Morgunblaðið - 29.08.2016, Page 4

Morgunblaðið - 29.08.2016, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2016 Frá kr. 73.565 Flugsæti á 2fyrir1 tilboði m/gistingu COSTA DEL SOL 1. september í 11 nætur Netverð á mann frá kr. 73.565 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í stúdíó. Netverð á mann frá kr. 91.995 m.v. 2 fullorðna í stúdíó. Aguamarina Aparthotel Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð irá sk ilja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. FY RI R2 1 Einnig unnt að bókam/allt innifalið! FLUGSÆTI 2fyrir1 kr. 34.950 Verð áður kr. 69.900 Stefnt er að því að í öllum sund- laugum Reykjavíkur verði svokall- aðir kynlausir klefar, þar sem ein- staklingar geti haft klæðaskipti í sérstöku einkarými. Þetta segir Þórgnýr Thoroddsen, formaður íþrótta- og tómstundaráðs borg- arinnar, en á síðasta fundi ráðsins var tekið fyrir bréf frá mannrétt- indaskrifstofu borgarinnar þessa efnis. Hann segir þrjár sundlaugar, Laugardalslaug, Árbæjarlaug og Grafarvogslaug, þegar bjóða upp á einkaklefa, sem aðgengilegir séu þeim sem á þurfi að halda, hverjar svo sem ástæður þess kunni að vera. „Í raun eru þessir klefar al- mennt notaðir af þeim sem eru í hjólastólum eða öðrum sem þurfa einhvers konar aðstoð, auk trans- fólks, og í þeim eru skápar, sturta, salerni og allt tilheyrandi. Þessi stefna snýr að því að gera klefana almenna, merkja þá og auglýsa, og að lokum tryggja að þeir séu í boði í öllum sundlaugum.“ Hver sem er geti þá fengið að- gang að klefunum. „Þegar komið er í laugina er einfaldlega beðið um aðgang í afgreiðslunni,“ segir Þórgnýr og bætir við að þegar tækifæri gefist, svo sem þegar framkvæmdir eigi sér stað, eigi hönnun að taka mið af því að svona klefar verði einnig til staðar. Því til dæmis bendir hann á framkvæmdir við stækkun Sundhallarinnar, þar sem kynlaus- ir klefar verði til frambúðar að þeim loknum. Aðspurður segir hann að lokum að kostnaður sem þessu fylgi sé minniháttar og að samstaða hafi verið um þessa stefnu í ráðinu. sh@mbl.is Kynlausir klefar verði í öllum laugum borgarinnar Morgunblaðið/Eva Björk Laugardalslaug Samstaða var um málið í íþrótta- og tómstundaráði.  Þegar til staðar í þremur laugum Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Lokaskýrsla verkefnisstjórnar 3. áfanga verndar- og orkunýtingar- áætlunar miðar miklu lengra í átt til verndar en á fyrri stigum verndar- og orkunýtingaráætlunarinnar að mati Guðna A. Jóhannessonar orku- málastjóra. Telur hann að ósamræmi sé milli einkunnagjafar í 2. og 3. áfanga rammaáætlunarinnar. Skýrslan var afhent umhverfis- ráðherra í lok síðustu viku en engar breytingar voru gerðar í samræmi við athugasemdir hagsmunaaðila. „Pakkað í vörn“ „Það kom auðvitað inn töluvert af athugasemdum við þetta og það hef- ur ekki haft í för með sér neinar breytingar af hálfu verkefnisstjórnarinnar, þannig að þeir hafa pakkað í vörn, ef svo má segja, fyrir sína afurð. Það er svo sem lítið um það að segja. Hins veg- ar eru þeirra röksemdir komnar fram og röksemdir þeirra sem hafa gert athugasemdir. Þeir sem vinna með þetta í framhaldinu hafa þá úr einhverju að moða,“ segir Guðni og vísar til Alþingis og ríkisstjórnar. Að hans sögn hafi meginstefið í at- hugasemdum Orkustofnunar snúið að einkunnagjöfinni. „Það má segja að á fjórum árum hafi viðhorf manna til náttúru- verndarlaga gjörbreyst og sérstak- lega í ljósi þess að stór hluti ramma- áætlunar hefur ekki verið endurskoðaður. Þessir kostir sem skoðaðir hafa verið núna eru í raun- inni undir allt annarri mælistiku en þeir kostir sem voru afgreiddir í síð- ustu rammaáætlun. Það var tekið sérstaklega fram í erindisbréfi verk- efnastjórnarinnar að hún ætti að taka mið af því sem áður hefur verið gert, í fyrri áföngum,“ segir Guðni. „Í ljós kemur að gengið hefur ver- ið miklu lengra í átt til verndar en áður. Það hefði verið heppilegra að taka mið af þeim aðferðum og við- miðum sem voru notuð í síðustu rammaáætlun, í samræmi við erind- isbréfið,“ segir Guðni. Forsvarsmenn Landsvirkjunar vildu ekki tjá sig um innihald skýrsl- unnar fyrr en að lokinni yfirferð. Morgunblaðið/RAX Hólmsá Tveir fulltrúar verkefnastjórnarinnar lögðu til að Hólmsárvirkjun yrði færð í nýtingarflokk. 3. áfangi rammaáætl- unar í átt til verndar  Orkumálastjóri segir ósamræmi í einkunnagjöfinni Einn þeirra þátta sem tekin er afstaða til í skýrslunni eru vindorkustöðvar, en sú virkj- unarhugmynd sem talin er hafa mest áhrif á umhverfið er Búrfellslundur. Segir í skýrsl- unni að sjónræn áhrif vind- myllna séu mikil og hafi um- talsverð áhrif á ásýnd umhverfisins. Í rökstuðningi fyrir því að áhrifin nái til stærra svæðis en þar sem sjáist til myllnanna, eru m.a. gönguleiðirnar Hellis- mannaleið og Sprengisandsleið nefndar. Segir í skýrslunni að þótt ekki sjáist í myllurnar nema hluta af leiðunum spilli þær heildstæðri upplifun ferðafólks á svæðinu. Stærsta áhrifasvæðið MIKIL ÁHRIF VINDMYLLNA Lilja Dögg Al- freðsdóttir leiðir lista Framsókn- arflokksins í Reykjavíkur- kjördæmi suður, eftir kosningu á tvöföldu kjör- dæmaþingi í Reykjavík á laug- ardag. Lilja Dögg tók við embætti utanríkisráðherra í apríl síðast- liðnum. Á sama þingi var Karl Garð- arsson alþingismaður kosinn til að leiða lista flokksins í Reykjavíkur- kjördæmi norður. Hlaut Karl 57% atkvæða gegn 43% atkvæða Þor- steins Sæmundssonar alþingis- manns. Í samtali við mbl.is sagðist Þor- steinn ekki víst hvað tæki nú við. „Ég hef tæplega sextíu ára reynslu af því að vera ekki á þingi, svo líf mitt hefur ekki alveg snúist um það. Þetta er eins og með allt annað í líf- inu, maður hættir í einhverju og byrjar á einhverju öðru.“ sh@mbl.is Lilja og Karl leiða Framsókn í borginni  Þorsteinn Sæmundsson ekki á lista Karl Garðarsson Lilja Dögg Alfreðsdóttir Þorsteinn Sæmundsson Héraðsdómslögmennirnir Lárus Sigurður Lárusson og Sævar Þór Jónsson sitja hlið við hlið á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík- urkjördæmi norður fyrir komandi þingkosningar. Sævar og Lárus eru giftir og eiga saman einn son, en báðir gefa þeir kost á sér til setu á Alþingi í fyrsta sinn. „Við erum að stíga okkar fyrstu skref í þessu,“ segir Sævar í samtali við mbl.is. „Ég hef kannski meira látið kveða að mér opinberlega í greinaskrifum,“ segir Sævar, sem kveðst lítið hafa verið virkur í pólitík hingað til. Lárus hefur aftur á móti verið virkur í Framsóknarflokknum í um 20 ár. Sammála að meginstefnu „Það var nú ekkert þannig séð rígur á milli okkar, ég sóttist eft- ir þriðja sætinu og hann sóttist eftir öðru sæti,“ segir Sævar, en báðir hrepptu þeir þau sæti sem þeir sóttust eftir. Lárus gaf einn kost á sér í annað sæti á lista og var sæti hans því nokkuð öruggt en Sævar átti í baráttu um þriðja sætið. Sævar segir þá Lárus vera að meginstefnu sammála í pólitíkinni þótt vissulega hafi þeir ólíkar áherslur í ýmsum málum. „Það má ekki búast við því að við verðum samstíga í öllum mál- um þó að við séum giftir,“ segir Sævar léttur í bragði. „Það er nú líklegra að Lárus komist á þing en ég,“ segir Sæv- ar, spurður hvernig þeim hugnist að verða samstarfsmenn á þingi, fari svo að báðir nái þeir kjöri. „En ef til þess kæmi væri það nú bara mjög spennandi. Við eigum strák saman og erum saman á lögmannsstofu þannig að ég held að það muni nú ekki breytast neitt mikið.“ elinm@mbl.is Makar sessunaut- ar á framboðslista  Giftir lögmenn hlutu 2. og 3. sæti Morgunblaðið/Eva Björk Samstíga Lárus Sigurður og Sævar Þór ásamt syni þeirra, Andra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.