Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.09.2016, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.09.2016, Blaðsíða 15
11.9. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 efni Þórðar Arnar sem fjallaði um áhrif dúntekju á hita og varpárangur æðarfugla. Æðarkollan er af- skaplega verðmæt fyrir Íslendinga og Þórður segir að líklega átti Ís- lendingar sig ekki á hve miklar tekjur hún skapi fyrir land og þjóð. Íslendingar eru með um 80% af allri dúnframleiðslu í heiminum og eru því stærsti dúnframleiðandi í heimi. Nokkrir milljarðar fást árlega í þjóð- arbúið fyrir dúninn. Í doktorsverkefninu skoðaði Þórð- ur það sem getur haft áhrif á varp æðarfugla við Breiðafjörð. Breiða- fjörður er mikilvægasta búsvæði æð- arfuglsins hérlendis og dúnninn hef- ur verið nýttur þar frá landnámi. Rannsóknina vann Þórður við Rann- sóknasetur Háskóla Íslands á Snæ- fellsnesi undir leiðsögn Jóns Einars Jónssonar, forstöðumanns setursins. Gleðilegu tíðindin fyrir land og þjóð eru þau sem Þórður Örn færir okkur nú meðal annars með verkefni sínu; að dúntekja hér á landi virðist hafa lítil áhrif á afkomu æðarkollna í mjög þéttu varpi og getur því talist vistvæn. „Þetta eru mjög góð tíðindi fyrir æðarbændur því í dag er víða farið að krefjast þess að fá vistvænan og grænan stimpil á hlutina. Persónu- lega hélt ég að dúntekjan hefði meiri áhrif og það hefur líka komið við- skiptamönnum sem koma hingað til lands, til að kynna sér tekjuna á dún- inum sem þeir kaupa, afskaplega á óvart að sjá hvernig dúntekja fer fram á Breiðafirði. Margir halda í fullri alvöru að dúnninn sé hreinlega rifinn beint af fuglinum því það er því miður víða gert með margar gæsategundir. Þarna liggur dúnninn bara eftir í hreiðrunum til að taka. Stór hópur fólks vill borga meira fyr- ir að ganga í „grænum“ úlpum og þetta er því sterk staða sem við erum í.“ Ein stærsta niðurstaða verkefnis- ins er að aðalfæða breiðfirskra æð- arfugla er alls ekki sú sama og ann- arra æðarfugla, hvorki hér á Íslandi né annars staðar í heiminum. Fugl- inn étur mest af flekkunökkva, lin- dýrum sem eru skyld kuðungum og samlokum. Sú niðurstaða kom mjög á óvart en oftast er það kræklingur sem er aðalfæða æðarfugla. „Það hefur verið litið á flekk- unökkvann sem hálfgert rusl, enginn spáð í að þetta gæti verið eitthvað sem æðarfuglinn æti, hvað þá að þetta væri aðalfæðan. Við komumst einnig að því að það hvernig fuglarnir liggja á eggjunum er mun flóknari hegðun en áður hef- ur verið talið. Þar sem fuglarnir verpa afar þétt, svo sem í Rifi á Snæ- fellsnesi, sýna kollurnar samhjálp við álegu og útungun þar sem marg- ar kollur liggja á sama hreiðri og geta jafnvel átt egg í fleiri en einu hreiðri í sama varpi. Í gisnari vörp- um, eins og í Hvallátrum, sér hver og ein kolla um sitt hreiður sjálf. Við tengdum áleguhegðunina meðal annars við hve mikið magn dúnflóa er í varpinu í Rifi svo kollurnar verða að fara oftar af hreiðrinu til að snyrta sig en þá taka aðrar kollur við að liggja á eggjunum til að halda þeim heitum. Flærnar pirra fuglana og líka rannsóknarmenn!“ Hvorki dúntekjan né aukinn eggjafjöldi í hreiðri fuglanna í Rifi hefur áhrif á orkueyðslu fuglanna en feitari kollur léttust hlutfallslega meira við upphaf álegu en magrar kollur. „Líklegt er að feitar kollur liggi frekar á sínum eggjum sjálfar, fara sjaldnar af hreiðrinu og treysti því ekki jafn mikið á þessa samhjálp miðað við magrar kollur. Æðarkollur éta ekkert á álegutíma sem varir í um það bil 24 daga, þær treysta á þennan fituforða sem þær svo brenna á álegunni en feitar kollur hafa meiri möguleika á að klára áleguna en magrar. Við erum þá með tvennskonar mismunandi álegu- hegðun í Rifi, aðra fyrir feita fugla og hina fyrir magra fugla, en hvor tveggja skilar sér í samskonar ár- angri.“ Þórður Örn segir að það sé efni í framtíðarrannsóknir hans að skoða betur þessa furðulegu kommúnu eins og hann orðar það, sem þéttasta æðarfuglavarp í heimi, varpið í Rifi, er. Þar þyrfti helst að nota DNA- greiningu á fuglunum. „Hvort þetta gæti jafnvel verið eitthvert ættarklan æðarfugla sem þarna hjálpast að – mæður liggja á hreiðrum dætra sinna og frænkur hjálpa frænkum. Þar eru oft 1,7 hreiður á hvern fermetra og þess má geta að karlfuglinn heldur sig með kollunni sinni allan tímann; það ger- ist ekki heldur neins staðar í heim- inum nema í Rifi. Þetta varp er stór- merkilegt!“ Fann að eitthvað var að Synir Þórðar koma heim úr skól- anum, þeir Óðinn, 11 ára, og Fróði, 14 ára. Fróði spyr pabba sinn á tákn- máli hvort hann þurfi aðstoð við að túlka en okkur gengur ágætlega. Þegar Þórður Örn var 15 ára fór hann að finna fyrir höfuðverk og fjöl- skyldan sá að hann var valtur á fót- um og samhæfingin hálfskrýtin. „Fyrst héldum við að þetta væri bara það sem fylgdi því að vera ung- lingur; vera eilítið klaufskur sláni en undir niðri fann ég samt að það hlyti að vera eitthvað mikið að. Heyrnin á öðru eyranu fór allt í einu að minnka mjög mikið og hausverk- urinn ágerðist og ágerðist. Ég var ’Mér finnst þetta snúast að miklu leyti umval. Þú getur ákveðið hvort þú viljir verabjartsýnn eða svartsýnn. Hvort þú viljir reyna aðlétta undir með þínum nánustu og vera góður sjúklingur. Það er hægt með því að gera sitt besta. Eldhúsdagar hjá Ísleifi Jónssyni Vegna hagstæðs gengis bjóðum við 25% afslátt af völdum eldhúsvöskum og blöndunartækjum frá úrvalds framleiðendum í verslun okkar að Draghálsi. Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is Kr. 42.598 Focus - útdraganlegur haus Kr. 20.909 Focus - hár armur Kr. 74.336 Stærð 45x40cm Kr. 18.302 Stærð 79x50cm Kr. 11.426 Stærð Ø 48.5cm Kr. 22.753 Stærð 62x50cm Segulmögnuð verðlaunahönnun frá Magisso í Finnlandi Kr. 9.850 ATH E N A Vn. 69770003 K I B A Vn. 69798900 A M A L T I A Vn. 69770000 K B X Vn. 127.0158.551 Tuskusnagi Opið frá kl. 8 -1 8 alla virka daga o g frá kl. 10 - 14 á laugardögum Opið frá kl. 8-18 alla virka daga og frá kl. 10 - 14 á laugardögum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.