Morgunblaðið - 25.08.2016, Blaðsíða 36
FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 238. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
1. Tala látinna hækkar stöðugt
2. Lömuð eftir slys á Selfossi
3. Sér eftir fegrunaraðgerðunum
4. Heilu hverfin þurrkuðust út
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Fyrsta kvikmynd leikstjórans og
handritshöfundarins Guðmundar Arn-
ars Guðmundssonar í fullri lengd,
Hjartasteinn, hefur verið valin í Dis-
covery-hluta alþjóðlegu kvikmynda-
hátíðarinnar í Toronto. Discovery-hluti
hátíðarinnar er tileinkaður spennandi
nýjum röddum í kvikmyndagerð og þar
mun Hjartasteinn keppa um Fipresci-
gagnrýnendaverðlaunin. Hátíðin fer
fram 8.-18. september. Skömmu áður
en kvikmyndin Hjartasteinn er sýnd á
Toronto-hátíðinni verður hún heims-
frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Fen-
eyjum, sem er ein elsta og virtasta
kvikmyndahátíð í heimi.
Hjartasteinn á To-
ronto-hátíðinni
Klassíski gítarleikarinn og tón-
skáldið Gunnlaugur Björnsson held-
ur tónleika í Mengi í kvöld kl. 21 til
að fagna útkomu plötunnar Techno
1. Gunnlaugur er í mastersnámi við
Yale School of Music undir hand-
leiðslu Benjamin Verdery, en í verk-
um hans má m.a. greina áhrif úr
kvikmyndatónlist, framúrstefnulegu
rokki og klassískri gítartónlist. Á
tónleikunum munu
áheyrendur heyra
plötuna í heild sinni,
en tónskáldið spilar á
gítar í bland við raf-
hljóð ásamt því að
stjórna sjón-
rænu efni.
Gunnlaugur fagnar
Techno 1 í Mengi
Á föstudag og laugardag Norðaustan 8-13 m/s norðvestantil en
annars mun hægari. Dálítil rigning á norðanverðu landinu en skúrir
syðra. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast sunnanlands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Rigning austan- og suðaustanlands en
skúraveður suðvestantil og yfirleitt þurrt um landið norðanvert.
Hiti 10 til 19 stig.
VEÐUR
Forskot Stjörnunnar á toppi
Pepsi-deildar kvenna í
knattspyrnu er fimm stig
eftir leiki gærkvöldsins í 13.
umferð. Stjarnan hafði bet-
ur gegn ÍBV 2:1 í Garða-
bænum en sigurinn stóð þó
tæpt þar sem sigurmark
Stjörnunnar kom á loka-
kafla leiksins. Fylkir vann
mikilvægan sigur á ÍA á
Akranesi. Valur vann FH og
Þór/KA hafði betur gegn
KR. » 2-3
Fimm stiga for-
skot Stjörnunnar
„Ég held að ég sé nokkuð örugg því
að mér finnst líklegt að lágmarkið
verði svipað og síðast,“ sagði Arna
Stefanía Guðmundsdóttir, Norður-
landameistari 23 ára og yngri í 400
m grindahlaupi, um
möguleika sína á að
komast á heims-
meistaramótið í
frjálsíþróttum á
næsta ári. Arna
Stefanía hefur
tekið stór-
stígum fram-
förum síðasta
árið og nálg-
ast óðum Ís-
landsmetið í
greininni. »1
Arna Stefanía tekið
stórstígum framförum
„Þrátt fyrir að þessi fundur hafi verið
þvingaður fram af einum eða tveimur
stjórnarmönnum sem vildu kannski
ræða breytingar var ég nokkuð viss í
minni sök. Að vissu leyti er þetta létt-
ir, það er pressa á manni og gengið
hefur ekki verið gott upp á síðkast-
ið,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari
Lilleström, eftir að ljóst varð að hann
heldur áfram þjálfun liðsins. »2
Rúnari er létt að fá
mál sín á hreint
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Þegar farið er um byggðarlög Íslend-
inga í Ameríku, ekki síst í Norður-
Dakóta og Manitoba, má víða sjá ís-
lensk bæjarheiti. Jóel Friðfinnsson,
bóndi með meiru í Geysisbyggð í
Manitoba í Kanada, segir að skipta
megi nöfnunum í sex flokka og ætlar
hann að gera nánari grein fyrir því á
Þjóðræknisþingi á Hótel Natura á
sunnudag.
Jóel, sem er 31 árs, á ættir að rekja
til Íslands í báðar ættir, hefur alla tíð
búið í „íslensku“ sveitinni og er góður
í íslensku. Hann er með háskólagráðu
í faginu frá Manitoba-háskóla, lærði
íslensku fyrir erlenda stúdenta við
Háskóla Íslands í tvö ár og er virkur í
íslenska samfélaginu í Manitoba.
Hann kennir byrjendum íslensku í
Árborg, hefur verið í stjórn Íslend-
ingafélagsins Esju í Árborg um árabil
og er nú formaður, er einn af stofn-
endum The Icelandic River Heritage
Sites Inc. og er ritari nefndarinnar
auk þess sem hann er fulltrúi Kanada
í Þjóðræknisfélagi Íslendinga. Hann
býr á Breiðuvöllum og vinnur í bú-
skap með föður sínum, Brian Frið-
finnssyni, á Hamraendum.
Rammíslensk nöfn
Kelduland er dæmi um bæjarheiti
vestra. „Það vísar til jarðarlýsingar,“
segir Jóel og bætir við að mýrar hafi
verið áberandi á svæðinu. „Fljótshlíð
við Íslendingafljót er annað dæmi um
þetta,“ heldur hann áfram.
Margir Íslendingar, sem fluttu
vestur, nefndu bæ sinn eftir bæjar-
heiti sínu á Íslandi. „Hjónin sem
bjuggu á Engimýri í Öxnadal í Eyja-
firði settust að í Riverton og nefndu
bæinn sinn Engimýri.“
Í þriðja lagi segir Jóel að sumir
hafi nefnt bæinn eftir nafni húsbónd-
ans. Vísar á nöfnin Helgastaðir og
Jónsnes í því sambandi.
„Það var líka algengt að menn tóku
nafn úr bókmenntum, sérstaklega úr
norrænni goðafræði,“ segir Jóel og
bendir á Ásgarð, Iðavelli og Bifröst á
Nýja Íslandi.
Þess eru jafnframt dæmi að bæjar-
nöfn hafi verið stytt. Nálægt River-
ton er til dæmis bærinn Árskógur, en
sá sem gaf bænum nafn var fæddur á
Árskógsströnd í Eyjafirði. „Þar hvílir
kona sem talin er vera barnabarna-
barn Friðriks sjötta Danakonungs,“
segir Jóel.
Í sjötta lagi nefndu menn bæi eftir
fyrstu sýn. „Þegar nokkrir Íslend-
ingar komu fyrst að Winnipegvatni
sáu þeir reyk svífa yfir trjánum. Þar
var tjaldstæði frumbyggja og þeir
ákváðu að nefna bæinn Reyki.“
Íslensk bæjarheiti vestra
Jóel Friðfinns-
son skiptir nöfn-
unum í sex flokka
Vesturheimur Jóel Friðfinnsson hefur skipt íslenskum bæjarnöfnum í Vesturheimi í sex flokka.
Þjóðræknisþing verður haldið á
Hótel Natura klukkan 14-16.30
sunnudaginn 28. ágúst 2016 og að
vanda verður boðið upp á fjöl-
breytta dagskrá.
Að lokinni setningu Halldórs
Árnasonar, formanns Þjóðrækn-
isfélags Íslendinga, flytja ávörp
forseti Íslands Guðni Th. Jóhann-
esson, Illugi Gunnarsson, mennta-
og menningarmálaráðherra, Ro-
bert C. Barber, sendiherra Banda-
ríkjanna á Íslandi, og Sunna Pam
Furstenau, forseti Þjóðræknis-
félags Íslendinga í Vesturheimi.
Erindi flytja Michelle Valberg,
ljósmyndari af íslenskum ættum,
Hjálmar W. Hannesson, fyrrver-
andi aðalræðismaður í Winnipeg,
Jóel Friðfinnsson og þátttakendur
í Snorra West-verkefninu í sumar.
Tónlist verður í höndum Lisu Sig-
urgeirson Maxx og Michael Dar-
ragh frá Kanada.
Erindi, tónlist og ávörp
ÞJÓÐRÆKNISÞING Á SUNNUDAG