Morgunblaðið - 29.08.2016, Side 26
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2016
www.gilbert.is
SJÓN ER SÖGU RÍKARI !
»Sumartónleikaröð veitingahússins Jómfrúar-
innar sló sinn lokatón á laugardag þegar kvart-
ett saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar og
trommuleikarans Jeff Herr frá Lúxemborg steig á
svið en með þeim léku Kjartan Valdemarsson á pí-
anó og Þorgrímur Jónsson á kontrabassa. Þekktir
djassstandardar og frumsamið efni ómaði á þess-
um þrettándu og síðustu tónleikunum tónleikarað-
arinnar sem tónleikagestir nutu til fulls. Kvartett-
inn steig einnig á svið í menningarhúsinu Hofi á
Akureyri í gær.
Þrettándu og síðustu sumartónleikar Jóm
Tónlistarmaður Saxófónleikarinn Sigurður Flosason lék af fingrum fram.
VIÐTAL
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Við hið ævintýralega stöðuvatn Si-
wu í Zhejiang-héraði í Kína varð
grundvöllur vináttu íslensku óperu-
söngkonunnar Alexöndru Cherny-
shovu og hinnar rússnesku Lubov
Molina mótaður.
„Reyndar á ég úkraínska móður
og rússneskan föður en ég hef búið
hér á Íslandi síðan 2003 og á þrjú
börn með íslenskum eiginmanni mín-
um. Ég segi því gjarnan ég sé einn
þriðji úkraínsk, einn þriðji rússnesk
og einn þriðji íslensk,“ segir Alex-
andra með brosi á vör, en hún ætlar
ásamt vinkonu sinni Molina að reisa
menningarbrú milli Íslands og Rúss-
lands, eða til að vera nákvæmari,
milli Reykjavíkur og Moskvu.
„Já, það er rétt. Við ætlum að
byggja listræna brú á milli Moskvu
og Reykjavíkur með tónleikunum
Russian Souvenir. Tónleikarnir
verða haldnir bæði í Reykjavík og
Moskvu og verður áherslan í Reykja-
vík á rússnesk tónskáld en í Moskvu
kynnum við óperuna „Skáldið og
biskupsdóttirin“ eftir mig og Guð-
rúnu Ásmundsdóttur.“
Menningararfurinn
Bæði Ísland og Rússland eiga fjar-
sjóð skálda í texta og söng. Klass-
ískur íslenskur menningararfur ligg-
ur þó kannski frekar í bókmenntum
en tónlist þótt á seinni árum hafi
hver íslenski tónlistarmaðurinn og
hljómsveitin á fætur öðrum gert
garðinn frægan erlendis.
„Íslendinga eru mjög söngelskir
og það kom mér skemmtilega á óvart
hve margir eru í kór á Íslandi. Í
Úkraínu þarf að fara í sérstakt söng-
nám til að fá inngöngu í kór en hér er
fólk úr öllum stéttum með alls konar
bakgrunn saman í kórstarfi og söng-
urinn er mörgum svo náttúrulegur.
Þetta kom mér skemmtilega á óvart
þegar ég flutti til Íslands; ég hafði að
sjálfsögðu heyrt af Íslendingasög-
unum eins og Njálu og Laxdælu en
ekki svo mikið um íslensk tónskáld,“
segir Alexandra og játar því að þegar
horft sé til klassískrar menningar
liggi þunginn hjá Íslendingum í bók-
menntum.
„Við Íslendingar eru bókmennta-
þjóð,“ segir hún, en Alexandra hefur
tekið ástfóstri við landið enda búið
hér í þrettán ár, orðin íslenskur ríkis-
borgari og talar íslensku eins og inn-
fæddur. „Auðvitað eigum við okkar
tónskáld líka eins og Elísabetu Jóns-
dóttur, Sigvalda Kaldalóns og Jón
Leifs en kannski ekki heimsfræg
tónskáld eins og Rússar.“
Heimsmenning
Alexandra vill kveikja áhuga Ís-
lendinga á því sem hún kallar fjar-
sjóð rússneskrar tónlistarmenningar
en um leið kynna íslenska tónlist fyr-
ir Rússum.
„Rússnesk klassísk tónlist hefur
heillað heiminn í meira en tvær aldir
og er algjör fjarsjóður. Flestir hafa
heyrt af Pjotr Tsjaíkovskí en kannski
færri af Sergei Prokofíev, Alexander
Borodin, Nikolai Rimsky-Korsakov,
Sergei Rakhmaninoff og Alexander
Vlasov.“
Tónleikar Alexöndru í Hörpu, sem
fara fram sunnudaginn 4. september
býður áhorfendum upp á margt af
því besta sem klassísk rússnesk tón-
list hefur upp á að bjóða auk einstaks
samspils þeirra Alexöndru og Mol-
ina.
„Ég er sópran og raddbeiting mín
því allt önnur en hjá Molina, sem er
kontraalt. Hún hefur mjög djúpa
rödd, sem er einstakt fyrir óperu-
söngkonur, og því má segja að við
nálgumst hvor aðra á sviðinu úr sitt
hvorri áttinni. Kannski ekki and-
stæður en á sitt hvorum tónskal-
anum.“
Kynntust í Kína
Alexandra kynntist Molina í Kína
þar sem hún sótti sérstaka söng-
keppni árið 2014 og hafa þær verið
góðar vinkonur síðan en það var bæði
tungumálið og söngurinn sem sam-
einaði þær.
„Þótt ég sé fædd í Kænugarði í
Úkraínu lærði ég rússnesku enda
pabbi rússneskur og Rússland var
alltaf stór hluti af uppeldi mínu en
það er kannski áhugavert að minnast
á það að Sovétríkin voru enn við lýði
þegar ég var ung að alast upp.“
Fyrir tveimur árum sendi Alex-
andra geisladisk með söng sínum til
Kína og var valin úr 400 manna hópi
til þátttöku í söngkeppni. Það var þá
sem hún kynnist Lubov Molina.
„Þegar komið var til Kína kynntist
ég fljótlega nokkrum Rússum sem
voru að taka þátt einnig í söngkeppn-
inni. Mér finnst ofboðslega gaman að
ferðast um og skoða ævintýraleg
svæði og ákvað einn daginn að heim-
sækja vatnið Si-wu, sem kallast á
ensku West Lake. Molina kom með
mér ásamt hinum rússnesku kepp-
endunum og varð ferðin grundvöllur
að vináttu okkar.“
Þær hafa verið í stöðugum sam-
skiptum síðan og nú leiða þær saman
Menningarbrú
milli Íslands
og Rússlands
Alexandra Chernyshova syngur
ásamt Lubov Molina í Hörpu
Söngur Alexandra Chernyshova hefur verið búsett á Íslandi í rúm þrettán ár, en hún býr hér ásamt eiginmanni sín-
um og þremur börnum. Hún stofnaði Óperu Skagafjarðar og hefur sett upp óperuna Skáldið og biskupsdóttirin.