Morgunblaðið - 25.08.2016, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2016
✝ Geir RagnarGíslason fædd-
ist 23. júlí 1925 í
Galtarvík á Hval-
fjarðarströnd.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu
Grund 17. ágúst
2016.
Foreldar hans
voru Gísli Jónsson
og Guðborg Ingi-
mundardóttir. Geir
missti foreldra sína ungur og var
tekinn í fóstur af föðursystur
sinni Sigríði og Bjarna eig-
inmanni hennar, ásamt elsta
bróður sínum. Systkini hans
voru Jón, f. 1921, Benedikt, f.
1922, Inga, f. 1923, Stefán, f.
1927 og Gísley, f. 1929. Stefán er
eina eftirlifandi systkinið.
Geir giftist Jóhönnu G. Guð-
laugsdóttur árið 1952, þau slitu
Harpa Júlía, sonur hennar er
Sölvi Freyr. Sonur Hönnu Mar-
grétar og Arnbergs er Oddur
Elí. 4) Brynja gift Sigurði Við-
arssyni, þeirra börn eru Elva
Rut og Viðar.
Sambýliskona Geirs var Stein-
unn Þorsteinsdóttir, f. 1934, hún
lést í nóvember 2014. Hennar
börn eru Arnlín, Ólafur, Elín,
Guðrún, Þorsteinn og Ágúst.
Geir ólst upp að Gerði á Hval-
fjarðarströnd frá fjögurra ára
aldri en flutti til Reykjavíkur 19
ára, tók bílpróf 21. árs og hóf
leigubílaakstur 2. janúar 1947 á
BSR. Hann hóf störf hjá Slökkvi-
liðinu í Reykjavík 1949, var þar í
fullu starfi í tíu ár og keyrði
leigubíl jafnframt, hann starfaði
áfram með varaliði slökkviliðs-
ins þar til það var lagt niður. Ár-
ið 1965 hóf hann að keyra fyrir
Sjúkrahúsið á Akranesi með
leigubílaakstrinum þar til hann
náði 80 ára aldri. Eftir að Stein-
unn lést dvaldi hann á hjúkr-
unarheimilinu Grund.
Útför Geirs fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 25. ágúst 2016,
klukkan 13.
samvistum. Börn
þeirra eru: 1) Gísli
Guðlaugur, f. 1952,
giftur Gurli Geirs-
son. Þeirra sonur er
Albert Þór. 2)
Svala, f. 1953, gift
Vilhjálmi Hafberg.
Þeirra börn eru: a)
Geir Már, giftur
Maríu, börn þeirra
Manúel Breki og
Andrea Sól. b)
Ragnar Már giftur Ástu Júlíu,
börn þeirra Nína Lovísa og Vil-
hjálmur Eggert. c) Elín Ósk í
sambúð með Sveini Antoni, börn
þeirra Árni Dagur og Ólafur
Andri. 3) Hanna Margrét, f.
1957, gift Arnbergi Þorvalds-
syni. Hennar börn eru: a) Pétur
Fannar, giftur Margréti, börn
þeirra Freyja Ísold, Fanndís
Sunna og Theódór Jónas, b)
Ástkær faðir okkar, Geir
Ragnar Gíslason, er látinn 91
árs að aldri. Hann var saddur
lífdaga sem eðlilegt er þegar lík-
ami og hugur eru farin að starfa
illa. Áður en hann varð mjög
veikur var hann hamingjusamur
maður. Hann upplifði líf sitt
mjög farsælt og sagði okkur í
hvert sinn sem hann hitti okkur
að hann væri ríkur maður. Ekki
af veraldlegum eignum heldur
ætti hann yndisleg börn sem
hugsuðu svo vel um hann og
dásamlega fjölskyldu.
En líf hans var samt ekki
neinn dans á rósum, hann varð
munaðarlaus mjög ungur og
meðan hugur hans starfaði eðli-
lega talaði hann mikið um for-
eldra sína og þá sérstaklega
móður sína. Hann ólst upp með
Jóni bróður sínum en hinum
systkinum sínum kynntist hann
ekki fyrr en á fullorðinsárum.
Ættingjar hans sem ólu hann
upp reyndust honum mjög vel
alla tíð og talaði hann oft um
hversu heppinn hann hefði verið
að alast upp hjá þessu úrvals-
fólki í Gerði. Hann bar mikla
tryggð til sveitarinnar sinnar og
við systkinin fórum með hann í
skemmtiferðir þangað á hverju
sumri þar til nú í sumar.
Pabbi var mjög vinnusamur,
hann var leigubílstjóri og
slökkviliðsmaður og vann fram
að 80 ára aldri. Ég þekki engan
sem vann svona mikið, hann tók
fáa frídaga, sjaldan sumarfrí og
oft vann hann jafnt daga sem
nætur. Hann byggði sér
draumahúsið sitt í Njörvasundi í
Reykjavík en seldi það skömmu
áður en hjónabandi þeirra móð-
ur okkar lauk. Hann sá mikið
eftir húsinu og keyrði oft þar
framhjá.
Eftir að við börnin hans fór-
um að búa var hann duglegur að
skjótast við í kaffi hjá okkur og
áttum við mikinn félagsskap við
hann. Hann var skemmtilegur
og ræðinn og sagði margar
ógleymanlegar sögur úr sveit-
inni og vinnunni.
Hann var mjög bóngóður og
alltaf til í að hjálpa okkur; dytta
að, mála eða skutla okkur. Hann
var mjög húslegur miðað við
sína kynslóð, hann þreif og eld-
aði mat alla tíð og verslaði inn til
heimilisins.
Pabbi var áhugamaður um
spíritisma og fór á marga mið-
ilsfundi í gegnum ævina og hann
kveið ekki móttökunum í Sum-
arlandinu.
Hann fór fljótlega að búa með
Steinunni Þorsteinsdóttur eftir
skilnaðinn við móður okkar og
varði sambúð þeirra hátt í 40 ár.
Steinunn lést 2014. Eftir að hún
missti heilsuna fyrir nokkrum
árum sinnti pabbi henni af
stakri alúð og kærleika. Þegar
hún féll frá var hann svo hepp-
inn að fá varanlegt heimili á
hjúkrunarheimilinu Grund, þar
sem hugsað var um hann af ein-
stakri umhyggju og fag-
mennsku og alltaf brugðist við
breytingum á heilsufari hans
með kærleika og réttum úrræð-
um.
Við fjölskylda hans áttum
dásamlegan tíma með honum og
ekki síst eftir að hann flutti á
Grund, hann var vel liðinn þar
og við vorum alltaf velkomin og
þrátt fyrir háan aldur og skerta
heilsu hans áttum við sannkall-
aðar gæðastundir með honum
allt fram á síðasta dag.
Við kveðjum hann með kær-
leika og þakklæti í hjarta.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Gísli, Svala, Hanna M.
og Brynja.
Geir Ragnar
Gíslason
Mig langar til að
minnast Eðvarðs
Bjarnasonar,
ömmubróður míns,
með nokkrum orð-
um.
Herborg amma mín var með
mynd uppi á vegg af gullfallegum
brúðhjónum, það voru mínar
fyrstu minningar um Ebba, eins
og hann var ávallt kallaður, og
Borghildi eiginkonu hans eða
Boggu.
Amma var afskaplega stolt af
þessum bróður sínum og hamp-
aði þeim hjónum mikið.
Þegar ég kom fyrst til Ebba og
Boggu höfðu þau nýlega ættleitt
Jónu Björgu og var Ebbi að gefa
henni mjólk með skeið þar sem
hún neitaði að taka pela, þetta
var ákaflega stoltur faðir sem af
natni og þolinmæði annaðist sitt
fyrsta barn þá 55 ára að aldri.
Ekki létu þau þar við sitja því
nokkrum árum síðar ættleiddu
þau Gunnar Friðrik.
Þegar minnst var á Ebba
fylgdi nafn Boggu með og var
gaman að hitta þau og eiga við
þau spjall enda komu þau ávallt
fram við fólk sem jafningja, bæði
unga og aldna.
Eftir að við fjölskyldan flutt-
um suður höfum við verið í góðu
sambandi og útskriftir, afmæli og
fleiri tilefni hluti af þeim sam-
verustundum.
Ebbi var mjög frændrækinn
og þar hefur Bogga ekki heldur
legið á liði sínu. Gott dæmi um
frændrækni þeirra var þegar við
Hildur dóttir mín útskrifuðumst
úr námi á Akureyri og héldum
þar útskriftarveislu, þá birtust
þau Ebbi og Bogga öllum að
óvörum til að gleðjast með okkur
Eðvarð Bjarnason
✝ EðvarðBjarnason
fæddist 14. janúar
1926. Hann lést 12.
ágúst 2016.
Útför Eðvarðs
fór fram 23. ágúst
2016.
á þessum tímamót-
um.
Elsku Bogga,
Jóna Björg, Gunnar
Friðrik og fjölskyld-
ur, innilegar samúð-
arkveðjur.
Að hryggjast og gleðj-
ast
hér um fáa daga,
að heilsast og kveðjast.
Það er lífsins saga.
(Páll J. Árdal)
Stefanía Finnbogadóttir og
fjölskylda.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Kær móðurbróðir okkar, Eð-
varð Bjarnason, eða bara Ebbi
frændi eins og við kölluðum hann
alltaf, er fallinn frá.
Ebbi var einstaklega tryggur
sínu fólki og vandaður á allan
hátt.
Hann var góður frændi sem
við minnumst frá æskuárum okk-
ar þegar við dvöldum á sumrin
hjá ömmu og afa í Hlíð á Eski-
firði, þegar hann kom heim til
foreldra okkar og í sumarferða-
lög til okkar með sinni fjölskyldu
og við til þeirra.
Hafi hann ævarandi þakkir
fyrir alla vináttuna sem hann
sýndi okkur systkinunum og okk-
ar fjölskyldum.
Það er svo margt að minnast á
frá morgni æsku ljósum,
er vorið hló við barnsins brá
og bjó sig skarti’af rósum.
Við ættum geta eina nátt
vorn anda látið dreyma,
um dalinn ljúfa’ í austurátt,
þar átti mamma heima.
Þótt löngu séu liðnir hjá
þeir ljúfu, fögru morgnar,
þá lifnar yfir öldungsbrá
er óma raddir fornar.
Hver endurminning er svo hlý
að yljar köldu hjarta.
Hver saga forn er saga ný,
um sólskinsdaga bjarta.
(Einar E. Sæmundsen)
Við sendum Borghildi og börn-
unum innilegar samúðarkveðjur.
Birna Gunnhildur, Hjördís,
Hjörtur, Ingveldur, Pálína,
Steinn Björgvin
og fjölskyldur.
Þeim fækkar skólafélögunum
úr rafmagnsdeild Vélskóla Ís-
lands í Reykjavík sem námu þar
framhald í rafmagnsfræðum árin
1954-1956.
Horfinn er frá okkur Eðvarð
Bjarnason rafmagnseftirlitsmað-
ur hjá Rafmagnsveitu Reykjavík-
ur,en hann var einn af tólf fé-
lögum sem hófu þar nám undir
stjórn Ingvars V. Ingvarssonar
sem seinna var skólastjóri
Tækniskóla Íslands þegar hann
var stofnaður 1964. Eðvarð var
eins og við flestir mjög áhuga-
samur um meira nám í rafmagns-
fræðum heldur en Iðnskólarnir
gátu veitt nemendum á þessum
tíma.
Þessi hópur, sem lauk námi
sem rafiðnfræðingar, kom víða
við í þjóðfélaginu, vann við virkj-
anir, rafveitur og stundaði sjálf-
stæðan atvinnurekstur.
Milli okkar myndaðist mjög
góð vinátta og samheldni sem
styrktist mjög þegar menn fóru
að festa ráð sitt og eiginkonur
komu á vettvang.
Hópurinn dreifðist, sumir fóru
í framhaldsnám erlendis, en lengi
reyndum við að hittast og gleðj-
ast saman með eiginkonum okkar
sem náðu mjög vel saman.
Nú er við kveðjum Eðvarð er
ljúft að minnast heimsókna á
heimili þeirra Borghildar þar
sem hópurinn hittist nokkrum
sinnum til að njóta góðra veitinga
og samveru og rifja upp minning-
ar frá skólaárunum.
Við þökkum langa vináttu og
vottum Borghildi og ættingjum
innilega samúð við andlát og út-
för Eðvarðs Bjarnasonar.
Blessuð sé minning hans.
Fyrir hönd skólafélaganna,
Sverrir Sveinsson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir
að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horn-
inu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi
ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en
3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað
útförin fer fram.
Minningargreinar
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HREFNA FINNBOGADÓTTIR
bóndi,
Neðri-Presthúsum,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 11.
ágúst. Útförin fer fram frá Reyniskirkju laugardaginn 27. ágúst
klukkan 14. Fyrir hönd aðstandenda,
.
Kristín Einarsdóttir Sigurjón Rútsson
Elísa Berglind Adolfsdóttir
Klemens Árni Einarsson
Heiða Dís Einarsdóttir Snorri Snorrason
Signý Einarsdóttir Flosi Arnórsson
Haukur Einarsson Sóley Rut Ísleifsdóttir
og fjölskyldur þeirra.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
UNNUR SIGURSTEINSDÓTTIR,
síðast til heimilis að Grænumörk 2,
Selfossi,
lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum,
Selfossi, hinn 20. ágúst.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 26. ágúst kl.
14.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Alzheimerssamtökin.
.
Jón B. Stefánsson, Ásdís J. Rafnar,
Gísli Stefánsson, Guðrún Björnsdóttir,
Sigmundur Stefánsson, Ingileif Auðunsdóttir,
Dóra Sjöfn Stefánsdóttir, Óskar Jónsson,
Anna Björg Stefánsdóttir, Bergur T. Sigurjónsson,
Gissur Jensen
og fjölskyldur.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma, langamma og systir,
ÓSK SÓLRÚN KRISTINSDÓTTIR
frá Bræðraborg í Höfnum,
til heimilis að Aðalgötu 5,
Reykjanesbæ,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 18. ágúst.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 30.
ágúst klukkan 15.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á skilunardeild Landspítalans.
.
Guðmundur Brynjólfsson,
Lilja Dögg Bjarnadóttir, Ólafur Ingólfsson,
Jóhanna Guðmundsd. Sells, William Sells,
Hildur Guðmundsdóttir,
Sigurjón Guðmundsson, Þórdís Guðmundsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn, systkini og fjölskyldur.
Elskulegur afi okkar, langafi og
langalangafi,
BALDVIN S. JÓNSSON,
Sólvangi, Hafnarfirði,
áður til heimilis að Breiðagerði 11,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
fimmtudaginn 18. ágúst. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju
mánudaginn 29. ágúst klukkan 11.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Sólvangs.
.
Helena M. J. Stolzenwald Smári Björgvinsson
Baldvin Jónsson Immakulate P. Mande
Berglind S. Jónsdóttir Sævar Sverrisson
Líney Rakel Jónsdóttir Árni E. Eyjólfsson
Anna B. J. Stolzenwald Ragnar Þór Alfreðsson
og fjölskyldur.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HAUKUR SIGURÐSSON
sagnfræðingur,
Austurbergi 14, Reykjavík,
varð bráðkvaddur á heimili sínu 18. ágúst.
Hann verður jarðsunginn frá Grensáskirkju
föstudaginn 26. ágúst klukkan 13.
.
Örn Hauksson, Margrét Sigurðardóttir,
Sigurjón Hauksson,
Haukur Jón Arnarson, Helgi Þór Arnarson.