Morgunblaðið - 25.08.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2016
SMYRJA
SÍMJÚK Á BRAUÐIÐ
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Stjórnmálaflokkarnir munu á
næstunni velja frambjóðendur á
lista fyrir komandi alþingiskosn-
ingar. Morgunblaðið mun birta
fréttir af þeim sem gefa kost á
sér.
Prófkjör 2016
Herdís Anna
Þorvaldsdóttir
framkvæmda-
stjóri gefur kost
á sér í 5. sæti
framboðslista
Sjálfstæðis-
flokksins í
Reykjavík.
Herdís er m.a.
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn
hverfisráðs Grafarvogs, varamaður
í ráðum borgarinnar og formaður
efnahags- og viðskiptanefndar
flokksins. Í tilkynningu segir Her-
dís m.a. að hún leggi áherslu á efna-
hags- og menntamál, ferðaþjón-
ustu, samgöngur og umhverfismál.
Framboð í 5. sæti
Ásgeir Einarsson
stjórnmálafræð-
ingur sækist eftir
4. sætinu í próf-
kjöri Sjálfstæðis-
flokksins í Suð-
vesturkjördæmi.
Í tilkynningu Ás-
geirs segir m.a.
hann vilji breyta
landbúnaðarkerfinu, berjast fyrir
því að auðvelda ungu fólki að kaupa
sína fyrstu húseign, einfalda skatt-
kerfið og auka verslunarfrelsi al-
mennings, m.a. með því að afnema
einokunarsölu ríkisins á áfengi.
Komið sé að því að ungt fólk stígi
fram á sjónarsviðið í stjórnmálum.
Framboð í 4. sæti
Sigurður Hólm
Gunnarsson,
iðjuþjálfi og for-
stöðumaður hjá
Barnavernd
Reykjavíkur,
býður sig fram í
2.-3. sæti í próf-
kjöri Samfylk-
ingarinnar í
Reykjavík.
Sigurður segist í tilkynningu
vilja stuðla að því að jafnaðar-
mannaflokkur Íslands tali af festu
og heilum hug fyrir jafnaðarstefn-
unni. Kjósa eigi um aðild að Evr-
ópusambandinu og berjast fyrir
hagsmunum venjulegs fólks.
Framboð í 2.-3. sæti
Sumarið 1897 lagði Guðbjörg Þor-
leifsdóttir, húsmóðir í Múlakoti í
Fljótshlíð, grunn að trjá- og
blómagarði við bæinn. Garðurinn
varð síðan landsfrægur og fór fólk
í Múlakot til að njóta hans, meðal
annars í rökkri síðsumars þegar
skrautljós voru hengd í trén.
Nú, 119 árum síðar, verður unnt
að njóta garðsins að nýju föstu-
dagskvöldið 26. ágúst þegar Vina-
félag gamla bæjarins í Múlakoti
efnir þar til samkomu klukkan 20
til að fagna endurreisn garðsins.
Frá því fyrir ári hafa nemendur
Landbúnaðarháskólans á Reykjum
í Ölfusi tvisvar sinnum komið í
Múlakot og tekið til hendi við
endurreisn garðs Guðbjargar. Hér
er um einstakt kennsluverkefni að
ræða enda mjög fáir garðar í upp-
runalegu formi til í landinu.
Guðríður Helgadóttir, forstöðu-
maður starfs- og endurmennt-
unardeildar Landbúnaðarháskól-
ans, hefur leitt endurreisnar-
starfið í Múlakotsgarðinum og
mun skýra frá því á föstudags-
kvöldið.
Ásgrímur fann Paradís
Pétur Ármannsson arkitekt mun
lýsa framkvæmdum við gamla bæ-
inn, en endurreisn hans hófst
haustið 2014. Verður gestastofa
bæjarins opin og má þar sjá ýmsa
muni og minjar sem tengjast gisti-
og veitingarekstri í Múlakoti.
Staðurinn var vinsæll meðal
listamanna og þar dvaldist Ás-
grímur Jónsson listmálari oft og
málaði sumar sinna fegurstu
mynda. Í apríl 1914 efndi hann til
sýningar í Reykjavík og í umsögn
um hana sagði í Morgunblaðinu að
af verkunum mætti ráða að Ás-
grímur hefði sannarlega fundið
Paradís á jarðríki í Múlakoti.
Kaffi verður selt í garðinum
undir mislitum rafurljósum eins
og frægt var á árunum áður. Ljós-
in voru sett upp sumarið 1929, en
þá var heimarafstöð komin í notk-
un. Ólafur Túbals, listmálari í
Múlakoti, hafði kynnst ljósunum í
Tívolí í Kaupmannahöfn í náms-
ferð sinni þangað og hrifist af.
Ljósakvöld í Múla-
kotsgarði í Fljótshlíð
Landsfrægur garður endurreistur og mun ljóma á ný
Frumkvöðull Lágmynd eftir Einar Jónsson af Guð-
björgu Þorleifsdóttur sem gerði garðinn árið 1897.
Listaverk Renningur til kynningar á útgáfu Íslendingasagnanna á dönsku
með teikningum Johannesar Larsen, dansks listamanns sem dvaldi í Múlakoti.
Gróður Hluti garðsins í Múlakoti. Hann er einn fárra
upprunalegra garða og var vinsæll meðal listamanna.
„Það er alveg ljóst að fleira fólk kall-
ar á fleiri búsetuúrræði,“ segir Þór-
hildur Ósk Hagalín, upplýsinga-
fulltrúi Útlendingastofnunar, og
bendir á að húsnæðis- og þjónustu-
úrræði stofnunarinnar og samstarfs-
aðila hennar nálgist nú það að vera
fullnýtt. Er þetta vegna þess mikla
fjölda fólks sem óskað hefur eftir al-
þjóðlegri vernd hér á landi undan-
farna mánuði.
Samkvæmt upplýsingum frá Út-
lendingastofnun hefur skyndileg
aukning í umsóknum undanfarna
daga gert það að verkum að nauð-
synlegt er að leita frekari úrræða og
aðstöðu. Er allt kapp lagt á að
tryggja fullnægjandi aðstæður í því
húsnæði sem fyrir er og að þjónusta
sé viðunandi.
„Á grundvelli sérstakra þjónustu-
samninga við Útlendingastofnun
hafa Reykjavíkurborg, Hafnarfjarð-
arbær og Reykjanesbær sinnt þjón-
ustu- og húsnæðismálum við að jafn-
aði um 180 til 190 umsækjendur um
alþjóðlega vernd á mánuði. Útlend-
ingastofnun hefur undanfarna mán-
uði haft svipaðan fjölda í húsnæði og
þjónustu eða um 170 umsækjendur
að jafnaði,“ segir í tilkynningu frá
stofnuninni.
Árið 2016 er metár
Útlendingastofnun og innanrík-
isráðuneytið leita nú, í samvinnu við
þau sveitarfélög sem þegar hafa með
höndum þessa þjónustu, leiða til að
útvega fleiri húsnæðis- og þjón-
ustuúrræði.
„Á fyrstu sjö mánuðum ársins
sóttu 316 manns um alþjóðlega
vernd hér á landi og það sem af er
ágústmánuði hafa 45 sótt um, þar af
um 20 manns sl. fimm daga. Árið
2016 er því þegar orðið metár hvað
varðar fjölda umsókna um vernd en
allt árið í fyrra voru umsækjendur
354,“ segir í tilkynningu, en um 26%
umsækjenda á fyrstu sjö mánuðum
ársins komu frá Albaníu. Þá eru rík-
isborgarar ríkja Balkanskagans 42%
umsækjenda.
Fjölga þarf
búsetu-
úrræðum
Húsnæðis- og
þjónustuúrræði
nálgast þolmörk
Morgunblaðið/Kristinn