Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.09.2016, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.09.2016, Blaðsíða 48
SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 2016 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is tímalaus ljós og lampar Flos 2097 Gini Sarfatti 1958 verð frá 235.000,- Spunlight T2 – Sebastian Wrong, 2003 verð 169.000,- Romeo Louis II, Philippe Starck 2003 verð 259.000,- Smithfield S Jasper Morrison, 2009 verð 159.000,- Taccia Castiglioni, 1962 verð 349.000,- Gibigiana Castiglioni, 1980 verð 68.000,- Rosy angelis, Philippe Starck 1994 verð 86.900,- Ray F Rodolfo Dordoni, 2006 verð 229.000,- FLOS 265 Paolo Rizzatto 1973 verð 119.000,- ARCO Led Pier Giacomo Castiglioni 1962 verð 349.000,- Vísindakirkjan er í brennidepli í nýrri mynd úr smiðju Louis Theroux. Heimildarmyndin My Scientology Movie er meðal mynda sem sýndar verða á RIFF, Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í ár. Myndin fjallar um Vísindakirkjuna, trúarhreyfingu sem stofnuð var af vísindaskáldsagnahöfundinum L. Ron Hubbard árið 1953. Louis Theroux er einna þekktastur fyrir heimild- arþættina Louis Theroux’s Weird Weekends þar sem hann kynnist ýmsum jaðarhópum. Theroux hóf feril sinn í blaðamennsku og bera verk hans nokkurn keim af því. Myndinni er leikstýrt af John Dower og er hún skrifuð af Theroux sem jafnframt er kynnir hennar. Atvik endursköpuð með leikurum Theroux hefur lengi hrifist af trúmálum auk þess að hafa mikla reynslu í að fást við óvenjulega hluti. Hann lét það ekki stöðva sig að Vísindakirkjan hefði neitað honum að mynda inni í höfuðstöðvunum en kvikmyndagerð- armennirnir fengu aðstoð frá fyrrverandi meðlimum Vís- indakirkjunnar. Theroux notast ennfremur við leikara til að endurskapa atvik sem fólk lenti í á meðan það til- heyrði kirkjunni, í þeirri viðleitni að skilja hana betur. My Scientology Movie verður sýnd í flokki heimild- armynda á RIFF í ár. Nánar verður fjallað um heimild- armyndirnar á RIFF á menningarsíðum Morgunblað- isins á mánudag en hátíðin hefst 29. september. Myndin er skrifuð af Louis Theroux sem jafnframt er kynnir hennar. Trúmál að hætti Theroux AFP Vísindakirkjan er sveipuð leyndarhjúpi en Louis Theroux kafar ofan í kjarna kirkjunnar með hjálp fyrrverandi félaga í henni í nýrri heimildarmynd sem sýnd verður á RIFF. Andlegar höfuðstöðvar Vísinda- kirkjunnar í Clearwater í Flórída. „Sinfóníuhljómsveitin hefur haf- ið æfingar“ var fyrirsögn fréttar í Morgunblaðinu þann 29. mars árið 1956. Greint var frá því að fyrir atbeina Bjarna Benedikts- sonar menntamálaráðherra hefði ný sinfóníuhljómsveit, „Sinfóníuhljómsveit Íslands“, verið stofnuð og væri sjálfstæð stofnun undir stjórn sérstaks hljómsveitarráðs. Sveitin hafði raunar verið til frá árinu 1950 en þarna fékk hún formlegri umgjörð og aukið rekstrarfé. „Hljóðfæraleikarar hafa þeg- ar verið ráðnir og gekk það bæði fljótt og vel. 28 menn hafa verið fastráðnir á fullum laun- um en 40 alls á heilum og hálf- um launum, auk þess lausa- menn en alls geta verið 55 menn í hljómsveitinni.“ Fyrstu tónleikar nýrrar sveit- ar voru engir venjulegir tón- leikar. „Fyrsta verkefni hljóm- sveitarinnar, verður að leika á hátíðatónleikum á vegum For- seta Íslands í Þjóðleikhúsinu í tilefni af komu dönsku konungs- hjónanna. Hljómsveitin mun þá leika undir stjórn dr. Páls Ísólfs- sonar Egmont-forleikinn eftir Beethoven, nýtt verk eftir Jón Nordal, Passacaglia eftir Pál Ís- ólfsson. Einnig verður þá flutt undir stjórn dr. Viktors Urban- cic Cavaleria rusticana, en ein- göngu íslenskir söngvarar verða með hljómsveitinni við það tækifæri.“ GAMLA FRÉTTIN Sinfónían af stað Páll Ísólfsson stjórnar æfingu sinfóníuhljómsveitarinnar. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Jennifer Garner leikkona Margrét Bjarnadóttir dansari og leikkona Hildur Björnsdóttir lögmaður og pistlahöfundur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.