Morgunblaðið - 25.08.2016, Blaðsíða 17
að þrengja að og loka Miðjarðar-
hafinu. Ein afleiðing þessara skorpu-
hreyfinga eru jarðskjálftar,“ segir
hann.
Alpafjöllin eru ein af afleiðingum
árekstrar Afríkuflekans og Evrasíu-
flekans, auk þeirrar fellingar í jarð-
skorpunni sem myndar Ítalíuskag-
ann.
Skæðir skjálftar algengir
Jarðskjálftinn mældist 6,2 stig og
varð á 10 km dýpi, að sögn banda-
rísku jarðfræðistofnunarinnar
USGS. Jarðvísindastofnun Ítalíu
sagði hins vegar að skjálftinn hefði
verið 6,0 stig og orðið á um fjögurra
kílómetra dýpi.
„Jarðskjálftar eru nokkuð algengir
í þessum hluta Mið-Ítalíu,“ hefur
AFP eftir Bill McGuire, heiðurspró-
fessor í jarðvísindum við University
College í London (UCL). Hann segir
að jarðskjálftarnir á þessum slóðum
hafi oft verið grunnir og valdið miklu
tjóni.
Skjálftinn í fyrrinótt var sá öflug-
asti á Ítalíu frá árinu 2009 þegar 309
manns létu lífið í borginni L’Aquila
og nágrenni. Um 60.000 manns
misstu heimili sitt í skjálftanum sem
mældist 6,3 stig.
Um 95.000 manns fórust í mann-
skæðasta jarðskjálftanum í sögu Ítal-
íu 28. desember 1908 í Reggio di Ca-
labria og á Sikiley. Næst-
mannskæðasti skjálftinn varð í
bænum Avezzano í Abruzzo-héraði
13. janúar 1915 þegar 32.000 manns
létu lífið.
AFP
Eyðilegging Björgunarmenn skoða
rústir í bænum Amatrice.
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2016
Tyrkneskir skriðdrekar fóru inn fyr-
ir landamæri Sýrlands í gær til að
taka þátt í umfangsmestu hernaðar-
aðgerðum Tyrkja til þessa í grann-
ríkinu. Tyrkneskar orrustuþotur
gerðu árásir á liðsmenn samtakanna
Ríki íslams, ISIS, með það að mark-
miði að hrekja þá frá bænum Ja-
rabulus, skammt frá landamærunum
að Tyrklandi. Bandarískar herþotur
gerðu einnig árásir á íslamistana til
að aðstoða Tyrki, að sögn bandarísks
embættismanns.
Tyrknesk sérsveit var send á
landamærasvæðið til að undirbúa
hugsanlegar árásir landhers Tyrk-
lands. Sýrlenskir uppreisnarmenn,
sem njóta stuðnings Tyrkja, fóru
einnig yfir landamærin til Sýrlands
og hermt var að þeir hefðu ráðist inn
í Jarabulus í gær.
Vilja stöðva Kúrda
Tyrkir hófu hernaðinn eftir að
liðsmenn Ríkis íslams skutu
sprengjum frá Jarabulus á tyrk-
neska landamærabæinn Karkamis.
Samtökin eru einnig talin hafa staðið
fyrir mannskæðum hryðjuverkum í
Tyrklandi.
Recep Tayyip Erdogan, forseti
Tyrklands, lagði þó áherslu á að
hernaður Tyrkja í Sýrlandi beindist
einnig að sýrlenskum Kúrdum sem
hafa sótt að íslamistunum í Jarabu-
lus. Tyrkir gerðu sprengjuárásir á
liðsmenn Kúrda sunnan við bæinn.
Tyrkir einsetja sér að koma í veg
fyrir að Kúrdar nái Jarabulus á sitt
vald ef vígamenn Ríkis íslams
hrökklast þaðan. Tyrkir óttast að ef
Kúrdar leggja landamærasvæðið
undir sig geti það orðið vatn á myllu
kúrdískra aðskilnaðarsinna í Tyrk-
landi.
Sótt að ISIS og Kúrdum Átök í Sýrlandi
Aleppo
10 km
Jarabulus
Karkamis
Árásir á liðsmenn
Ríkis íslams
Varð fyrir sprengjuárásum
Manbij
Árásir á vígi Kúrda
TYRKLAND
TYRKLAND
JÓRD.
ÍRAK
LÍ
B.
DAMASKUS
SÝRLAND
Tyrkir óttast að Kúrdar nái landamærasvæði á sitt vald
Fátækur sjómaður á Filippseyjum
fann perlu, sem talin er vera sú
stærsta í heimi, en faldi hana und-
ir rúminu sínu í áratug án þess að
gera sér grein fyrir verðmæti
hennar. Maðurinn fann perluna í
risastórum skelfiski sem festist í
akkeri hans þegar hann beið eftir
því að óveðri slotaði, og hann
ákvað að geyma hana sem
verndargrip. Perlan er 34 kíló að
þyngd, 30x60 cm á stærð, og talið
er að verðmæti hennar nemi tug-
um milljóna Bandaríkjadala, eða
milljörðum króna. Maðurinn áttaði
sig ekki á verðmætinu fyrr en
frænka hans benti honum á það
þegar hann bað hana að geyma
perluna fyrir sig.
FILIPPSEYJAR
Geymdi stærstu
perlu heims undir
rúminu í tíu ár
AFP
Dýrmæt Perlan er nú til sýnis í ferða-
þjónustumiðstöð á eyjunni Palawan.