Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.09.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.09.2016, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.9. 2016 MATUR Fyrirrennarar Obama, Hillary Clinton og Laura Bush, studdu við lífræna ræktun með því að láta eld- hús Hvíta hússins aðeins kaupa lífrænt grænmeti. Obama gekk einu skrefi lengra og lét gera lífrænan mat- jurtagarð við Hvíta húsið en mat- jurtagarðurinn var sá fyrsti frá því að Eleanor Roosevelt var forsetafrú. Til viðbótar lét hún setja upp bý- flugnabú á suðurflöt Hvíta hússins. Lífrænt grænmeti úr garðinum og heimaframleitt hunang var því á boð- stólum bæði í stórum veislum á veg- um forsetaembættisins og á heimili forsetafjölskyldunnar. Býflugnabóndinn Charlie Brandts. Ljósmynd/Hvíta húsið Býflugur og lífræn ræktun Í PRÓFÍL STJÓRNMÁL Michelle Obama sló rækilega í gegn með ræðu sinni á síðasta landsþingi Demókrataflokks- ins. Eftir hana fóru margir að velta því fyrir sér hvort hún yrði ekki bara frábær forseti. Obama sjálf hefur hinsvegar lagt áherslu á að hún hlakki til þess að end- urheimta einkalíf sitt. Ekki má þó búast við því að hún sitji auðum höndum því hún ætlar að halda áfram að berjast fyrir aukinni menntun og heilbrigði barna. Sjálf hefur hún sagt oftar en einu sinni að hún ætli ekki í framboð. Á South by Southwest í mars sagði hún: „Nei, nei, ég ætla ekki að gera það“, spurð um fram- boð. Í apríl var hún aftur spurð að þessu sama á við- burði í Hvíta húsinu: „Hillary Clinton er flott kona en ég ætla ekki að gera það sem hún hefur gert. Ég ætla ekki að bjóða mig fram til forseta.“ Ekki lítur út fyrir að forsetinn ætli að telja henni hug- hvarf en hann sagði á fundi í Louisiana í janúar að það væru aðeins þrír hlutir öruggir í lífinu, dauði, skattar og að kona sín færi ekki í forsetaframboð. Dæmin um að fólk hafi skipt um skoðun í pólitík eru hinsvegar það mörg að víst er að fólk mun ekki hætta að spyrja Mic- helle Obama þessarar spurningar alveg strax. Forsetafrúin sló í gegn á landsþingi Demókrataflokksins. AFP Framtíðarforseti? MICHELLE OBAMA mun skilja eftir sig heilmikla arfleifð sem forsetafrú. Í janúar segir hún skilið við Hvíta húsið eftir átta ár, aðeins 53 ára gömul. Hún hefur vissulega verið fjörugari en margir fyrirrennarar hennar. Peter Slevin, höfundur bókarinnar Michelle Obama: A Life bendir á að það sé ólíklegt að önnur forsetafrú eigi eftir að stunda húla hopp á grasflöt við Hvíta húsið, fara í sparkbox í opinberu myndbandi eða dansa opinberlega við „Uptown Funk“. Vill bæta mataræði og auka hreyfingu „Ég er algjörlega tilbúin til að gera sjálfa mig að fífli til að fá börnin okkar til að hreyfa sig,“ sagði Michelle Obama um verkefnið Let’s Move sem hún setti af stað fyrir sjö árum. Markmið þess er að bæta mataræði og auka hreyfingu barna með fjölbreytilegum leiðum með það að markmiði að út- rýma offitu. Hún hefur sagt að hún ætli að halda áfram að vinna að þessu takmarki eftir að hún hverfur á brott úr Hvíta húsinu. Hingað til hefur aldrei verið forsetaherra, aðeins forsetafrúr, þó það geti nú mögulega breyst í náinni framtíð. Maki ríkjandi forseta fylgir honum í Hvíta húsið en fær hinsvegar engar opinberar leiðbeiningar um hvað hann eigi að gera. Að vera forsetafrú er ekki starf og þar af leiðandi fylgja heldur ekki nein laun. Obama gerði öllum það ljóst frá upphafi að hún ætlaði ekki að gera eitthvað bara af því að aðrar forsetafrúr hefðu alltaf gert það. Hún er lögfræðingur að mennt en hefur sem forsetafrú fyrst og fremst skilgreint sig sem móður og lagt áherslu á góð fjölskyldugildi. Hún vill bæta heilsu barna og nýjasta átakið hennar, Let Girls Learn, leggur áherslu á að mennta stelpur. Hún vill breyta því að 62 milljónir stúlkna á heimsvísu, þar af helmingur táningar, séu ekki í skóla. Önnur verkefni sem hún hefur leitt eru Reach Higher, sem hvetur táninga til að mennta sig meira og Joining Forces, til hjálpar fyrrverandi hermönnum og fjölskyldum þeirra. Drottning samfélagsmiðlanna Forsetafrúr hafa barist fyrir ýmsum gildum, t.d. Lady Bird Johnson barðist fyrir umhverfinu og Laura Bush lagði áherslu á læsi. Obama hefur tekist að vekja mikla athygli á sínum hugð- arefnum því henni hefur tekist að nota samfélagsmiðlana sér til framdráttar. Henni fer jafn vel að búa til stutt Vine-myndbönd rétt eins og að halda innblásnar ræður. ingarun@mbl.is Arfleifð Michelle Obama Michelle Obama hefur orðið að tískutákn- mynd á árum sínum sem forsetafrú og þykir ávallt smekklega klædd. AFP AFP ’Obama gerði öllum þaðljóst frá upphafi að húnætlaði ekki að gera eitthvaðbara af því að aðrar forseta- frúr hefðu alltaf gert það. Hér tekur Obama á móti Ho Ching, eiginkonu forsætisráðherra Singapore, í Washington. ALÞÝÐLEG Michelle Obama er vissulega alþýðleg og höfðar til fjöldans og hefur líkast til sjaldan tek- ist það jafn vel og þegar hún steig inn í bíl spjallþáttastjórnandans James Cor- den. Hún söng þar meðal annars lögin „Signed, Sealed, Delivered“ með Ste- vie Wonder og þvínæst „Single La- dies“ með Beyoncé. Síðan mætti Missy Elliot í bílinn og þau þrjú sungu saman styrktarlag forsetafrúarinnar, „This Is For My Girls“. Hún sýndi síð- an og sannaði að hún gæti rappað þeg- ar lagið „Get Ur Freak On“ var spilað. Búið er að horfa á þetta atriði rúm- lega 40 milljón sinnum á YouTube. Söng með Corden Obama er töff forsetafrú og sló í gegn í The Late Late Show. Barack Obama, Michelle Obama og dæturnar Malia og Sasha á leið til baka úr sumarfríi. Íslensk hönnun innblásin af náttúru Íslands púðaver, slæður, fatnaður, sendum frítt um allt land blacksand.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.