Morgunblaðið - 25.08.2016, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2016
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Mundu að leyfa vinum og vanda-
mönnum að njóta sólskinsins með þér. Yfir-
manni hættir til að setja sig á háan hest, það
er ekki til í þinni orðabók og fer óstjórnlega í
taugarnar á þér.
20. apríl - 20. maí
Naut Vinur reynir að sannfæra þig um að
fara í ferðalag með sér og þér líst ekki illa á
það. Þú hefur alltaf haft hjartað á réttum
stað.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það reynir á skuldbindingu þína við
vissa manneskju. Þú hittir naglann á höfuðið í
verkefni sem þú tókst að þér. Við þurfum ekki
alltaf að eiga allt það nýjasta og flottasta.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú hefur lagt hart að þér og nú ferð
þú að sjá fram á árangur erfiðis þíns. Brettu
upp ermarnar, allt fer vel að lokum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er allt í sómanum hjá þér um þess-
ar mundir í vinnunni svo þú getur leyft þér að
slaka svolítið á. Leitaðu aðstoðar ef þér finnst
þú ekki ráða við hlutina ein/n.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú finnur fyrir auknum kröfum frá fjöl-
skyldunni í dag. Brostu, hlæðu og ekki hlusta
á neinn sem reynir að draga þig niður.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það er ákveðinn léttir þegar búið er að
taka ákvörðun um hvert halda skal. Vertu
áfram alæta á bækur en ekki gleyma að sinna
kroppnum líka með góðum göngutúr.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Allir sem umgangast þig eru þér
velviljaðir þessa dagana og þú undrast það
og finnst lífið ævintýri líkast. Einhver þér ná-
kominn er á hálfgerðum hrakhólum, athug-
aðu hvort þú getur aðstoðað.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Gefstu ekki upp þótt illa gangi,
því öll él birtir upp um síðir. Einhverjir þurfa
alltaf að láta ljós sitt skína, það er ekki þér að
skapi.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Nýstárlegar hugmyndir um bætta
heilsu freista þín. Mundu að hamingjan felst
ekki síst í því að una vel við sitt og óham-
ingjan í því að sækjast eftir því ómögulega.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú hefur þörf fyrir að fara þínar
eigin leiðir í dag. Þú ákveður að slá botninn í
samband sem er ekki að ganga upp.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Sýndu sérstaka aðgæslu í peninga-
málum í dag og á morgun. Verkefni sem
tengjast útgáfustarfsemi, fjarlægum löndum,
framhaldsmenntun og lögfræði munu ganga
vel á næstunni.
Víkverji er nýkominn úr sumar-fríinu sínu. Það hefur tekið pínu
á fyrir hann að venja sig aftur á að
vakna á morgnana, en sú kvöð hefur
orðið brýnni í kjölfar þess að Strætó
breytti áætluninni sinni fyrir vet-
urinn á meðan Víkverji var frá
vinnu. Í staðinn fyrir að hann geti
tekið fimmuna, sem merkilegt nokk
hefur fylgt Víkverja í bæði skóla og
vinnu mjög lengi, neyðist hann til
þess að taka vagn nr. 16.
x x x
Vagn númer sextán, eða „sextán-an“ eins og Víkverji hyggst
kalla hana, er ekki eins og flestir
aðrir vagnar. Til að byrja með hefur
hún feril sinn ekki beinlínis á
Hlemmi, heldur aðeins frá, við hlið
lögreglustöðvarinnar. Þaðan þræðir
hún sig í mestu makindum í gegnum
flestöll iðnaðarhverfi borgarinnar
áður en hún stoppar svo, nánast eins
og fyrir tilviljun, í Hádegismóum,
rúmum þremur stundarfjórðungum
síðar. Víkverja líður því pínu eins og
hálfgerðri hornreku í strætókerfinu
þegar hann tekur „sextánuna“.
x x x
Eini kosturinn sem Víkverji sér, ersá að vagnarnir eru í það
minnsta nýir eða nýlegir, og það er
ekki búið að krota aftan á sætin áköll
til lúsifers líkt og í fimmunni forðum.
Það má alltaf þakka fyrir litlu hlut-
ina.
Víkverji er annars ýmsu vanur úr
almenningssamgöngum, hafandi bú-
ið í London í nokkur ár. Þar kynntist
hann til dæmis þeirri merkilegu
staðreynd að öll ferðalög innan
borgarinnar tóku hér um bil 40 mín-
útur óháð vegalengd, hvort sem
hann tók strætó í skólann eða gekk á
milli húsa. Þær 40 mínútur voru oft-
ar en ekki nýttar í að lesa bækur eft-
ir sænska glæpasagnahöfunda.
x x x
Víkverji á því miður engar slíkarbækur til lengur, en mun
kannski verða sér úti um einhverjar
á næstunni. Einhvern góðan Kjell
eða Henning, kannski Arnald ef því
er að skipta. Eitthvað mun hann
þurfa til að dreifa huganum á meðan
„sextánan“ sniglast í kringum
Sundahöfn. víkverji@mbl.is
Víkverji
Þegar einn þeirra, er að borði sátu,
heyrði þetta sagði hann við Jesú: „Sæll
er sá sem neytir brauðs í guðs ríki.“
(Lúk. 14:15)
Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að dugmiklu
fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð.
Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga
og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana.
Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is
Hafðu samband í dag
og byrjaðu launaða líkamsrækt
strax á morgun.
www.mbl.is/laushverfi
Vantar þig aukapening?
Hjálmar Freysteinsson orti„limru dagsins“ á mánudag:
Lísbet talar lon og don
lofsamlega, það er von;
um framúrskarandi
fyrrverandi
tilvonandi tengdason.
Þá um morguninn heilsaði Páll
Imsland Leirliði á enn einum sólar-
deginum, mitt á milli rigningaskúr-
anna. – „Mér lætur ekki pólitísk
umræða, eins og Leirinn veit, og ef
ég reyni þá fer bara svona:
Það er allt upp í loftið á Lóni,
landstjórinn bölvaður dóni
þegnarnir fantar
og fjármuni vantar.
Ástandið eins og á Fróni.“
„„Skrítin tík þessi pólitík“ er
gjarnan sagt,“ bætti Sigurlín Her-
mannsdóttir við og síðan:
Lögregluhundur frá Lóni
sem líkist helst sokkabandsprjóni
er pjattrófa slík
þessi pólitítík
að í pirrurnar fer á Geir Jóni.“
Pétur Stefánsson sagðist vera
„frjáls“:
Hérna fyrr, á árum áður
öl og tóbak girntist ég.
Nú er ég engum efnum háður,
arka frjáls um lífsins veg.
Mörgum vefur Bakkus böl,
býsna flár og leikinn.
Ljúft er að vera laus við öl
og laus við tóbaksreykinn.
Ofan úr Mývatnssveit fréttist af
viðbrögðum Friðriks Steingríms-
sonar:
Enn með sína bagga bagsa
bjánar svona eins og ég,
á þig bráðum vængir vaxa,
veröld þín er dásamleg.
Ingólfur Ómar gat ekki orða
bundist: „Flottar vísur hjá Pétri og
Frikka“:
Óspart hef ég öðlast trú
ekki er þörf að kvarta.
Glaður veginn geng ég nú
með gleði og ró í hjarta.
Sjálfum sér samkvæmur yrkir
Ingólfur Ómar á Leir:
Óðarfengur eflast má
orðsnilld lengi gjalla.
Leika drengir lipurt á
ljóðastrengi snjalla.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af pólitík, lögregluhundi
og Bakkusi
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar hver dagur
saman eykur á ástina.„HANN ER ENNÞÁ FÚLL AF ÞVÍ AÐ ÉG FÉKK
TANNBURSTANN HANS LÁNAÐAN
– TIL AÐ GERA HNÍF.“
„VARÚÐ! VARÚÐ! V-A-R-Ú-Ð!“
EKKI SEGJA ODDA, EN
STUNDUM FINNST MÉR
ÁGÆTT AÐ HAFA HANN HÉRNA.
ÉG OG STÓRA
HUGSANABLAÐRAN MÍN...
VITRINGUR, SEGÐU
MÉR ÞAÐ SEM ÉG
ÞARF AÐ HEYRA!
EKKI DREKKA!
EKKI RÆNA!
EKKI BORÐA YFIR ÞIG!
ÞÚ ÞURFTIR GREINILEGA
AÐ HEYRA GOTT GRÍN!
VAR
ÚLF