Morgunblaðið - 29.08.2016, Page 19

Morgunblaðið - 29.08.2016, Page 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2016 ✝ Heiðveig Guð-mundsdóttir fæddist í Keflavík 28. ágúst 1939. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 19. ágúst 2016. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- mundur Páll Pálsson, sjómaður og verka- maður, f. 12. janúar 1906, d. 11. nóv- ember 1973, og Kristín Þorvarð- ardóttir klæðskeri, f. 24. sept- ember 1899, d. 13. janúar 1983. Systkini Heiðveigar voru: Ása, f. 24. ágúst 1927, d. 19. apríl 1962, Ófeigur, f. 2. júlí 1930, d. 1. júní 1931, Sunna, f. 12. maí 1932, Þorbjörg, f. 8. júlí 1933, d. 19. júní 1935, og Selma, f. 20. októ- ber 1937, d. 16. september 2000. júní 1938. Foreldrar hans voru Jón Hjörtur Jóhannsson, sjómað- ur og vélstjóri í Hafnarfirði, f. 1912, d. 1994, og Ingibjörg Jóns- dóttir húsfreyja, f. 1906, d. 1995. Systir Sævars er Margrét, f. 1941, og hálfsystir hans sam- feðra var Þuríður Bernadetta, f. 1931, d. 2012. Sonur Heiðveigar og Sævars er Bergþór, verktaki, f. 28. nóvember 1979. Sambýlis- kona Bergþórs er Sæunn Hall- dórsdóttir jarðeðlisfræðingur, f. 14. ágúst 1979, og eru börn þeirra Guðrún Maísól, f. 2012, og Sævar Örn, f. 2014. Heiðveig ólst upp í Hafnarfirði frá unga aldri og bjó þar lengst af ævi sinnar. Hún vann framan af við verslunar- og afgreiðslu- störf í Hafnarfirði og í Reykja- vík, var ráðskona tvö sumur austur í Fljótshlíð á sjöunda ára- tugnum og vann í Bæjarútgerð Hafnarfjarðar og um árabil á Sólvangi. Útför Heiðveigar verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Heiðveig giftist ung Bjarna Haf- steini Sveinssyni, fv. skipstjóra, f. 28. október 1929. Þau eignuðust tvö börn; Höllu, f. 1. desember 1958, d. 24. október 1961, og Þráin, f. 8. októ- ber 1962, flug- stjóra. Heiðveig og Hafsteinn skildu. Dóttir Þráins og Guðmundu Rósu Ingólfsdóttur er Heiðveig Riber Madsen, f. 1985, og er son- ur hennar Thor, f. 2011. Synir Þráins og Jófríðar Sveinbjörns- dóttur eru Bjarni, f. 1987, og Hafsteinn, f. 1994. Heiðveig gift- ist á aðfangadag 1972 eftirlifandi eiginmanni sínum, Sævari Erni Jónssyni verslunarmanni, f. 6. Þegar vinur þinn talar, þá andmælir þú honum óttalaus eða ert honum samþykk af heilum hug og þegar þið þegið þá skiljið þið hvor aðra. Því að í þögulli vináttu okkar verða allar lang- anir og allar vonir okkar til. Svona hófst bréfið sem hún Heiða, eða Heiðveig eins og hún hét, skrifaði mér 1980, þá var ég stödd á krossgötum í lífi mínu. Þetta var lýsandi dæmi um hversu umhyggjusöm hún var um alla. Heiða var móðursystir mín og alltaf stór hluti af lífi mínu, enda ólst ég upp hjá for- eldrum hennar, Guðmundi og Kristínu, lengst af á Melabraut- inni. Eftir að afi dó 1973 var hún stoð og stytta ömmu Kristínar, sem þá var orðin fullorðin og heilsulaus. Við Heiða vorum miklar vinkonur, þótt við hitt- umst ekki mjög oft í seinni tíð. Ég verð henni ævinlega þakklát fyrir hversu vel hún reyndist mér, því mun ég aldrei gleyma. Mér er minnisstætt er ég í eitt skiptið kom til hennar og Sæv- ars á Víðivanginn ásamt Sunnu, systur hennar, og Ásu frænku, hversu stutt var í húmorinn og hversu beinskeyttar þær voru hvor við aðra, enda miklir húm- oristar þar á ferð. Og eins og alltaf var gestrisin hjá Heiðu í fyrirrúmi, þótt hún ætti erfitt með að bera sig um. Heiðveig lést 19. ágúst síðast- liðinn eftir erfið veikindi, hún var einstaklega myndarleg og lék allt í höndunum á henni, hún prjónaði heilu listaverkin á börn og barnabörn. Það var ákaflega gott að koma til hennar og Sæv- ars. sem var stoð hennar og stytta og reyndist henni ákaf- lega vel í hennar veikindum. Það er svo skrítið að hugsa til þess að hún sé dáin, við hittumst fyr- ir svo stuttu og áttum langt og gott spjall eins og við gerðum alltaf. Elsku Sævar, Þráinn, Berg- þór, börn og barnabörn. Ég sendi ykkur hugheilar samúðar- kveðjur og enda þetta á að grípa niður í bréfið frá henni elsku Heiðu, sem ég byrjaði á: „Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn. Því það sem þér þykir vænst um í fari hans getur orðið þér ljósara í fjarveru hans.“ Þín frænka og systurdóttir, Selma Ágústsdóttir. Með Heiðveigu Guðmunds- dóttur er gengin uppáhalds- frænka mín og vinkona. Heiða var yngst fjögurra systra; elst var móðir mín, þá Sunna og Selma. Nú lifir Sunna ein barna þeirra afa Guðmundar og ömmu Kristínar en tvö börn misstu þau ung, Ófeig og Þorbjörgu. Heiða var fædd í Keflavík en nokkurra mánaða gömul var hún komin til Hafnarfjarðar og var ársgömul þegar fjölskyldan flutti í Ásbúð, sem þá var utan við bæinn. Frá 1936 bjó amma Árnbjörg, langamma mín, á heimili Kristínar dóttur sinnar þar sem hún lést 1970, 100 ára gömul. Ég man fyrst eftir mér í Ás- búð. Ég var fyrsta barnabarnið og var tekið með kostum og kynjum í þessu kvennaríki. Heiða var 12 ára þegar ég fædd- ist, hún passaði mig og komst næst því að vera stóra systirin sem ég ekki átti. Mamma og Heiða voru nánar og milli okkar Heiðu voru sterk tengsl. Síðustu helgina sem Heiða lifði fórum við austur á Selfoss í heimsókn til Sunnu. Við skoðuðum gamlar myndir, þær systur rifjuðu upp sögur og sögðu okkur Ásu leyndarmál. Um kvöldið heim- sótti hún Bergþór, Sæunni og barnabörnin. Þessi sunnudagur reyndi á þrek Heiðu en svona var hún: Ættrækin, minnug, fé- lagslynd og lét sér annt um sitt fólk. Heiða var glæsileg kona með kolsvart og þykkt hár. Hún var aðeins 22ja ára gömul þegar hún missti Höllu sína, þriggja ára, og fylgdi sá missir henni alla tíð. En hún eignaðist Þráin árið eftir og síðar Bergþór með seinni manni sínum Sævari. Ömmu- börnin eru fimm og eitt lang- ömmubarn í Danmörku. Heiða var ekki sterkbyggð og glímdi við fjölþætta sjúkdóma sem ágerðust með aldrinum. Má rekja það m.a. til þess að hún veiktist illa af berklum sem barn en líka til þess að hún kunni ekki að hlífa sér og líkaminn var slitinn langt um aldur fram. Síð- ustu árin naut hún dyggrar að- stoðar frá lungnadeild Landspít- ala, m.a. kom hjúkrunarfræðingur vikulega og leit eftir henni. Heiða hafði ekki tölu á því hversu oft hún hafði verið lögð inn á sjúkrahús eða skorin upp og því var það þegar hún lagðist inn á spítalann 18. ágúst síðastliðinn að engum datt í hug að það yrði í síðasta sinn. Næsta morgun var hún dáin. Á þessum tímamótum vil ég þakka örlætið og umhyggjuna sem Heiða sýndi mér og mínum alla tíð. Þau voru ófá handtökin hennar Heiðu og Biggu frænku á Fjólugötunni og í Flatey þegar við vorum að koma okkur fyrir þar. Þegar Ingi Kristján fæddist dugði ekki minna en alklæðn- aður – allt nema bleyjan – svo fallega útsaumaður og prjónaður að athygli vakti á fæðingardeild- inni. Langt fram eftir aldri fékk Ingi nýjar flíkur úr prjónastofu Heiðu frænku og á hverjum af- mælisdegi hringdi hún til að heyra í honum og óska til ham- ingju með daginn. Á engan er hallað þótt hér sé fullyrt að Heiða nánast gekk undir heimili afa og ömmu þegar þau voru orðin gömul og las- burða og annaðist þau af ástúð og dugnaði. Fyrir það vil ég þakka líka. Ég hringi ekki oftar til að fá góð ráð um blómarækt eða mat- seld. Við förum ekki í fleiri bíl- túra austur fyrir fjall. Við Sig- urmar og Ingi Kristján vottum Sævari, Bergþóri og Þráni inni- lega samúð. Álfheiður Ingadóttir. Heiðveig Guðmundsdóttir  Fleiri minningargreinar um Heiðveigu Guðmunds- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Erla Aðal-steinsdóttir fæddist í Reykja- vík 13. júlí 1929. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Eir 15. ágúst 2016. Foreldrar henn- ar voru Aðalsteinn Halldórsson toll- vörður og Stein- unn Þórarinsdóttir húsmóðir. Systur Erlu eru Áslaug, f. 28. júní 1934, og Brynhildur, f. 15. júní 1944. Þann 7. nóvember 1948 giftist Erla Snorra Bjarnasyni, f. 24. september 1925, d. 21. desember 2005, og bjuggu þau fyrstu árin í Reykjavík en fluttust norður í Húnavatns- sýslu árið 1961 þar sem þau byggðu bæinn Sturluhól. Þar ólu þau upp börnin sín fimm: 1) Sturlu, f. 28. mars 1956. desember 1989. Hann á synina Aðalstein Örn, f. 29. júní 1998, og Emil Örn, f. 1. febrúar 2002, með konu sinni Ingi- björgu Kjartansdóttur sem fyrir átti Hildi Björk Yeoman, f. 6. desember 1983, og Kjart- an Örn Yeoman, f. 21. ágúst 1990. 4) Bjarna, f. 10. október 1965. Hann á dótturina Evu Björgu, f. 22. október 1995, með konu sinni Kristínu Lindu Steingrímsdóttur. 5) Steinunni, f. 10. maí 1972. Dóttir hennar og Jó- hannesar Bergs er Rannveig Hlín, f. 1. september 1998. Með manni sínum Sævari Sverrissyni á Steinunn börnin Línu Rut, f. 4. desember 2009, og Snorra Þór, f. 16. febrúar 2011. Langömmubörnin eru fimm. Árið 1981 fluttu Erla og Snorri á Blönduós og bjuggu þar þangað til Snorri lést. Síð- ustu árin bjó Erla í Keflavík og á Eir þar sem hún lést. Útför Erlu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 29. ágúst 2016, og hefst athöfnin klukkan 15. Börn hans með fyrrverandi konu sinni, Helgu Magn- eu Magnúsdóttur, eru: Olga, f. 7. ágúst 1979, Erla, f. 13. apríl 1983, Tinna, f. 30. maí 1989, og Davíð, f. 25. apríl 1991. 2) Guðrúnu, f. 16. september 1960. Hún á soninn Guð- mund Snorra, f. 9. mars 1981 með Benedikt Ástmari Guð- mundssyni og börnin Hörpu, f. 17. janúar 1993, og Gauta, f. 5. maí 1995, með fyrrverandi manni sínum, Hreini Magn- ússyni. Guðrún er í sambúð með Árna Þór Hilmarssyni. 3) Aðalstein, f. 16. nóvember 1961. Dóttir hans með fyrrver- andi konu sinni Dagnýju Bjarnadóttur er Dagrún, f. 29. Þá hefur elsku mamma kvatt þetta líf. Hún er farin á vit æv- intýranna og getur nú sungið og dansað með pabba. Allt það sem mamma gerði var gert af metnaði og samviskusemi. Hún hitti pabba sem ung- lingsstelpa, þá að vinna í mötu- neyti og pabbi í byggingar- vinnu að byggja Nýja Garð við Háskóla Íslands. Mamma fór í Húsmæðraskólann á Blönduósi eins og góðum stúlkum sæmdi sem ætluðu sér að verða hús- mæður. Fyrirmyndarhúsmóðir er einmitt það sem hún var. Þeir sem komu í heimsókn til mömmu fengu ekki að fara án þess að borða þar til þeir gátu ekki meir. Hennar gestir urðu að komast heim til sín án þess að finna til svengdar, skipti þá engu máli hvort gestirnir væru af næsta bæ við Sturluhól eða sunnan úr Reykjavík. Pabbi hafði verið í sveit í Húnavatnssýslunni og vildi ólmur komast norður. Þau keyptu sér land og byggðu upp bæinn Sturluhól sem þau bjuggu á í 23 ár. Eftir að þau fluttust á Blönduós vann mamma lengst af á Heilbrigð- isstofnuninni á Blönduósi. Mamma var fædd Reykjavík- urdama og elskaði að vera fal- lega klædd og varð fatnaðurinn að vera vandaður. Ég man eftir að fara með henni í fataversl- anir og það sem hún skoðaði var hvort efnið væri gott, sniðið fallegt og ekki síst vandaður frágangur. Einu sinni sem oftar sagði hún þegar hún skoðaði saumaskapinn á búðarflíkum að svona myndi maður aldrei skila flík af sér. Það gat oft tekið á taugarnar og þolinmæðina að læra að sauma eða prjóna hjá henni. Að rekja upp var ekki í uppáhaldi hjá mér sem unglingi að læra handbragðið af henni. Hún sagði að það skipti ekki máli hversu langan tíma það tæki að gera gott handverk, gæðin væru það sem aðrir sæju. Mamma var mikil hannyrða- kona og er gaman að eiga handverk eftir hana. Eitt sinn þegar hún hafði lokið við að sauma út blómamynd og það átti að strengja myndina á plötu sem fór undir gler í sófa- borði kom myndin með röng- una upp. Svo vandaður var saumaskapurinn að sá sem strengdi myndina sá ekki mun- inn á réttunni og röngunni. Þegar mamma og pabbi komu suður eftir að ég fór að búa í Reykjavík gistu þau oft hjá mér. Naut hún þess að leika við barnabörnin og oft kom pakki með prjónuðum dúkkufötum. Glöddu þessar sendingar eins og allar flíkurn- ar sem barnabörnin fengu. Mamma var metnaðargjörn fyrir hönd okkar systkinanna og vildi að við myndum mennt- ast. Heimilið vildi hún hafa fínt og hafði gaman af að fylgjast með því sem var að gerast í hönnun heimila og húsbúnaðar. Mamma hafði gaman af því að hlusta á fallega tónlist, sungu bæði hún og pabbi í kirkju- kórnum og var því oft sungið heima og jafnvel tekið dans- spor. Síðustu árin var mamma á hjúkrunarheimilinu Eir og naut þar einstakrar umönnunar, natnin og sú persónulega þjón- usta sem mamma og við fjöl- skyldan hennar fengum er okk- ur ómetanleg. Nú er mamma komin til að taka dansspor með pabba og hafa eflaust verið fagnaðarfundir. Pabbi sem var alltaf svo skotinn í mömmu get- ur nú fengið knúsið sitt á með- an þau fylgjast með okkur af- komendunum. Elsku mamma, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Þín dóttir, Steinunn (Denna). Við kveðjum elsku Erlu ömmu okkar með söknuði en vitum að Snorri afi tekur á móti henni með fögnuði. Loks- ins eru þau saman á ný. Við eigum margar góðar minningar frá heimsóknum okkar til afa og ömmu á Blönduósi og þangað var alltaf svo notalegt að koma og fá eitt- hvað gott með kaffinu. Amma var alltaf að dunda við eitthvað, og þær voru margar fallegar flíkurnar sem við fengum að gjöf sem voru saumaðar eða prjónaðar af ömmu, enda var hún einstaklega handlagin. Amma var alltaf jafn ljúf og þolinmóð við okkur krakkana og við áttum margar góðar stundir með henni. Við eldri börnin munum vel eftir því að fara í alls konar erindi með ömmu, hjálpuðum að bera út blöðin, heimsóttum spítalann þar sem amma vann og svo var farið í búðarferðir í Vísi eða að heimsækja kunningjafólk. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Guð geymi þig, elsku amma. Olga, Erla, Tinna og Davíð Sturlubörn. Erla Aðalsteinsdóttir  Fleiri minningargreinar um Erla Aðalsteinsdótt- ur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, ÞÓRUNN PÁLSDÓTTIR kennari, Goðheimum 20, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 10. ágúst, verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn 30. ágúst klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð. . Magnús Kjartan Hannesson, Feng Jiang Hannesdóttir, Hannes Hermann Mahong Magnússon. Elskuleg móðir mín, ÁLFHILDUR ERNA HJÖRLEIFSDÓTTIR, til heimilis að Breiðvangi 7, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut 22. ágúst. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, . Sigurður H. Álfhildarson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLVEIG GUÐLAUGSDÓTTIR, til heimilis að hjúkrunarheimilinu Hjallatúni, Vík í Mýrdal, lést á sjúkrahúsinu á Selfossi 19. ágúst. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. . Sigríður K. Guðjónsdóttir, Hjálmar Hermannsson, Unnur Guðjónsdóttir, Jóhannes Óttar Svavarsson, Eggert Guðjónsson, Bryndís Helga Hannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.