Morgunblaðið - 29.08.2016, Side 6

Morgunblaðið - 29.08.2016, Side 6
Morgunblaðið/Kristinn Framkvæmdir Suðurgata sunnan Hringbrautar hefur verið lokuð frá því í mars vegna gerðar undirganga frá Vigdísarstofnun yfir á háskólalóðina. Leifar sorphaugs frá fjórða áratug síðustu aldar eða þar um bil komu í ljós við gatnaframkvæmdir á Suðurgötu í Reykjavík, sunnan Hringbrautar. Þetta var upplýst á fundi borgarráðs í fyrradag, þar sem ræddar voru tafir við fram- kvæmdirnar. Óskuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins frekari upp- lýsinga um málið. Að sögn Kristins Magnússonar, verkefnastjóra hjá Minjastofnun, skoðuðu fulltrúar stofnunarinnar og Árbæjarsafns aðstæður í vor. Ekki var talin ástæða til að stöðva framkvæmdir þar sem minjarnar voru svo ungar. Fyrr á tíð var talsverð óregla á sorpmálum Reykvíkinga. Í byrjun síðustu aldar og á fyrstu áratugum hennar losuðu íbúar sig gjarnan við sorp í fjörum og á auðum blett- um utan við við bæinn. Aðalsorp- haugar bæjarins hrönnuðust upp á þremur stöðum. Austurbæingar nýttu sér Skólavörðuholtið, Vest- urbæingar sturtuðu í fjöruna við Selsvör í Ánanaustum og íbúar miðbæjarins söfnuðu haugum sín- um upp við Skothúsveg þar sem Hljómskálagarðurinn er nú. Með aukinni þenslu borgarinnar færð- ust helstu sorphaugar í austurátt, en einn sá stærsti átti eftir að myndast í Vatnsmýrinni, neðan við gamla Kennaraskólann. Allt er þetta nú horfið sjónum. gudmund- ur@mbl.is Sorphaugur kom í ljós á Suðurgötunni  Hefur ekki áhrif á framkvæmdirnar  Óregla var á sorpmálunum fyrr á tíð 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2016 Gríptu með úr næstu verslun Þjóðlegt, gómsætt og gott Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Engar hömlur eru á losun örplasts með skólpi á Íslandi, líkt og í ná- grannalöndunum Svíþjóð og Finn- landi. Afleiðingin er sú að Íslend- ingar losa út mun meira magn plas- tagna með skólpi. Matís hefur unnið skýrslu um málefnið í nor- rænu samstarfi við Sænsku um- hverfisrannsókn- arstofnunina (IVL) og Finnsku um- hverfisstofnunina (SYKE) og Aalto-háskólann í Finnlandi. Hrönn Jörundsdóttir, verkefna- stjóri hjá Matís, stóð að gerð skýrsl- unnar, en hún hefur kynnt niður- stöður hennar fyrir bæði umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar og borgarráði. Engar hömlur á Íslandi „Við skoðuðum skólphreinsistöðv- ar og tókum annars vegar Kletta- garðastöðina og skólphreinsistöðina í Hafnarfirði. Það sem við sáum, og kom okkur raunar ekki á óvart, var að eina hreinsunin sem er fram- kvæmd á þessum stöðum er grófsí- un. Þegar maður er að skoða agnir sem eru minni en millimetri og niður í hundrað míkrómetra, sjáum við að stöðvarnar eru ekki að stöðva þessar agnir. Þær fara í gegnum stöðina og út í umhverfið,“ segir Hrönn. Að hennar sögn geta stærstu stöðvarnar sem reknar eru í Svíþjóð og í Finnlandi fangað yfir 99% af ögnunum, en stærsta stöðin í Svíþjóð sleppir um það bil 120 þúsund ögn- um og sú stærsta í Finnlandi tæp- lega 500 þúsund ögnum. „Klettagarðastöðin var að sleppa út yfir sex milljónum agna á klukku- stund,“ segir Hrönn og bætir við að ekki hafi verið miðað við höfðatölu eða annað slíkt. Geta náð yfir þarmavegginn „Skólp hefur hingað til verið skil- greint sem lífrænt efni. Ef maður horfir á það út frá þessu sjónarhorni, þá verður þynningin nóg og síðan brotnar þetta hægt og rólega niður. Það er spurning hvort það þurfi að endurskilgreina skólp. Ef við tökum þessar agnir ekki inn í skilgrein- inguna hemjum við þær ekki,“ segir hún. Að sögn Hrannar, er hættan við örplast fólgin í því að lífverur í sjón- um éti agnirnar og að þær endi þann- ig að lokum á matardiskum mann- fólksins. Í plastinu leynist ýmis óæskileg efni sem ekki eigi erindi í meltingarveg lífvera. „Þegar agnirnar eru orðnar nægi- lega litlar, minni en tíu míkrómetrar, er fræðilegur möguleiki á að þær komist yfir þarmavegginn eins og næring og matur á að gera og þá er þetta komið inn í blóðrásina. Þetta hefur verið prófað á rottum og það hafa fundist plastagnir, t.d. í heila, vöðva og lungum,“ segir Hrönn. Enn sé þó ekki vitað með vissu hvaða áhrif agnirnar hafi í blóðrásinni. Engar hömlur á losun örplasts  Ísland rekur lestina í síun örplasts í skólpi  Plastið getur endað á matardiskum Hrönn Jörundsdóttir Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Bréfberarnir komast hraðar yfir og okkur telst svo til að hvert hjól- anna fimmtán spari fyrirtækinu sem nemur hálfu stöðugildi eins og staðan er í dag auk þess sem þau minnka notkun á bílum á dreifing- arstöðvum okkar og gera starfið þægilegra fyrir starfsmenn. Mér finnst því líklegt að þríhjólunum verði fjölgað á næstunni þó að eng- in lokaákvörðun hafi verið tekin þar um. En almennt talað þá er reynslan af rafmagnsþríhjólunum góð hingað til,“ segir Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðdeildar Póstsins. Sterk, stærri og aflmeiri Á förnum vegi vekja rauðklæddir bréfberar á rafmagnsþríhjólum eft- irtekt. Hjólin sem voru tekin í notk- un fyrir nokkrum vikum eru til brúks í Reykjavík, í Keflavík, á Akranesi, Akureyri og Selfossi. Stöðunum kann svo að fjölga á næstunni. Fyrst og fremst nýtast hjólin til dreifingar á bréfapósti, að sögn Brynars Smára. Mögulegt er þó að nota þau til flutninga á stærri sendingum, en á þeim eru stórir plastkassar að framan að aftan. Hjólin eru framleidd af fyrirtækinu Kyburz í Sviss en þar í landi, í Nor- egi og Þýslalandi eru þau nýtt við póstdreifingu og reynslan er góð. Árið 2013 tók Pósturinn sex raf- magnsþríhjól af annarri gerð í notkun og hafa þau reynst ágæt- lega, en íslenskar aðstæður setja notkun þeirra þó ákveðin takmörk. Svissnesku hjólin nýju eru hins veg- ar sterk og stærri og aflmeiri og sérhönnuð fyrir póstdreifingu. Kemst heim að dyrum „Þessir gripir sem við fengum á dögunum eru sterkbyggðir og mun kraftmeiri en gömlu hjólin. Við stefnum að nota þau árið um kring ef aðstæður leyfa,“ segir Brynjar. „Mér líkar þetta vel. Ég kemst al- veg heim að dyrum þangað sem ég sendist með póst og er því sneggri í snúningum en á bíl. Ég vona bara borgin standa við sitt í vetur hvað varðar snjóruðning og sanddreif- ingu í hálku,“ segir Agnar Björns- son bréfberi. Hans hverfi eru Háls- ar og að nokkru Grafarholt.. Hefst vinnudagurinn um klukkan 8 á morgnana og lýkur yfirleitt um klukkan fjögur á daginn. sbs@mbl.is Góð reynsla af rafmangsreiðhjólum  Pósturinn með 15 hjól á nokkrum stöðum  Talsverður tímasparnaður Sjómoksturinn í vetur verði í lagi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sending Bréfberinn á rafhjólinu rennir með sendingu í hlað í Hádegismóum þar sem Morgunblaðið er til húsa. Fljótur Er sneggri í snúningum á hjóli en á bíl, segir Agnar Björnsson. Sorpa telur sig ekki fá greitt nóg úr sjóði Stjórn Sorpu bs. hefur samþykkt að leita til um- hverfisráðuneyt- isins þar sem hún telur greiðslur Úrvinnslusjóðs ekki nægja til að standa undir mót- töku raf- og rafeindatækjaúrgangs. Bjarni Gnýr Hjarðar, yfirverk- fræðingur þróunar- og tæknideild- ar Sorpu, segir í samtali við Morg- unblaðið að deilt sé um túlkun á lögum um úrvinnslugjald. Ráðuneytið hafi hingað til talið að greiðslur til móttökuaðila þurfi aðeins að vega á móti kostnaði við lóð undir móttökugám. Lögfræði- legt álit sem Sorpa lét vinna leiði þó í ljós að greiðslurnar þurfi að meta með tilliti til fleiri þátta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.