Morgunblaðið - 29.08.2016, Síða 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2016
Arctic Trucks
Kletthálsi 3
110 Reykjavík
sími 540 4900
info@arctictrucks.is
www.arctictrucks.isEXPLORE WITHOUT LIMITS
®
Vandaðar plasthlífar á flestar gerðir bifreiða.
Hlífa bílnum gegn grjótkasti og varna lakkskemmdum.
• Húddhlífar
• Gluggavindhlífar
• Ljósahlífar
PLASTHLÍFAR
Ég verð ekki í bæn-um og er voða lítiðfyrir stórveislur
en ætla að hitta nokkur
eintök úr fjölskyldunni í
Grímsnesinu,“ segir Her-
dís Hallvarðsdóttir, sem á
60 ára afmæli í dag. „Við
hjónin förum í afmælisferð
til Spánar í október með
gönguhópi og röltum um
fjöll og firnindi skammt
frá Alicante. Ég hlakka
mikið til og er búin að
vera lengi á leiðinni að
fara í gönguferð erlendis.
Annars eru uppáhalds-
ferðirnar innanlands því
bæði börnin búa erlendis
og við förum þess vegna
svo oft út.“
Eiginmaður Herdísar er
Gísli Helgason blokk-
flautuskáld. „Við eigum
tvö börn og það eldra fékk
Gísli á fæti, en þau eru Bryndís Sveinbjörnsdóttir fatahönnuður sem
býr í Reading á Englandi og Helgi Tómas Gíslason tölvunarfræðing-
ur sem býr í Montréal í Kanada. Svo eigum við tvö barnabörn í Eng-
landi. Þegar maður á aukapening og aukafrí er farið á annan hvorn
staðinn.“
Herdís og Gísli reka bókaútgáfuna Hljóðbók.is en þau hafa líka
verið að gefa út fyrir túristamarkaðinn og í sumar gáfu þau ásamt
félaga sínum út ljósmyndabókina Welcome to Reykjavik. „Við gefum
annars mest út á haustin af hljóðbókum og verðum með væntanlega
Útkallsbók Óttars Sveinssonar og sígilda bók sem mér finnst frábær,
en það er Fátækt fólk eftir Tryggva Emilsson. Svo á eftir að skrifa
undir ýmislegt þannig að það er best að vera ekki að nefna það. Það
er mjög gaman að vera í bókaútgáfu, fæstir verða ríkir á því en
þetta er skemmtilegt og gefandi starf.“
Herdís grípur alltaf í tónlistina öðru hverju, en hún var meðal
annars í hljómsveitinni Grýlunum. „Við spilum mest fyrir vini og
kunningja og stöku sinnum í afmælum og kirkjum og eftir tvær vik-
ur spilum við á Dvalarheimilinu Grund. Það verður mikið fjör. Ég er
nýútskrifaður leiðsögumaður og stefni á að vinna meira við það þeg-
ar fram líða stundir svo það má segja að íslensk náttúra sé helsta
áhugamálið núna.“
Hjónin Herdís og Gísli í Eyjum sl. sumar.
Gefandi starf að
vera í bókaútgáfu
Herdís Hallvarðsdóttir er sextug í dag
L
úkas Kárason er fæddur
að Neðstalandi í Öxna-
dal á höfuðdaginn 29.
ágúst 1931. Hann flutt-
ist með móður sinni til
Hólmavíkur á Ströndum, þá enn
hvítvoðungur og ólst upp á Strönd-
unum, lengst af á Drangsnesi, fram
yfir fermingu. Þrátt fyrir að oft væri
þröngt í búi á kreppuárunum norður
á Ströndum, líkaði Lúkasi vel að
alast þar upp og ber æ síðan miklar
tilfinningar til bernskuslóðanna.
Eftir að hafa fermst „upp á Faðir
vorið“ sem kallað var, fluttist Lúkas
15 vetra að heiman. Fyrst bar hann
niður í Ingólfsfirði þar sem hann
vann að uppsetningu síldarverk-
smiðju, sem enn má sjá merkar
minjar um. Eftir að hafa aflað nokk-
urs fjár hélt Lúkas suður á bóginn
og bar næst niður í Reykjavík, þar
sem hann hitti föður sinn í fyrsta
skipti.
En höfuðborgin dugði ekki til að
svala útþrá piltsins, sem óðara réð
sig á færeyskan kútter og skolaði
honum næst á land í Svíþjóð eftir að
hafa verið við veiðar við Grænland
og víðar. Þrátt fyrir erfiða fyrstu
daga í Svíþjóð, þar sem unglingurinn
stóð nú vegabréfs-, atvinnu-, hús-
næðis-, peninga- og matarlaus, líkaði
Lúkasi strax við Svíana sem tóku
pilti vel. Hann fékk fljótlega vinnu
hjá hinu mikla fyrirmyndarfyrirtæki
SKF, sem m.a. er þekkt um allan
heim fyrir framleiðslu kúlulega.
En ævintýraþrá Lúkasar var ekki
fullnægt í Svíþjóð og stóð hugurinn
til frekari landkönnunar. Hann réð
sig því á norskt fraktskip og var
fljótlega kominn til Senegal á vest-
urströnd Afríku. Í höfn höfuðborg-
arinnar Dakar komst hann heldur í
hann krappan þegar hann villtist á
leið til skips. Eftir að hafa klifið girð-
ingu eina mikla vissi hann ekki af sér
fyrr en kallað er eftir honum og
hleypt af riffli. Hann rankar við sér á
hersjúkrahúsi borgarinnar, mikið
slasaður eftir að hafa fengið skot í
gegnum lærlegginn. Í fyrstu var tal-
ið víst að það yrði að aflima fótinn
við mjöðm, en fyrir mikla mildi fórst
það fyrir og fór svo sárið að gróa. Þá
höfðu heilladísirnar ekki síður vakað
yfir tvítugum Strandamanninum áð-
ur en hann var skotinn, því her-
mennirnir undruðust mjög hvernig
stóð á því að Lúkasi hafði tekist að
klífa girðinguna og komast yfir jarð-
sprengjusvæði innan hennar, áður
en þeir skutu á hann.
Ekki lét Lúkas þessar svaðilfarir
Lúkas Kárason skipstjóri – 85 ára
Lúkasarlið Lúkas ásamt börnum sínum við Apavatn. F.v.: Birna Sólveig, Rita, Erling Þór, Lúkas, Karen og Pétur.
Íslandið góða kallaði
sæfarann heim
Hjónaleysin Lúkas og Gerður .
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Gullbrúðkaup áttu í gær, hjón-
in Ingibjörg Sólveig Kolka
Bergsteinsdóttir, þroskaþjálfi
og húsfreyja, og Jón Bjarna-
son fyrrv. bóndi, skólameistari,
alþingismaður og ráðherra.
Ingibjörg Sólveig er fædd á
Blönduósi og ólst þar upp
fyrstu árin heima hjá afa sín-
um og ömmu, Páli Kolka lækni
og frú Guðbjörgu. Jón er fædd-
ur í Asparvík á Ströndum en
ólst upp í Bjarnarhöfn á
Snæfellsnesi.
Þau Ingibjörg og Jón giftu sig í
Bjarnarhafnarkirkju 28. ágúst
1966 og búa nú í Reykjavík.
Þau Ingibjörg og Jón verða að
heiman.
Árnað heilla
Gullbrúðkaup
Frá vinstri: Ingibjörg Kolka, Laufey Erla, Katrín Kolka, sem lést 2011, Ingibjörg, Jón,
Páll Valdimar Kolka, Ásgeir og Bjarni. Myndin birtist aftur vegna ruglings á nöfnum.
Ingibjörg og Jón á trúlofunardaginn 14. ágúst 1965.