Morgunblaðið - 25.08.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.08.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2016 Valgerður Bjarnadóttir, þingmað-ur Samfylkingar, gerði það að umtalsefni á þingi í gær að henni hefði þótt „sæta tíðindum“ þegar menntamálaráðherra hefði sagst ætla að bjóða út nám fyrir lögreglu- menn á háskólastigi.    Valgerður fann aðþví að Háskóli Íslands hefði fengið flest stig hjá mats- nefnd en samt sem áður hefði mennta- málaráðherra ákveðið að velja Há- skólann á Akureyri. Hún sagði að sér þætti þetta „hneyksli“ og „und- arlegt í minnsta lagi“.    Brynhildur Pétursdóttir, þing-maður Bjartrar framtíðar, sagðist frábiðja sér slíkan málflutn- ing. „Mér finnst það viðhorf alveg hreint með ólíkindum að ef eitthvað er úti á landi þá hljóti það að vera á einhvern hátt slakara.“    Brynhildur benti líka á að í svonaeinkunnagjöf hefði Háskóli Ís- lands alltaf forskot og þá þyrfti að spyrja hvort ekki ætti að taka með- vitaða ákvörðun um að hafa allt nám í HÍ.    Vissulega er engin ástæða til þessá meðan öðrum háskólum er haldið úti hér á landi, en það sem skiptir ef til vill meira máli í þessu er að það er ráðherrans að taka ákvörðunina.    Allt of algengt er orðið að nefnd-ir, sem enga ábyrgð bera, séu látnar taka veigamiklar ákvarðanir. Stundum er því haldið fram að það sé „faglegt“, en vandséð er hvernig það getur verið faglegt að slíta í sundur ákvörðunarvald og ábyrgð. Valgerður Bjarnadóttir Ákvörðunum þarf að fylgja ábyrgð STAKSTEINAR Brynhildur Pétursdóttir Breiðumörk 1c, 810 Hveragerði / www.hotelork.is / booking@hotelork.is / sími: +354 483 4700 / fax: +354 483 4775 Fallegt umhverfi og fjölmargir möguleikar til afþreyingar tryggja betri fundarhlé. Fundarfriður á Hótel Örk Á Hótel Örk er öll aðstaða til fundahalda til fyrirmyndar. Starfsfólk okkar býr yfir mikilli reynslu og metnaði til að aðstoða stóra og litla hópa, fyrirtæki og félagasamtök við skipulagningu og undirbúning á fundum og ráðstefnum. Veður víða um heim 24.8., kl. 18.00 Reykjavík 15 léttskýjað Bolungarvík 14 skýjað Akureyri 10 alskýjað Nuuk 13 léttskýjað Þórshöfn 14 skýjað Ósló 17 skýjað Kaupmannahöfn 22 heiðskírt Stokkhólmur 24 heiðskírt Helsinki 18 léttskýjað Lúxemborg 32 heiðskírt Brussel 31 heiðskírt Dublin 18 léttskýjað Glasgow 18 skýjað London 32 heiðskírt París 35 heiðskírt Amsterdam 31 heiðskírt Hamborg 29 heiðskírt Berlín 28 heiðskírt Vín 25 heiðskírt Moskva 18 skúrir Algarve 28 heiðskírt Madríd 34 heiðskírt Barcelona 31 heiðskírt Mallorca 31 léttskýjað Róm 28 léttskýjað Aþena 28 skýjað Winnipeg 19 heiðskírt Montreal 25 skýjað New York 27 léttskýjað Chicago 22 rigning Orlando 28 rigning Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 25. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:52 21:09 ÍSAFJÖRÐUR 5:47 21:23 SIGLUFJÖRÐUR 5:30 21:07 DJÚPIVOGUR 5:19 20:41 Miðstjórn Alþýðusambands Íslands samþykkti í gær ályktun þar sem nýlegum úrskurði kjararáðs sem veitti embættismönnum og for- stöðumönnum ríkisstofnana mikla launahækkun var mótmælt. ,,Með þegjandi samþykki sínu gefa stjórn- völd launafólki langt nef og grafa undan viðræðum aðila vinnumark- aðarins um nýtt samningamódel sem byggir á stöðugleika og öruggri kaupmáttaraukningu,“ segir m.a. í ályktuninni. Í henni segir ennfremur að ekki komi til greina að tekjuhæstu hópar samfélagsins fái sérstaka meðferð og deili ekki kjörum með almenningi í landinu. Félagsmenn sætti sig ekki við að skapa jarðveg fyrir stöðug- leika og aukna verðmætasköpun með ábyrgum launahækkunum til þess að hátekjuhópar geti á einu bretti fengið hækkanir sem nema mánaðarlaunum margra félaga ASÍ. „Það er löngu tímabært að þeir sem telja sig vera yfirstétt þessa lands geri sér grein fyrir því að nú þurfa þeir eins og aðrir að taka af- stöðu til þess hvort þeir vilja byggja hér upp samfélag þar sem jafnræði ríkir í launamálum.“ ASÍ ósátt við miklar hækkanir  Óásættanlegur úrskurður kjararáðs 1.100 börn eru á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum borgarinnar, en skólastarf hófst í vikunni. Á frí- stundaheimilum dvelja 6-9 ára börn að lokinni kennslu á daginn. Ástæðu biðlistanna má rekja til ráðninga á starfsfólki á frístundaheimilin. Í síð- ustu viku átti eftir að ráða 261 starfsmann í 127 stöðugildi. Í gær, miðvikudag, átti enn eftir að ráða 185 starfsmenn í 90 stöðugildi, að sögn Sigrúnar Björnsdóttur, upplýs- ingafulltrúa hjá Reykjavíkurborg. Frá því í skólabyrjun hefur um- sóknum um frístundaheimili fjölgað um 400 og hefur það áhrif á þörf fyr- ir starfsfólk. Um 3.240 börn eru komin inn á frístundaheimilin en um 1.100 eru á biðlista. Dæmi eru um að foreldrar sem hafi sótt um pláss á frístundaheimili í febrúar fyrir börn sín séu enn á biðlista. Ástæðan að mati Sigrúnar getur verið sú að börn í 1. bekk grunnskólanna hafa for- gang um innritun þar til frístunda- heimilin verða fullmönnuð. Sigrún býst við að því verði lokið um miðjan september. „Flestir starfsmenn frístunda- heimilanna eru háskólanemar sem eru að skipuleggja nám sitt og störf í ljósi stundatöflu og því má búast við að staðan verði betri í næstu viku. Jafnan er komið jafnvægi á mönnun frístundaheimilanna um miðjan september.“ erla@mbl.is 1.100 börn eru á biðlista í borginni  Um 185 starfsmenn vantar í 90 stöðugildi á frístundaheimili í borginni Morgunblaðið/Ómar Frístund 3.240 börn eru með pláss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.