Morgunblaðið - 29.08.2016, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2016
✝ Benedikt BragiPálmason
fæddist í Hvassa-
felli í Eyjafjarðar-
sveit 7. október
1937. Hann lést á
Dvalarheimilinu
Hlíð á Akureyri 11.
ágúst 2016.
Foreldrar hans
voru hjónin Anna
María Benedikts-
dóttir frá Sæborg í
Höfðahverfi í Þingeyjarsýslu, f.
18. desember 1916, d. 15. desem-
ber 1939, og Pálmi Júlíusson frá
Hvassafelli, f. 24. mars 1907, d.
1. desember 1949. Systur Braga
eru Hólmfríður Júlía, f. 13. apríl
1939, og Freygerður, f. 15. nóv-
ember 1943. Bragi kvæntist
þann 25. desember 1959 Soffíu
Ottesen frá Akureyri, f. 17. nóv-
ember 1941.
Börn Braga og Soffíu eru: 1)
Sigríður María, f. 20. júlí 1958,
fráskilin. Börn: Elín Ragna,
Bragi Már og Pálmi Rúnar Val-
björnsbörn. 2) Rósa Álfheiður, f.
4. janúar 1961, sambýlismaður
Erlendur Þ. Guðbrandsson, f.
1965. Börn: Eva María Axels-
dóttir, Þóra Katrín og Soffía
Karen Erlendsdætur. 3) Þorkell
Akureyri. Þar fæddist þeim
dóttirin Freygerður, en fyrir
átti Arndís dæturnar Benediktu,
sem er látin, og Júlíu. Pálmi og
Arndís slitu samvistum. Bragi
bjó næstu tvö árin með föður
sínum á Siglufirði, en flutti það-
an á Kaupangsbakka í Eyja-
fjarðarsveit. Bragi missti föður
sinn aðeins 12 ára gamall. Bragi
og Hólmfríður fóru aftur í
Hvassafell og ólust þar upp hjá
Benedikt föðurbróður sínum og
Rósu Jónsdóttur Thorlacius.
Hann vann í tvo vetur sem vetr-
armaður, fyrst á Hrísum og svo
á Litla-Hóli, en var heima í
Hvassafelli á sumrin. Hann fór á
tvær vertíðir til Vestmannaeyja
og vann sem fláningsmaður í
Sláturhúsi KEA, en þar kynntist
hann eftirlifandi eiginkonu
sinni. Bragi flutti til Akureyrar
og hóf störf í Brauðgerð Krist-
jáns Jónssonar og lærði bak-
araiðn. Hann lauk sveinsprófi
með 1. einkunn 1964 og meist-
araprófi 1971. Bragi starfaði í
Kristjánsbakaríi óslitið í 52 ár.
Árið 1964 byggðu Bragi og
Soffía Suðurbyggð 25 og bjuggu
þar í 37 ár. Bragi var mikill
áhugamaður um ættfræði og
skák og tefldi bæði fyrir UMSE
og Skákfélag Akureyrar. Einnig
var hann á tímabili með lítinn
fjárbúskap og ræktaði kart-
öflur.
Útför Braga fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 29.
ágúst 2016, klukkan 13.30.
Pálmi, f. 14. desem-
ber 1965, maki Sig-
ríður Lovísa
Björnsdóttir, f.
1971. Börn Pálmey
Kamilla, Arnviður
Bragi og Sigfríður
Birna Pálmabörn.
Dóttir Lovísu er
Sigrún Lilja Guðna-
dóttir. 4) Sigfríður
Ragna, f. 7. sept-
ember 1967, maki
Kristinn Sigurgeirsson, f. 1962.
Synir: Pétur Gauti og Broddi
Pálmi Péturssynir, Róbert Logi
og Daníel Orri Kristinssynir.
Börn Kristins eru Haukur Sig-
urjón og Tinna Björk. 5) Anna
Soffía, f. 30. nóvember 1978,
maki Ævar Jónsson, f. 1972.
Synir: Egill Már Magnússon,
Trausti Gabríel, Ævar Breki og
Benedikt Bragi Ævarssynir.
Dóttir Ævars er Hildur Marín.
Barnabarnabörn eru 13.
Móðir Braga lést úr berklum
þegar hann var aðeins tveggja
ára. Hann fluttist með föður sín-
um og Hólmfríði, systur sinni,
úr Hvassafelli í Miðhús í Eyja-
fjarðarsveit. Faðir hans hóf hjú-
skap með Arndísi Benedikts-
dóttur og fluttu þau inn á
Stolt, virðing og væntumþykja
er það fyrsta sem kemur upp í
hugann þegar ég hugsa um
pabba minn. Hann var alla tíð af-
ar stoltur af öllu sínu fólki,
frændrækinn og ættfróður mað-
ur. Það var nánast sama hver var,
hann þekkti ævinlega til flestra
og margir fóru mun fróðari um
ættir sínar en þeir komu. Hann
var víðlesinn, mikill sögumaður
og öll okkar ferðalög í æsku
minni einkenndust af fróðleik um
fjöll og bæi þegar keyrt var
framhjá. Ég var svo stolt af
pabba mínum þegar ég trítlaði
við hliðina á honum sem lítil
stelpa og drakk í mig hvert orð.
Skrítið þegar komið er að leið-
arlokum hvað hugurinn dregur
mig aftur til barnæskunnar. Þá
rifjast upp allir litlu hlutirnir sem
í dag eru mér svo dýrmætir. Eins
og fyrstu lögin sem hann kenndi
mér, Góða tungl og Skín við sólu
Skagafjörður, en ég lærði þau og
söng oft hástöfum. Mikið á ég eft-
ir að sakna þess að eiga aldrei eft-
ir að heyra hann kalla mig Mæzu
sína.
Pabbi var fallegur maður bæði
að utan sem innan og mikill húm-
oristi. Hann gat gert stólpagrín
að sjálfum sér. Hún er góð sagan
þegar hann keypti eitt sinn nýjan
bíl og var ekki búinn að eiga hann
lengi þegar fór að heyrast eitt-
hvert bank í mælaborðinu. Pabbi
fór með bílinn á verkstæði og
sagði við verkstæðisformanninn:
„Ég skil ekkert í því en það er
eins og það heyrist alltaf eitt-
hvert bank í mælaborðinu.“ For-
maðurinn klóraði sér í höfðinu og
sagði: „Bragi, ertu búinn að prófa
að segja kom inn?“ Þetta fannst
pabba ótrúlega fyndið svar og hló
alltaf jafn mikið þegar hann sagði
þessa sögu.
Pabbi átti marga mjög góða
vini bæði innan og utan síns
frændgarðs. Það var oft glatt á
hjalla þegar þeir hittust. Létu
alltaf eins og smástrákar, slógust
jafnvel í kartöflugarðinum og
komu grútskítugir heim. Það
þótti ekki tiltökumál þegar þessir
vinir komu saman. Pabbi var
mikill náttúruunnandi og dýra-
vinur, enda stóð hugur hans til
þess að verða bóndi. Það varð
hins vegar aldrei úr að sá draum-
ur rættist, en smábúskap stund-
aði hann, hélt nokkrar kindur og
ræktaði kartöflur. Hann átti auk
þess ýmis áhugamál eins og
skákina, fótboltann og veiði í ám
og vötnum. Hann hafði gaman af
söng, var sjálfur ágætis söng-
maður og gat hermt eftir mörg-
um af sínum uppáhalds söngvur-
um eins og Hauki Morthens og
Ragga Bjarna, og eins náði hann
Hallbjörgu Bjarnadóttur ótrú-
lega vel.
Ég gæti haldið endalaust
áfram að skrifa um þig, elsku
pabbi. Ég get ekki lokið þessu
öðruvísi en að minnast á sam-
band ykkar mömmu sem stóð í
hartnær 60 ár. Það var yfirleitt
að fólk talaði um ykkur í sömu
andrá, Obba og Bragi. Hún var
kletturinn þinn og þú hennar.
Það sást vel þegar þú lást sem
veikastur, þó að þú gætir ekki
tjáð þig, þá mynduðu varir þínar
nafnið hennar „Obba“.
Elsku hjartans pabbi minn, nú
er komið að kveðjustund. Ég
þakka þér alla þína elsku í minn
garð og barna minna. Hafðu þökk
fyrir allt og allt.
Hvíldu í friði.
Hlustaðu pabbi
heyrirðu hjarta mitt kalla
sérðu mig ekki himninum frá.
Minning þín lifir
mína ævina alla
ég trúi að síðar þig fái að sjá.
(SMB)
Þín
Sigríður María (Mæza).
Elsku pabbi minn.
Hve sárt er að þurfa að kveðja
þig en þú varst að þrotum kom-
inn og saddur lífdaga. Meiri
sómamann var vart hægt að
finna. Gull af manni og máttir
ekki orðinu halla. Hrókur alls
fagnaðar í öllum veislum, vina-
mörg voruð þið mamma og ófá
skiptin sem einhverjir kíktu í
heimsókn. Sagt er að hver mann-
eskja velji sér foreldra og aldrei
hefði ég valið önnur en ykkur. Þú
varst ætíð svo stoltur af börnun-
um þínum, mömmu og öðrum af-
komendum að manni þótti stund-
um nóg um. Fræðandi, er við sem
börn ókum um Skagafjörðinn
tókstu ætíð lagið og minnist ég
sérstaklega lagsins „Skín við sólu
Skagafjörður“.
Þakka þér fyrir síðastliðin jól
þar sem þú náðir að koma og vera
með okkur þrátt fyrir erfið veik-
indi sem herjuðu á þig. Ættfróð-
ur varstu með afbrigðum svo að
eftir var tekið og var ég ætíð svo
stolt af honum pabba mínum sem
alltaf vissi hverra manna allir
voru. Rifjast einnig upp fyrir mér
er við feðginin deildum sam-
eiginlegum áhuga hvað varðaði
ensku deildina og „tippuðum“ á
leiki. Þitt uppáhaldslið var þá
Crystal Palace.
En nú er komið að leiðarlok-
um. Ég er þess fullviss að þú sért
á góðum stað hjá mömmu þinni
og pabba sem tekið hafa þér
fagnandi. Að lokum sameinuð.
Ég mun halda loforðið sem ég gaf
þér og ég þakka fyrir að hafa
fengið að umvefja þig í síðasta
sinn á þinni hinstu stund.
Þó sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý,
því burt varst þú kallaður á örskammri
stundu
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga
og góða
svo fallegur, einlægur og hlýr
en örlög þín ráðin – mig setur hljóða
við hittumst ei aftur á ný.
Megi algóður Guð þína sálu nú geyma
gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár
þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Höf. ókunnur.)
Vertu Guði að eilífu falinn.
Þangað til næst, elsku fallegi
pabbi minn.
Þín dóttir,
Rósa.
Benedikt Bragi
Pálmason
Fleiri minningargreinar
um Benedikt Braga Pálma-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝ Bryndís DóraÞorleifsdóttir
fæddist í Reykjavík
20. nóvember 1935.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu Sól-
túni 20. ágúst 2016.
Foreldrar hennar
voru Þorleifur Sig-
urbrandsson frá
Ólafsvík, verkstjóri
hjá ESSO, f. 17. des-
ember 1890, látinn
30. janúar 1971, og Halla Ein-
arsdóttur frá Fossi í Mýrdal, f. 2.
febrúar 1903, látin 11. janúar
1998. Systir hennar var Svava
Þórðardóttir, f. 24. ágúst 1929,
látin 13. september 2007. Bryndís
giftist 30. júní 1956 Jóni Þór Jó-
hannssyni, f. 11. ágúst 1930 á
Hrauni í Borgarfirði eystri, sem
starfaði lengst af hjá Sambandi ís-
hann Þór Jónsson, f. 14. október
1969. Maki Þórunn Marinósdóttir,
f. 25. apríl 1974. Börn þeirra: a) Jón
Þór Jóhannsson, f. 7. maí 2003. b)
Margrét Eva Jóhannsdóttir, f. 16.
september 2006. c) Sóley María Jó-
hannsdóttir, f. 18. febrúar 2011. 4)
Bergrún Svava Jónsdóttir, f. 14.
október 1969. Maki Ragnar Bald-
ursson, f. 22. mars 1966. Dætur
þeirra: a) Halla Björk Ragnars-
dóttir, f. 27. september 1994, unn-
usti Elvar Ingi Ragnarsson, f. 27.
febrúar 1994, b) Gerður Hrönn
Ragnarsdóttir, f. 5. janúar 1999, c)
Brynja Valdís Ragnarsdóttir, f. 25.
febrúar 2004.
Bryndís lauk prófi frá Kvenna-
skólanum í Reykjavík 1953. Hún
vann skrifstofustörf hjá Samband-
inu í Reykjavík ásamt húsmóður-
störfum. Eftir hjónaband helgaði
Bryndís sig uppeldi barna sinna og
umsjón stórrar fjölskyldu. Hún tók
virkan þátt í starfi Odfellowregl-
unnar í Rebekkustúkunni Berg-
þóru.
Útför Bryndísar fer fram frá
Háteigskirkju í dag, 29. ágúst
2016, og hefst athöfnin klukkan 15.
lenskra samvinnu-
félaga. Börn þeirra
eru: 1) Þorleifur Þór
Jónsson, f. 24. júlí
1958. Maki Þórdís
Hrönn Pálsdóttir, f.
11. október 1966.
Þeirra börn eru: a)
Bryndís Þorleifs-
dóttir, f. 4. nóvemb-
er 1994. b) Arnór
Þorleifsson, f. 23.
nóvember 1996. 2)
Stefanía Gyða Jónsdóttir, f. 9.
febrúar 1963. Maki Benjamín Ax-
el Árnason, f. 13. desember 1961.
Börn þeirra eru: a) Birna Dís
Benjamínsdóttir, f. 13. apríl 1986.
Maki í sambúð Brimar Aðal-
steinsson, f. 16. apríl 1978. b)
Bjarki Dór Benjamínsson, f. 17.
júlí 1991. c) Dagný Björt Benja-
mínsdóttir, f. 4. janúar 1995. 3) Jó-
Þó svo að af mömmu hafi dreg-
ið síðustu árin þá átti enginn von
á því að kallið kæmi eins snögg-
lega og raun bar vitni. Hún hafði
átt góðan dag – það var fallegt
veður, hún drakk kaffi með
pabba og kvaddi hann eins og
venjulega en rétt eftir kvöldmat
þá lokuðust augun í síðasta sinn
og hún kvaddi þennan heim. Þó
svo að sorgin sé sár og söknuður-
inn nísti inn að beini þá er ég
samt þakklát fyrir það að hún
þurfti ekki að þjást eða að missa
meira en orðið var.
Undanfarna daga hafa minn-
ingarnar leitað á hugann og eru
þær allar góðar og ljúfar.
Mamma var einstaklega góð
kona, vel af Guði gerð, vel gefin,
skemmtileg og ekki síst góð móð-
ir. Eftir að ég eignaðist mín börn
og varð eldri þá kann ég enn bet-
ur að meta allt það sem mamma
gerði fyrir mig og systkini mín á
okkar uppvaxtarárum. Hún var
glaðlynd og brosmild og sá alltaf
það góða í öllu. Hún innrætti mér
öll þau góðu gildi sem skipta svo
miklu máli í samskiptum við aðra
og það sem meira var þá var hún
svo góð fyrirmynd. Hjónaband
hennar og pabba var ákaflega
farsælt og er ómetanlegt að
minnast samskipta þeirra nú
þegar hún er horfin frá okkur.
Það verða án efa tómlegir dag-
arnir hjá honum nú á næstunni
en aðdáunarvert var að fylgjast
með stuðningi hans við hana eftir
að veikindi fóru að setja sífellt
meira mark á hennar líf.
Ó, mamma mín, nú leiðir skilja að sinni,
og sorgartárin falla mér á kinn,
en hlýjan mild af heitri ástúð þinni,
hún mýkir harm og sefar söknuðinn.
Í mínum huga mynd þín skærast
ljómar,
og minningin í sálu fegurst ómar.
Þú móðir kær þér aldrei skal ég
gleyma,
þinn andi fylgi mér á lífsins strönd.
Ég vil í hjarta heilræðin þín geyma
og halda fast í Drottins styrku hönd.
Með huga klökkum kveð ég góða
móður.
Ó, mamma mín, þú lífs míns stærsti
sjóður.
(Árni Gunnlaugsson.)
Ég bið Guð að blessa minningu
mömmu minnar. Hvíldu í friði
Þín dóttir,
Bergrún Svava.
Elsku mamma.
Nú ertu farin frá okkur, komin
á betri stað hjá þeim sem þú tal-
aðir svo oft um og saknaðir mikið.
Þú varst alltaf til staðar, fram
á síðasta dag, og veittir okkur
stuðning og góð ráð um lífið og
tilveruna.
Umhyggja, virðing, heiðarleiki
og sanngirni eru gildi sem þú
kenndir okkur að lifa eftir og það
er verkefni okkar sem á eftir
komum að miðla þeim áfram.
Guð geymi þig og varðveiti,
dagarnir verða ekki eins án þín
en minningin um allt það góða
sem þú gafst okkur lifir með okk-
ur að eilífu.
Jóhann Þór.
Elsku amma Binna.
Það var svo sárt að vera hinum
megin við hafið og fá þær fréttir
að þú hafir fallið frá. Þú hugsaðir
alltaf svo vel um okkur barna-
börnin, við vorum alltaf velkomin
og svo örugg hjá þér. Mér fannst
alltaf svo gaman að koma í heim-
sókn til þín, elsku amma, enda
engin manneskja sem tók jafn vel
á móti gestum eins og þú, settir
alla aðra í fyrsta sæti og varst
alltaf seinust til að setjast niður.
Þér tókst að uppfylla allt sem
fylgir því að vera hin besta
amma; með risastórt hjarta, allt-
af tilbúin að taka á móti okkur í
heimsókn og alltaf með áhyggjur
af okkur stelpuskottunum þínum,
Bínunum þremur. Ég elska þig
og mun bera nafnið þitt með
stolti.
Bryndís Þorleifsdóttir.
Bryndís Dóra
Þorleifsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Bryndís Dóra Þorleifs-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
• Skattaleg ráðgjöf
• Skattauppgjör dánarbús
og erfingja
• Erfðafjárskýrslugerð
• Önnur þjónusta
Spekt ehf. • S. 587 7600 • Borgartúni 3
jon@spekt.is • petur@spekt.is
Þjónusta við dánarbússkipti
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
HALLGRÍMUR SÆVAR MAGNÚSSON,
lést á St. Fransiskusspítalanum í
Stykkishólmi fimmtudaginn 25. ágúst. Útför
hans verður gerð frá Grundarfjarðarkirkju
laugardaginn 3. september klukkan 13. Þeim sem vilja minnast
hans er bent á Slysavarnaskóla sjómanna.
.
Helga Fríða Tómasdóttir,
Rúnar Hallgrímsson,
Hallgrímur Jóhann Hallgrímsson,
Tómas Logi Hallgrímsson, Agnes Ýr Kristbjörnsdóttir,
Elís Orri, Gabríel Berg og Sæbjörn Logi afastrákar.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HELGA ELÍSABET PÉTURSDÓTTIR,
Hjúkrunarheimilinu Skjólgarði,
Hornafirði,
lést 24. ágúst. Jarðsett verður frá
Hafnarkirkju fimmtudaginn 1. september klukkan 14. Þeim sem
vilja minnast hennar er bent á Hjúkrunarheimilið Skjólgarð.
.
Börn,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
THEODÓR PÁLSSON,
Nestúni 4,
Hvammstanga,
andaðist í faðmi fjölskyldunnar föstudaginn
26. ágúst. Útför hans verður frá Melstaðarkirkju miðvikudaginn
31. ágúst klukkan 15.
.
Sigrður Andresen Lasse Andresen
Páll Theodórsson Ásdís Þórisdóttir
Birgir Theodórsson Kristín Ólöf Þórarinsdóttir
Kolbrún Rut Theodórsdóttir Gunnar Lundberg
börn og barnabörn.