landsins og stendur á framræstu mýrlendi Sandlækjar. Rannsóknarstöð skógræktar ríkisins á Mógilsá er með í þessari rannsókn ásamt Landbúnaðarhá- skóla Íslands. Orkurannsóknar- sjóður Landsvirkjunar hefur stutt verkefnið undanfarin 3 ár. „Vitað er að framræst votlendi losar talsvert magn af CO2 en skógur aftur á móti bindur það, þess vegna er þetta samspil svo skemmtilegt viðfangs,“ segir Bryn- hildur. Moka ofan í eða planta ? En það er ekki slæmt að moka ofan í skurðina? „Nei, alls ekki. Ekki frá sjónarhorni þeirra sem vilja minnka losun á koltvísýringi út í andrúmsloftið. En að planta trjám í framræst land er bara önnur að- ferð. Það er ekki alls staðar heppi- legt að moka ofan í skurði, því þá færðu votlendi sem þú sem land- eigandi getur kannski ekki nýtt. Þessi rannsókn gengur út á að skoða hvort skógrækt sé ekki ann- ar valkostur. Með því að planta trjám færðu nefnilega eitthvað til baka, þú byggir upp auðlind í formi timburs sem hægt er að nýta til einhverrar vinnslu síðar.“ Eru margir þessara skurða samt ekki enn til mikils gagns? „Jú, en mjög víða hafa þeir ekki lengur neitt hlutverk. Flestir af þessum skurðum voru grafnir á sjötta og sjöunda áratugnum með það að markmiði að þurrka vot- lendi sem gæti svo nýst sem land- búnaðarland, til dæmis fyrir rækt- un eða beit. En svo kemur í ljós að mikið af þessu landi er í raun ekki verið að nota til landbúnaðar í dag og þau svæði væru kannski einmitt heppileg til skógræktar.“ Hefur þetta ekki verið rann- sakað áður? „Ekki hér á Íslandi. Þetta er frumherjarannsókn á þessu sviði. Við teljum þetta raunhæfa leið sem gæti hugnast bændum eða landeigendum.“ Þetta hefur ekki verið rann- sakað hér á landi en erlendis? „Jú, þetta hefur verið rann- sakað í Svíþjóð og Finnlandi. Þar kemur fram að ræktaðir skógar ná, á ákveðnum aldri, oftast nær að vega upp losunina frá framræsl- unni.“ Brynhildur bendir meðal ann- ars á að rannsóknir hafa sýnt að norðlæg vistkerfi, t.d. barrskógar- beltið, gegni mikilvægu hlutverki í kolefnisbindingu jarðar. En nægja þessar erlendu rannsóknir þá ekki? „Nei, það er alltaf erfitt að yfirfæra erlendar rannsóknir á þær aðstæður sem við búum við hér á Íslandi. Hér er öðruvísi jarð- vegur, önnur veðurfarsskilyrði og fleiri þættir sem hafa mikil áhrif í loftslagsrannsóknum. Þess vegna erum við að skoða þetta hér,“ seg- ir Brynhildur. Mýrviður í rannsókn á losun koltvísýrings Rannsóknarverkefni háskóla Mikilvægt er að rannsaka aðrar leiðir en að moka í áveituskurði til að minnka losun koltvísýrings á landinu. Í doktorsverk- efni Brynhildar Bjarnadóttur, lektors við Há- skólann á Ak- ureyri, rann- sakaði hún inn- og útflæði kol- efnis í íslensk- um lerkiskógi í Vallanesi á Héraði. Þar voru notuð öflug mælitæki til mælinga á kolefn- isbúskap en mælitækin eru sett hátt upp í mastur fyrir ofan trjá- toppana og mæla þar kolefnis- flæði (CO2) vistkerfisins á árs- grundvelli. Mælitækin standa nú í Sandlækjarmýri og mæla kolefnisflæði þar. Þá fara einnig fram mælingar á kolefnisforða skógarins svo og mælingar á magni lífræns efnis sem fer út með vatni. Rannsóknin þarf að standa í 3-4 ár til að hægt sé að fullyrða eitthvað um niðurstöðurnar og birta þær í vísindatímaritum. Mörg mæli- tæki notuð RANNSÓKNARAÐFERÐIR VÍSINDANNA Brynhildur Bjarnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.