Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.09.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.09.2016, Blaðsíða 20
J ennie Cho Magiera, upplýsingatæknistjóra fyrir al- menningsskóla í Chicago í Bandaríkjunum, hefur verið í fararbroddi við að leiða kennslu þar inn í stafræna veröld þar sem tæknin er nýtt í þágu menntunar barna og ungmenna. Hún segir kennsluna í dag fyrst og fremst snúast um breytt hugarfar en spjaldtölvur, fartölvur, sýndarveru- leikagleraugu og önnur tæki og tól nútímans séu þar bestu verkfærin til að gera kennsluna betri. Magiera er stödd hér á landi en í gær flutti hún erindi í Hörpu á Haustráðstefnu Adv- ania um hvernig kennsla væri að sækja inn á ný stafræn mið. Hún seg- ir miklar breytingar í gangi og enn frekari breytingar framundan í menntakerfinu úti. „Þetta eru misstór svæði sem við upplýsingatæknistjórarnir sjáum um. Núna er ég með 12 skóla á mínu svæði og 5.000 nemendur en stjórnaði síðast svæði sem innihélt 600 skóla og 500.000 nemendur. Áður en ég fór í þetta starf var ég grunnskólakennari og fór að taka iPada inn í kennsluna mína smám saman og það varð ekki aftur snúið að fara aftur í gömlu kennsluaðferðirnir því þetta gjör- breytti árangri og ánægju nemenda og kennara,“ segir Magiera. Hvað þýðir það að færa kennslu- stofuna inn í stafrænan heim? Er það að gefa hverju barni spjaldtölvu? „Í Bandaríkjunum er umræðan komin á annað stig og snýst ekki lengur um tækin sem slík. Þau eru bara verkfæri eins og blýantur og blað var einu sinni, bara betri og í takt við tímann. Þetta snýst um hugarfars- breytingu til náms og kennslu og hvernig við getum sem best komið til móts við nemendur með því að gefa þeim góð verkfæri til að ná sem bestum árangri. Gamaldags kennsla skilar ekki nemendum út í samfélagið tilbúnum til að takast á við þau störf sem bíða þeirra núna og í framtíðinni. Við kennum forritun en ekki tengiskrift sem var hugsuð í þá daga til að fólk gæti verið hraðskrifandi einkaritarar. Í dag eru blöð vélrituð og miklu mikilvægara að kunna forritun. Fyrirtæki í dag þurfa allt aðra eiginleika í fari starfsmanna en fyrir bara nokkrum áratugum,“ segir Magiera. Kennsla í dag miði fyrst og fremst að því að rækta skapandi hugsun nemenda, gagnrýna hugsun og samskiptahæfni. „Til að vera góður starfskraftur fyrir 50 árum áttirðu fyrst og fremst að geta fylgt fyrirmælum, læra ákveðna rútínu, gera hana vel, og vera stundvís. Þessir eiginleikar munu ekki koma að miklu gagni á þeim vinnumarkaði sem ungt fólk fer út á – fyrirtæki eru ekki að leita að þessu heldur að geta einmitt fundið nýjar nálganir, frumlega skapandi hugsun og frumkvæði. Í framtíðinni verða börnin okkar vél- mennaverkfræðingar og dróna- flugmenn og við verðum að gefa þeim kost á að geta gengið inn í framtíðarstörf án þess halda aftur af þeim því við teljum að okkar gamla kerfi sé betra. Svarið við því að skila ungu fólki út í gjörbreyttar að- stæður, þar sem 65% starfa fram- tíðar eru í raun ekki enn orðin til, er að tæknivæða kennsluna.“ Magiera segir því að á endanum snúist þetta alls ekki eins um iPad- inn sem slíkan eða fartölvuna sem slíka, það er eins og að vera að ræða hvort blýantur sé gott verkfæri eða ekki í stað þess að hugsa um efnið. „Eru þau að búa til myndband í skólanum? Þau læra að til þess þarf þetta tæki, þau eru að skrifa ritgerð – þá er það fartölva. Þetta er eðlileg þróun en manni hættir við að vilja hafa hlutina eins og maður þekkti þá sjálfur og ólst upp við. Fullorðna fólk- ið horfir til baka á hvernig skólaganga þess var og þótt allt hafi þróast í heiminum er eins og viljum stundum ekki að eitthvað sem við þekkjum að- eins í dag úr minningunni; skóla- göngu, hafi þróast. En kennsla verður líka að fá að fara í gegnum umbætur og tæknibyltinguna eins og allt hitt.“ Halla mér ekki aftur og fæ mér blund Þegar Magiera tók spjaldtölvur fyrst inn í bekkinn sinn var hún kennari í 40 barna bekk og ein með börnin allan daginn. Bekkir í al- menningsskólum Bandaríkjanna eru oft stórir og einn kennari sinnir kennslu. Hana langaði að gera vel og mæta þörfum barnanna en það var mikil áskorun. „Ég sá að iPadinn kom til greina sem verkfæri í það. Ef einhver var í vandræðum með stærðfræði gat ég búið til myndband sem hjálpaði því barni meðan nemandinn í næsta sæti, sem var í erfiðleikum með móð- urmálslærdóminn fékk annars konar Snýst ekki um tækin heldur hugarfarið Nemendur sem sáu margir skólann sem leiði- gjarna skyldu hafa farið að líta hann öðrum augum,“ segir Jennie Cho Magiera. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skólinn er landið þar sem allt á að geta gerst segir Jennie Cho Magiera, upplýsingatæknistjóri fyrir almenningsskóla í Chicago í Bandaríkjunum. Hún er stödd hér á landi til að deila reynslu sinni af stafrænni væðingu kennslu þar í landi. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is myndband. Áður hafði það verið að- eins „ein ég“ sem kenndi þessum bekk en þarna gat ég hér um bil klón- að sjálfa mig með því að hvert barn fékk iPad með efni sem hentaði þörf- um þess. Þarna voru fjörutíu útgáfur af mér fyrir framan hvert barn í rauntíma. Það þýðir þó ekki að kennslustofan hafi verið komin í staf- rænt form og ég hafi bara getað hall- að mér aftur í stólnum og fengið mér blund. Meðan nemendurnir voru í sinni einstaklingsmiðuðu vinnu í iPadinum var ég eins og þjálfari sem stýrði þeim – hvatti þau til að eiga innihaldsríkar samræður sín á milli, deila því hvað þau voru að uppgötva með hvert öðru og búa svo til sitt eig- ið efni út frá lærdómnum til að deila með samnemendum. Þau deila því efni sem þau búa til, jafnvel þvert yfir lönd með öðrum nemendum. Nem- endur mínir skrifuðu til dæmis bók með jafnöldrum sínum í Suður- Afríku, Kóreu og Ástralíu svo dæmi sé nefnt. Þetta var ótrúlegt tækifæri fyrir nemendur frá efnalitlum heim- ilum í Chicago, heimilum sem voru verst sett í borginni til að upplifa eitt- hvað sem hefði aldrei annars gefist tækifæri til. Og það gildir almennt um kennslu sem fer fram á stafrænu formi að þú ert að veita mjög mörg- um nemendum tækifæri sem þau gætu annars aldrei fengið; eins og að sjá klettana á Íslandi eða fjöllin í Jap- an. Það er það sem við kennarar upp- lifum sem töfrum líkast.“ Magiera segir að ánægja kennara í Bandaríkjunum sem hafa getað nýtt sér stafræna tækni hafa aukist en sjálf hafi hún upplifað að í stað þess að finna ergelsi yfir því að geta ekki mætt þörfum hvers og eins nemanda í stórum bekk hafi hún í lok skólaárs fundið gleði yfir því að allur heim- urinn væri aðgengilegur fyrir nem- endur hennar á augabragði. „Það að hafa tölvur og spjaldtölvur og stafræna tækni í kennslunni hefur gert mann að ástríðufyllri kennara því þetta er ekki slítandi fyrir mann sem manneskju en skilar samt betri árangri. Nemendur sem sáu margir skólann sem leiðigjarna skyldu hafa þá farið að líta hann öðrum augum.“ Krakkar brotist út úr skelinni Á því almenningsskólasvæði sem Ma- giera stýrir upplýsingatæknimálum á er einn iPad á hvert barn á yngri stig- um grunnskóla og ein fartölva á hvert barn á efri bekkjarstigum. Magiera segir mikla breytingu hafa orðið á þremur árum þar sem enginn kenn- ari vilji kenna án tækjanna en fyrir þremur árum hafi þeir ekki litið á tækin sem neitt sérstaklega spenn- andi viðbót. „Hvað nemendur varðar erum við að sjá óteljandi dæmi um nemendur sem njóta sín miklu betur en áður. Í stórum bekk eru mismunandi per- sónuleikar. Það eru skrafhreifin börn, feimin börn og nemendur sem eru kannski ekki bestu útgáfurnar af sjálfum sér og sýna af sér hegðun sem lætur öðrum börnum líða illa. Í bekkjarsamfélögum er niðurstaðan alltaf sú að ákveðnar raddir heyrast frekar en aðrar og flestir kennarar vita að það er oft erfitt að fá alla til að vera þátttakendur í kennslunni þar sem sum börn fara í gegnum veturinn án þess að helst segja orð. Þau vinna sín verkefni en rétta ekki upp hönd- ina og maður sér að þeim finnst næst- um sársaukafullt að svara til baka séu þau spurð. Þegar við fengum tækin breytti það þessu mynstri. Þessir nemendur fundu aðrar leiðir til að blandast inn í hópinn. Þau áttu kannski auðveldara með að tjá sig með tölvuna sem smá skjöld, fóru að spjalla í gegnum tölv- urnar og það varð til þess að brjóta ís- inn. Þessir krakkar áttu auðveldara MENNTAMÁL 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.9. 2016

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.