Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.09.2016, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.09.2016, Blaðsíða 33
Snyrtivöru- og förðunarrisinn Lancôme kynnti nýverið haust- línu hússins 2016 sem hönnuð var í samstarfi við hönnuðinn So- niu Rykiel, sem lést þó fyrir rúmum tveimur vikum síðan. Línan er afskaplega frönsk. Rendur voru eitt af einkennum hönnuðarins og eru þær áberandi í snyrtivörulínunni. Línan samanstendur af tveimur augnskuggapallettum, fjór- um mismundi varalitum í blýantsformi og fjórum litum af nagla- lökkum. AFP La Palette Saint- Germain og Parisian Spirit eru augn- skuggapallettur sem inni- halda einnig augnlínu- penna. Sérlega mjúkir og fallegir litir sem auðvelt er að prófa sig áfram með. Vernis in Love eru endingargóð naglalökk með þægileg- um bursta sem auðveld- ar ásetningu. Förðunarlína frá Soniu Rykiel Franski fatahönn- uðurinn Sonia Rykiel. Parisian Lips Le Crayon er tvöfaldur varablýantur, fáanlegur í fjórum litum. Hægt er að nota þá saman eða sinn í hvoru lagi. 11.9. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 Zara 11.995 kr. Ofursvalir, bundnir, támjóir lakkskór. Geysir 19.800 kr. Vel sniðinn kjóll frá Ganni. Í þessari viku... Sigurborg Selma sigurborg@mbl.is Ein umtalaðasta lína vetrarins er vetrarlína tískuhússins Balenciaga 2016-2017. Línan er í miklu uppáhaldi, vel sniðin, fáguð og byggist á skemmtilegum andstæðum. Mig dreymir um rauðu dúnúlpuna... Netaporter.com 37.240 kr. Perlur eru að koma sterkar inn í vetur. Þessi hringur frá Gucci er ofboðslega fallegur. Eva 36.995 kr. Notaleg síð peysa frá gallerí Evu. Zara 11.995 kr. Víður gervi- leðurjakki. Yves Saint Laurant 8.999 kr. Mon Paris er glænýr ilmur frá Yves Saint Laurent. Ilmurinn sem er innblásinn af París inniheldur hið exótíska Datura blóm og hvítt musk sem er mun léttara en hefðbundin musklykt. Dásamlegur, léttur ilmur sem flestir ættu að kunna við. Ve tr ar lín a B al en ci ag a 20 16 -2 01 7. Rapparinn og fatahönnuðurinnKanye West opnaði tískuvik-una í New York á miðviku- daginn með sýningunni Yeezy Sea- son 4. Sýningin gekk ekki áfallalaust fyrir sig og var stórum hluta helstu tískublaðamanna misboðið á sýning- unni og margir sem nýttu sér sam- félagsmiðla til þess að lýsa yfir van- þóknun sinni. Það sem var helst gagnrýnt voru vinnuaðstæður fyrirsætanna, þá var bæði gríðarlegur hiti úti þar sem sýningin var haldin á Roosevelt Island og áttu fyrirsæturnar erfitt með að ganga á skónum sem þeim var úthlutað. Christene Barberich, stofnandi Refinery29, skrifaði á Instagram- síðu sína: „Mín vanlíðan og kvart var algert kjaftæði borið saman við þær 100 stúlkur sem stóðu heillengi kyrrar í steikjandi sólinni. Án vatns. Nokkrar settust niður til þess að hvíla sig, ein hrundi niður og komu þá nokkrar af fyrisætunum og að- stoðuðu hana þar til vatn barst til þeirra. Á meðan hugsaði ég hvort einhver ætti að hringja á sjúkrabíl.“ Stella Bugbee, ritstjóri The Cut, New York Magazine, var gríðarlega ósátt og tísti um ömurlegar að- stæður á sýningunni. Síðasta tístið hennar hljóðaði þó svona: „Snið- gangið #YeezySeason4“. Robin Givhan, tískuritstjóri The Washington Post, tísti: „Er þetta sýningin? Að bíða eftir að fyrirsæturnar hrynji niður ein af annarri? #YeezySeason4 #NYFW Er ég meðsek? Hvað er í gangi!“ Þá er vonandi að Kanye West hlusti á gagnrýnendur og geri betur næst. Instagram/christenebarberich Tyga, Kylie Jenner, Kendall Jenner, Kim Kardashian, Carine Roitfeld og Pharrell Williams fylgdust með sýningunni. AFP AFP West veldur vonbrigðum Kanye West virkaði þó sáttur með útkomuna. Nýtt

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.