Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.09.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.09.2016, Blaðsíða 16
sendur í sneiðmyndatöku og það var mikið sjokk að sjá þær myndir. Í höfðinu var ég með tvö æxli og ann- að var orðið risastórt, 7 sentimetr- ar. Litli heilinn var allur klesstur saman þar sem æxlið þrýsti á og að- eins sólarhring eftir þessa töku var ég kominn til Svíþjóðar. Ég fékk ekki að sofa liggjandi heldur svaf sitjandi til að reyna að létta á þrýst- ingnum. Þetta gerðist mjög hratt og ég hafði engan tíma til að átta mig á þessu.“ Aðgerðirnar sem fylgja þessum sjúkdómi geta haft mismiklar afleið- ingar. Alvarlegasta afleiðingin fyrir Þórð er heyrnarleysið. „Það er misjafnt hversu miklar lamanir þetta eru sem fólk lendir í. Sjálfur geng ég bara með staf þegar ég er að flækjast utan borgarinnar þar sem mikið er um ójöfnur en tek hann þó einnig með þegar dimmt er úti. Lyf virka ekki vel á þessi æxli né geislameðferðir en þó kom það í ljós fyrir nokkrum árum að krabba- meinslyfið Avastin hjálpaði við að hægja á æxlisvexti í mörgum til- fellum. Ég hef því verið í þeirri krabbameinslyfjameðferð í 5 ár með hléum. Það fylgja náttúrlega ein- hverjar aukaverkanir svona lyfja- gjöf en okkur hefur tekist að lengja lyfjalotuna smám saman svo ég fer ekki nema á 10 vikna fresti í dag en fór vikulega til að byrja með.“ Þar sem Þórður er sá eini hér- lendis sem glímir við þennan sjúk- dóm hefur hann haft uppi á hópum í gegnum netið þar sem fólk með þennan sjúkdóm deilir sínum sögum. „Það er því miður oft dapurleg lesning því margir fara afar illa út úr þessu. Margt af því fólki sem ég hef rætt við og fylgist með þar er frá Bandaríkjunum. Heilbrigðiskerfið þar er svo hrikalega einkavætt og ömurlegt að þar fer fólk verst út úr þessum sjúkdómi því það hefur ekki efni á að fara í sneiðmyndatökur, læknisviðtöl og hvað þá skurð- aðgerðir til að taka æxlin áður en þau þrýsta á lífsnauðsynlegar taugar. Lífslíkur þessa fólks í Bandaríkj- unum eru svo miklu lægri en ann- arra að ég þori varla að ræða þau mál, fólk færi að halda að ég væri með annan fótinn í gröfinni. Mér þykir umræðan um einkavæddu sjúkrahúsin á Íslandi því mjög svo mikil tímaskekkja,“ segir Þórður og segist mjög hugsi yfir umræðunni um að einkavæða hluta heilbrigðis- kerfisins. „Það er svo ótrúlegt að heyra sagt að allir eigi að fá heil- brigðisþjónustu en það sé samt betra fyrir þá sem geta borgað aðeins meira að komast í fleiri rannsóknir en hinir. Ég held að enginn myndi tala svona ef hann hefði sjálfur upp- lifað að vera sjúklingur eins og ég. Ég er satt best að segja oft miður mín þegar ég hugsa til þess að ef þetta fólk sem ég kynntist í gegnum netið byggi hér, eða í Kanada, væru lífslíkur þess ekki minni en mínar.“ Þórður Örn segist hafa fengið mjög góða umönnun á Landspítal- anum og vel sé fylgst með veikindum hans. Fólk í hans stöðu fari þó ekki varhluta af því að spítalinn er fjár- sveltur. „Ég hef til dæmis kynnst og séð á eftir mörgum góðum læknum til út- landa, eingöngu af því að þar fá þeir reynslu og menntun sína metna að verðleikum og þurfa ekki að vinna undir því gífurlega álagi sem felst í því að starfa í heilbrigðisgeiranum hér. Þetta er ekki góð þróun.“ Þegar allt þagnaði Eftir fyrstu aðgerðina missti Þórður heyrnina á öðru eyra. „Vissulega var þetta vendipunktur í lífinu og þótt ég hugsi ekki mikið um gamla tíma má segja að líf mitt sé „fyrir og eftir“ að ég var 15 ára. Næsti vendipunktur í lífinu var svo þegar ég var 18 ára og fór í næstu aðgerð. Þá þagnaði allt alveg. En ég bý samt ekki í algjörri þögn því í eyr- um mínum eru alls konar suð og hljóð. Þau pirra mig samt ekki neitt og ég er heppinn með það því margir sem eru með svona hljóð fá bara hausverk og líður rosalega illa yfir því.“ Þórður segir að þegar hann vakn- aði upp úr aðgerðinni 18 ára hafi hann áttað sig á því að breytingin var minni en hann hélt því í raun var Fjölskyldan: Fróði og Óðinn, 14 og 11 ára, Þórður Örn Kristjánsson og Vala Gísladóttir ásamt tíkinni Kaldalóns Skutlu. ’Þetta eru mjög góðtíðindi fyrir æð-arbændur því í dag ervíða farið að krefjast þess að fá vistvænan og grænan stimpil á hlut- ina. Persónulega hélt ég að dúntekjan hefði meiri áhrif 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.9. 2016 VIÐTAL

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.